Morgunblaðið - 26.02.1997, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SÉRA GUÐMUNDUR SVEINSSON
+ Séra Guðmund-
ur Sveinsson
fæddist í Reykjavík
28. apríl 1921.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli í Reykjavik
16. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Sveinn
Óskar Guðmunds-
son múrarameist-
ari í Reykjavík, f.
5.11. 1895, d. 13.11.
1973, og Þórfríður
Jónsdóttir húsmóð-
■%' ir, f. 26.4. 1895, d.
20.12. 1973. Systir sr. Guð-
mundar er Guðrún Sveinsdóttir
kennari, f. 23.7. 1927. Maður
hennar var Magnús Bæringur
Kristinsson skólasljóri Kópa-
vogsskóla, f. 9.10. 1923, d. 21.7.
1995, og eiga þau fimm upp-
komin börn.
Hinn 15.4. 1944 kvæntist sr.
Guðmundur Guðlaugu Einars-
dóttur, f. 3.5. 1918, dóttur Ein-
ars Jónssonar kennara og verk-
sljóra í Reykjavík, f. 21.4.1885,
d. 29.7. 1969, og Guðbjargar
Kristjánsdóttur, f. 12.1. 1888,
d. 1.9. 1979. Dætur sr. Guð-
mundar og Guðlaugar eru Guð-
björg, f. 18.2. 1943, ritari í
Reykjavík, gift Ólafi Péturssyni
forstöðumanni mengunarvarna
og eiga þau tvö börn, Guðlaugu
Rafnsdóttur og Ólaf Pétur 01-
afsson, og tvö barnaböm; Þór-
fríður, f. 28.9. 1944, skólastjóri
á Hvanneyri, gift Gísla Jónssyni
kennara og eiga þau þijár dæt-
ur, Guðlaugu Ósk, Karen Rut
og Guðbjörgu Brá, og eitt
barnabam; Guðlaug Guð-
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal söng
séra Guðmundur Sveinsson meðal
annars þegar fundum okkar bar
fyrst saman, á Jafnaskarði í Staf-
holtstungum í Borgarfirði. Þar
kunni hann vel við sig en eins og
hann sagði réttilega á liðnu ári á
hann ekki eftir að koma þangað
aftur. Hann er sofnaður svefninum
langa eftir erfiða baráttu.
Guðmundur var merkilegur mað-
ur, fór ótroðnar slóðir og markaði
djúp spor í samfélagið. Meðan kraft-
urinn var til staðar var hann stöð-
ugt að, tók daginn snemma og las
mikið eins og bækur hans um ólík-
ustu málefni bera glögg merki.
Hann var víðsýnn og lét sér ekkert
' óviðkomandi, var hafsjór af fróðleik
og enginn kom tómhentur úr smiðju
hans. Áður en farið var til ókunn-
ugra staða í fjarlægum iöndum
veitti Guðmundur mér oft gagnlegar
og nauðsynlegar upplýsingar um
siði, trú og menningu viðkomandi
þjóðar, veganesti sem hafði mikið
að segja og auðveldaði störf.
Hann var mikill fræðimaður og
gaf sig allan í störfin en naut þess
líka að vera í faðmi samrýndrar fjöl-
skyldu. Þar var hann hrókur alls
fagnaðar og þó hann væri alvarleg-
ur og einbeittur í vinnu leyndi gam-
ansemi hans sér ekki. Hann gerði
það sem hann gat fýrir barnabörn-
in, sá vart sólina fyrir litlu sóleyjar-
'* stúlkunni sinni eins og hann kallaði
oft Guðrúnu, dóttur okkar Guðlaug-
ar, og lét sig meira að segja hafa
það að fara með dóttursonum á
spennumyndina Bláu þrumuna en
sagði reyndar eftir þá ferð að næst
yrði farið í leikhús.
Guðmundur var góður og einstak-
lega blíður maður. Það var mikið lán
að kynnast honum og njóta ieið-
sagnar hans. Hann og Guðlaug Ein-
arsdóttir, eftirlifandi eiginkona
hans, reistu sannkallað stórveldi en
nú ríkir kyrrð í djúpum dal eins og
: segir í ljóðinu Nótt, sem þau hjónin
tileinkuðu Jafnaskarði.
Blessuð sé minning séra Guð-
mundar Sveinssonar.
Steinþór Guðbjartsson.
Okkur langar í örfáum orðum að
minnast afa okkar Guðmundar
Sveinssonar. Þær minningar sem
'«► eru okkur efstar í huga tengjast
mundsdóttir, f. 22.5.
