Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ EIRÍKUR Örn Pálsson tromp- etleikari, Sigurður Sveinn Þorbergsson básúnuleikari og Judith Pamela Þorbergsson píanóleikari. Norræna húsið Fjögur nútíma- verk Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor- ræna húsinu í dag, miðvikudaginn 26. febrúar, flytja Eiríkur Öm Pálsson trompetleikari, Sigurður Sveinn Þor- bergsson básúnuleikari og Judith Pa- mela Þorbergsson píanóleikari ij'ögur nútímaverk eftir David Borden, Folke Rabe, Vincent Persichetti og Boris Blacher. Eftir Borden flytja þau þijá þætti úr Dialogues for Trompet and Basso- on; verk Rabes heitir Basta og er fyrir einleiksbásúnu; verk Persichettis ber heitið Parable XIV og er einleikur á trompet, og eftir Blacher leika þau Divertimento fyrir trompet, básúnu og píanó. Tónleikamir era um hálftími að lengd og hefjast kl. 12.30. Eiríkur Öm Pálsson stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og framhaldsnám í Bandaríkjunum. Hann starfar reglulega með Kamm- ersveit Reykjavíkur, er félagi í Caput- hópnum og Tamlasveitinni og leikur í Sinfóníuhljómsveit íslands. Hann kennir við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Tónlistarskóla FÍH og Tónlistarskólann í Reykjavík. Sigurður Sveinn Þorbergsson er fæddur árið 1963 í Neskaupstað. Framhaldsmenntun sína hlaut hann í Guildhall School of Music and Drama í London. Frá árinu 1989 hefur Sig- urður verið fastráðinn básúnuleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands. Hann hefur einnig komið fram með ýmsum kammerhópum og fengizt við tónlist- arkennslu t.d. við Tónskóla Sigur- sveins . Judith Pamela Þorbergsson fæddist í London 1965. Eftir að hún lauk prófí frá Guildhall School of Music and Drama fluttist hún til íslands og hefur starfað hér síðan bæði sem píanó- og fagottleikari. Judith starfar við Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar og hefur m.a; komið fram með Sinfóníuhljómsveit íslands, Bach-sve- itinni í Skálholti og hljómsveit ís- lensku óperunnar. -----♦ ♦ ♦ Harmonikku- tónleikar í Keflavík FINNSKI harmonikkuleikarinn Tato Kantomaa heldur stutta tónleika á sal Tónlistarskólans í Keflavík á fímmtudagskvöld kl. 20.00. Aðgang- ur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfír. Tónleikamir era liður i Opnu vik- unni sem nú stendur yfír í skólanum. Margir góðir gestir hafa komið i heim- sókn til tónleika- og fyrirlestrahalds og sem gestakennarar. Einnig hafa nemendur verið á ferðinni og leikið fyrir bæjarbúa. Til dæmis má nefna að öllum 4 og 5 ára bömum á leikskól- um í Keflavík er boðið á tónleika á morgun, fímmtudag, á sal skólans. Opnu vikunni lýkur á laugardaginn en þá halda tónlistarskólamir upp á „Dag tónlistarskólanna" með ýmsu móti. Tuttugu ár í Listdans- flokknum BIRGITTA Heide dansari hjá íslenska dansflokknum á nú tuttugu ára starfsafmæli en hún hefur verið hjá dansflokknum frá því hún var sautján ára að aldri. Birgitta hefur fengið afar góða dóma fyrir dans sinn í sýningu dansflokksins á tveimur verkum Jochens Ulrich í Borgarleikhúsinu. Lilja ívarsdóttir, listdansgagnrýn- andi Morgunblaðsins, sagði meðal annars um frammistöðu Birgittu: „Birgitta er mjög þokkafullur dans- ari sem gerir gott úr hlutverki sínu. Löng dans- og sviðsreynsla hennar nær til áhorfenda og gefur heildar- svip verksins dýpt.“ Birgitta segist vera stolt af gagn- rýnendum fyrir að hafa talið rejmslu sína og aldur sér til tekna. „Undan- farin ár hefur borið nokkuð á æsku- dýrkun í ballettinum, einkum vestan hafs. Menn hafa lagt ofuráherslu á líkamann og jafnvel verið að nota sextán og sautján ára gamlar stúlk- ur í hlutverk sem krefjast mikils list- ræns þroska. Hjá svo ungum dönsur- um er líkamleg geta ekki í samræmi við andlegan og listrænan þroska. í Evrópu er hins vegar kominn vísir að því að menn meti og virði þroska og reynslu eldri dansara. í Hollandi hefur verið stofnaður dans- flokkur að nafni Nederlands Danst- heater 3 sem eingöngu er skipaður eldri dönsurum. Eg hef séð sýningu með þessum flokki og hann er frá- bær. Þessir eldri dansarar hafa svo margt fram að færa þótt fæturnir séu ekki uppi í hnakka. Þroskinn í tjáningu þeirra er allt annar en sést í venjulegum dansflokki." Sveiflur Birgitta segist hafa gengið í gegnum miklar sveiflur á ferli sín- um. „Ég hef reynt mjög marga þætti dansins á þessum tíma, bæði hefðbundinn dans, nútímadans og flest þar á milli. Meginbreytingin í dansinum sjálfum er kannski fyrst og fremst sú að dansarar fara betur með sig nú en áður. Þegar ég var að byija fór maður aldrei til sjúkraþjálfara eða nuddara. Maður keyrði sig bara áfram þar til eitthvað brast. Á margan hátt líður mér miklu betur nú en þegar ég var yngri. Flokkurinn hefur líka gengið í gegnum miklar sveiflur en alltaf erum við að beijast við viðhorfíð gagnvart honum og dansinum. Við erum að vonast til að ná meiri stöð- ugleika. Og til að bæta viðhorfið ætlum við að kynna dansinn betur, einkum í skólum, það skiptir miklu að ala upp böm sem hafa áhuga á að læra dans og njóta hans.