Morgunblaðið - 27.03.1997, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
fegurðar og sú fegurð hefur farið
vaxandi með ári hverju eftir því
sem framkvæmdum miðar áfram.
Síðar var stofnaður Golfklúbbur-
inn Oddur, sem öllum er opinn.
Golfvöllurinn verður með
þeim beztu á Islandi.
Ekki er það hrist framúr er-
minni að búa til boðlegan 18
brauta golfvöll. Venjulega tekur
þ|ið áraraðir á íslandi, en það er
lýginni líkast hvað allt greri og
dafnaði skjótt í Urriðavatnsdölum.
Fyrst voru lagðar 9 brautir á golf-
vellinum og sáð í þær. Jafnframt
voru teigar og flatir byggð upp
og bráðabirgða golfskáli reistur. A
sléttlendi neðst í kvosinni var vall-
lendi með þéttu grasi; þar voru
skomar þökur á fiatirnar og hafa
reynzt afburða vel. Síðastliðið
sumar voru fiatirnar óvíða betri
en á golfvelli Oddfellowa.
Teigurinn á 1. braut er við skál-
ann og brautin blasir öli við það-
an. Hún er löng, fremur mjó og
kostar óhjákvæmilega högg að
lenda útaf, kannski fleiri en eitt.
Nú er það víðast hvar regla að
l. braut sé fremur í léttari kantin-
um, en hvað vakti fyrir Hannesi?
Svarið er, að hér verður 10. braut,
en fyrripartur vallarins, brautir
no 1-9, verða á þeim hluta sem
nú er í ræktun og standa vonir til
þess að á honum verði leikið síðla
næsta sumars.
La'tið eitt innan við núverandi
golfskála verður byggður framtíð-
argolfskáli þegar lokið er fram-
kvæmdum við völlinn. Hér vísast
til teikningar af húsinu, sem verður
afar sérstætt. Uppi í holtinu, ofan
og sunnan við núverandi skála,
verður 1. teigur og brautin liggur
undan halla í austurátt. Að öðru
leyti verður ekki fjallað um þennan
ófullgerða hluta vallarins hér.
Það eru með öðrum orðum
seinni 9 holurnar sem leiknar hafa
verið til þessa. Verður að segjast
að fyrir fjölda byijenda hefur hann
verið alltof strembinn, en bót er í
máli að útbúinn hefur verið afar
skemmtilegur 9 holu völlur, ein-
ungis með par-3 holum, neðst í
kvosinni. Má því segja að allir
geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
Til viðbótar við það sem þegar var
nefnt um 1. braut (þá 10. í fram-
tíðinni) má nefna að upphafshögg-
ið gerir bæði kröfu um góða lengd
og nákvæma stefnu. Annað högg-
ið verður hjá flestum að vera langt
og flötin er afar mjó. Vinstra
megin við hana hallar niður í djúp-
ar sandglompur, en jafnvel er
verra að missa boltann í óræktina
og kargþýfðan, grýttan móa til
hægri.
Braut nr 2 er mun áhættu-
minni; hún er breið en illa hittur
og sneiddur bolti getur þó lent
útaf vellinum til hægri. Flötin er
stór og tekur vel við.
Þriðja braut er stutt par-5, sem
högglangir menn ná í tveimur
höggum. Hún er samt frekar mjó
og hallar auk þess niður að grýtt-
um móa. Af 4. teig er útsýni niður
yfir Urriðavatn og hlíðina þar sem
Urriðavatnsbærinn stóð; einnig
sést vítt og breitt þaðan yfir Hafn-
arijörð og allt til Reykjavíkur. Það
liggur við að fegurðin þarna sé
truflandi, en holan er par-3, undan
brekkum og flötin í tveimur stöll-
um, varin glompum vinstra megin.
Af 5. teig sést brautin ekki til
enda, því hún liggur í sveig uppí
norðvesturhorn vallarins. Hún er
með lengri par-5 brautum, 500
m. Upphafshöggið er áhættulítið
SJÁ NÆSTU SÍÐU
FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 D 3
ITALSKIR
SKÓR
VORLÍNAN
1997
38 ÞREP
LAUGAVEGI 76-SÍMI 551 5813
PCI lím og fuguefni
U|.LLI •
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
slmi 567 4844
Costa del Sol
Glæsilegt kynninartilboð á mest spennandi
áfangastað Miðjarðarhafsins
frá kr.
39.932
ls^arSo/
Costa del Sol er sá áfangastaður sem býður þér mesta fjölbreytni í fríinu, hreinustu strendur Evrópu og glæsilegt úrval gististaða
sem tryggir þér góðan aðbúnað í ferðinni. Tvö af aðal hótelum okkar bjóða viðskiptavinum okkar nú sértilboð í sólina þann
25. júní og 9. júlí til að fagna að nýju væntanlegri innrás Islendinga til Costa del Sol í sumar.
Aðeins 20 íbúðir á sértilboði
35 frægir golfvellir
Á Costa del Sol finnur þú
hvorki meira né minna en 35
læsilega golfvelli, þar sem
ver og einn getur fundið völl
við sitt hæfi.
Glæsiiegir gististaðir
Á Costa del Sol getur þú valið um fjölda glæsilegra gististaða með glæsilegum
görðum, íþróttadagskrá allan daginn, loftkælingu, sjónvarpi, síma,
barnadagskrá og svo mætti lengi telja. Tryggðu þér góða aðstöðu í
sumarleyfinu og veldu Costa del Sol.
Hreinasta strönd Evrópu
Costa del Sol var kosin hreinasta strönd Evrópu árið 1995
og hér finnur þú frábæra aðstöðu og fagrar strendur þar sem
auðvelt er að njóta lífsins.
Spennandi kynnisferðir
Enginn staður býður jafn spennandi valmöguleika. Dagsferð
til Afríku, frægasta márahöll heimsins í Granada, spennandi
jeppasafarí, dagsferð dl Gíbraltar, Sevilla eða Cordoba,
verslunarferð til Malaga, tívolí, vatnsrennibrautargarðurinn
og hin óviðjafnanlega Puerto Banús snekkjubátahöfn. Og að
sjálfsögðu nýtur þú leiðsagnar íslenskra fararstjóra Heimsferða.
Verð kr.
Verð kr.
39.932 49.960
M.v. hjón með 2 börn, 25. júní,
9. júlí, 2 vikur, íbúð m/1 E1 Pinar.
2 vikur, 2 í stúdío, Minerva, 25. júní,
9. júlí.
Okeypis vika
á Benidorm
Þeim sem bóka í næstu viku til Benidorm
í brottförina þann 6. maí, bjóðum við
nú einstakt tilboð: Þú staðfestir 15 daga
ferð til Benidorm þann 6. maí og færð
aukaviku í kaupbæti.
38.832
með 2 börn, 6. maí, E1 I
49.960
Verð kr. ’
M.v. hjón með 2 börn, 6. maí, E1 Faro.
Verð kr.
M.v. 2 í íbúð, 3 vikur, 6. maí E1 Faro.
París
Vikulegt flug í júlí og ágúst.
24.100
Verð kr. <
V/SA
hei IMSFERÍ )IRj
1 1992 1997
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600
Barcelona
Flugsæti og bílaleigubíll í 3 daga.
25.932
Hjón með 2 börn.