Morgunblaðið - 26.02.1997, Síða 50

Morgunblaðið - 26.02.1997, Síða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ (5AND Jílf 5ND6E5 Notaleg mynd." S.V. Ml LAUGAVEG 94 HOLLY Stórspennumyndin Turbulance er um flutning fanga með 747 breiðþotu frá New York til Los Angeles. Hér er á ferðinni einhver magnaðastaspennumynd i langan tíma. Aðalhlutverk: Ray Liotta (Goodfellas), Lauren Holly (Dumb and Dumber), og Hector Elizondo (The Fan).Leikstjóri: Roberts Butler. Sýnd kl. 5,9.15 og 11.15. Sýnd kl. 7 í sal-A. The People vs. Larry Flynt FRUMSÝND Á MORGUN Schiffer opnar og áritar ►FYRIRSÆTAN Claudia Schiffer, sem opnaði nýja Revlon snyrtivörudeild í stór- verslun í Toronto í Kanada í vikunni, sést hér gefa aðdá- endum sínum eiginhandarárit- anir í versluninni. Eins og sjá má var þröng á þingi enda fyrirsætan geysivinsæl. NETFANG: http://www.sambioin.com/ Thx DIGITAL o^L-o □□Dolby DIGITAL SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OG 551 1384 FRUMSYNING AÐ LIFA PICASSO ÍEÁSSO ...í öllum þeim ævintýrum sem þú getur ímyndað þér! ÍslensW ® Troddu í baukinn með Start unglineaklúbbi Spansjóðanna Tónlistin úr myndinni fest í BORGARBÍO AKUREYRI KRINGLUBIO ISAFJARÐAR KRINGLUNNI4-6 BÍÓ Bíóborgin sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. í THX DIGITAL Körfuboltastjarnan Michael Jordan slæst í liö meö Kalla Kanínu I frábærrrl mynd sem liefur farið sigurför um heiminn. „Villt! Klikkuð! Frábær! Space Jam er mynd fyrir fulloröna, krakka, unglinga, konur, karla, stráka. sfelpur, eldra fólk, yngra fólk, Jordan aðdáendur. Bill Murray aðdáendur og elskendur Kalla kaninu og félaga hans; sem fara á koslum." - Gene Shalil, TODAY, NBC-TV. LAUSNARGJALDIÐ TfiTql Itl I ll M Sýnd kl. 5. ísl.tal ■ M E l G 1 B s niT ■ ■ ÍTTITTT i T Á ljónaveiðum Ástin í eyðimörkinni KYIKMYNPIR Iláskólabíó MÓRI OG SKUGGI „THE GHOST AND THE DARKNESS" ★ ★ Leikstjóri: Stephen Hopkins. Handrit: William Goldman. Aðalhlutverk: Michael Douglas, Val Kilmer. Paramount. 1996. BANDARÍSKA spennumyndin Móri og Skuggi eða „The Ghost and the Darkness" eins og hún heitir á frummálinu hefur allt sem búast má við í handriti eftir Will- iam Goldman og má lýsa á eftirfar- andi hátt: Karlmenn bindast tryggðarböndum í hættu- og æv- intýraför. Goldman er einn af lang- lífustu og mikilmetnustu handrits- höfundum í Hollywood (frægustu handritin eru „Butch Cassidy and the Sundance Kid“ og „All the President’s Men“) og hefur gert sér nokkurskonar Newman/Red- ford formúlumynd uppúr sérstæðri sannri sögu af tveimur mannætu- ljónum er stöðva útþenslu breska heimsveldisins stundarkorn niðri í svörtustu Afríku rétt fyrir alda- mótin síðustu. Ekkert kemur sérstaklega á óvart af því Goldman fer gersam- lega eftir sinni eigin vel kunnu formúlu. Tveir ólíkir menn koma saman að ráða niðurlögum ljón- anna og á milli þeirra myndast sérstakt vináttusamband. Annar er verkfræðingur og einhvers kon- ar hugsjónamaður, en hinn er land- flótta Ameríkani og ævintýramað- ur. Newman og Redford eru ekki lengur fáanlegir í myndir af þessu tagi svo leikstjórinn Stephen Hopkins og handritshöfundurinn Goldman verða að reiða sig á Val Kilmer og Michael Douglas. Býttin eru slæm auðvitað þótt leikararnir tveir dugi ágætlega. Handritið skortir raunverulegt markmið og stefnu en ljónin tvö eru mjög raun- veruleg og Hopkins myndar stund- um ágæta spennu í kringum þau. Myndin hefur ekkert nýtt fram að færa og er reyndar talsvert gamaldags svosem eins og í lýs- ingu á yfirburðum hvíta mannsins í Afríku, sem minnir á gömlu ný- lendumyndirnar. Heimamenn og allir aðrir flýja í ofboði með skott- ið á milli fótanna en Kilmer og Douglas standa sína vakt, hraustir og hugrakkir og að því er virðist ósigrandi par. Þeir leika báðir mjög í Goldmanhefðinni menn sem fátt bítur á og eru efni í goðsögur, menn sem fínnast ekki lengur nema í sögubókum og menn sem ja, bindast. Douglas hefur bita- stæðara hlutverkið sem ævintýra- maðurinn og belgir sig meira út en góðu hófi gegnir því hann vill vera ábúðarmikil goðsögn. Kilmer er hljóðlátari og háttvísari og jafn- vel of sviplaus frammi fyrir honum. Aðrar persónur skipta litlu sem engu máli. Sagan er á endanum sáralítil. Tilraunir til að búa til bakgrunn mannanna tveggja eru fremur tit- lausar en það sem stendur uppúr er ágætlega gerður hasar og nokk- ur spenna í kringum mannætuljón- in. Þar stendur leikstjórinn sig best og ljónin þagga niður í göml- um handritshöfundi sem man betri tíð og reynir að endurlifa hana í þessari mynd. Arnaldur Indriðason KVIKMYNPIR Regnboginn ENGLENDINGURINN „THE ENGLISH PATIENT * ★ ★ ★ Vi Leikstjóri: Anthony Minghella. Handrit: Minghella eftir skáldsögu Michael Ondaatje. Framleiðandi: Saul Zaentz. Aðalhlutverk: Ralph Fiennes, Kristin Scott-Thomas, Willem Dafoe, Juliette Binoche, Colin Firth. Miramax. 