Morgunblaðið - 26.02.1997, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
Dýraglens
Kringlan 1103 Reylgavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329
• Netfang:lauga@mbl.is
Tommi og Jenni
OSti / Bn hi/err
- odum i/iS i /öi
Skírnargjöfin
Frá Rannveigu Tryggvadóttur:
ÉG var ein viðmælenda í þættinum
Dagsljós í Sjónvarpinu föstudaginn
21. febrúar sem bar yfirskriftina
Jafnrétti kynjanna, og þakka ég
það. í þáttarlok
sagði ég eitthvað
á þessa leið: „ís-
lenska konan er
mest metin allra
kvenna í heimin-
um.“ Ummælin
þarfnast skýr-
ingar sem felld
var niður fyrir
útsendingu. Hún
er þessi:
Sá siður S
nafngjöf íslend-
inga að konur séu kenndar við
skímarnafn föður síns og haldi því
alla ævi, var besta gjöfin sem forf-
eðurnir gátu gefið dætrum sínum.
Þeir voru höfðingjar sem ætluðu
dætrunum ekki minni virðingu en
sonunum. Þessi nafnvenja hefur ýtt
undir sjálfsvirðingu kvenna, gagn-
stætt þeirri erlendu venju að kona
taki sér ættarnafn manns síns við
giftingu.
Fyrir tæpum tveimur áratugum
var hér haldinn á vegum Samtaka
um vestræna samvinnu fundur full-
trúa þjóðanna fimmtán sem mynda
varnarbandalag það sem kennt hef-
ur verið við Nató.
Ég fór þá í ræðustól og hélt
stutta ræðu um nafngift íslendinga.
Sagðist alltaf hafa þótt hlálegt hve
miklu merkilegra þætti víða erlend-
is að eignast son en dóttur vegna
ættamafnsins. Sagði ég að þessu
mætti líkja við það þegar tveir
menn kepptu í hundrað metra
hlaupi og annar fengi að byqa tíu
metmm framar en hinn. Ennfremur
að þeirri venju að kona tæki sér
ættarnafn manns síns við giftingu
mætti líkja við það að höggva grein
af tré, binda við annað tré og segja
greinina af þeim stofni. Við líkingar
mínar kallaði ein bandaríska konan
upp yfir sig: „High time one heard
some common sense.“ (Skynsam-
lega ályktað).
Skýrði ég frá því að íslenska
konan hefði jafnan möguleika og
maður hennar á að eignast alnöfnu
(alnafna) í annarri hverri kynslóð,
þar sem börnin væru gjarnan heit-
in eftir áum sínum. Sagði ég reisn
íslenskra kvenna grundvallast á
nafnavenjunni. Er fundarmenn
fóru skömmu síðar fram á gang
að fá sér kaffi beið fólk í röð eftir
að taka í hönd mína og þakka mér
fyrir.
Ég mun ætíð blessa minningu
forfeðra okkar fyrir að gera hlut
dætranna um nöfn jafnstóran hlut
sonanna.
RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR.
Bjarmaiandi 7, Reykjavík
Rannveig
Tryggvadóttir
Það er þessi sæta litla stelpa sem Ég sagði henni að við gætum Ég veit ekki einu sinni hvar Par-
situr við hliðina á mér í leikskól- kannski farið til Parísar ein- ís er...
anum ... hvern daginn ...
Upplýsingar um
alnetstengingu við
Morgunblaðið
Tenging við heimasíðu
Morgunblaðsins
Til þess að tengjast heimasíðu
Morgunblaðsins, sláið inn slóðina
http://www.centrum.is/mbl/
Hér liggja ýmsar almennar upp-
lýsingar um blaðið, s.s netföng
starfsmanna, upplýsingar um
hvemig skila á greinum til blaðs-
ins og helstu símanúmer.
Morgunblaðið á alnetinu
Hægt er að nálgast Morgun-
blaðið á alnetinu á tvo vegu.
Annars vegar með því að tengjast
heimasíðu Strengs hf. beint með
því að slá inn slóðina
http://www.strengur.is eða
með því að tengjast heimasíðu
blaðsins og velja Morgunblaðið
þaðan.
Strengur hf. annast áskriftar-
sölu Morgunblaðsins á alnetinu
og kostar hún 1.000 krónur.
Sending efnis
Þeir sem óska eftir að senda
efni til blaðsins um alnetið noti
netfangið: mbl@centrum.is.
Mikilvægt er að lesa vandlega
upplýsingar um frágang sem má
finna á heimasíðu blaðsins. Það
tryggir öruggar sendingar og
einnig að efnið rati rétta leið í
blaðið. Senda má greinar, fréttir
og myndir eins og fram kemur á
heimasíðu blaðsins.
Mismunandi tengingar
við alnetið
Þeir sem hafa Netscape/Mos-
aic-tengingu eiga hægt um vik
að tengjast blaðinu. Einungis þarf
að slá inn þá slóð sem gefin er
upp hér að framan.
Þeir sem ekki hafa Netscape/
Mosaic-tengingu geta nálgast
þessar upplýsingar með Gopher-
forritinu. Slóðin er einfaldlega
slegin inn eftir að forritið hefur
verið ræst.
Mótöld
Heppilegast er að nota a.m.k.
14.400 baud-mótald fyrir
Netscape/Mosaic tengingar.
Hægt er að nota afkastaminni
mótöld með Gopher-forritinu.
Allt efni sem birtist I Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.