Morgunblaðið - 26.02.1997, Síða 34

Morgunblaðið - 26.02.1997, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ > i / 'V T GUÐMUNDUR SVEINSSON verslunarskóla, sem biði fram mikið bóknám ásamt raungreinum við- skiptalífsins og að stofna til nýrrar skólategundar sem legði áherslu á uppeldis- og heimilsþátt skólastarfs- ins auk þess sem lögð yrði rækt við félagslegan og menningarlegan þátt í skólastarfinu. Hugmyndir Guð- mundar fengu góðar undirtektir og teningnum var kastað. Samvinnu- skólinn að Bifröst hóf skólastarf haustið 1955 og þar með hófst far- sæll ferill Guðmundar sem skóla- frömuðar. Undirritaður átti þess kost að njóta leiðsagnar Guðmundar á Bifröst og síðar sem samkennari hans við skólann. Öllum Bifresting- um var Guðmundur einstakur per- sónuleiki og uppalandi. En minnis- stæðastur var hann nemendum sem góður kennari, enda var Guðmundur vel til þess fallinn að fást við kennslu. Hans aðalfag var menningarsaga, sem var í senn kennsla í menningu, listum og heimspeki. Vinsældir Sam- vinnuskólans á Bifröst létu ekki á sér standa og fór orðspor skólans víða. Flykktust í skólann nemendur víðs vegar af landinu og komust færri að en vildu. Að því hlaut að koma að hróður Guðmundar sem skólastjóra vekti athygli stjórnvalda á því að hér var um afburðamann að ræða á sviði mennta- og skóla- mála. Var Guðmundi m.a. falin for- mennska í nefnd sem samdi heildar- frumvarp um fullorðinsfræðslu, auk þess sem hann sat í nefnd sem gerði tillögur um skipan Fjölbrautaskóla í Reykjavík. Enn var Guðmundur kallaður til frekari starfa og átaka á sviði menntamála. Eftir nær tveggja áratuga starf yfirgaf Guð- mundur Samvinnuskólann að Bifröst vorið 1974 til að taka við starfi skólameistara fjölmennasta skóla landsins, Fjölbrautaskólans í Breið- holti. Stofnun Fjölbrautaskólans í Breiðholti var algjör bylting á sviði menntamála á íslandi og vann Guð- mundur einstakt brautryðjendaverk á því sviði. Var honum mikið kapps- mál að allur undirbúningur varðandi stofnun skólans yrði sem vandaðast- ur og leitaði hans sér fanga og reynslu víða um lönd. Leið ekki á löngu þar til Pjölbrautaskólinn í Breiðholti varð stærsta skólastofnun landsins. Metnaður Guðmundar lá ekki síst í því að geta boðið nemend- um upp á fjölbreytt og vandað námsefni á margvíslegum sviðum. Þá vann Guðmundur mikið verk að koma á öldungadeild við skólann, sem brátt varð mjög vinsæl af nem- endum. Þótt Guðmundur hafi bæði haft góða þekkingu á menntamálum og áratuga reynslu sem skólastjórn- andi var þó fljótlega ljóst að hið mikla brautryðjendaverk hjá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti var erf- itt, enda viðfangsefnið bæði tröll- aukið að stærð og umfangi. En Guðmundur var ekki þannig skapi farinn að gefast upp á miðri leið og tókst honum ásamt góðri hjálp samverkamanna sinna að auka veg skólans þannig að hann varð fljót- lega bæði eftirsóttur af nemendum og kennurum. Guðmundur lét síðan af starfi skólameistara árið 1988 og kom bæði til að hann var nú kominn á almennan eftirlaunaldur, en auk þess hafði hann síðustu mánuðina átt við alvarleg veikindi að stríða. Guðmundur Sveinsson var gæfu- maður í sínu einkalífi. Hann kvænt- ist ungur glæsilegri konu, Guðlaugu Einarsdóttur og eignuðust þau þijár mannvænlegar dætur. Samband þeirra hjóna var einstakt í alla staði, enda stóð Guðlaug samhliða manni sínum og veitti honum mikinn stuðn- ing og skjól í störfum