Morgunblaðið - 26.02.1997, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Margrét var
fædd á __ Ytri-
Varðgjá í Ongul-
staðahreppi í Eyja-
firði 13. júní 1917.
Hún lést 18. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Svava Hermanns-
dóttir, húsfreyja á
Ytri-Varðgjá, fædd
20. apríl 1885, látin
» 25. ágúst 1959 (for-
eldrar hennar voru
Margrét Kristjáns-
dóttir og Hermann
Sigurbjörnsson en
þau áttu og sátu Varðgjá) og
Tryggvi Jóhannsson, bóndi á
Ytri- Varðgjá, f. 7. mars 1885,
d. 13. október 1970 (foreldrar
hans voru Þóra Vigfúsdóttir
frá Hellu og Jóhann Franklín
frá Látrum á Látraströnd).
Margrét átti sjö bræður: Her-
mann, bónda á Kambstöðum í
Ljósavatnsskarði, Þór, bif-
reiðastjóra í Reykjavík, Magn-
ús, bifreiðastjóra á Akureyri.
Þeir eru allir látnir. Eftirlif-
* andi eru Kristján, f.v. bóndi í
Austurhlíð, nýbýli frá Varðgjá,
Jón, f.v. yfirþjónn í Reykjavík,
Hörður, sem tók við búi for-
eldra sinna á Varðgjá og
Bjarni, bifreiðasljóri í Reykja-
vík.
Hinn 12. júlí 1942 kvæntist
Margrét Friðriki Pálssyni, sút-
ara og síðar lögreglumanni.
Hann var fæddur á Eskifirði
26. apríl 1917, en
lést 3. ágúst 1974.
Foreldrar hans
voru Vilborg Ein-
arsdóttir húsmóðir
og Páll Bóasson,
síldarverkandi á
Eskifirði og síðar
starfsmaður í fjár-
málaráðuneytinu.
Margrét og Frið-
rik bjuggu allan
sinn búskap í
Reykjavík, síðast á
Fornhaga 13. Þau
eignuðust einn
son, Tryggva Pál
Friðriksson, listmunasala, f. 13.
mars 1945. Hann er kvæntur
Elínbjörtu Jónsdóttur, list-
munasala. Þau eiga þrjú börn:
Margréti Vilborgu, nema í bók-
menntafræði, gift Jóhanni
Hansen, sonur þeirra er Hans
Alexander; Elínu, hjúkrunar-
nema, sambýlismaður Guðjón
Guðmundsson, og Friðrik,
nema. Bróðurdóttir Margrétar,
Hallfríður Bjarnadóttir hús-
mæðrakennari, f. 2. janúar
1946, dvaldi um árabil á heim-
ili Margrétar og Friðriks. Hún
er gift Einari Þorvarðarsyni
verkfræðingi. Þau eru búsett á
Reyðarfirði og eiga þrjú börn:
Friðrik Tryggva, búsettan í
Danmörku, Þorstein, nema og
Önnu Sigríði, nema.
Útför Margrétar fer fram
frá Neskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
MARGRÉT
* TR YGG VADÓTTIR
Sum andlát valda manni sárri
sorg en önnur djúpum trega. Þegar
ég sat við dánarbeð Margrétar
tengdamóður minnar þriðjudaginn
18. febrúar fann ég fyrir trega, en
um leið gleði yfir því að þrauta-
göngu hennar var lokið. Hún hafði
dvalið á sjúkrahúsi í rúmlega tvö
ár, oft sárkvalin. Margrét tók mót-
læti sínu ávallt með æðruleysi og
stillingu og hélt sjálfsvirðingu sinni
og reisn til hinstu stundar.
