Morgunblaðið - 27.03.1997, Page 24
24 D FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR ég var að búa mig
undir að fljúga burt úr
skammdeginu á íslandi
suður í sumarið og sólina
í Ástralíu fór ég niður á Ferðaskrif-
stofu Stúdenta að kaupa mér ódýr-
an miða. Þá uppgötvaði ég fyrir
einskæra „tilviljun" að konan sem
sat við hliðina á mér bjó einmitt í
Perth, borginni sem ég var á leið-
inni til. Hún var svo almennileg
að bjóða mér í heimsókn þegar ég
kæmi út og þannig atvikaðist það
að kvöldið áður en ég fór heim
aftur var ég boðin í ástralskt BBQ
eins og grillveislur kallast þar um
slóðir, hjá íslenskri fjölskyldu í
Perth. Um leið og við fórum að
tala saman spurði ég hana hvort
ég mætti skrifa um kvöldið og
hana sjálfa því mér fannst þetta
allt eitthvað svo skemmtilegt. Og
það var samþykkt.
Þar sem sólin skín
„Mig dreymdi um það þegar ég
var ung að eiga hús í landi þar sem
sólin skín“.
Það eru ófáir íslendingar sem
eiga sér draum líkan þessum sem
Guðrún Ingimarsdóttir átti sér
þegar hún var ung. Og skal engan
undra í myrkrinu og kuldanum á
þessu litla skeri þar sem við búum
úti á miðju reginhafi. Eiginlega er
ótrúlegt að einhveijir skuli fást til
að búa hérna yfir vetrartímann
þegar sumarið er aðeins 24 klst. í
burtu. En svona er nú mannskepn-
an dugleg að aðlaga sig.
Miði til Ástralíu
fyrir 10 pund
Draumurinn hennar Guðrúnar
er ekki á nokkurn hátt sérstakur
eða eftirtektarverður nema fyrir
það eitt að hún lét hann rætast.
Árið 1969 flutti Guðrún ásamt
eiginmanni sínum Ásgeiri Helga-
syni til Perth í Ástalíu. Þá var hún
aðeins 19 ára gömul.
„Ég fékk fluguna í höfuðið þeg-
ar ég var 18 ára,“ segir Guðrún.
„Þá voru fulltrúar frá ástralska
ríkinu á íslandi og voru með við-
töl á Hótel Sögu. Þeir buðu upp á
ferðir til Ástralíu frá Englandi
fyrir 10 pund og í staðinn átti
fólk að vinna þar í 2 ár. Við vorum
ekki alveg tilbúin þá en ári seinna
þegar þeir komu aftur og buðu
upp á sömu kjör slógum við til“.
Draumur Geira
„Ég átti mér líka draum, segir
Ásgeir. Það var að keyra rútubíla
á Islandi. Nánar tiltekið á Snæ-
fellsnesinu þar sem ég er hluthafi
í Hópferðabílum Helga Pétursson-
ar ásamt systkinum mínum. En
ég vissi að ef ég ætlaði að halda
í Gunnu þá yrði ég að gjöra svo
vel og fara með. Hún hefði annars
bara fundið sér annan,“ segir Ás-
geir og skellihlær. „En ég sé held-
ur ekki eftir því“.
Strax að vinna
„Á þessum tíma var manni
kennt að vinna og eignast fast-
eign. Það var númer eitt, tvö og
þijú,“ segir Guðrún. „Við fórum
náttúrlega strax að vinna þegar
við komum út. Það var nóga vinnu
að fá en ekki endilega við það sem
mann langaði mest til að gera.“
„Ég var t.d. lærður bifvélavirki,
lærði hjá Ræsi á sínum tíma,“ seg-
ir Ásgeir. „En svo var það náttúru-
lega tungumálið, ég gat bara sagt
já og nei, það var allt og sumt.
Ég fór fyrst að vinna í traktors-
verksmiðju en þar var ég bara í
tvo mánuði. Eftir það hef ég unnið
við að gera við stóra vörubíla.“
„Ég byuaði sem þjónustustúlka
á veit- ingahúsi," segir Guðrún,
„síðan tók við útkeyrsla á brauði.
Brauðið var keyrt heim í húsin á
þessum tíma. Það var mjög
skemmtileg byijun og hélt mér í
góðu formi líkamlega. Eftir það
var ég veislustjóri á veitingastað,
svipuðum og Perlan, sem snérist í
hringi. Þar var ég í 6 ár. Í dag
starfa ég sem verslunarstjóri í
tískuversluninni Paris Weekend
sem er svona eins konar verslunar-
keðja með verslanir um alla Ástr-
alíu“.
Guðrún riijar upp hvernig henni
leið þegar hún var að leggja af
stað.
Aftur heim
eftir sex ár
„Ég hafði aldrei áður farið svona
langt í burtu og fannst eins og ég
myndi aldrei sjá foreldra mína aft-
ur. En það var nú eitthvað annað.
Núna koma þau oft í heimsókn að
ná sér í svolitla sól úr skammdeg-
inu á íslandi. Þau eru búin að koma
að minnsta kosti sjö sinnum". Guð-
rún heldur áfram: „Fyrst ætluðum
við bara að vera í tvö ár en svo
dróst heimferðin. Við tímdum ekki
að fara heim. Svo var ekki hægt
að fresta því lengur, Ásgeir var
náttúrulega hluti af fyrirtæki á
íslandi sem hann Iangaði til að
vinna við. Við fórum á endanum
aftur heim eftir að hafa verið í sex
ár í Ástralíu".