1952, skrifstofu-
maður í Reykjavík,
gift Steinþóri Guð-
bjartssyni blaða-
manni og eiga þau
þijú börn, Guðmund
Þórðarson, Svein
Oskar Þórðarson og
Guðrúnu Steinþórs-
dóttur.
Sr. Guðmundur
lauk stúdentsprófi
frá MR 1941, emb-
ættisprófi í guð-
fræði við HÍ 1945,
stundaði framhalds-
nám i gamlatestamentisfræð-
um við háskólann í Kaup-
mannahöfn 1948-1950, lauk
prófi í hebresku 1949, stundaði
framhaldsnám í semítamálum
og gamlatestamentisfræðum
við háskólann í Lundi og lauk
þaðan fil.cand.-prófi 1951.
Hann vann að fræðslustörfum
við háskólann í Kaupmanna-
höfn 1953-54, nam nútímahebr-
esku í London 1959-60, kynnti
sér rekstur samvinnuskóla á
Norðurlöndum, í Þýskalandi og
á Englandi sumarið 1955 og fór
m.a. í náms- og kynnisferðir til
Sviss 1956, Bandaríkjanna 1963
og 1974, og til Norðurlanda,
Þýskalands og Bretlands 1974.
Sr. Guðmundur var sóknar-
prestur í Hestþingum 1945-56.
Hann var stundakennari við
KÍ 1943-45, stundakennari við
Bændaskólann á Hvanneyri
1945-1948, 1952-53 og 1954-55,
kenndi guðfræði við HÍ 1952
og 1954, var skólastjóri Sam-
vinnuskólans í Bifröst 1955-
1974, skólasljóri Bréfaskóla
Jafnaskarði. Jörð sem afí og amma
keyptu og bjuggu svo um að allir í
fjölskyldunni hafí þar aðgang að.
Með ást sinni og alúð gerðu þau
Jafnaskarð að samverustað ljöl-
skyidunnar á sumrin.
Morgnamir á Jafnaskarði eru
okkur ofarlega í huga. Afi var alltaf
fyrstur á fætur og var búinn að
kveikja upp í olíueldavélinni og eida
hafragraut fyrir okkur bömin þegar
við vöknuðum. Það var notalegt að
koma niður í eldhús og hlusta á
morguntónlistina með honum og
spjalla við hann um lífíð og tilver-
una.
Það má segja um hann afa að
hann hafi helgað líf sitt starfi sínu
og eyddi hann ófáum stundum á
skrifstofu sinni við lestur og skrift-
ir. En þó svo að hann hafí verið
upptekinn þá hafði hann alltaf tíma
fyrir okkur ef við leituðum til hans.
Hann gat rætt við okkur um allt
það sem okkur langaði til að vita
og það virtist vera fátt sem hann
hafði ekki þekkingu á.
Núna þegar við lítum til baka
gerum við okkur grein fyrir því
hversu mikill bakhjarl hann var fjöl-
skyldunni. Afi kom kannski ekki til
okkar að fyrra bragði en ef eitthvað
bjátaði á í lífi okkar var hann ákaf-
lega fórnfús og svo virðist sem hon-
um hafi engin fórn verið of stór til
þess að gera okkur lífið betra og
kærara. Þetta er sá arfur sem hann
gaf okkur, að reyna að tryggja sín-
um nánustu sem bjartasta framtíð.
„Að gefa af eigum sínum er lítil
gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af
sjálfum sér.“ (Kahlil Gibran).
Barnabörnin.
Með sr. Guðmundi Sveinssyni er
genginn merkur frumkvöðull á sviði
fræðslumála. Hann var brautryðj-
andi nýrrar framhaldsskólastefnu
og sem skólastjóri mótaði hann
starfsemina með sterkum persónu-
leika sínum. Nemendur hans þakka
honum mótandi uppeldisáhrif, var-
anlega örvun og lífsstefnu sem hef-
ur greitt leið þeirra til farsældar.
Sr. Guðmundi var falið að gróð-
ursetja Samvinnuskólann í nýju
umhverfí á Bifröst í Norðurárdal.
Þar skópu þau hjónin, Guðlaug Ein-
arsdóttir og sr. Guðmundur, ein-
SÍS 1960-1974 og skólameistari
Fjölbrautaskólans í Breiðholti
1974-1988.
Sr. Guðmundur var um ára-
bil i norrænni nefnd sem vann
að samræmingu verslunar-
skólamenntunar á Norðurlönd-
um, var formaður nefndar sem
samdi heildarfrumvarp um full-
orðinsfræðslu 1971-1974, sat í
nefnd er gerði tillögur um skip-
an fjölbrautaskóla í Reykjavík
1973, sát í námskrárnefnd Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti frá
1978, formaður Sundlaugar-
nefndar Breiðholts 1980 og í
starfshópi á vegum mennta-
málaráðuneytisins 1981 sem
vann að samræmingu náms i
framhaldsskólum með áfanga-
kerfi.
