Morgunblaðið - 27.03.1997, Page 4
4 D FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÞÓRÐUR Kristjánsson er áttræður í ár og hann er einn GOLFVÖLLURINN er á kafla lagður upp að hrauninu og jafnvel inn í það. Hér, í norðvesturenda vallarins,
úr hópnum, sem upphaflega keypti Urriðavatnsland. er styzta golfbraut landsins, aðeins um 70m löng, en þykir samt áhættusöm.
og óhætt þessvegna að gefa vel
í, enda veitir ekki af. Betra er að
freistast ekki til að stytta leiðina
með því að leika mjög nærri girð-
ingunni vinstra megin og í öðru
höggi er eina hættan þeim megin.
Móinn hægra megin við brautina
er hinsvegar ekki mjög grasgefinn
og fremur hættulítill. Þriðja högg-
ið inn á flöt er næstum upp að
hraunkantinum og því eins gott
að hafa hemil á kröftunum og
hafna ekki í hraunbrúninni. Flötin
er fallega lögð inn í kverkina.
Ekki eru allir jafn hrifnir af 6.
braut, sem er par-3 og sú styzta
á íslenzkum golfvelli, aðeins um
70 m aftast af teignum. Há hraun-
brún er aftan við teiginn og ekki
auðvelt að færa hann aftar. Flötin
er lítil eins og eðlilegt má telja;
sprungið hraun með dröngum og
gjótum á vinstri hönd, en hraun-
hóll að baki. Gallinn við þessa sér-
kennilégu holu er að það er hægt
að missa höggið og boltinn skondr-
ar ef til vill inn á flöt. Grunnar
sandglompur hægra megin mættu
vera eitthvað dýpri og ná þvert
fyrir flötina. Enda þótt sú 6. sé
sakleysisleg, lenda menn hvað eft-
ir annað í stórslysum á henni. Það
er undir hælinn lagt hvað gerist
ef maður hittir gijótið.
Braut nr 7, sem er stutt par-4,
er “blind“ í þá veru, að hraunrani
teygist alllangt fram og miðlung-
slangt upphafshögg verður helzt
að fara yfir hann. En það er líka
hægt að taka þessa áhættu úr
sambandi með því að stefna vel
til hægri og ætla sér þá lengra
högg inn á flöt. Sú flöt er einhver
sú fegursta á landinu og þótt miklu
víðar væri leitað; umlukin fallegu
og allvel grónu hraun á þijá vegu.
Hægt er að ná með löngu upphafs-
höggi framfyrir, þar sem opnast
inn á flötina, og þá er málið auð-
leyst. En fyrir langt högg er að-
koman mjög áhættusöm.
8. braut er par-4 í vinkil til
vinstri og síðast aftur til hægri.
Hún er fjölbreytt og falleg, en hef-
ur verið spillt dálítið með klúðri,
sem auðvelt er þó að laga. Teigur-
inn á bak við 7. flöt gengur ekki;
hann þarf að vera inni í hrauninu
dálítið austar og þar verður að
gera uppfyllingu. Annað klúður er
merking sem úrskurðar bolta
„útaf“ ef þeir lenda á hraunbrún-
inni vinstra megin; enginn getur
grætt á því að lenda þar. Rétt sleg-
inn bolti lendir á rúmgóðri víðáttu
neðan hraunsins og þaðan er sleg-
ið inná flöt yfír skóg, sem er sjald-
gæft á íslenzkum golfvöllum; þétt-
an furuskóg sem hirðir mikið af
boltum og hefur dijúg sálfræðileg
áhrif þó ekki sé hann mjög hár.
Þessum furuskógi plöntuðu Odd:
fellowar út fyrir mörgum árum. í
hvammi þaðan skammt frá höfðu
URRIÐAVATNSLAND, áætluð landnotkun. Golfvölurinn er á miðjunni, innan við Flóttamannaveginn.
