Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 37 l| MINNINGAR GUÐMUNDURINGI KRISTJÁNSSON + Guðmundur Ingi Kristjáns- son var fæddur í Kálfhaga í Sandvík- urhreppi, í Árnes- sýslu 2. maí 1922. Hann iést á elli- og hj úkr unar heimilinu Kumbaravogi 19. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Guðmunds- dóttir og Kristján Hóim. Ungur að árum missti hann föður sinn. Hann ólst upp lýá móður sinni og móð- urömmu í Kálfhaga. Einn hálf- bróður átti hann, Asmund Þórð- arson, er dó í bernsku. Guð- mundur Ingi bjó á Stokkseyri á her- námsárunum og vann í svokallaðri „bretavinnu". Þá fékk hann mikinn áhuga á flugi og flugmálum. Hann vann í mörg ár iijá Flugfélagi ísiands og Loftleiðum, síðar hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga. Guðmundur Ingi kvæntist ekki og var barnlaus. Útför Guðmund- ar Inga fer fram frá kapellu Fossvogskirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Er mér barst sú frétt að hann Guðmundur Ingi, frændi minn, væri dáinn komu þessar ljóðlínur upp í huga minn: Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ást í hjarta, blik á brá og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. (G.ö.) Guðmundur Ingi, eða Ingi frændi eins og við systkinin kölluðum hann alltaf, var ákaflega sérstakur mað- ur. Hann var ekki allra, dulur um sína hagi og fáir vissu í raun hver hann var þessi listræni og hugvits- sami maður, sem ferðast hafði víða um heim og talaði erlend mál reip- rennandi. Hann bjó alla tíð einn, var fremur einrænn, en átti sína útvöldu vini. Ég minnist þess sem unglingur er hann kom í heimsókn til móður minnar áð ég leit til hans með lotningu. Ég hsfði heyrt að hann væri vel að sér í flugmálum og erlendum tungumálum þótt hann talaði aldrei um það. Síðar sá ég myndir sem hann hafði tekið á ferðalögum sínum hérlendis og er- lendis, listaverk, verðlaunavirði, en þessi listaverk voru sjaldan sýnd. Þau voru vel varðveitt niðri í skúffu í haglega gerðum myndaalbúmum. Þannig var hann frændi minn, hljóður og dulur um sína hagi. Hann hefði mátt opna skúffuna sína oftar um ævina. Þeir sem kynntust honum báru virðingu fyrir honum. Hann var vel greindur, ljúfur og samvinnuþýður. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Hann gat verið glettinn í tilsvörum og brosað breitt ef maður hitti á rétta punktinn. Ég minnist þín í vorsins bláa veldi, er vonir okkar stefndu að sama marki, þær týndust ei í heimsins glaum og harki, og hugann glöddu á björtu sumarkveldi. Þín sá! var öll hjá fögrum lit og línum, og Ijóðsins töfraglæsta dularheimi. Þú leiðst í burt frá lágum jarðarseimi, í Ijóssins dýrð, á hupr-vængjum þínum. Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin, í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn, er hóf sig yfir heimsins dæpr-glys. Á horfna tímans horfi ég endurskin, ég heyri ennþá glaða, þýða róminn, frá hreinni sál með hárra vona ris. (S.S.) SIGRIÐUR FRIÐFINNSDÓTTIR + Sigríður Frið- finnsdóttir fæddist 1. júní 1910. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 20. