Morgunblaðið - 26.02.1997, Side 33

Morgunblaðið - 26.02.1997, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 33 jafnvel ekki í Singapúr, gegn eins lélegum launum og viðgangast hér á landi. Og þeir sem gleggst þekktu til sáu að slíkt álag hlyti fyrr en síðar að setja mark á manninn er hamförum fór við að láta skólahug- sjón sína rætast í efri byggðum Breiðholts. Að loknu tveggja ára samstarfi við Guðmund Sveinsson í Fjöl- brautaskólanum Breiðholti kvödd- um við hjón og hurfum enn á vit íslenskri sveit. Það var erfitt að kveðja þau Guðmund og Guðlaugu í annað sinn. Starfssögu Guðmundar má sjá í þrem tímabilum: Störf við kirkjuna, Háskólann og rannsóknir í gamlatestamentisfræð- um og semitískum málvísindum. Skóla- og fræðslumálum Sam- vinnuhreyfingarinnar. Mótun og stjórnun Fjölbrauta- skólans Breiðholti. Eflaust hefur Guðmundur Sveins- son aldrei af ráðnum hug ætlað að verða skólamaður heldur hefur hann hlýtt rödd samvisku sinnar og sann- færingar. Elsku Guðlaug og dætur, segja má að við fráfall ykkar ástkæra eiginmanns og föður, hafí dregið fyrir sól í annað sinn í lífi ykkar. Guðmundur Sveinsson er horfínn sjónum okkar, en hverfur þó ekki, því að í hugum vandamanna, nem- enda, kennara og vina sinna lifír hann. Guðný og Höskuldur. Á útfarardegi vinar og samstarfs- manns til fjölda ára koma upp í hugann margar sterkar og lifandi, ljúfar og tregablandnar minningar frá þeim árum er ég fékk tækifæri til þess með honum, Guðlaugu konu hans og mörgu öðru ágætisfólki í hópi kennara og nemenda að vinna að uppbyggingu og þróun Sam- vinnsuskólans að Bifröst sem á þeim tíma var í fremstu röð skólastofnana hérlendis vegna nýjunga í starfshátt- um og skipulags heimilis og félags- lífs nemenda sem Guðmundur mót- aði og lagði grundvöll að. Það var ánægjulegt og gefandi að starfa með og undir forystu Guð- mundar að þessu verkefni, kynnat hvernig traust menntun og fræðiiðk- un höfðu þroskað hann til víðsýni og umburðarlyndis, örvað og glætt með honum áhuga á menningu list- um og lífssýn fjarlægra þjóða og menningarheima og finna hve hann naut þess að veita nemendum sínum tækifæri til að njóta þessara dá- semda, sem höfðu opnað honum sýn til margra átta og fært honum þá hamingju sem fylgir því að kynnast og læra að njóta þess sem mannleg- ur hugur hefur best skapað og hugs- að dýpst. En honum var ekki nóg að nemendur skólans nytu þessa. Jafnan þegar boðið var upp á dag- skrá á sviði tónlistar, bókmennta eða myndlistar á Bifröst var fólkið úr héraðinu boðið velkomið. Guðmund- ur skildi það, að engin stofnun getur þrifíst nema í tengslum og takt við sitt nánasta umhverfí og starfaði í samræmi við það. Ekki er vafi á því að það var sterkur þáttur í árangri skólans, að fólk þar var í tengslum við umhverfí sitt en bjó ekki í sjálf- hverfum fílabeinsturni. Munu marg- ir, bæði nemendur og sveitungar, minnast hátíða sem skólinn að frum- kvæði hans bauð til 1. desember ár hvert þar sem íbúar Norðurárdals og nemendur og heimafólk á Bifröst blönduðu geði. Það var hollt og lærdómsríkt ung- um manni að fylgjast með árvekni hans