“ Vendipunktur Birgitta segist hafa dansað í mörgum góðum og skemmtilegum sýningum en ein skipi þó sérstakan sess í huga sér. „Það var Fröken Júlía eftir Birgit Culberg. Þessi sýning varð vendipunktur á mínum ferli. Ég var komin yfir tvítugt og búin að öðlast nokkra reynslu í dansinum en í þessari sýningu náði ég vissu frelsi í túlkun, fann í fyrsta skipti fyrir innra sjálfstæði, dansinn kom ekki aðeins utan frá heldur einnig innan frá. Það kemur að því hjá hveijum dansara að hann upp- götvar þetta samspil á milli þess sem hann hefur lært og þess sem hann hefur sjálfur fram að færa; þetta samspil lærðrar tækni og innra manns dansarans er upp- spretta danslistarinnar. Þetta er eitthvað sem manni er ekki kennt heldur verður maður að leita sjálfur. Allt frá þessari sýningu hef ég svo verið að læra betur og betur á þetta samspil." Nútímadans veitir frelsi Birgitta segir að það hafi verið sérstök og ánægjuleg reynsla að fá að vinna með Jóchen Ulrich að sýn- ingunni sem nú er á fjölum Borgar- leikhússins. „Hann er geysilega næmur á fólk og eiginleika ein- stakra dansara. Og mér finnst við hafa náð mjög vel saman. Mér fannst við skilja hvort ánnað mjög vel og þannig byggðist upp gagn- kvæmt traust sem veitti mér ákveð- ið frelsi til að vera ég sjálf. Það er líka gaman að takast á við nútímadansinn því að hann gef- ur manni meira frelsi. Hefðbundni dansinn leggur miklu meira upp úr hinu líkamlega, formunum; þar er maður alltaf að beijast við að gera hlutina eins og þeir eiga að vera samkvæmt hefð. I nútímadansinum fær maður frelsi í tjáningu og frelsi í hreyfíngum." Næsta sýning á verkum Jochens, sem heita Ein og La Cabina 26, verður næstkomandi fímmtudag. Morgunblaðið/Kristinn BIRGITTA Heide ásamt David Greenall og Marcello Pareira í verkinu Ein eftir Joehen Ulrich sem nú er verið að sýna i Borgarleikhúsinu. Samsetningar MYNPIIST Listhorn Sævars Karls BLÖNDUÐ TÆKNI Sigurborg Stefánsdóttir. Opið á túna verzlunarinnar. Til 7. marz. Aðgangur ókeypis. LISTAKONAN leggur útaf sýningu sinni með vísun til þess, að það sé oft erfitt að útskýra myndverk með orðum, ekki síst ef þau eru ekki af „neinu sér- stöku“, heldur vilja aðeins vera þær sjálfar, tala eigin máli, þetta sé svipað með tónlistina, sem er ævinlega sértæk. Þetta er rétt eins langt og það nær, en efni, form og litir eru nú dálítið sér- stakt milli handanna og ekki sama hvernig farið er að þeim, jafnvel þótt útkoman byggi ekki á hlutbundnum fyrirbærum í umhverfinu. Og svo töfrum slungið, fjölþætt og lífrænt getur óhlutlægt ferli verið að það taki fram flestu hlutvöktu, en til þess að meðtaka það, þarf skoðandinn að vera læs á myndmálið, hafa þroskað skynrænar kenndir sín- ar. Þykir afar einfalt, að menn geti þroskað lestrarkunnáttu sína og skilning á lesmálinu, jafnvel að skyggnast á milli línanna, og svo skilja allir að menn geti þjálf- að tóneyrað, en það er eins og menn reki sig á vegg hér á út- skerinu er þeir tala um að þroska sjón- skynjunina, innra augað og skynferlið. Minni á þetta vegna þess að nefnd atriði virðast í lagi hjá Sigurborgu miðað við útfærslu myndheild- anna á sýningunni, því samsetningar hennar í blandaðri tækni eru afar vel og nostursamlega út- færðar. Ekki færi ég að halda því fram að þær séu ekki af neinu sérstöku, því sértæk form og hryn þeirra ásamt tónstiga blæbrigða geta haft yfír sér svip reisnar, eru sýnileg og sérstök fyrirbæri sem koma okkur við. Nærtækt dæmi um lífrænt form- og lita- ferli sjáum við í myndum svo sem nr. 2,11 og 12, og svona gera menn ekki út í bláinn, heldur þurfa hnitmiðun, yfirlegur og þroskaðar skyn- rænar kenndir að koma til. í heild eru þetta kannski hættulega snotrar myndir, full nálægar hönnun og listiðnaði, ósjálfrátt fer maður að óska efir meiri átökum og skaphita. En hvað sem öðru iíður er framkvæmdin gædd ynd- isþokka og myndverkin til mikill- ar prýði á staðnum. Bragi Ásgeirsson Sigurborg Stefánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.