Morgunblaðið - 26.02.1997, Side 56
*
•'HYIINDJtl
HÁTÆKNl Tli FRAMFARA
Tæknival
SKEIFUNNl 17
SlMI 550-4000 • FAX 550-4001
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Landssambönd ASI skora á félög að hefja boðun verkfalla
Nýtt tilboð VSÍ/VMS
til móts við VMSÍ
Kjarasamningur undirritaður á Húsavík í gær
Morgunblaðið/Golli
SAMNINGANEFNDIR VSÍ og
VMS lögðu í gær nýjar tillögur
fyrir samninganefnd Verkamanna-
sambandsins um færslu kaupauka-
greiðslna í fiskvinnslu að kauptöxt-
um. Samningsaðilar voru sammála
um að með þessari hugmynd hefðu
vinnuveitendur komið töluvert til
móts við eina af meginkröfum
VMSÍ um aðferð við að færa hluta
TOLLVÖRÐUR hefur játað að hafa
stolið peningasendingu með 52 þús-
und sterlingspundum, tæplega 6
milljónum króna, úr Póstmiðstöðinni
í Ármúla. Um var að ræða peninga-
sendingu til Landsbanka íslands.
Þjófnaðurinn átti sér stað í nóvem-
bermánuði en málið upplýstist um
síðustu helgi og hafa 46 þúsund
pund komist til skila.
Að sögn RLR var það um helgina
sem lögregla komst á snoðir um
fólk sem hefði óvenjumikinn erlend-
an gjaldeyri undir höndum. RLR tók
við rannsókn málsins og á mánudag
voru fjórir aðilar á fertugsaldri
handteknir, þar á meðal maður sem
starfar sem tollvörður hjá Ríkistoll-
stjóra.
Jafnframt voru gerðar húsleitir í
fyrrinótt og í gær og alls var iagt
hald á um 46.000 sterlingspund;
nýja seðla með sömu númerum og
af bónusgreiðslum yfir í dagvinnu-
laun. Talið er að ef .samkomulag
næst um aðferð við að færa taxta
að greiddu kaupi sé mikilvægri
hindrun rutt úr vegi í kjaraviðræð-
unum.
í tilboði vinnuveitenda er hins
vegar ekki gert ráð fyrir hækkun
yfirvinnu og annarra álags-
greiðslna við hækkun dagvinnu-
voru á peningaseðlum sem voru í
póstsendingu sem Landsbankinn til-
kynnti þjófnað á þegar hún skilaði
sér ekki í nóvembermánuði síðast-
liðnum.
Um var að ræða sterlingspund
sem Landsbankinn var að kaupa frá
erlendum banka. Samkvæmt upplýs-
ingum frá RLR var talið að peninga-
sendingin hefði komist til landsins
en verið stolið úr Póstmiðstöðinni í
Ármúla.
Tollvörðurinn, sem handtekinn var,
hefur að sögn RLR breytilega starfs-
stöð en vinnur meðal annars í Póst-
miðstöðinni í Ármúla. Hann játaði
við yfirheyrslur að hafa hirt pakkann
sem ætlaður var Landsbankanum.
Rannsókn málsins hefur gengið
greiðlega og er málið nú talið upp-
lýst, að sögn RLR, og fjórmenning-
arnir sem voru handteknir hafa allir
verið látnir lausir.
taxta eins og VMSÍ gerir kröfu um.
Var því óljóst í gærkvöldi hvort
útspil vinnuveitenda dygði til að
koma viðræðum á skrið en samn-
ingsaðilar koma saman að nýju í
dag að loknum formannafundi
Verkamannasambandsins sem boð-
aður hefur verið.
Björn Grétar Sveinsson, formað-
ur VMSÍ, segir að við fyrstu sýn
virðist tillögur vinnuveitenda nær
hugmyndum VMSÍ um tæknilega
útfærslu á að færa kaupauka að
föstum launum en fyrri hugmyndir
vinnuveitenda.
„Við lögðum inn enn eina hug-
myndina varðandi þetta mál. Mér
virðist á undirtektunum að viðsemj-
endum okkar finnist þetta að
minnsta kosti þess eðlis að rétt sé
að fara betur yfir hugmyndina,“
segir Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSI.
Atkvæðagreiðslur hafnar
um vinnustöðvanir
Formenn landssambanda ASÍ
skoruðu í gær á öll aðildarfélög
sambandsins að hefja þegar í stað
boðun aðgerða í samræmi við áætl-
anir sem gerðar hafa verið. Aðgerð-
ir verði vaxandi fram eftir mars-
mánuði og endi með allsherjarverk-
falli hafi samningar ekki tekist.
Síðdegis í gær hófst atkvæða-
greiðsla meðal félagsmanna í
Dagsbrún, sem starfa hjá Mjólkur-
samsölunni, um boðun verkfalls 9.
mars. í dag munu rafiðnaðarmenn
hjá Reykjavíkurborg greiða at-
kvæði um verkfall sem hefjist 10.
mars.
Verkalýðsfélag Húsavíkur und-
irritaði í gær nýjan kjarasamning
við Víkurbarðann á Húsavík vegna
nokkurra starfsmanna hjá fyrir-
tækinu. Samið var m.a. um hækkun
lægstu taxta í 70 þúsund kr.