og nákvæmni í öllum störfum. Hann gerði vissulega kröfur til sam- kennara sinna og nemenda, en fyrst og síðast til sjálfs sín. Allt sem hann gerði, allt sem hann lét frá sér fara í töluðu eða rituðu máli bar vitni um þetta, gagnhugsað, fágað og vandað í hvívetna. En það var ekki síður gagnlegt og lærdómsríkt að fylgjast með, hvernig hann og þau hjón bæði hófu sig yfír allt argaþras sem fylgt getur samskiptum fólks í miklu nábýli, en gengu af einurð og hrein- skilni fram í öllum samskiptum við nemendur og starfsmenn. Þegar hann gekk um skólann til að fylgj- ast með starfí nemenda var hann ekki að læðast á flókaskóm til þess að geta gripið einhvem glóðvolgan við annað en vera átti. Nei, hann lét vita af því að hann væri á ferðinni og dytti einhverjum í hug að koma sér í mjúkinn hjá honum með því að bera til hans frásagnir um eitt- hvert atferli nemenda sem ekki var við hæfi var skólastjórinn fljótur að vísa honum á dyr. Sá sem vildi upp- hefja sjálfan sig með því að bregð- ast félögum sínum hlaut ekki hylli hans. Samskipti hans við kennara byggðust á því sama, fullu trausti og trú á að jafnan væri unnið eins vel og trúlega og unnt var, en brygði út af ræddi hann við hlutaðeigandi af alvöru og drenglund um það sem honum þótti að betur mætti fara og var jafnan reiðubúinn til liðsinnis. Efst í huga var alltaf umhyggjan fyrir velferð nemenda og samstarfs- manna og vilji til að greiða götu þeirra í hvívetna. Fyrir það eiga margir honum þakkir að gjalda. Ekki verður Guðmundar svo minnst að leiðarlokum að ekki sé getið eiginkonu hans, Guðlaugar Einarsdóttur, sem stóð við hlið hans í blíðu og stríðu allt þar til yfir iauk. Hún studdi hann í starfi og einka- lífi þar sem og þegar hann þurfti stuðnings við og sá til þess að þeir þættir í fari hans og hæfileikum sem sterkastir voru nytu sín sem best. Hlutur hennar í lífsstarfi hans og árangri verður seint ofmetinn. Guðmundur Sveinsson var mikill persónuleiki, fríður maður sýnum, hafði framgöngu sem eftir var tekið og útgeislun sem setti svip á um- hverfið hvar sem hann fór, útgeislun sem bar vitni um góðar gáfur, mik- ið skap og ákveðnar skoðanir, en þó fyrst og fremst gott og einlægt hjartalag. Ég kveð hann að leiðar- lokum í þakklátri minningu um vin- áttu, kynni og samstarf sem höfðu sterk og mótandi áhrif á skoðanir mínar og starfsviðhorf. Þau áhrif hafa reynst mér vel í lífi og starfi. Slíka minningu er gott að eiga og geyma. Sömu sögu munu margir sem með honum áttu samleið geta sagt. Kæra Guðlaug, við Eygló sendum þér, dætrum ykkar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Snorri Þorsteinsson. „Engi feigð um flýr.