Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 16
16 D FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ F ögiir rithönd á íslensku embættisbréfi í safni franska flotans * Arið 1833 hvarf franskur foringi, Jules de Blosseville, með herskipinu „La Lilloise“ og áhöfn í rannsóknarleið- angri milli íslands og Grænlands. Frakkar sendu tveim- ur árum síðar annað skip, La Recherche, til að grennsl- ast fyrir um afdrif La Lilloise, og var sá nafntogaði Islandskönnuður, Paul Gaimard læknir, þar meðal leið- angursmanna. Pétur Pétursson segir hér frá svarbréfi —--------------------------------------------------- Olafs Finsens amtmanns við fyrirspum frá skipherranum á La Recherche um afdrif La lilloise og hefur tínt til ýmsan annan fróðleik. - ý, Om ... 1&JÍ *5*“ £ ___ * „rj.ýy /fc^, ,+Xyí.,. sr__ l 3^_ Aj/’-.'fc’Y**• AÍ»l. ^ </"/ yfay**_ Y^' '£'ýU9~yy" SVARBRÉF Ólafs Finsen. GRÆNLAND ,aV^ v#- s#f >/ % 49SSO/ÍIJ 4 C r «/J/, a n d 5 h a f i í I | I 36' 34' 32* aO’ 28' BLOSSEVILLESTRÖNDIN er talin vera 500 kilómetra löng óbyggð strandlengja á Austur-Grænlandi milli 68° og 70° norður breiddar. Ókleif, þakin jökli. í uppsláttarritum er talað að BlosseviIIe hafi fyrstur manna „fundið“ þetta svæði. G.C. Amdrup er talinn hafa ferðast um þessar slóðir 1898-1900, en Ejnar Mikkelsen 1932. AFYRRI hluta 19. aldar kom það fram með margvíslegum hætti að Frakkar höfðu mikinn áhuga á íslandi og gjöfulum fiskimiðum við strendur landsins. Margt hefir verið skráð af sögum og sögnum er snerta náin sam- skipti frónskra og franskra. Veg- legust allra þeirra rita munu leið- angursbækur, sem kenndar eru við forvígismann vísindaleiðangurs þess er franski konungurinn Louis Philippe sendi á norðurslóð, Paul Gaimard. Loðvík Filippus, sem stundum var nefndur „borgarakon- ungur“ hafði lengi alið brennandi áhuga á norðurhjara veraldar. Á útlegðarárum sínum sem vonbiðill krúnunnar hafði hann dvalist um tíma í norðurhéruðum Skandinavíu og raunar farið þar huldu höfði með förunaut sínum. Kusu þeir að nefna sig Miiller og Froberg frá Sviss en voru í raun prinsinn af Orleans hertogi af Char- tres og Montjoye greifi, leiðsögu- maður konungsefnisins. Norski málarinn Balke greindi frá því að hann hefði gengið á fund konungs í París á valdatíma hans á fimmta áratug sl. aldar. Kom þá í ljós að Loðvík Filippus var betur að sér í norsku en málar- inn í frönsku. Ræddust þeir við á norsku góða stund. Blosseville hverfur Þorvaldur Thoroddsen jarðfræð- ingur kunni góð skil á sögu rann- sóknarleiðangra, sem famir voru til Islands og fyrirætlunum er þeim tengdust. Hann greindi svo frá: „Frakkar höfðu þegar snemma á öldinni allmikinn skipastól í íslands- höfum, bæði til þorskveiða og hvalaveiða, og sendi franska stjóm- in við og við herskip til þess að líta eftir fiskimönnum og aðstoða þá; stundum áttu skip þessi jafnframt að gjöra ýmsar athuganir og mæl- ingar. Þess er þannig getið, að Frakkar sumarið 1820 sendu Noel de la Mariniére til íslands til þess að rannsaka fískipláss í Norðurhöf- um, og biður danska stjómin yfir- völd á Islandi að veita honum tið- sinni. Árið 1833 var franskur for- ingi Jules de Blosseville sendur til íslands á herskipinu „La Lilloise", átti hann að líta eftir fiskiskipum og um leið gera ýmsar athuganir, er snertu segulmagn jarðar. Blosse- ville hafði farið víða um hnöttinn og fengið orð á sig fyrir vísindaleg- an dugnað og þekkingu. Hinn 7. júlí 1833 kom Blosseville á Norð- fjörð eystra og ætlaði þaðan norður fyrir land, lenti í ís og þoku og hrakt- ist að austurströnd Grænlands milli 68'/2° og 69° n.br. Ekki komust þeir þó í land fyrir ísum og illviðri, en gátu gjört teikn- ingar af fjöllum og uppkast af strandlengjunni; á þessu svæði var strönd Grænlands áður ókunn og hefir enn ekki verið rannsökuð (1900). Þegar Blosseville kom aftur til íslands (til Vopnafjarðar), sendi hann stutta skýrslu um uppgötvan- ir þessar heim til Frakklands. Hinn 5. ágúst létu þeir í haf aftur og sigldu norður fyrir ísland. Hinn 13.