Börnin
„Sonur okkar fæddist í Ástralíu
og var tveggja ára þegar við fórum
heim“. Guðrún sýnir mér mynd af
Helga syni þeirra 23 ára. Hann
er skemmtileg blanda af íslendingi
og Ástrala. Ekki alveg ástralskur
en ekki heldur alveg íslensk-
ur.Hann er greinilega augasteinn
móður sinnar.
„Hann er ótrúlegur ævintýra-
maður. Hann er það sem kallað
er „surfari“ eða „brimbrettagæi"
og hefur ferðast út um allt til að
renna sér á brimbretti. Hann lærði
umhverfisvernd og vinnur núna úti
í Rottnest Island sem er eyja rétt
fyrir utan Perth, þar sem hann er
líka að læra að kafa,“ segir Guð-
rún stolt. „Hann var svo heppinn
að fá að vera í nokkur ár á íslandi
áður en hann flutti til Ástralíu.
Hann hefur alltaf verið betri í ís-
lenskunni en stelpan," bætir Ás-
geir við.
„Stelpan okkar, Katrín, fæddist
svo á Islandi. Hún er 20 ára á
þessu ári og stundar nám í ferða-
pg þjónustufræðum. Hún var á
íslandi í 6 mánuði á síðasta ári og
vann hjá McDonalds. Þá lærði hún
að tala íslensku upp á nýtt,“ segir
Guðrún. „Henni fannst mjög gam-
an að vera með fjölskyldunni og
fá að kynnast þeim aftur. Hún
vann líka sem dagmamma hjá
móðursystur sinni og eignaðist
fullt af yndislegum fósturbörnum".
Katrín var heima þegar ég kom
í heimsókn og var á leiðinni í 21
árs afmæli ásamt vinum sínum.
Hún var greinilega meiri Ástrali
en bróðir hennar en þó orðin býsna
góð í íslenskunni svo hann má fara
að vara sig.
Útaftur
„Já, við fluttum aftur út eftir
að vera búin að vera fimm ár heima
á íslandi," segir Guðrún. „Það var
bara ekki hægt að vera þar leng-
ur,“ segir Ásgeir, „ekki eftir að
maður vissi hvernig lífið gat verið.
Auðvitað þurfti maður svo sem að
vinna fyrir sér en það er bara allt
svo miklu auðveldara í loftslagi
eins og það er héma“.
„Svo er svo dýrlegt að ala upp
börn hérna,“ bætir Guðrún við.
Guðrún er nýkomin frá íslandi
þar sem hún var í 7 vikur ásamt
dóttur sinni. „Þegar ég var heima
síðast hélt ég að ég væri farin að
tapa sjóninni. Ég var farin að sjá
svo illa þegar ég var að lesa, svo
ég fór og fékk mér svona gleraugu
sem maður getur keypt í apótek-
um. En það breytti engu, ég var
bara ekkert betri. Svo þegar ég
kom hingað út aftur þá uppgötv-
aði ég að_ það var allt í lagi með
sjónina. Ég var bara orðin svo
óvön myrkrinu og skammdeginu
heima á íslandi, það var ekki nógu
bjart.“ Það er líka staðreynd að
það er hvergi eins skær birta og
í Perth í Ástralíu. En nú er kominn
tími fyrir BBQ sem Ásgeir er búinn
að grilla svo listilega úti í garði
og Guðrún er búin að galdra fram
alls kyns lostætt meðlæti. Og nú
er um að gera fyrir mig að belgja
mig út af eins miklum sólarmat
og ég get áður en ég fer til að
takast á við skammdegið á íslandi
næstu vikurnar.
Höfundur er leikbrúðuhönnuður.
að þessi fjölskylda á sér um margt óvenjulega sögu.
Auðvitað þurfti
maður svo sem
að vinna fyrir sér
en það er bara
allt svo miklu
auðveldara í
loftslagi eins og
það er hérna.
GUÐRÚN í eldhúsinu í glæsi-
lega einbýlishúsinu sem þau
Ásgeir eru búin að koma sér
upp í Ástralíu.
„Já, ég sé að það hlýtur að vera
yndislegt að vera barn hérna,“
segi ég og er um leið að skoða
myndir af börnunum þeirra þar
sem þau eru 3-4 ára að leika sér
allsber í bala úti í garði í glaða
sólskini. „Ja, þessi er nú reyndar
tekin á Siglufirði," segir Ásgeir
og ruglar um leið fyrir mér þeirri
einföldu mynd sem ég var búin að
koma mér upp í huganum: Það er
sól í Ástralíu og myrkur á íslandi.
Hvergi eins
skær birta
ÁSGEIR og Guðrún ásamt dóttur sinni Katrínu.
Ekki alls fyrir löngu
var Helgu Amalds
boðið í gríllveislu í
borginni Perth í
*
Astralíu, þar sem
hún var þá á ferð.
Það er í sjálfu sér
ekki í frásögur
færandi nema hvað
gestgjafamir vom
rammíslénsk ÁSGEIR að grilla gómsætt ástralskt nautakjöt.
fjölskylda sem hún hafði kynnst fyrir tilviljun. Hún komst að því
Aðláta
drauminn
rætast