1996. UNDIR lok síðari heimsstyijald- arinnar kemst illa brenndur sjúkl- ingur, líklega Englendingur sem ber ungverskt nafn, undir hendur hjúkrunarkonu í liði bandamanna á Ítalíu. Hún veit að hann þolir illa flutninga svo þegar sveit henn- ar fer framhjá yfirgefnu klaustri einn daginn fær hún leyfi til að hjúkra honum þar ein þar til hann deyr. Þá á hún að snúa aftur til sveitarinnar. En enski sjúklingur- inn er harður af sér þar sem hann liggur óþekkjanlegur og dópaður af morfíni og þykist ekkert muna af sínu fyrra lífi. En smátt og smátt fær hjúkrunarkonan alla sólarsöguna um þennan dularfulla mann og konuna sem hann elskaði í eyðimörkinni í Afríku áður en stríðið skall á og á einhvem ómót- stæðilegan hátt minningarbrotin fá djúpstæðari merkingu, samtíð og fortíð tengjast á óvæntan hátt, svipir fortíðar verða ljóslifandi og við sjáum hvernig örlaganornirnar spinna vef sem að lokum leiðir okkur að upphafinu og endinum inni í þessu litla herbergi sjúklings- ins í klaustrinu. Allan tímann þjá- ist enski sjúklingurinn og er nær dauða en lífi en það er ekki fyrr en allt er komið í kring sem við skiljum að brunasárin voru leikur einn miðað við eldinn sem kveikti sársaukann í sálinni. Englendingurinn, sem sýnd er í Regnboganum, er útnefnd til 12 Óskarsverðlauna og er einmitt rétta efnið í Óskarinn. Hún hefur allt sem prýtt getur sigurvegara á hátíðinni, leikurinn er með ein- dæmum fínn, sagan er sterk og áhrifamikil og frásöguhátturinn sérstaklega athyglisverður og spennandi. Leikstjórinn Anthony Minghella, sem einnig gerir kvik- myndahandritið eftir sögu Michael Ondaatje, sýnir hér mikla færni sem sögumaður þegar hann splæs- ir saman tveimur tímaskeiðum og tengir myndskeið m.a. með hljóð- rásinni eins og David Lean forðum. Líkt og meistarinn er hann að fást við epíska ástarsögu og finnur henni stórfenglegar sviðsmyndir í eyðimörkinni í N-Afríku. I bak- grunni eru heimsviðburðir sem breyta munu mannkynssögunni en í forgrunni ástarsaga tveggja ólíkra einstaklinga sem breyta mun lífi þeirra að eilífu. Minghella, sem er tiltölulega nýr á sviði leik- stjórnar og hefur sannarlega ekk- ert gert áður sem kemst í hálf- kvisti við þessa mynd, filmar ástar- söguna með ríkulegri tilfinningu fyrir melódrama og innsæi í heim heitra ástríðna, svika og afbrýði- semi. Hann fer sér að engu óðslega við uppbyggingu frásagnarinnar en lætur söguna síast inní áhorf- endur þar til hann hefur náð á þeim tröllataki og getur leikið sér að þeim að vild og gerir það. í leiðinni nýtir hann sér til fulls möguleikana sem afturhvarfið get- ur veitt í ástarsögu sem þessari; það er ekki oft sem maður sér það notað jafnskemmtilega og með jafnmiklum árangri. Niðurstaðan er ákaflega fallega gert og áhri- faríkt kvikmyndaverk byggt á spennandi ástarsögu sem fram- leidd er af fyrsta flokks sögu- manni. Minghella hefur einnig tröllatak á leikurum sínum og fær þá til að sýna sitt besta. Ralph Fiennes fer með burðarhlutverkið í myndinni og er enski sjúklingurinn sem heiti hennar vísar til. Hann er helming- inn af myndinni útafliggjandi og óþekkjanlegur brunasjúklingur og sagan er sögð í afturhvarfi frá hans sjónarhóli þegar hann minn- ist ástarinnar í Afríku fyrir stríðið. Þá er hann vísindamaður í eyði- mörkinni og gerir margt gott sem þurr og þegjandalegur og fráhrind- andi landkönnuður. Kristin Scott- Thomas bræðir hjarta hans og að vonum. Hún geislar af þessum kynþokka og fegurð sem gert get- ur hvaða mann sem er hugsjúkan, ekki síst einræna og þögla eyði- merkurfara. Þriðja aðalpersónan er hjúkrunarkonan á Ítalíu sem franska leikkonan Juliette Binoche leikur með sársauka í andlitinu er hæfir svo vel söguefninu og gefur því sannleika og dýpt. Willem Dafoe er lítt skilgreind persóna og kannski óþörf viðbót. Sagan er um fórnarkostnaðinn sem sviksemin hefur í för með sér en slíkur er kraftur frásagnarinnar að maður situr eftir með þá gömlu tilfinningu að anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.