Ég hitti Margréti fyrst þegar ég
kom með verðandi eiginmanni mín-
um á Fornhagann. Við vorum ný-
farin að vera saman og að koma
úr ferðalagi. Ég man hvað ég fór
mikið hjá mér, klædd í lopapeysu
. og gallabuxur með ullarsokkana
utanyfir. Seinna sagði hún mér að
henni hafi ekkert litist á þessa úfnu,
freknóttu stelpu og hlógum við oft
að þessu atviki. En þó að fyrstu
kynni okkar væru svolítið vand-
ræðaleg var hún mér ávallt hin
besta tengdamóðir og vinkona. Þau
hjónin Margrét og Friðrik tóku mér
opnum örmum og gerðu mig strax
að hluta fjölskyldunnar og þegar
börnin komu síðan hvert af öðru
urðu þau sólargeislamir í lífi henn-
ar. Þau Friðrik áttu ákaflega fallegt
heimili og bar þar allt innanstokks
vitni um fágaðan smekk þeirra og
samstöðu. Margrét var afar vand-
virk kona og vönd að virðingu sinni
og sinna. Vandvirkni hennar og
natni kom jafnt fram í saumaskap
og hannyrðum sem og í matargerð,
en matarboðin hennar Margrétar
voru margrómuð, matseldin óað-
fmnanleg og framreiðslan einstak-
lega smekkleg. Margrét starfaði
alla tíð utan heimilis, lengi við
saumaskap, en síðan sem aðstoðar-
maður skólatannlækna. Tannlækn-
amir sem hún starfaði með hafa
haldið tryggð við hana og sagt mér
að þeir hafi sjaldan haft eins vand-
virkan og áreiðanlegan aðstoðar-
mann sem hana. Hún var fljót að
læra fagið og aldrei þurfti að minna
Jt
> i
Elskuleg dóttir okkar,
ÞÓRAANNA
KARLASDÓTTIR KANTOLA,
lést á heimili sínu í Bakersfield,
Kaliforníu, 22. febrúar.
Fyrir hönd eiginmanns, barna, tengda-
barna, barnabarns, systkina og annarra
vandamanna,
Sólborg Sveinsdóttir og Viðar Þorláksson.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJÖRN VILHJÁLMSSON
garðyrkjumeistari,
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
áður til heimilis f Brautarlandi 18,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 27. febrúar kl. 13.30.
Hjörtur Þór Björnsson, Þórunn Halldórsdóttir,
Lárus Björnsson, Eygló Ragnarsdóttir
og barnabörn.
hana á, það hafi stundum frekar
verið á þann veginn að hún hafi
aðstoðað þá við að komast inn í
nýtt starf með nákvæmni sinni og
vandvirkni. Hún hætti störfum sjö-
tug og tók eftir það þátt í ýmiss
konar félagsstarfsemi á vegum
Ejrfirðingafélagsins. Þá gafst henni
einnig meiri tími til að vera með
barnabörnunum og síðan einnig
bamabarnabarninu, Hans litla
Alexander, sem veitti henni margar
gleðistundirnar á síðustu fjórum
árum.
Nú, þegar komið er að leiðarlok-
um, þakka ég Margréti fyrir sam-
fylgdina og alla hlýju og góðvild í
minn garð. Það er okkur huggun
að vita að hún hefur nú loksins
fengið að ganga inn í birtuna til
að hitta hann Friðrik sinn.
Elínbjört Jónsdóttir.
Mig langar að skrifa nokkur
kveðjuorð um Möggu ömmu mína
og kveðja hana. Magga amma var
eins og klettur í hafinu, sama hvað
gekk á þá stóð hún róleg, breyttist
lítið og ávallt var hægt að halda í
hana, sama hvað gerðist. Ég kom
oft til hennar á Fornhagann og
settist með henni í eldhúsið. Þar
drukkum við saman, ég kók og hún
kaffí, og við spjölluðum. Þá varð
allt í lagi, eins og.allt stoppaði, við
vorum tvö ein í heiminum og allt
annað gat beðið. Ég veit að það eru
margir sem vita hvað ég er að tala
um, því oft þegar ég kom til henn-
ar sat einhver í litla eldhúskróknum,
drakk kaffí og talaði við hana.