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Frið- finnur Pétursson, sjómaður í Njarð- víkum, f. 1. mars 1866, d. 5. júlí 1914, og Jónína Þorvalds- dóttir, f. 11. júní 1875, d. 4. febrúar 1935. Systkini: Ög- mundur, f. 29. ágúst 1901, látinn, Clara, f. 22. júlí 1907, látin, Þorvaldur, f. 25. desember 1908, látinn, Pétur, f. 10. maí 1912, látinn, Friðfinnur, f. 28. febrúar 1915. Sigríður giftist Jóni Vilhelm Ásgeirssyni 27. maí 1936, f. 19. desember 1912, d. 22. desember 1992. Börn Sigríðar og Jóns eru: 1) Guðrún Ásgerður, f. 12. ágúst 1936, maki Sigurbjartur Helga- son, börn þeirra eru Helgi, Sigríður, Jón Ásgeir og Arnar, 2) Ásgeir, f. 3. apríl 1940, maki Ragn- hildur Benedikts- dóttir, börn þeirra eru Hildur, Ásdís og Margrét. 3) Þorvald- ur Friðfinnur, f. 25. október 1945, maki Guðrún Erla Aðal- steinsdóttir, börn þeirra eru Aðal- steinn og Ásgeir Pétur. 4) Margrét Ásta, f. 9. júní 1951, maki Brypj- ólfur Jónsson, barn þeirra er Sveinn Adamu, og börn Brynj- ólfs frá fyrra hjónabandi Guð- rún Sigurbjörg, Margrét og Jón. Útför Sigríðar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Tengdamóðir mín, Sigríður Frið- finnsdóttir, eða Silla eins og hún var kölluð, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi 20. þ.m. eftir stutta sjúk- dómslegu. Hún hvarf hljóðlega og átakalaust úr þessu lífí umkringd börnum sínum sem voru henni svo kær. Hún átti við vanheilsu að stríða í mörg ár en náði því að verða 86 ára gömul. Þrátt fyrir mikla van- heilsu hélt hún andlegri reisn fram í andlátið. Ég kynntist Sillu fyrir 36 árum. Þá hafði ég kynnst syni hennar og fór að verya komur mínar á heimili hans. Ég var afskaplega feimin við foreldra hans lengi vel en þó sérstak- lega við mömmu hans. Mér fannst hún alvarleg og fáskiptin og ég var alls ekkert viss um að hún væri nógu ánægð með mig sem tilvon- andi tengdadóttur. En smám saman kynntist ég þessari konu sem varð síðan tengdamóðir mín og urðum við góðar vinkonur. Ég átti eftir að komast að þvi að hún var ekki eins alvarleg og fáskiptin og mér hafði fundist í fyrstu því undir stillilegu yfírbragði leyndist glettin og kát kona sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Silla tengdamóðir mín var vel gefin, skapföst og hreinskiptin og hafði til að bera mikla innri ró sem gerði henni kleift að takast á við erfiðleika lífsins af æðruleysi. Þetta æðruleysi, sem einkenndi hana svo mjög, gerði henni fært að takast á við veikindi sín með ró og yfirvegun. Aldrei heyrðist æðruorð þó að á efri árum væri hún oft þjáð. Hún var hlédræg og rólynd kona sem gerði ekki miklar kröfur til efnislegra gæða þessa lífs. Nægjusemi var henni í blóð borin. Silla missti foreldra sína ung og fór snemma að vinna fyrir sér. Hún lærði hárgreiðslu og vann við það þar til hún gifti sig. Gömlu myndirn- ar bera með sér hve fallegt og ást- fangið par þau voru, Jón og Silla, og mér hefur alltaf fundist vera ein- hver ævintýraljómi yfír fyrstu hjú- skaparárum þeirra á Siglufirði. Jón var þar útgerðarmaður og mikill athafnamaður, en hann hafði ungur tekið við útgerð föður síns á Siglu- firði. Silla ung og falleg, tágrönn og fíngerð. Þau eignuðust íjögur börn og Silla helgaði sig heimilinu. Hún vann þó utan heimilis af og til eftir að börnin voru vaxin úr grasi, bæði til að vera innan um fólk og til að drýgja tekjur heimilisins. Hún taldi aldrei eftir sér að vinna, hugs- aði vel um heimili sitt og var af- bragðs kokkur. Jón og Silla bjuggu