Morgunblaðið - 27.03.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.03.1997, Qupperneq 20
20 D FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 MORG UNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna kvikmyndina 101 dalmatíuhundur sem gerð er eftir teiknimyndinni Hundalíf eftir Walt Disney. Auk hundanna fara með aðalhlutverk í myndinni þau Glenn Close sem leikur hina illgjörnu Grimmhildi, Jeff Daniels, Joely Richardson, Joan Plowright og Hugh Laurie. ROGER (Jeff Daniels) er allt of önnum kafinn í starfi sínu til að finna heppilegan maka handa Pongó. Hunda- JOELY Richardson leikur eiganda tíkurinnar Perdý, tísku- hönnuðinn Anitu sem starfar hjá Grimmhildi. gegn. Meðal þeirra er Home Al- one, sem er ein aðsóknarmesta kvikmynd allra tíma. Hughes lét vinsældir teiknimyndarinnar ekkert aftra sér þegar hann hrinti hugmynd sinni í framkvæmd. er klassísk saga um bar- góðs og ills og það var spennandi að gera leikna mynd eftir henhi því á þann hátt er hægt að skapa ýmislegt sem ekki er hægt i teiknimynd," segir hann. Leikstjóri myndarinn- ar er Stephen Herek, sem byrjaði feril sinn 1985 með grínmyndinni Gritters. Tveimur árum síðar leikstýrði hann Bill and Ted’s Excellent Advent- ure, en sú mynd skaut ekki að- eins Keanu Reeves upp á stjörnu- himininn heldur hafði hún einnig varanleg áhrif á málfar bandarí- skra unglinga. Næsta mynd hans var Don’t Tell Mom the Babysitt- er is Dead og 1992 gerði hann hina vinsælu The Mighty Ducks. Þá gerði hann Skytturnar þrjár með þeim Charlie Sheen, Kiefer Sutherland og Oliver Platt og síðasta mynd hans á undan 101 dalmatíuhundi var Mr. Holland’s Opus með Richard Dreyfuss í aðalhlutverki, en hann hlaut til- nefningu til óskarsverðlauna í það hlutverk. egist ekki hafa lagt neina áherslu á að víkja frá sögu- þræðinum í teiknimynd Disneys, en hins vegar hafi hann ekki vilj- að láta þá mynd setja sér neinar skorður. „Myndirnar eru hlið- stæðar á þann hátt að þær fjalla um dýrin. Við höfum hins vegar fært söguna til í tíma en látið rómantík og gamlar sögu- slóðir í Lundúnum halda sér.“ Það er stórstjarnan Glenn Close sem fer með hlutverk hinnar illræmdu Grimm- hildar, en þegar hún tók hlut- verkið að sér hafði hún um skeið leikið á Broadway aðalhlut- verkið í Sunset Boule- vard, söngleik Andrews hasar PONGÓ er einhver glæsileg- asti dalmatíuhundurinn í gjörvallri Lundúnaborg, en Roger (Jeff Daniels) eigandi hans er hins vegar allt of önnum kafínn í starfí sínu til að finna heppileg- an maka handa Pongó, og reynd- ar sjálfum sér líka. Roger ver öllum tíma sínum í að hanna tölvuleiki og fínna upp ný ill- menni til að nota í leikjunum, og því sinnir hann hvorki þörfum Pongós eða sjálfs sín sem skyldi. Perdý er nafnið á tíkinni sem hæfa myndi Pongó best, en hún er í svipuðum sporum og Pongó. Eigandi hennar er tískuhönnuð- urinn Anita (Joley Richardson) sem starfar fyrir hina óaðfínnan- lega klæddu en illskeyttu Grimm- hildi. Anita gefur sér engan tíma til að leita að þeim eina rétta, hvorki fyrir sjálfa sig eða tíkina Perdý. En dag einn þegar hann er á rölti í skemmtigarðinum kemur Pongó auga á Perdý og gerir sér strax grein fyrir að hann verður að stofna til kynna við hana. Þegar Pongó hefur náð athygli Perdý sameinast þau í æðislegum eltingaleik við reiðhjól og að lokum í óvæntum sund- spretti I tjöminni. Ljóst er að hjá ferfætlingunum er þetta ást við fyrstu sýn, en hjá eigendum þeirra gengur þetta hins vegar ekki svona hratt fyrir sig. Þau Roger og Anita ná þó saman að lokum og tvöfalt brúðkaup fylgir í kjölfarið. Ekki líður á löngu þar til Anita á von á bami og Perdý er hvolpafull, en þá kemur Grimmhildur til sögunnar. Hún hefur reyndar engan áhuga á bömum en öðru máli gegnir um hvolpa, því draumur hennar er að geta klæðst dragsíðum loð- feldi gerðum úr skinnum dalma- tíuhvolpa. Óveðursnótt eina líta 15 slíkir hvolpar dagsins ljós á heimili Anitu og Rogers og þau Pongó og Perdý kunna sér ekki læti af gleði. Þá birtist Grimmhildur skyndi- lega á staðnum og hún fá að kaupa hvolpana en Anita neitar að sélja henni þá. Grimmhildur ræð- ur þá tvo vitgranna kumpána, þá Horace (Mark Williams) og Ja- sper (Hugh Laurie), til að stela hvolpunum og ná þeir þeim inn í sendi- ferðabíl og halda rak- leiðis með þá til sveitar- seturs Grimmhildar. Þar kemur í ljós að hvolp- arnir sem hún hefur komið höndum yfír eru þar með orðnir 99 talsins og hefur hún því verið iðin við að stela þeim um gjör- valla Lundúnaborg í Ioðfeldinn langþráða. Grimmhildur gerir sér hins vegar ekki Ijóst að bolabítur nokkur hefur orðið vitni að hvolpaþjófnaði hennar og hann grípur til sinna ráða. Ekki líður á löngu þar til í ljós kemur hvaða samheldni ríkir í dýraríkinu og Grimmhildur á ekki sjö dagana sæla þegar hundarnir taka til sinna ráða. Einhver vinsælasta teikni- mynd allra tíma er Hundalíf Dis- neys sem hann gerði snemma á sjöunda áratugnum um dalmatíu- hundana 101. Hugmyndina því að gera leikna mynd eftir teiknimyndinni á kvikmynda- framleiðandinn og handritshöf- undurinn John Hughes, sem gert hefur 28 myndir á fímmtán árum og hafa flestar þeirra slegið í GLENN Close leikur hina illskeyttu Grimmhildi sem þráir að eignast loðfeld úr dalma- tíuskinnum. Lloyd Webbers, og hlotið Tony verðlaunin fyrir. Glenn Close á nú að baki rúm- lega þrjátíu kvikmyndir og sjón- varpsmyndir, en fyrsta kvik- myndahlutverk hennar var á móti Robin Williams í The World Acc- ording to Garp árið 1982. Hlaut hún tilnefningu til óskarsverð- launa fyrir það hlutverk, en Close hefur samtals hlotið fímm ósk- arstilnefningar á ferli sínum, auk þess sem hún hefur sópað að sér ýmsum öðrum verðlaunum. Hún er fædd 19. mars árið 1947 í Greenwich í Connecticut í Banda- rikjunum, og er hún af tólfta ættlið enskra innflytjenda. Hún ólst upp á risastóru ættaróðali og á yngri árum fylgdi hún oft skurð- lækninum föður sínum til svört- ustu Afríku þar sem hann hafði sett á stofn sjúkrahús. Á mennta- skólaárunum starfaði Close með leikhóp sem hún skipulagði og einnig lék hún og söng með ýms- um þjóðlagasveitum. Að loknu háskólanámi í leiklist og framsögn fluttist hún til New York þar sem hún fékk fljótlega hlutverk í leik- húsum. Þegar hún fór með hlut- verk í söngleiknum Bamum kom kvikmyndaleikstjórinn George Roy Hill auga á hana og bauð henni hlutverkið í The World Acc- ording to Garp. Strax kom í ljós að Glenn Close var á heimavelli í kvikmyndum og sló hún aftur í gegn í næstu mynd sinni, The Big Chill (1983), og aftur var hún tilnefnd til óskarsverðlauna. Árið 1984 lék hún á móti Robert Red- ford í The Natural og hlaut fyrir sína þriðju óskarstilnefningu, og fjórðu tilnefninguna hlaut hún fyrir hlutverk sitt á móti Michael Douglas í Fatal Attraction. Ári síðar var hún svo tilnefnd enn á ný fyrir hlutverk sitt í Dangerous Liaisons. Glenn Close tekur sér af og til hlé frá kvikmyndaleik og stígur hún þá á fjalimar, en hún hefur m.a. leikið á sviði á móti Jeremy Irons í The Real Thing eftir Tom Stoppard og einnig lék hún i De- ath and the Maiden og sem fyrr segir í Sunset Boulevard, en fyrir öll þessi hlutverk hlaut hún Tony verðlaun fyrir leik sinn. Upp á síðkastið hefur leikkonan svo snú- ið sér í æ ríkari mæli að leik í sjónvarpi. Hún á að baki tvö hjónabönd og býr I New York, en þar er orðin hefð að hún syngi bandaríska þjóðsönginn við upp- haf hvers leiktímabils hjá hafna- boltaliðinu New York Mets, enda þykir hún afburðagóð sópran- söngkona. Ákveðið var strax í upphafí að gera myndina 101 dalmatíuhund- ur að öllu leyti í Bretlandi og sumarið 1985 hófst leitin að heppilegum hundum í aðalhlut- verkin. Vandasamast var að finna í hlutverk hvolpanna 99, en orðst- ír Walt Disneys um mannúðlega meðferð á dýrum við kvikmynda- tökur varð til þess að hundarækt- endur flykktust að til að lána hvolpa sína til kvikmyndagerðar- mannanna. Mikil vinna fór í að þjálfa hundana en samtals þurfti að nota um 200 hvolpa við gerð myndarinnar. Það eru hins vegar ekki aðeins hundar af holdi og blóði sem koma við sögu í mynd- inni, því leitað var í skepnusmiðju Jims Hensons sem þekktust er fyrir gerð prúðuleikaranna, og einnig komu galdramennimir hjá Industrial Light and Magic að gerð myndarinnar, en þeir sýndu snilli sína á eftirminnilegan hátt í Júragarði Stevens Spielbergs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.