En það var ekki bara kaffí, kók
og kökur hjá henni ömmu, það var
ekki síður vinátta og viska. Eftir
að hún fór á spítalann kom ég oft
í heimsóknir til hennar. Þá sat iðu-
lega einhver hjá henni og fékk tíu
dropa af vináttu og eina skeið af
visku. En þótt líkaminn gæfi sig,
hélt hún viljanum og gafst ekki
upg, sama hvað gekk á.
Ég skrifa þessi orð með sorg í
hjarta, en ég veit nú hefur hún feng-
ið hvíldina sína og það gleður mig,
því það var það sem hún vildi helst.
Við komum alein í þennan heim
og skiljum við hann á sama hátt.
En það sem skiptir máli eru stund-
irnar okkar saman. Hún vissi þetta
og lifði eftir því. Góða nótt amma
mín og takk fyrir tímann sem þú
gafst okkur.
Þinn vinur,
Friðrik Tryggvason, Brasilíu.
Dýpsta sæla og sorgin þunga,
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sig. frá Hlöðum.)
Góða ferð amma mín og takk
fyrir allt.
Elín.
Við amma höfðum eins hendur.
Ég man að þegar ég var smástelpa
bárum við saman á okkur hendurn-
ar og komumst að þeirri niðurstöðu
að þær væru alveg eins. Frá þeirri
stundu vorum við samherjar og
ekkert gat breytt því. Hendurnar á
mér voru að vísu mun minni og oft
óhreinar, en hennar ávallt glæsileg-
ar og vel snyrtar, en ef ég var þæg
og góð þá snyrti hún hendumar á
mér líka og lakkaði á mér neglurn-
ar. „Þú rótar þér ekki“ sagði hún
glettin á svip og ég sat grafkyrr,
agndofa yfir undramætti þessa
stórkostlega rauða vökva og þegar
lakkið var orðið þurrt, þá var hátíð.
Ég var orðin eins fín og amma. Á
þeim árum fórum við oft saman í
göngutúra um hverfíð hennar. Hún
leiddi mig og ef mér varð kalt tók
hún utan um mig og hlýjaði mér.
Árin liðu og oft bárum við nöfnurn-
ar saman hendurnar. Mínar breytt-
ust úr barnshöndum í hendur á
ungri konu, en hendumar hennar
ömmu minnar urðu gamlar og
hrumar. Fyrst eftir að hún var lögð
inn á Landakotsspítala snyrti ég
stundum á henni hendumar. Hún
gat það ekki lengur sjálf og það
var eins og hún hefði gefist upp á
lífínu. Þá héldum við öll að við
væram að missa hana. Sú var þó
ekki raunin og hún þurfti að beij-
ast við veikindi sín miklu lengur en
nokkurn gat grunað. Á meðan á
þeirri baráttu stóð varð mér oft
hugsað til atviks sem átti sér stað
fyrir nokkram árum, meðan hún
amma var enn frísk og við röltum
oft saman út í Hagabúð þegar vel
viðraði. Það kom í minn hlut að
bera henni andlátsfregn bráðkvadds
ættingja, sem mér fannst ég þurfa
að kveðja allt of fljótt. „Mikið var
hann heppinn að fá að fara svona“
sagði hún þegar ég bar henni tíðind-
in og þó ég hafi ekki skilið orð
hennar þá, skil ég þau núna.
Fyrir stuttu var ég í heimsókn
hjá henni ömmu með son minn.
Hann sat í rúminu hjá henni og hún
strauk honum um lófana og fíng-
uma og þau voru að spjalla saman.
„Við erum með eins hendur" sagði
hún svo og leit upp til mín. Þá bár-
um við saman á okkur hendumar
öll þijú. Hennar vora að vanda vel
snyrtar og skreyttar fögram hringj-
um, en hendur sonar míns litlar og
kámugar. Nú er hún horfín frá
okkur og ég veit að hvar sem hún
er nú, þá líður henni betur. Eftir
sitjum við, ættingjar hennar og vin-
ir og yljum okkur að ami minning-
anna. Og okkur er funheitt.
Margrét Tryggvadóttir.
Þegar Margrét Tryggvadóttir er
kvödd koma margar minningar í
hugann frá löngum kynnum við
þessa miklu sóma- og myndarkonu.