hans. Er nú mikill harmur kveðinn meðal nán- ustu vandamanna Guðmundar. Við Kristín sendum Guðlaugu, dætrun- um og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Það er huggun harmi gegn að minningin um góðan dreng mun þó lifa meðal samferðamanna hans um ókomna framtíð. Blessuð sé minning Guð- mundar Sveinssonar. Kristín og Hrafn Magnússon. Ótrauður, árvakur, orkusamur, varst þú að verki meðan vannst þér tíð, dáð og atorku eftir burðum fremur en þú fáir sýndu. Þetta erindi Matthíasar Jochums- sonar kemur mér í hug þegar Guð- mundur Sveinsson er kvaddur hinstu kveðju. Aðalstarf Guðmundar var á sviði skólamála, þar var hann löngum brautryðjandi og gekk ótroðnar slóð- ir. Eftir tæplega tuttugu ára farsælt mótunar- og stjómunarstarf við Samvinnuskólann að Bifröst sótti hann enn á brattann og tók að sér að skipuleggja og stjóma fyrsta fjöl- brautaskóla landsins, Fjölbrautaskó- lanum í Breiðholti. Þar nýttist vel framsýni, áræði og eldmóður Guð- mundar, en hann hafði strax frá upphafi óbifandi trú á nýja skólakerf- inu sem átti eftir að valda sannkall- aðri byltingu í menntamálum okkar íslendinga. Minnisstæður er kynningarfundur um fyrirhugaðan skóla fyrir íbúa í Breiðholti, en þá sá ég Guðmund í fyrsta sinn. Háværar efasemdarraddir margra iðnmeistara, sem leist engan veginn á að færa iðnnámið inn í skólann, fengu honum ekki haggað en juku mælsku hans. Þrátt fyrir margs kon- ar fordóma og erfiðleika tókst Guð- mundi að leggja traustan grunn að Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, þar sem um 1% þjóðarinnar starfar í dag. Það var engin ládeyða í kringum Guðmund og þau ár sem hann stóð fyrir stafni í FB voru viðburðarík. Hann gekk sinna verka á vit með miklum eldmóði og starfsdagar hans voru langir. Metnaður hans vegna skólans var lítt takmarkaður. Guðmundur var mikill ræðuskör- ungur og ógleymanlegur persónu- leiki. Hann var fjölgáfaður, víðlesinn og hafði öðlast yfírgripsmikla þekkingu á skólamálum. Þegar ég hóf kennslu á öðru starfsári skólans bar ég ótta- blandna virðingu fyrir honum, sem breyttist í væntumþykju, þegar ég fór að starfa með honum sem aðstoð- arskólameistari. Áreiðanlega á eigin- kona Guðmundar, Guðlaug Einars- dóttir, ekki lítinn þátt í velgengni hans, en hún hefur alla tíð tekið virk- an þátt í starfi hans og gegndi mikil- vægum störfum bæði í Samvinnu- skólanum og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hún stóð við hlið hans sem klettur og studdi hann í blíðu og stríðu. Samstarf okkar Guðmundar gekk alla tíð mjög vel, og þegar ég lít til baka fínnst mér ég hafa verið ein- staklega lánsöm að hafa fengið tæki- færi til að starfa með slíkum skóla- manni og Guðmundi. Þau ár eru mér ómetanleg reynsla og hafa orðið mér hvatning og aflvaki í oft erfiðu starfi, sem fylgir því að stjórna fjölmennum framhaldsskóla. Eftir að Guðmundur lét af störfum við Fjölbrautaskólann í Breiðholti átti hann við vanheilsu að stríða og seinustu árin dvaldi hann á hjúkrun- arheimilinu Skjóli. Þangað leit ég iðulega til hans og greinilegt var að hann fylgdist vel með starfsemi skól- ans. Hafði hann verulegar áhyggjur af breytingum á námsframboði FB sem menntamálayfirvöld hafa ákveð- ið og var mjög ósáttur við þær. Tveim dögum fyrir andlát hans kom ég til hans. Þá var hann orðinn fársjúkur og þekkti mig ekki lengur. Við í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti sendum eiginkonu hans, Guð- laugu, dætrum þeirra og fjölskyldum, innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning brautryðjand- ans og fræðimannsins Guðmundar Sveinssonar. Orðstír hans mun lengi lifa. Kristín Amalds. • Fleiri minningargreinar um Guðmund Sveinsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ÞORBJÖRG SIGRÍÐ- UR JÓNSDÓTTIR + Þorbjörg S. Jónsdóttir fæddist í Papey 30. apríl 1895. Hún lést á Landspítalanum 19. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, f. 1.4.1858, d. 1897, og kona hans Sigríður Gróa Sveinsdóttir, f. 12.8. 1865, d. 12.3. 1924. Systkini Þorbjargar voru fjögur: Lárus Kristbjörn, f. 31.5. 1892, d. 29.3. 1933, en þijú dóu á unga aldri. Eiginmaður Þorbjargar var Emil Þórðarson frá Kömbum í Stöðvarfirði, f. 12.6. 1894, d. 20.7. 1952. Þau gengu í hjóna- band 25.10. 1920 og bjuggu á Kleifarstekk í Breiðdal til 1948. Þá fluttu þau til Breiðdalsvíkur. Þorbjörg flutti til Reykjavíkur 1956 og bjó Iengst af á Laugateig 5. Börn þeirra eru Nanna, f. 5.2. 1923; Sigurð- ur Hafsteinn, f. 10.11. 1926, d. 25.10. 1948; og Daníel Þór, f. 31.12. 1927, kvænt- ur Ernu Helgu Þór- arinsdóttur og eiga þau þijú börn, Hafstein, Þór og Helgu. Utför Þorbjargar Sigríðar fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. í dag kveð ég kæra tengdamóður mína sem látin er eftir stutta legu 101 árs að aldri, og þakka ég henni allar stundirnar sem við höfum átt saman á liðnum árum. í Papey var Jón, faðir Þorbjargar, ráðsmaður á stórbúi Lárusar Guð- jónssonar, sem var oft á ferðalögum svo forsjá búsins hvíldi mikið á ráðs- manni. Þau Sigríður og Jón eignuð- ust fímm börn, þijú dóu á unga aldri og má að einhveiju leyti um kenna að ekki var fært til lands eftir lækn- ishjálp, en upp komust tvö yngstu systkinin, Lárus Kristbjörn og Þor- björg. Þegar Þorbjörg var tveggja ára gömul missti hún föður sinn. Lárusi, bróður hennar, var þá komið fyrir í fóstur til frænda síns í Fagra- dal í Vopnafirði en þær mæðgur fluttust til bróður Sigríðar á Rann- veigarstöðum í Álftafírði. Árið 1911 flytjast þær Sigríður og Þorbjörg til Vopnafjarðar þar sem bróðir Þor- bjargar ólst upp. Þegar Þorbjörg var 18 ára fór hún til Reykjavíkur til að læra karlmannafatasaum hjá Jóni Bárðarsyni klæðskera. í brunanum mikla 1915 þegar Hótel Reykjavík brann ásamt 12 húsum í miðbænum missti Jón verkstæði sitt sem var á horni Pósthússtrætis og Austur- strætis og fluttist Þorbjörg þá til Andersen og Son í Aðalstræti. Þegar hún hafði lokið námi þar sem klæð- skeri fékk hún vinnu á saumaverk- stæði Árna og Bjarna, Bankastræti 9, og var hennar fyrsta verk að sauma togarabuxur. Seinna fékk hún vinnu á matsölustað Kristjönu við Laugaveg 27 og fékk þar frítt herbergi, fæði og tvær kr. á mánuði í kaup. Árið 1916 fór Þorbjörg austur í Breiðdal til að vera við giftingu Lár- usar bróður síns, og hitti hún tilvon- andi eiginmann sinn, Emil Þórðarson frá Stöðvarfirði. Fjórum árum seinna giftu þau sig og bjuggu fyrst á Gilsá í Breiðdal hjá bróður Þorbjargar en 1924 byija þau búskap að Kieifars- tekk í sömu sveit. Þorbjörg fór á þessum árum að Eiðum á vefnað- arnámskeið hjá Sigrúnu Blöndal, sem seinna varð skólastjóri við hús- mæðraskólann á Hallormsstað, en eftir að Þorbjörg fluttist aftur í Breiðdalinn hélt hún þar vefnaðar- og saumanámskeið. Þorbjörg sinnti ýmsum félags- og trúnaðarstörfum í sinni sveit og tók m.a. þátt í starf- semi Einingar sem stofnuð hafði