“ Eitt sinn reyna allir sannleik þann. Við sólar- upprás ævinnar er það skráð til minnis. Nú hefur vinur okkar sr. Guðmundur skólameistari fyllt sína lífdaga. Hér verður enginn lopi teygður, þótt á merkri mannsævi sé af ærnu að taka. Aðrir fylla í eyður og bæta um betur. Hann var ekki þeirrar gerðar, að vilja hafa hátt um sjálfan sig og það, sem hann vann landi og lýð. Vitni verk- anna er orðum æðri dómur. Séra Guðmundi var menntaveg- urinn greið leið og hæg - enda námsgáfur ekki skornar við nögl. Hann lauk guðfræðiprófí og þá lá leiðin út á hinn kristna akur um skeið. Þó hann gæti þar látið staðar numið var ekki til setu boðið. Heim- an hann fór að glíma við fræðin utan landsteina. Honum var lær- dómur yndi og ástríða - holl og heilsusamleg. „Afla þér vizku, afla þér hygginda" eru leiðir og mark- mið í lífinu, það tvennt á samleið ef vel á að farnast. Eftir útvist var á önnur mið róið en hann ætlaði. En ekki var í kot vísað. Fyrst Samvinnuskólinn á Bif- röst, og síðan að skapa anda og umgjörð Fjölbrautaskólans Breið- holti, og skólameistari þeirrar stofn- unar, þar til heilsan brast. Þetta voru — og eru — mannræktar- og menningarsetur. „Æðri sýslu - máttu eigi hafa - en kenna nýtt og nema.“ Séra Guð- mundur var alla tíð nemandi og fræðari í senn. Leitaði fanga í líf og list - menningarstrauma forna og nýja - trúarbrögð, þann flókna vef, í sögu og samtíð. Hann krafð- ist mikils af sjálfum sér, og þeirri stofnun, sem honum var til trúað, menntamerkið við hún en ekki í hálfa stöng. ítroðslan ein gerir sitt gagn, en illt er í efni, ef þar við setur, sálin er á sínum stað og þarf líka sitt viðurværi. „Það er andinn í manninum og andblástur hins Al- mátka, sem gjörir. þá vitra." Það var mikið lán að „alþýðufræð- arinn“ skyldi vera á lausu, þegar kostaboðin buðust - að hlúa að þeim, sem landið eiga að erfa. Nú er ekki annað eftir en þakka fyrir sig. Við, sem þessar línur pár- um, minnumst áratuga samfylgdar með þessum lítilláta og hjartahlýja manni, sem sífellt var veitandinn, og vildi ekki níðast á neinu. Það var rausn í garði séra Guðmundar og Guðlaugar og sælli fóru vinir af þeim fundum. Sú skipan gilti um áraraðir, að þau hjón sóttu okkur heim í jökl- anna skjól. Söng séra Guðmundur messu einn helgan dag á sumri. Það var kærkomin hressing fyrir fólkið, og ekki síst okkur. Þá var hátíð í bæ og byggðum, að heyra nýjan söng og vísdómsorð af stól Guði til dýrðar. Hann gat látið það vinar- bragð ógert. Daprir dagar og erfíð ár lögðust allt of skjótt að. Það eru harðir kostir að vera dæmdur úr leik, og finna feigðina fara að sér, og hverfa nánast úr samfélaginu inn í biðsal- inn. Það reynir líka á þá, sem næst standa, konu og börn og ástvini. Lausnin er aðeins ein og þakka ber það, þrátt fyrir allt. Nú er hann horfínn af þessari jörð, þangað, sem framliðnum er fyrirbúin vistin. Allt verður heilt og gróið - en söknuður býr lengi í sálu. Kæra systir Guðlaug og mág- kona, dætur og ástvinir. Við felum ykkur og hann Guðmund forsjá þess, sem skóp lífið og ljósið, og gefur ykkur bjartan dag að morgni. Beta og Fjalarr. Haustið 1955 fluttist Samvinnu- skólinn, sem starfræktur hafði verið í Reykjavík, að Bifröst í Borgar- firði. Við stjóm skólans tók rúmlega þrítugur maður, sr. Guðmundur Sveinsson, en hann átti eftir að hafa mikil áhrif á mótun og lífsviðhorf hundruð ungmenna sem stunduðu þar nám næstu 20 árin. Þá lét sr. Guðmundur af störfum á Bifröst og tókst á hendur formennsku nefndar við það viðamikla verkefni að semja heildarfrumvarp um fullorðins- fræðslu