Fyrstu minningamar tengjast henni
og eiginmanni hennar heitnum, föð-
urbróður mínum Friðriki Pálssyni,
sem lézt langt um aldur fram árið
1974. Margrét og hann hófu búskap
sinn á heimili tengdaforeldra henn-
ar, föðurafa míns og föðurömmu,
en þar dvaldist ég einnig oft og tíð-
um á æskuárum. Þröngt var búið
og nábýlið mikið, eins og altítt var
á þeim árum, en aldrei virtist það
koma að sök. Fjölskylduböndin urðu
aðeins traustari og vináttan nánari,
ef eitthvað var. Svo mikið er víst,
að á þessum áram stofnuðust þau
sterku tengsl við þau Margréti og
Friðrik, sem alltaf entust.
Strax í upphafi búskapar þeirra
Margrétar og Friðriks kom það í
ljós, hversu myndarleg og um-
hyggjusöm húsmóðir hún var. Öll
húsmóðurstörf léku henni í hendi,
hún var annáluð handavinnukona,
og matarboð hennar voru ætíð hin-
ar dýrlegustu veizlur. Þegar
Tryggvi Páll, einkasonur hennar og
Friðriks, fæddist rækti hún móður-
hlutverkið af einstakri umhyggju-
semi og ástúð. Hins sama naut síð-
ar fjölskylda Tryggva Páls í ríkum
mæli og íjölskylda Hallfríðar
Bjamadóttur, bróðurdóttur Mar-
grétar, sem um langt árabil bjó á
heimili þeirra Margrétar og Frið-
riks, sem væri hún þeirra eigin
dóttir.
Eftir að þau Margrét og Friðrik
fluttust í sínar eigin íbúðir, síðast
að Fornhaga 13, þar sem þau
bjuggu lengst, nutu húsmóðurhæfi-
leikar Margrétar sín til fulls. Heim-
ili þeirra var smekklegt og hlýlegt
og bar húsmóðurinni fagurt vitni.
Þó er það hjartahlýjan á heimilinu,
sem minnisverðust verður og aldrei
getur gleymzt. Heimilið stóð öllum
opið, sem þangað komu. Ættingjar
frá æskustöðvum Margrétar í Eyja-
fírði, sem þurftu að leita hingað til
Reykjavíkur, áttu þar athvarf eftir
því sem þurfti. Okkur tengdafólki
hennar var ætíð tekið opnum örm-
um. Hún hafði unun af því að fá
til sín æskuvinkonur sínar og þeirra
fjölskyldur, vinkonur, sem hún naut
gagnkvæms tryggðasambands við
allt frá því að ég fyrst man eftir
og voru henni ómetanlegir vinir.
Sjálfur naut ég alla tíð í ríkum
mæli ástúðar þeirra Margrétar og
Friðriks. Þegar við Steinunn giftum
okkur, tóku þau henni sem tengda-
dóttur, og eftir því var það atlæti,
er þau sýndu börnum okkar. Allt
hélst þetta óbreytt af hendi Mar-
grétar eftir að Friðrik féll frá. Eftir-
minnilegar ánægjustundir í lífi allra
barnanna voru þátttaka þeirra í
jólaundirbúningi hjá Margréti, sér-
staklega við laufabrauðsskurðinn.
Þó að framlag þeirra til laufa-
brauðsgerðarinnar hafi örugglega
ekki alltaf verið mikið, breytti það
engu um það, að eftir ánægjulegan
dag hjá Margréti komu þau heim
hlaðin laufabrauði og öðra góðgæti
til jólahátíðarinnar.