-14. ágúst sást til skipsins frá Önundarfirði, en síðan hefir ekki spurst til þess. Blosseville hefir lík- lega að nýju ætlað að reyna að komast að Grænlands óbyggðum og hefír skipið þar einhvers staðar farist í ísum. Þessi sorglegi atburð- ur varð orsök ýmissa rannsókna, sem gerðar voru á íslandi og í Norðurhöfum. Árið 1834 sendi franska stjómin herskipið „La Bordelaise" til íslands til þess að leita að þeim Blosseville eða fá fregnir um þá og næstu tvö sumur, 1835 og 1836, var skipið „La Rec- herche" sent norður hingað í sömu erindagjörðum, en ferðir þessar urðu í því efni árangurslausar, enda voru tilraunir þessar gjörðar með lítilli fyrirhyggju, og hafa menn aldrei fengið neinar fregnir um af- drif Blosseville’s og félaga hans.“ Við þessa frásögn Þorv. Thor- oddsens jarðfræðings má auka frétt, sem Sunnanpósturinn birtir: „Bréf til Aðmíráls Rossamels frá dönskum sjókapteini, að nafni Za- hrtmann, talar um stein fundinn á austurströnd Grænlands, með letri á, sem Grænlendskir ætla ristann á ámnum 1831-1834, og segja muni benda til, hvernig strandað hafí þar í óbyggðum franska skipið, „La Lilloise" er leitað var hér 1835, og grunur lék á að íslendingar hefðu vitað til hvernig týnst hefði.“ Bréfaskiptiskipherrans og Ólafs Tréhouart skipherra á rannsókn- arskipinu „La Recherche (Könn- uði)“ sneri sér til Ólafs Finsens, er var settur stiptamtmaður í fjarvem Kriegers. Bað um aðstoð til þess að grennslast um afdrif Blossevil- le’s og áhafnar „La Lilloise". Ólafur Finsen brá við skjótt og skrifaði bréf það er hér birtist: „Ég hefi haft þann heiður að veita viðtöku einkar vinsamlegu til- skrifí yðar hágöfgi dagsettu í gær þar sem yður þóknast að biðja um skriflegt álit mitt varðandi hvarf franska herskipsins la Lilloise, sem árið 1833 sigldi við íslandsstrendur og er talið hafa verið í nánd við Breiðafjörð við suðvesturströnd landsins og yður hefur verið falið af frönsku stjórninni að afla allra hugsanlegra upplýsinga og enn- fremur að fá nánari vitneskju hjá presti einum við Dýrafjörð, sem talið er að á sl. ári hafi tjáð for- ingja á herskipinu la Bordelaise að hann hefði heyrt hollenskan skip- stjóra greina frá því að hann hefði séð franskt herskip (krigsbrig) sökkva á Breiðafirði. Það hryggir mig að ég er þess eigi umkominn að veita yðar hágöfgi neinskonar upplýsingar um fyrmefnt framlei úr beyki eða mahónl. vis Við bjóðúm faglega r Husgagnagerö í 89 ár innanh Smiðjuvegi 2 .Kópavog Slmi 567 21 10 i skrifstofuhúsgogn samræma igustu kröfur um verð, gæði, esilegt útlit og notagild Uppröðunarmöguleikarnir eru fjölmargir og bjóða uppá góða starfsaðstöðu hvort sem um er að ræða fyrir litlar eða stórar skrifstofur. Vista skrifstofuhúsgögn eru arkitekta, he(lþrigðiSi ráðgjafa og annarra sölumanna” með tillögur sérsniðnar Fax 567 1688 að þínum þörfum. tí'amla komaníiö stofnað 1908 f&xistján Siggeirsson stofnað 1919 Hönnuður: Gunnar Magnússon FHÍ J*teinar stálhúsgagnagerð stofnuð 1960 Faxtæki fyrir ►. * VENJULEGAN PAPPIR SF-555 Laserfax r Dufthylki fyrir prentun á 10.OOJÞbkrósiðum 20 blaðsíðna arkamatari 256kb minni (16 siður) /3akki fvrir 250 blöð íHraðsending'(9 sek.) f /nQ grátónar Ljósrltun - Fjölritun jölsendiijg - Hópsendiflfl nding Vero kr. 99.900,- stgr O SF-40DO/ Bleksprautufax Bleksprautuhyiki fyrir prentun ávTI00 blaðsjðum 30 blgðétðna arkamat'ari 5t2ífib minni (32 spur) Bakki fyrir 100 blÖÖ Hraðsending (6 sek.) - 32 c Ljósritun - Fjölritun / FTöfsending - Hópsending tonar æktei Siðumúla 37 108 Reykjavlk S.588-2800 Fax 568-7447 SF-4200, Sömujsigirlteikar og að ofan + fltáprentari og skanner f. tölvu BBBBI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.