og skipulagði síðan og stjórnaði á annan áratug fyrsta fjöl- brautaskólanum á íslandi, Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Sr. Guðmundur varði því meginhluta starfsævi sinnar við brautryðjenda- starf á sviði menntunar á Islandi. Samvinnuskólanum var breytt í tveggja vetra skóla með flutningi hans til Bifrastar. Margir töldu það mesta glapræði að flytja verslunar- skóla upp í sveit og að með því væri verið að slíta hann úr tengslum við atvinnulífíð. En þar sem sam- vinnufrömuðirnir vildu líka líta á skólann sem félagsmálaskóla hreyf- ingarinnar sem gæti einnig gefíð landsbyggðarfólki kost á að stunda þar nám, þótti hentugur kostur að nýta hótelið að Bifröst sem heima- vistarskóla á vetrum. Því var það að haustið 1955 þreyttu tæplega 200 ungmenni á ýmsum aldri víðsvegar að af landinu inntökupróf sem hald- ið var í Menntaskólanum í Reykja- vík, en eingöngu 30 nemendur kom- ust að. Fyrsta starfsár sr. Guðmundar í Bifröst einkenndist af mótun menntasetursins í Norðurárdal. Okk- ur fyrstu nemendum hans var strax gert ljóst að okkar hlutur í mótunar- starfinu væri mikill. Þetta fyrsta ár hvíldi sú ábyrgð á okkar herðum að skapa skólanum „tradisjónir", eins og hann orðaði það svo oft, sem myndu síðan einkenna skólastarfið. Allar aðstæður til þess að ná þessu markmiði voru eins og best var á kosið. Náttúrufegurð Borgarfjarðar er ekki síðri á veturna en á sumrin. Vetrarmorgnarnir þegar sólarupp- koman gyllti snæviþakta íjallstoppa Skarðsheiðar og Hafnarfjalls, Baula, Grábrók og hraunið með sínum æv- intýramyndum, ísilagt Hreðavatnið og fossinn Glanni í klakaböndum var ramminn sem íslensk náttúra setti svo gjöful um hin glæsilegu húsa- kynni Bifrastar. Samfélagið innan veggja Bifrast- ar tók smám saman á sig ákveðna mynd. Nemendurnir 30, kennaralið, og annað starfsfólk skólans varð eins og ein stór fjölskylda. Eigin- kona sr. Guðmundar, Guðlaug Ein- arsdóttir, stjórnaði heimilishaldinu með skörungsskap og var okkur á margan hátt sem móðir. Hún hjúkr- aði okkur í veikindum, leiðbeindi okkur og var alltaf reiðubúin að taka þátt í gleði okkar og sorgum. Sr. Guðmundur setti strax ákveðnar reglur varðandi um- gengni. Stundvísi var í hávegum höfð, hvort sem var í kennslustund- ir eða í matsal. Hann brýndi fyrir okkur að máltíðir væru ekki ein- göngu til að seðja hungur, heldur einnig til uppbyggilegra samræðna. Snyrtilegur klæðnaður var áskilinn við allar máltíðir og samverustund- ir, stúlkurnar í pilsum og piltarnir í jökkum. Hann lagði mikla áherslu á að félagslífið væri óijúfanlegur hluti af menntun okkar og fylgdist vel með mætingu á kvöldvökur sem haldnar voru í vistlegri setustofu skólans. Allir urðu að taka þátt í að sjá um ýmis skemmtiatriði og skiptumst við á um það. Þar kom margur falinn hæfíleikinn í ljós hjá uppburðarlitlum nemendunum. Á málfundum var einnig skipst á að hafa framsögu um ýmis þjóðþrifa- mál með eða á móti til að æfa okkur í ræðumennsku og fundarstjórn. Ýmsum klúbbum var komið á lagg- irnar. Flestir nemendurnir eiga mik- ið ljósmyndasafn frá skólaárunum af starfi í