um tveggja ára skeið í Danmörku þegar börnin voru ung og þar kynnt- ist hún danskri matargerð. Maturinn hjá Sillu var alltaf spennandi því hann var og öðruvísi en þessi hefð- bundni matur sem tíðkaðist á ís- lenskum heimilum á þessum árum. Heimilið var oft gestkvæmt, enda hjónin bæði gestrisin og nutu þess að hafa fólk í kringum sig. Jón og Silla voru afskaplega sam- rýnd og samhent og eftir að Jón komst á eftirlaunaaldur og fór að vera heima við alla daga virtust þau gera alla hluti saman. Hjónaband þeirra var farsælt þó að ekki léki lánið alltaf við þau. Tengdamóður minni fannst líf sitt hamingjuríkt og var þakklát fyrir allt sem það hafði fært henni. Hún átti góðan eigin- mann sem elskaði hana og dáði og vildi allt fyrir hana gera og fjögur dugleg böm. Þegar ég nú kveð mína kæru tengdamóður og vinkonu eftir langa og farsæla samleið sem aldrei bar skugga á koma ótal skemmtilegar minningar upp í hugann. Hæst ber þó núna minningin um ferðina okkar til Belgíu fyrir tveimur árum. Þar áttum við saman alveg ógleym- anlega viku. Ég er þakklát fyrir að hafa átt samleið með þessari prúðu, hæglátu konu sem var mér alltaf svo góð og studdi mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Blessuð sé minning hennar. Ragnhildur Benediktsdóttir. Það eru tæp tvö ár síðan ég kvaddi ömmu Sillu í síðasta sinn. Ég er búsett í Bandaríkjunum og heimsæki ísland annað hvert ár. Brottför að heimsókn lokinni er alltaf erfið, sér- staklega er erfitt að kveðja elstu kynslóðina í fjölskyldunni, því óvissa um endurfundi er alltaf til staðar. Amma var bjartsýn og jákvæð og var alltaf gaman að heimsækja hana og spjalla. Hún var mikil fjölskyldu- manneskja og vildi fylgjast með öllu sem var að gerast hjá okkur barna- börnunum og samgladdist okkur þegar vel gekk. Heimilið í Drápuhlíð var hlýlegt og fallegt og myndir af okkur barnabörnunum á stórum stundum lífs okkar prýddu margar hillur. Oft var margt um manninn hjá afa og ömmu, fjölskyldan hittist þar og fékk fréttir hvert af öðru yfir kaffibolla og konfektmola. Það er einkennilegt tii þess að hugsa að nú skuli ekki lengur vera hægt að líta við í Drápuhlíðinni hjá ömmu, en hún var á seinni árum yfirleitt alltaf heima við og fagnaði því þeg- ar við barnabörnin litum inn. Eg mun sakna jjess sárt, næst þegar ég kem til Islands, að fara ekki í Drápuhlíðina til ömmu Sillu. Hildur Ásgeirsdóttir. Síðustu þtjú árin voru honum andlega og líkamlega erfið, en hann tók veikindum sínum með hugarró. Hann dvaldi á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Kumbaravogi á Stokks- eyri. Þar leið honum vel og var ákaflega þakklátur fyrir alla þá umhyggju og góðvild sem hann naut þar. Þökk sé forstöðumönnum og starfsfólki Kumbaravogs fyrir allt sem þau gerðu fyrir hann. Blessuð sé minning þín, kæri frændi. Sigrún Alda Michaelsdóttir. Fyrrverandi samstarfsfélagi og vinur, Guðmundur Ingi Kristjáns- son, er látinn. Ekki þekki ég ættir Guðmundar, en veit að hann átti ættir að rekja til Vestfjarða. Guðmundur starfaði lengi á vara- hlutalager hjá Flugfélagi íslands og Loftleiðum. Það mun hafa verið í kringum 1967-68 að hann hóf störf hjá Véladeild Sambandsins sem þá var í Ármúla 3, og þá hófst vinátta okkar og gott samstarf sem stóð í u.