Sr. Guðmundur var ritsljóri
Samvinnunnar 1959-1963.
Hann skrifaði fjölda greina og
ritgerða um guðfræðileg, trú-
arleg og menningarleg mál-
efni. Helstu rit: Islam, menning-
arsögurit, 1956 (fjölr.). Menn-
ingarsaga I-IV, 1960-68 (fjölr.).
Persónusaga I-HI, 1968-70
(fjölr.). Samtíðarsaga I-II,
1979-80 (fjölr.). Trú og guð-
fræði, 1970. Dönsk málfræði,
1968 og 1970 (fjölr.). Menning-
arsaga: Fjarlægari Austurlönd,
Sinologia, 1968 (fjölr.). Sama:
Indland, Hindúar, 1968 (fjölr.).
Mannleg samskipti, 1971
(fjölr.). Samvinnusaga, 1971
(fjölr.). Samtíðarsaga, 1981
(fjölr.). Forsendur vestrænnar
menningar, 1983 (fjölr.).
Útför sr. Guðmundar fer
fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík í dag og hefst at-
höfnin kl. 13.30.
hveija sérstæðustu uppeldis- og
menningarstofnun landsins á sinni
tíð. Verka þeirra á þeim vettvangi
sér ennþá stað víða í íslensku at-
vinnulífí og menningu. Margir for-
ystumenn í íslensku þjóðlífi minnast
sr. Guðmundar með þakklæti og
virðingu fyrir uppeldi, fræðslu og
forsjá á viðkvæmu mótunarskeiði
þeirra sjálfra.
Seinna gerðist sr. Guðmundur
einn fremsti frumkvöðull þeirrar
menningarbyltingar sem uppbygg-
ing framhaldsskólanna varð á 8. og
9. áratug aldarinnar. í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti í Reykjavík
skóp hann forystustofnun sem að
sumu leyti skar sig úr hópi fjöl-
brautaskólanna í landinu. Einnig
þar mótaði sr. Guðmundur stofnun-
ina með mætti frumlegrar hugsunar
og heildstæðrar skipulagsstefnu.
Við hlið mikilla anna við stjórn-
unarstörfin vann sr. Guðmundur að
fræðastörfum, bóklestri og
áhugagrúski. Hann var leitandi hug-
ur og síspurull um rök tiiverunnar.
Hann leitaði víða fanga enda mikill
tungumálamaður. Hann hafði forð-
um starfað sem sóknarprestur og
guðfræðin leitaði jafnan á hann. En
hann hneigðist líka að heimspeki
og félagsfræði, og menningarsagan
varð kjörsvið hans. Um menningar-
sögu ritaði hann nokkrar
kennslubækur og var rómaður
kennari á því sviði, bæði á Bifröst
og í Breiðholti.
Sr. Guðmundur var kappsfullur
áhugamaður um það sem hann tók
sér fyrir hendur, enda skilaði hann
drjúgu dagsverki. Hann lagði sig
allan í verkið og helgaði sig því að
öllu leyti. Þá hirti hann ekki alltaf
um vinnutímann og hlífði sjálfum
sér aldrei við erfíði eða óþægindum.
Hann var mjög örlátur og gjöfull á
tíma sinn og á sjálfan sig, einkum
í samskiptum við ungt fólk sem var
að þroskast undir verndarvæng
hans. Hann var aldrei hálfvolgur í
neinu. Nemendur hans á Bifröst
ylja sér enn við margar sögur af
ósérhlífni hans og hita og metnaði
fyrir þeirra hönd.
Sr. Guðmundur Sveinsson varð
velgjörðamaður margra og þau
minnast hans í dag. Sá sem þessi
orð skrifar er í þessum fjölmenna
hópi. Sr. Guðmundur átti m.a. þátt
í því að við hjónin tókum að okkur
störf á Bifröst löngu eftir að þau
Guðlaug hurfu þaðan. Hann hvatti
mig á allar lundir, m.a. í því að
raska mjög þeirri menningarstofnun
sem hann sjálfur hafði áður skapað.
Hann skynjaði og skildi glöggt að
hveiju fór í íslenskum háskólamál-
um og hafði enn fullan metnað fyr-
ir hönd skólans á Bifröst. Og ég á
honum ekki síður þakkir að gjalda
fyrir forsjá og leiðsögn innan Frí-
múrarareglunnar.