Margrét Tryggvadóttir var kona,
sem maður mat sífellt meir eftir
því sem kynnin urðu lengri. Frá
fyrri áram er mér fyrst og fremst
minnisstæður myndarskapur henn-
ar, góðsemi og trygglyndi. Síðustu
árin urðu sérstaklega eftirtektar-
verðir þeir mannkostir hennar, sem
hún þurfti þá mest á að halda, skap-
styrkur og æðraleysi. í erfiðum
veikindum sínum tók hún því sem
að höndum bar af einstakri rósemi
og karlmennsku. Þó að hún hafí
lengi vitað að hveiju drægi, hafði
hún aldrei áhyggjur af sjálfri sér,
og hún æðraðist aldrei. Hún var
þakklát fyrir það, sem hún hafði
öðlazt í lífínu, hugsaði um framtíð
sinna nánustu og annarra vina.
Undir lokin var það hetjulundin,
sem við dáðumst mest að.
Ég og fjölskylda mín kveðjum
nú Margréti Tryggvadóttur með
þakklæti fyrir alla góðvild og rækt-
arsemi þeirra Friðriks við okkur og
óskum þeim guðs blessunar. Við
sendum Tryggva Páli, Hallfríði,
fjölskyldum þeirra og öðrum ástvin-
um Margrétar einlægar samúðar-
kveðjur.
Hörður Einarsson.
Með hækkandi sól kvaddi Mar-
grét Tryggvadóttir þennan heim. í
lífí hennar sjálfrar var hins vegar
komið haust eftir erfið veikindi síð-
ustu missera.
Margrét ólst upp í fögru um-
hverfi Eyjafjarðar á bænum Ytri-
Varðgjá, gegnt Akureyri, einka-
dóttir í hópi sjö bræðra. Um tvítugt
lagði hún Ieið sína til Reykjavíkur.
Á þeim tíma kynntust þær, hún og
móðir mín, og urðu vinkonur upp
frá því. Hafði vinátta þeirra því
staðið í tæplega sextíu ár, þegar
Margrét lést. Manni sínum Friðriki
Pálssyni, lögreglumanni, giftist
Margrét sumarið 1942.
Minningar mínar eru fyrst og
fremst tengdar heimilum þeirra á
Ásvallagötu 17 og síðar á Fornhaga
13. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu
þau í sambýli við foreldra Friðriks,
Vilborgu Einarsdóttur og Pál Bóas-
son, á Ásvallagötunni, en heimili
þeirra var með sanni miðstöð fjöi-
skyldu þeirra. Áttum við móðir mín
þá gæfu að kynnast þessu fólki öllu
og njóta gestrisni þess og velvildar
þá og ætíð síðan.
Á heimili þeirra Friðriks á Forn-
haga gilti sama andrúmsloft vináttu
og hlýju, en þangað fluttu þau í
nýja og fallega íbúð árið 1956. Á
skólaárum mínum var ég mjög tíður
gestur á heimili þeirra. Þar var allt-
af jafn gott að koma. Gilti þá einu,
hvort setið var í eldhúskróknum eða
í veglegum veislum á stórhátíðum.
Þau hjón Margrét og Friðrik voru
einstakir gestgjafar.
Oft dvöldust þau um lengri eða
skemmri tíma á sumrin á æsku-
heimili hennar í Ytri-Varðgjá. Er
mér sérstaklega í minni er ég fékk
tækifæri til þess að heimsækja þau
þar sumarið 1970, er þau dvöldust
þar hjá föður hennar, Tryggva Jó-
hannssyni, skömmu fyrir andlát
hans.
Eftir lát Friðriks árið 1974 bjó
Margrét áfram á Fornhaganum
með sömu reisn og naut þess að
taka á móti fjölskyldu sinni og vin-
um. Sérstaklea átti það við um
Tryggva Pál, einkason þeirra Frið-
riks, tengdadótturina Elínbjörtu og
fjölskyldu þeirra, svo og bróðurdótt-
urina Hallfríði Bjarnadóttur, Reyð-
arfirði, mann hennar Einar og syni
þeirra.
Að leiðarlokum eru Margréti
Tryggvadóttur fluttar alúðarþakkir
fyrir vináttuna og samfylgdina. Á
kveðjustund færi ég fjölskyldu
hennar einlægar samúðarkveðjur
móður minnar og íjölskyldu.
Guð blessi mjnningu hennar.
Áslaug Ottesen.