ljósmyndaklúbbnum. Nokkrir tóku sín fyrstu spor í dans- tímunum og klassísk tónlist varð smám saman stórkostlegur undra- heimur, sem fæst okkar höfðu áður kynnst. Einhvern veginn kom það af sjálfu sér þennan fyrsta vetur að nemendur ákváðu algjört tóbaks- bindindi. Útivist var skylda á hveij- um degi að loknum skólatíma frá kl. 2:00 til 4:00, sama hvernig viðr- aði. Engin aðstaða var í byijun til innanhússleikfími, en algjör ný- breytni var að ráðinn var tóm- stundakennari að skólanum, Hróar Björnsson, sem leiðbeindi okkur og skipulagði þennan tíma þannig að allir gátu verið með, ýmist í leikjum, gönguferðum eða skautaferðum. Útivistartímarnir urðu líka upp- spretta að kynnum okkar við fólkið á bæjunum í dalnum, þar sem okkur var tekið opnum örmum. Eftir hressandi útiveru var síðan grafar- kyrrð í skólanum frá kl. 4:30 til 7:00. Þá var „lestími" eða undirbún- ingur fyrir næsta skóladag. 1. des- ember var ákveðið að halda hátíð i skólanum og bjóða Norðdælingum að skoða skólann og efla kynnin. Þessi skemmtun varð síðan árlegur viðburður í skólastarfínu. Einnig var komið á heimsóknum milli nemenda annarra skóla í héraðinu, Bænda- skólans á Hvanneyri, Húsmæðra- skólans á Varmalandi og Héraðs- skólans í Reykholti. Okkur er einnig minnisstætt þegar „strákamir okk- ar“ voru fengnir í uppskipunarvinnu í Borgarnesi þegar mannskap vant- aði til uppskipunar á sementi. Þann- ig urðum við Bifrestingar smám saman hluti af lífi fólksins í hérað- inu. Miklar menningarferðir voru farnar, annan veturinn til Reykja- víkur til að skoða samvinnufyrir- tækin, fara í leikhús og á myndlist- arsýningu og hinn veturinn til Akur- eyrar, þar sem allar samvinnuverk- smiðjurnar voru í þá daga og að heimsækja höfuðstað Norðurlands. Sr. Guðmundur kenndi sjálfur ýmsar námsgreinar. Hann hafði ein- staka hæfíleika til að skipuieggja og draga fram aðalatriðin. Okkur leist ekki á blikuna þegar hann kynnti aðalnámsgreinina, „sögu mannsandans", í verslunarskóla!, en það var 5 binda rit Ágústs H. Bjarnasonar um sögu mannsins frá upphafi alda, trúarbrögð, listir og þróun mannsandans til okkar daga. Þrátt fyrir góða kennslu í ýmsum greinum verslunarmenntunar hefur Saga mannsandans án nokkurs efa veitt okkur meiri þroska, víðsýni og mótað gildismat okkar þegar út í lífsbaráttuna var komið, þó að við gerðum okkur ekki grein fyrir þvi fyrr en síðar á lífsleiðinni. Árin í Bifröst voru dymar að full- orðinsárum okkar nemendanna. Sr. Guðmundur var leiðtogi okkar, hann inótaði þá þætti sem öllum eru nauð- synlegastir í lífínu við þátttöku í atvinnulífí á ýmsum sviðum þjóðlífs- ins, í félagsmálum eða í samskiptum við samferðamenn okkar, svo sem heilbrigðan metnað, trúmennsku, samviskusemi og umburðarlyndi. Við þökkum okkar stórbrotna, fjöl- hæfa en stranga læriföður fyrir veganestið sem hann gaf okkur, fyrir minningamar sem við eigum frá árunum í Samvinnuskólanum í faðmi fegurðar Norðurárdalsins. Hinn 1. maí nk. ætlum við fyrstu nemendurnir að koma saman og minnast þess að 40 ár em liðin frá því að sr. Guðmundur kvaddi okkur hvert og eitt með sínu