Ég heimsótti sr. Guðmund fyrir
nokkru þar sem hann dvaldist á
hjúkrunarstofnun. Þegar ég spurði
hve lengi hann yrði þarna, svaraði
hann hiklaust: „Dauðinn einn mun
brátt skera úr um það.“ Hann vissi
að dauðinn er dyrnar inn og upp,
og trú hans var sterk. Hann átti
góða heimvon. Við Sigrún sendum
Guðlaugu og afkomendum innilegar
kveðjur með þakklæti og virðingu.
Jón Sigurðsson.
Fátækleg kveðjuorð mín eru ekki
í eftirmælastíl heldur einungis þakk-
arorð til mágs míns og frænda og
láta í ljós þá ósk til vina og ætt-
ingja að hryggð yfir brottför hans
megi víkja fyrir von um hjartnæma
endurfundi, ásamt gleði yfir hve
gott er að minnast hans. I mínum
huga sem hef þekkt séra Guðmund
frá frumbemsku sé ég hann nú
umlukinn sólargeisla morgunroðans
eins og aðra við vistaskipti, með
miskunn og umburðarlyndi. Sjálfur
var sr. Guðmundur langt yfir flesta
hafinn trúar- og siðferðislega.
Lífíð er hvorki súrt né sætt. Heim-
urinn er eins og hugurinn skoðar
hann. Vitur maður mundi hvorki
segja hann góðan né illan. (Swami
Vivekananda). Við erum öll sköpuð
til samfélags. Líklega er meginverk-
efni, sem okkur er ætlað í þessu lífi,
að læra að lifa í sátt og samlyndi
við alla menn, virða samferðamenn
og allt sem lifír af alúð og hlýju.
Frá vöggu til grafar er iíf okkar
samtvinnað lífi þeirra mörgu, sem
við eigum samskipti við. Örlög okkar
óleysanlega bundin örlögum þeirra
lengra en mannsaugað eygir og jarð-
nesk sjón greinir.
Kunn er túlkun þýska heimspek-
ingsins Heideggers, sem vakið hefur
athygli og umræður um skilgrein-
ingu á lífi mannsins sem gæti verið
með þrennu móti, þótt það byggist
oft á sérstöðu hans í tilverunni. Þá
sérstöðu kallar Heidegger Eiginlegt
mannlegt líf. Maðurinn getur hins
vegar látið sér nægja að vera til eða
vera til staðar. En maðurinn getur
líka gert meiri kröfur til sjálfs sín
og það gerir hann óneitanlega þegar
hann skynjar líf sitt með öðrum og
auðgar sjálfan sig af reynslu og
þekkingu annarra. Þetta er kallað
af Heidegger að vera í tengslum -
samskiptum.
Ennþá getur líf mannsins risið
hærra, þegar honum verður ljóst að
það sem máli skiptir er framlag
hans sjálfs að lifa til einhvers, vera
virkur jákvæður og skapandi, t.d.
stefna að ákveðnu marki. Vera sjálf-
ur persónugervingur trúar- eða hug-
sjóna, sem hann sjálfur á háleitasta.
Yfirskrift yfir dyrum hins fræga
safns Stephans Fosters, tónsnillings-
ins mikla, er á þessa leið: „Hér má
enginn falskur tónn hljóma.“ Þannig
mætti komast að orði um ævi og
störf Guðmundar Sveinssonar. Þar
hljómaði enginn falskur tónn. Heil-
steyptur persónuleiki hans, sam-
ræmi milli orða og athafna. Virðing
og nærfærni fyrir verkefnum líðandi
stundar, ásamt ríkri réttlætiskennd,
er sú mynd, sem greypt er í minn-
ingu þeirra sem eftir lifa.
Það er sagt, að hvar sem göfug
sál nemur land, sé gott að dvelja.
Við ættingjar og vinir fögnum þér
við sólrás þess lífs sem leysir fjötur
af fæti. „Því hvað er að deyja, ann-
að en standa nakinn í blænum og
hverfa inn í sólskinið?"
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þóra Einarsdóttir.
Þó alvarleg veikindi þjaki - kem-
ur dauðinn ætíð á óvart.
Guðmundur Sveinsson, fyrrum
skólameistari Fjölbrautaskólans
Breiðholti lést sunnudaginn 16.
febrúar 1997, eftir erfiðan og
ólæknandi sjúkdóm. Við sem eftir
sitjum áfellumst okkur nú fyrir að
hafa ekki ræktað vináttuna betur.