ÚTSÝNI frá tóftum bæjarins að Urriðavatni, yfir vatnið og hraunið. Hafnarfjörður í baksýn.
HANNES Þorsteinsson hefur teiknað og mótað golfvöllinn og nær hann víða upp að hrauninu. Göngu-
stígar, hér merktir með gulu, ná frá golfskálanum og inn í Búrfellshraun.
URRIÐAVATNSLAND
Á/KTLUÐ LANON0IKUN
S-Æft ODTAeufMA
t&wm
mmmm ó&mrtms*
| a
o^i 5VC5I m S&S-brPUi HXA
opn SMö* sébsiama
SÁFN8RÁUTW
jrMr'img STCFN3ÞAUTÞ
itoí.
•dwja i tímutmtmn r
skátar fengið að byggja skála, en )
hafa nú fært sig um set. |
9. braut er nærri sléttir 400m á
lengd og þar með lengsta par-4 »
braut á landinu. Hún er auk þess
áhættusöm. Brautinni hallar tals-
vert til hægri þar sem teighögg
koma niður, en hitti maður braut-
ina er vandinn aðeins hálfnaður.
Raunar ná aðeins þeir sem hafa
lága forgjöf að slá inná þessa flöt
í öðru höggi og beint verður það .
að vera. Hár grýttur hóll tekur við
því sem krækist til vinstri, en r
hægra megin við flötina eru glomp- j
ur og ennþá verra er að lenda
lengra til hægri út af brautinni.
Félagar hafa
fjármagnað allt.
Mörgum hefur þótt hraði fram-
kvæmdanna ævintýralegur í Urr-
iðavatnsdölum og því hefur verið
slegið fram, að Oddfellowar hafí k
getað gengið í digra sjóði til þess í
arna. En það er ekki svo. Félag- !
amir sjálfir hafa fjármagnað I
þetta, nema hvað Styrktar- og
líknarsjóðurinn fjármagnar gróð-
ursetningu á tijáplöntum, hönnun,
svo og grasfræ á brautirnar. Tek-
in hafa verið lán vegna fram-
kvæmda og ein stór er eftir: Golf-
skálinn, en hann verður látinn
bíða; völlurinn gengur fyrir. .
Bráðabirgðaskálinn hefur lítið eitt *
verið stækkaður, en draumurinn 1
er að lítlu austar rísi nýr skáli, sem j
þjóni líka göngufólki.
Stofnfundur golfklúbbs Odd-
fellowa var haldinn 12. mai, 1990
og þá voru skráðir um 300 stofnfé-
lagar. Nú eru klúbbfélagar yfír
500. Hraða framkvæmdanna má
m.a. þakka hópi vaskra manna úr
Oddfellowreglunni sem vann bæði
við frágang hússins og þökulagn- I
ingu á teiga, allt í sjálfboðavinnu. |
Þar að auki lögðu félagarnir á sig £
framkvæmdagjald og hafa á þann P
hátt fengizt 5-6 milljónir til fram-
kvæmda. Óskar Sigurðsson, fyrsti
formaður Golfklúbbs Oddfellowa,
hefur unnið mikið og gott starf
og einnig Gunnlaugur Gíslason,
sem hefur verið formaður vallar-
nefndar frá upphafi og stjórnað
framkvæmdum.
Byggð hefur verið vélageymsla,
sem einnig hýsir aðstöðu fyrir
starfsmenn og stjórn, en það k
veigamesta sem nú er á fram-
kvæmdastigi er helmingur golf-
vallarins, sem kunnugir telja að
sé ekki á síður á fögru og tilbreyt-
ingarríku landi en sá hluti sem við
þekkjum, og jafnvel að svæðið
þeim megin sé ennþá fegurra.
I ágúst verður Oddfellowreglan á
íslandi 100 ára og stefnt er að |.,
því að opna þennan nýja hluta
vallarins og leika á 18 brauta golf- L
velli á landsmóti Oddfellowa í ™
sama mánuði.