ljúfa, hvetj- andi brosi og sendi okkur af stað út í lífíð með góðan undirbúning til að takast á við það sem framtíðin bæri í skauti sínu. Við sendum Guðlaugu, dætmm þeirra Guðmundar og fjölskyldum þeirra hugheilar samúðarkveðjur við fráfall sr. Guðmundar Sveinssonar og þökkum áralanga vináttu og góð kynni. Nemendur Samvinnuskólans að Bifröst útskrifaðir 1957. Við fráfall séra Guðmundar Sveinssonar, skólameistara, er horf- inn af sjónarsviðinu einn merkasti skólamaður samtíðarinnar. Hans er sárlega saknað af ástvinum og öðr- um samferðamönnum, sem áttu því láni að fagna að kynnast honum á langri vegferð. Orlagadísirnar vom sérstaklega gjafmildar í garð Guðmundar og gáfu honum í vöggugjöf margbrotn- ar gáfur og hæfileika, sem einstætt má teljast. Ef litið er yfir ævistarf hans kemur glöggt í ljós hversu mikill afburðamaður hér var á ferð og hve víða spor hans lágu en vafa- laust verður hans minnst fyrst og fremst fyrir þátt hans við mótun íslenska skólakerfísins. Vert er að skipta æviskeiði Guð- mundar í þijá megin þætti, sem hver og einn er afskaplega sérstæð- ur. Fyrsta þátt í ævi Guðmundar má rekja fram að þeim tíma, sem hann lét af störfum sem sóknar- prestur á Hvanneyri. Annar þáttur spannar einstæðan feril í nær tutt- ugu ár sem skólastjóri á Bifröst og þriðja og síðasta æviskeið Guðmund- ar hefst þegar hann tekur við skóla- stjórn Fjölbrautaskólans í Breiðholti á árinu 1974. Ljóst var strax í upphafi að hugur Guðmundar lá til langskólanáms og að loknu stúdentsprófí hóf Guð- mundur nám í guðfræði við Háskóla íslands. Að guðfræðiprófi loknu gerðist Guðmundur sóknarprestur á Hvanneyrarprestakalli þar sem hann dvaldi með hléum vegna framhalds- náms erlendis allt til ársins 1956. Mér er vel kunnugt um það að Guð- mundur var vinsæll prestur af sókn- arbörnum sínum og fór það ekki framhjá Borgarfirðingum að Hvan- neyrarprestakall hafði eignast sem prest og sálusorgara einstakan gáfu- og drengskaparmann. Þó nú séu rúmlega 40 ár síðan Guðmundur hætti prestsstörfum á Hvanneyri er hann enn minnisstæður í hugum sóknarbarna sinna enda átti hann þar fjölmarga vini og kunningja, sem minnast hans með hlýhug og vin- áttu. Þrátt fyrir annasöm prestsstörf á Hvanneyri gat þó Guðmundur stundað framhaldsnám í guðfræði í Kaupmannahöfn og Lundi. Hann hafði fullan hug á frekara fram- haldsnámi og hafði á árinu 1955 fengið heimild ráðherra og biskups til að dvelja erlendis í allt að þijú ár til að ljúka allviðamiklu vísinda- verki í Gamla testamentisfræðum sem þá var í smíðum. Örlögin hög- uðu því þó svo að Guðmundur var kallaður til að taka við starfi skóla- stjóra Samvinnuskólans og sjá um flutning skólastarfseminnar að Bi- fröst í Borgarfirði svo og að skipu- leggja skólann á nýjum forsendum sem heimavistarskóla og framhalds- skóla á sviði viðskiptamenntunar. Sem fyrirmynd að Samvinuskól- anum á Bifröst leitaði Guðmundur aðallega til Norðurlanda, einkum til Svíþjóðar og Danmerkur. Tillögur og ábendingar Guðmundar beindust fyrst og fremst að því að starfrækja SJÁNÆSTUSÍÐU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.