Við hjón, sem reynpm hér að
pára fátækleg orð í minningu, eigum
okkur ljúfar minningar í lífi og starfi
með skólameistaranum, guðfræð-
ingnum og heimspekingnum Guð-
mundi Sveinssyni.
Það var um mánaðamótin júní-
júlí 1965 að síminn hringdi á vinnu-
stað okkar og við heyrðum í fyrsta
skipti í Guðmundi Sveinssyni, skóla-
stjóra á Bifröst. Erindi hans var að
bjóða okkur starf við Samvinnuskól-
ann Bifröst. Vinur okkar Vilhjálmur
Einarsson var að láta af störfum
við skólann og hafði bent Guðmundi
á hugsanlegán eftirmann.
Frestur var gefínn í sjö daga, að
taka ákvörðum. Við hjón stóðum á
þröskuldi þess að velja borgarlíf eða
það lífí að búa í sveit. Við kusum
sveitina og náðum því menningarlífi
sem fámenn sveit bauð í návist
mennignarstofnunar sem Sam-
vinnuskólinn Bifröst var í þá daga.
í septemberlok ókum við í hiað á
Bifröst með dætur okkar þrjár og
það veraldlega góss sem tilheyrði
fjölskyldunni. Ekki stóð á móttökun-
um. Skólastjórahjónin auk yfirkenn-
ara Snorra Þorsteinssonar, tóku
okkur opnum örmum, með þeim
innileik sem aldrei gleymist.
Svart Vikrafellið minnti á fjar-
lægð þess sem var, Grábrókin, sleg-
in miðdagssól, að minna á nálægð
trausts, Baula í norðri I tign og í
suðri Skessuhornið í miðri Skarðs-
heiði sem minnti á fegurð formsins.
Svo kom morgunn. Ungi kennar-
inn, sem þá var, mætti meistara
sínum. Skrifstofa hans 2x2m, róaði
unga kennarann. Fyrstu samskipti
meistara og kennara áttu eftir að
verða, til eilífðar nóns, trúnaður,
traust og vinátta.
En litla skrifstofa meistara var
ekki alltaf völlur kyrrðar og friðar.
Þar reis hár meistara og aumur
kennari var krafínn skýringa á
ýmsu hátterni nemenda, í virðulegri
menntastofnun. Án þess að segja
ósatt var það þó sagt að hár meist-
ara lagðist fellt að höfði.
Ekki var svo að Guðmundur
Sveinsson kynni ekki að meta ýmis
uppátæki nemenda. Og svo sannar-
lega örvaði hann nemendur til
ýmissa uppátækja. I minningunni
er ljóðabók Gunnars Finnssonar
skólastjóra, Fijókom í sáðbauk,
glöggt dæmi um væntumþykju og
glöggskyggni Guðmundar á hæfí-
leika nemenda sinna. Þá var honum
skemmt er umræddur Gunnar
Finnsson mætti í kuldaúlpu með
hettu yfír höfuð og með belgvettl-
inga í sértíma í uppsetningu versl-
unarbréfa.
Minningarnar frá Bifröst eru
óendanlegar. Að fá að fara með
nemendur um Hreðavatn á báti eða
skauta á ísilögðu vatninu, ganga á
Vikrafell, Hvassafell, Baulu og í
iður jarðar í hella Grábrókarhrauns.
Og ekki má gleyma kennaravökum
á jólaföstu, er meistarinn lék á org-
el skólans, kenndi og stjórnaði þjóð-
lögum frá ýmsum löndum. Þá skyldi
sungið á frummálinu, sænsku, írsku
eða jafnvel hebresku svo eitthvað
sé nefnt. Yndisleg ógleymanleg
kvöld sem aldrei fyrnast.
Tíminn leið og með tár á vanga
var skólasetrið Bifröst kvatt. En
viti menn, 1979 erum við hjón enn
mætt á starfsvöll Guðmundar
Sveinssonar í Pjölbrautaskólanum
Breiðholti. Skólinn var þá þegar
orðinn fjölmennasti dagskóli lands-
ins, er bauð upp á nám sjö mennta-
sviða með ótal námsbrautum og svo
bættist við kvöldskólinn með sína
yfirgripsmiklu fullorðinsfræðslu.
Skólinn þó enn ekki að fullu byggð-
ur en skólameistari í harðri baráttu
að fá það fjármagn til uppbyggingar
og reksturs sem til þurfti. Tími og
fyrirhöfn ekki spöruð, dagur og
nótt lögð saman, að ná settu marki.
Yfirgengileg vinna við uppbyggingu
og stjórnun skóla á íslandi á sér
eflaust engin dæmi í heiminum,