verið til styrktar bágstöddum og var hún formaður hennar um tíma. Hún gegndi einnig störfum ljósmóður í forföllum og tók farsællega á móti nokkrum börnum. Eftir 23ja ára búsetu á Kleifarstekk fluttust þau hjónin til Breiðdalsvíkur, þar sem Þorbjörg rak saumastofu fyrir Kaup- félag Breiðdælinga um árabil. Þor- björg og Emil eignuðsut þijú böm, Nönnu, Sigurð Hafstein, er lést rúm- lega tvítugur, og Daníel Þór, sem giftur er undirritaðri. Mann sinn missti hún 1952 og son sinn nokkr- um árum áður og var þar skammt stórra högga á milli sem Þorbjörg stóð af sér með æðruleysi. Árið 1956 fluttist Þorbjörg til Reykjavíkur og átti lengst af heim- ili á Laugateig 5 ásamt Nönnu dótt- ur sinni, sem annaðist hana vel á hennar efri árum. Þorbjörg fékk strax vinnu við saumaskap í karl- mannafataversluninni Últíma hjá Kristjáni Friðrikssyni sem var henni góður húsbóndi og var hún orðin 78 ára að aldri þegar hún hætti eftir 17 ára starf. Þorbjörg var glæsileg kona og reisn hefur alltaf fylgt henni. Hún var sterkur persónuleiki og ein af þessum íslensku kjarnakon- um sem geisla af lífskrafti og dug. í fari hennar var ekkert sem hét vol eða víl, þótt lífsbaráttan hafí verið henni óvægin á stundum. Þorbjörg hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og átti það til að koma með hrein- skilnar athugasemdir, þó á þann hátt að þær særðu engan en gerðu gott. Hún var mjög listræn og hafði yndi af skapandi vinnu, mörg eru veggteppin, púðarnir og myndirnar sem hún hefur saumað. Þorbjörg var afar áhugasöm um alla hluti og lét sér eiginlega ekkert mannlegt óvið- komandi. Hún bjó yfir dýrmætum fróðleik frá fyrri tíð og var ólöt að miðla öðrum þar af. Hundrað ára gamalli voru henni t.d. sendir nem- endur úr Háskóla íslands til að fræð- ast um menn og málefni fyrri tíma. Eg veit að Þorbjörg var hvíldinni fegin og það var einlæg trú hennar að handan við móðuna miklu væri annað og betra líf. Þar mun hún hitta ástvini sína sem á undan eru farnir og ég veit að vel hefur verið á móti henni tekið. Ég og fjölskylda mín kveðjum hana með þakklæti í huga. Blessuð sé minning hennar. Erna H. Þórarinsdóttir. Elsku amma, það er einkennileg tilfínning að setjast niður og rita kveðjuorð til þín. Þakklæti er okkur efst í huga að hafa fengið að njóta þín svo lengi og hve heppin við vor- um að börnin okkar fengu einnig að kynnast þér. Þegar við lítum til baka kemur margt upp í huga okkar og ekki er hægt að koma því öllu fyrir í stuttri grein. Fjölskyldan var sannarlega mik- ilvægust í þínum huga og fyldist þú vel með högum okkar allra hvort sem það var í leik eða starfi. Nýjum fjöl- skyldumeðlimum tókst þú með opn- um örmum og alltaf hafðir þú nóg hjartarými fyrir okkur öll. Þú varst einstaklega heiðarleg, kærleiksrík og stálminnug, ákveðin og afar víðsýn. Við minnumst margra stunda er við ræddum um þjóðfélagsmál eða ættfræði og hví- líkur hafsjó af fróðleik og reynslu sem þú kunnir að miðla áfram á svo skemmtilegan og lifandi hátt. Þó að líkaminn hafi verið orðinn slitinn var andinn léttur og einhvern veginn fannst okkur að þú yrðir alltaf til staðar, hress og lífsglöð, þrátt fyrir að undir niðri vissum við að svo yrði ekki. Nú er komið að kveðjustund. Þrátt fyrir að okkur sé þungt um hjartar- ætur, samgleðjumst við þér vegna endurfunda við ástkæran eiginmann og son, sem umvefja þig nú kær- leika. Elsku amma, minning þín mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur I verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að,kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Helga, Þór og Hafsteinn. í Papey þar sem Þorbjörg fæddist var siður, eins og tíðkaðist á þessum tíma, að lesa sögur á kvöldin. Eitt sinn er umræður voru um söguefni, eftir að lesin hafði verið saga um Þorbjörgu á Illa-Akri, sem var kona herská svo mjög að hún barðist við óvini sína, sagði Kristbjörg húsfreyja að ef hún eignaðist dóttur skyldi hún láta hana heita Þorbjörgu í höfuðið á þessum mikla kvenskörungi. Krist- björg eignaðist dóttur en lét hana ekki heita Þorbjörgu. Dreymdi hana þá Þorbjörgu á Illa-Akri sem var mjög gustmikil og átaldi hana fyrir að hafa ekki staðið við sín loforð. Skömmu síðar eignaðist Sigríður Gróa dóttur og þá bað Kristbjörg hana um að láta dótturina heita Þorbjörgu, sem var gert. Ég hef oft hugsað um þá gömlu trú að börn fengju eitthvað í erfðir með nafni, þegar ég rifja upp ævi Þorbjargar og er mér þá efst í huga óbilandi kjarkur hennar og dugnað- ur. Ég veit ekki hvort nútímafólk getur gert sér í hugarlund hvað ung hjón máttu búa við á fyrri hluta þessarar aldar, eins og að búa í torfbæ, elda við mó og tað, sækja vatn í brunn til allra nota á heimil- inu og handa skepnunum að drekka. Þannig var á Kleifarstekk þar sem Þorbjörg og Emil bjuggu í litlum bæ. Þar voru moldargöng, en hvergi sá ég hvítskúraðri gólf en þar. Þorbjörg var glæsileg kona og skarpgreind. Hún var ákveðin í skoð- unum og lagði þunga áherslu á það sem hún taldi rétt. Mjög trúuð var hún og tók mótlæti lífsins með still- ingu. Hún færði rök fyrir máli sínu þannig að viðmælandi fann að það sem hún sagði var þaulhugsað. Aldr- ei heyrði ég hana kvarta yfir amstri hversdagsins eða stærri áföllum. Hún var glaðsinna og hló sínum glaða hlátri þegar eitthvað var sem henni þótti skemmtilegt. Þorbjörg hélt sínum andlegu kröftum fram til hins síðasta. Þrem- ur dögum fyrir andlát hennar vorum við dóttir mín í heimsókn hjá henni. Þá sagði hún okkur hver hefði kom- ið í heimsókn til hennar daginn áður, ræddi atburði liðinna daga og spurði frétta af málefnum í fjarlægum landshlutum. Það var skammt milli heimilis for- eldra minna, Lárusar Jónssonar bróður Þorbjargar og konu hans Þorbjargar R. Pálsdóttur, og heimil- is Þorbjargar og Emils. Því þekkti ég Þorbjörgu frá því ég man eftir mér og hafði mikið samband við hana alla mína ævi. Ég tel það mik- ið lán að hafa kynnst svo náið jafn heilsteyptri konu og Þorbjörg var. Nú þegar leiðir skilja detta mér í hug línur úr kvæði Stephans G. Step- hanssonar: Brotnar aldrei bognar í bylnum stóra seinast. Þorbjörg bognaði aldrei. Þótt hún væri nærri 102ja ára var minni henn- ar og umhyggja fyrir öðrum óbug- að. Hún fylgdist með unga fólkinu í fjölskyldunni, mundi eftir afmælum og gladdist yfir framförum sinna ungu ættingja. Aldrei heyrði ég hana áfellast unga fólkið, hún sagði að- eins að tímarnir væru svo breyttir og það væri svo erfítt að setja sig í spor annarra og dæma þá. Þær mæðgurnar Þorbjörg og Nanna bjuggu alla tíð saman. Eftir að Þorbjörg fór að missa heilsu ann- aðist Nanna hana af einstakri ná- kvæmni og alúð og lét hennar þarf- ir sitja fyrir öllu. Að lokum vil ég kveðja föðursyst- ur mína með þessum sígildu orðum: Far þú I friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Lára Inga Lárusdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.