■ Skoraá/28-29
Fjólublár
draumur
FÁKAR og menn nutu veður-
blíðunnar í Borgarfirði og
sprettu úr spori þegar loks sá
til sólar eftir óveðrið á dögun-
um. Landið skartaði sínu feg-
ursta og Skarðsheiðinni í bak-
sýn má vissulega líkja við fjólu
bláan draum, eins og gert var
í ljóðinu forðum.
Jarðvegs-
rof á lielm-
ing-i lands
ALVARLEGT jarðvegsrof er talið
vera á meira en helmingi alls flatar-
máls landsins, þegar jöklar, vötn og
fjalllendi eru undanskilin. Þar af er
mikið eða mjög mikið rof á meira
en fimmtungi landsins. Þetta eru
heildarniðurstöður umfangsmikillar
vinnu við kortlagningu jarðvegsrofs
á íslandi sem Rannsóknastofnun
landbúnaðarins og Landgræðslan
kynntu í gær.
Mest af þessu alvarlega rofi á sér
stað á sendnum auðnum landsins,
en alvarlegt rof sem er að eyða sam-
felldu gróðurlendi er á um 14 þús-
und ferkílómetrum, sém rannsóknar-
mennirnir segja að sé slæmt vegna
þess hve gróðurhula landsins er tak-
mörkuð. „Þessi niðurstaða er slæmur
dómur um ástand landsins," segja
þeir og fullyrða að hún sé meðal
þess versta sem þekkist utan þurrka-
svæða jarðarinnar.
Vestur-Húnavatnssýsla best
Kortlagningin leiddi einnig í ljós
að í landinu eru víðáttumikil svæði
þar sem jarðvegsrof telst ekki mik-
ið. Á það einkum við um svæði á
Vesturlandi og vesturhluta Norður-
lands, á Suðurlandsundirlendi og
sums staðar á Austurlandi. Lang-
minnsta jarðvegsrofið er í Vestur-
Húnavatnssýslu þar sem lítið rof
telst á 93% lands.
Niðurstöður mats á ástandi hreppa
og afréttarlanda með tilliti til jarð-
vegsrofs sýna að stór hluti miðhá-
lendisins er ekki hæfur til beitar.
■ Slæmur dómur/6
Norræni laxasjóðurinn og Orri Vigfússon
Hugmyndir um gæðabandalag
um fisk úr Norður-Atlantshafi
NORRÆNI laxasjóðurinn, North-Atlantic
Salmon Fund, og Orri Vigfússon, hafa kynnt
hugmyndir sínar um sérstakt gæðabandalag
þjóða á norðurslóð. Hugmyndin byggist á því
að aðilar að gæðabandalaginu, North-Atlantic
Quality, setji sér ákveðnar kröfur um gæði og
hreinlæti við fískvinnslu og ábyrgist að fiskur-
inn sé hvorki veiddur úr ofveiddum fískistofnum
né með veiðarfærum sem valda spjöllum á nátt-
úrunni. Orri Vigfússon segir í samtali við Morg-
unblaðið, að með þessu móti geti þjóðirnar við
Norður-Atlantshaf tryggt sér frumkvæði á
þessu sviði og með því styrkt stöðu sína á al-
þjóðlegum mörkuðum fyrir fiskafurðir.
Orri hefur kynnt hugmyndina á Grænlandi,
í Færeyjum, á Nýfundnalandi og á íslandi:
„Royal Greenland, stærsta fiskvinnslufyrirtæki
Grænlands, hefur samþykkt þessa hugmynda-
fræði, þó kannski komi fleiri gæðamerki á fisk-
afurðir til greina. Það verða áreiðanlega fleiri
Getur styrkt stöðu okkar
á mörkuðunum, segir
Orri Vigfússon
merki af þessu tagi í gangi í alheimsviðskiptum
með fisk. Ég hef einnig fengið mjög jákvæð
viðbrögð ýmissa aðila hér á íslandi, í Færeyjum
og á Nýfundnalandi," segir Orri.
Trúverðugleiki mikilvægur
Hugmyndin um bandalagið snýst um að fyrir-
tæki, einstaklingar og hagsmunasamtök frá fyrr-
nefndu þjóðunum fjórum taki sig saman undir
forystu Norræna laxasjóðsins. Þar má nefna
samtök í vinnslu, útgerð, útflutningi auk stjóm-
valda. Orri segir mikilvægt að hófsamleg samtök
um náttúruvemd eigi aðild að gæðabandalagi af
þessu tagi til að auka trúverðugleika þess. Jafn-
framt verði að miða kröfur um gæði og hrein-
læti við það sem bezt er í heiminum og að vísinda-
legt mat á veiðiþoli fiskistofna sé eins rétt og
nákvæmt og þekking okkar leyfi hveiju sinni.
„Tízkumerki"
í stuttu ágripi um gæðabandalagið og sér-
stakt merki þess, segir meðal annars að notkun
merkisins takmarkist við fisk úr Norður-Atl-
antshafi. „Jafnframt yrði þessi fiskur og afurð-
ir úr honum kynntar sem einstakar gæðaafurð-
ir, þar sem mengun í hafinu sé hverfandi og
gæðakröfur hinar ströngustu í heimi. Uppfylla
yrði ströng skilyrði til að fá afnot af merkinu,
sem þá mætti líkja við merki á helztu tízkuvör-
um veraldar."
Þar segir ennfremur: „Hugmynd okkar er
að NASF og samstarfsaðilar myndu stjórna
framvindunni, bera fjárhagslega ábyrgð og
byggja upp starfsemina fyrstu árin.“
Tollvörður játar þjófnað
á peningasendingu
Tók; sex
milljónir kr