þ.b. 25 ár. Guðmundur var ákaflega góður varahlutamaður, var minnugur á varahlutanúmer og þjónustulipur afgreiðslumaður, enda mjög vinsæll meðal bænda og vinnuvélaeigenda, en það var okkar hlutverk að þjóna þeim. Oft eftir að Guðmundur hætti störfum, hafa margir spurt mig um hagi hans, þar sem margir muna þennan hæfa og lipra heiðursmann. Guðmundur var ákaflega einlægur og traustur félagi, enda vinsæll meðal vinnufé- laga sinna. Guðmundur var ekki ijölskyldu- maður og bjó ætíð einn, og hef ég grun um að einmanaleikinn hafi^, stundum sótt að honum, enda þótt hann væri félagslyndur í góðra vina hópi og stutt var í kímnina. Oft rifjuðum við upp góðar stundir frá liðnum árum og höfðum gaman af. _ Á þeim árum sem Guðmundur starfaði hjá FÍ og og Loftleiðum, kynntist hann fluginu og hafði síðan alla tíð mikinn áhuga fyrir því. Hann átti margar góðar bækur um þetta áhugaefni sitt og á sínum yngri árum flaug hann svifflugvél- um. Síðustu árin sem Guðmundur ^ starfaði hjá Sambandinu, var hann hjá Jötni hf. á Höfðabakka 9, en þá var heilsu hans farið að hraka. Hann hætti störfum 1992, og einum til tveimur árum síðar var hann orðinn það heilsuveill að hann fór til dvalar á Vistheimilinu Kumb- arabvogi á Stokkseyri, þar sem hann lést. Enda þótt leiðir sumra okkar vinnufélaganna njá Sam- bandinu frá þessum árum hafi ekki legið saman um nokkurt skeið, veit ég að ég tala fyrir munn þeirra sem störfuðu með Guðmundi, þegar ég þakka honum fyrir samfylgdina og gott samstarf. Ég lýk þessum orðum með því«»«. að biðja Guð að blessa minningu Guðmundar Inga Kristjánssonar. Agnar Þór Hjartar. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG SIGURÐARDÓTTIR, Langholtsvegi 60, Reykjavík, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mið- vikudaginn 19. febrúar, verður jarð- sunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 27. febrúar kl. 15.00. Guðmundur Steinþór Magnússon, Eygló Fjóla Guðmundsdóttir, Erla Sæunn Guðmundsdóttir, Gestur Óli Guðmundsson, Anna Maggý Guðmundsdóttir, Áslaug Gyða Guðmundsdóttir, Guðmundur Heiðar Guðmundsson, Magnús Guðmundsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eggert Guðjónsson, Guðmundur Þorkelsson, Lea Þórarinsdóttir, Kristján Guðlaugsson, Gunnlaugur B. Óskarsson, Kristfn L. Magnúsdóttir, Guöný Kristmundsdóttir, Uni Guðjón Björnsson, Sigurlín Alda Jóhannsdóttir, t Ástkær eiginkona mín, dóttir, dóttur- dóttir, systir og frænka, SANDRA KRISTJÁNSDÓTTIR sjúkraliði, Lækjasmára 102, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum þann 17. febrúar sl., verður jarðsungin frá Ás- kirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Heilavernd. Magnús H. Steingrímsson, Kristján Mikkaelsson, Kristján Þ. Ólafsson, Elfas Kristjánsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Þorsteinn M. Kristjánsson, Gunnar S. Kristjánsson Sigriður Kristjánsdóttir, Kristófer Kristjánsson, Kristján Þór og fjölskyldur þeirra. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Skúlaskeiði 10, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju fimmtudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Sigrún Sigurbjartsdóttir, Halldór Hjartarson, Ragnheiður Sigurbjartsdóttir, ingólfur H. Ámundason, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.