Morgunblaðið - 27.03.1997, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 D 27
SKOÐUN
vetnið færi inn á vélina. Slíkir met-
anólkljúfar eru til og hafa verið
reyndir, t.d. í bílum sem knúnir eru
efnarafölum.
Næsta skref gæti svo orðið að
skipta á núverandi vélum og efn-
arafölum, sem brenna einungis
hreinu vetni. Við það að taka upp
notkun efnarafala og nýta vetni,
sem fæst við klofnun metanóls, mun
orkunýtni eldsneytisins tæplega
vaxa mikið og eldsneytiseyðslan
ekki minnka nema lítillega, frá því
sem nú er, þar sem orkunýtni efna-
rafala sem tengdir eru metanól-
kljúfum er aðeins um 40%.
Þegar þar að kemur, að magnes-
íum hydríð geymar nægilega stórir
fyrir skip verða smíðaðir, en miklar
rannsóknir fara nú fram á þessari
geymslutækni, m.a. í Þýskalandi,
ætti að vera mögulegt að skipta á
metanólgeymum og magnesíum
hydríð geymum, sem skila til efna-
rafalanna hreinu vetni. Þá yrði
orkunýtni eldsneytisins að minnsta
kosti um 70%, í stað 35% eins og
nú er. Það leiðir aftur til þess, að
þá yrði eldsneytisnotkun fiski-
skipaflotans aðeins um helmingur
þess sem hún er nú. Magnesíum
hydríð geymar þyrftu þá aðeins
að innihalda helming af orku met-
anólgeyma, þótt úthald skipa yrði
það sama. Þetta siðastnefnda mun
væntanlega vega eithvað upp á
móti því, að magnesíum hydríð
geymar eru örugglega mun dýrari
en metanólgeymar.
Orkunotkun fiskiskipaflotans
yrði, þegar hér væri komið, aðeins
helmingur þess sem hún er nú, auk
þess sem vetni er mun ódýrara elds-
neyti en metanól. Útstreymi gróður-
húsalofttegunda frá fískiskipum,
eða annarra mengandi lofttegunda,
yrði þá einnig með öllu úr sögunni.
Meðfylgjandi mynd sýnir sviðs-
myndina eins og mætti hugsa sér
að hún gæti verið, þegar búið væri
að vetnisvæða allan fiskiskipaflot-
ann, t.d. árið 2030. Myndin sýnir
10 misstórar vetnisverksmiðjur, til
samans 450 MW að stærð, sem
staðsettar yrðu í jafnmörgum elds-
neytishöfnum umhverfis landið.
Vegna þess hve hagkvæmni
stærðarinnar er lítil þegar um er
að ræða vetnisverksmiðjur, gæti
verið allt eins hagkvæmt að byggja
nokkrar minni verksmiðjur og að
byggja eina stóra verksmiðju fýrir
allt landið. Slíkt mundi skapa at-
vinnu víðs vegar um landið auk
þess sem ekki þyrfti að flytja vetn-
ið um langan veg. Stærð versmiðj-
anna, 20-70 MW, ákvarðast af nú-
verandi eldsneytisnotkun fiski-
skipaflotans, sem gerður er út frá
sjávarplássum nálægt viðkomandi
eldsneytishöfn.
Verksmiðjumar 10, sem sýndar
em á myndinni, nægja til að fram-
leiða eldsneyti með sama orkuinni-
haldi og allur fiskiskipaflotinn notar
nú, en þá er gert ráð fyrir að þær
framleiði vetni með fullum afköstum
allan sólarhringinn. Ef hins vegar
þar að kemur, að vélar skipa verða
efnarafalar og vetnið verður geymt
um borð í magnesíum hydríði, þurfa
þessar verksmiðjur aðeins að fram-
leiða helming þess vetnis sem þær
geta framleitt með fullum afköstum.
Þá mætti vel hugsa sér, að í stað
þess að verksmiðjurnar væru helm-
ingi minni yrði stærðin óbreytt, en
þær framleiði aðeins vetni helming-
inn af mögulegum rekstrartíma, eða
þegar unnt væri að fá ódýra af-
gangsorku, t.d. næturrafmagn.
Vetnisverksmiðjur er mjög auðvelt
að reka á þann hátt, t.d. þurfti
Áburðarverksmiðjan í Gufunesi um
árabil að minnka vetnisframleiðslu
sína umtalsvert á tímum, þegar álag
á raforkukerfíð var mikið.
Ofangreindar hugmyndir eru að
vísu aðejns vangaveltur um það,
hvernig íslendingar gætu ef til vill
í framtíðinni orðið óháðir öðrum
þjóðum um orku. Þessar vangavelt-
ur eru þó ekki alveg út í loftið. Þær
eru byggðar á niðurstöðum um-
fangsmikilla rannsókna sem nú fara
fram víða um heim á því, hvernig
mannkynið geti brugðist við þegar
olíulindir jarðar taka að þverra, en
það er talið að verði á áratugnum
2020-2030, og hvernig bregðast
megi við vaxandi gróðurhúsaáhrif-
um og annarri mengun samfara
notkun eldsneytis, sem inniheldur
kolefni.
Meðal stórþjóðanna, er talið svo
brýnt að bregðast við þessum
vanda, að þær eyða nú miklum fjár-
munum í að leita leiða til að geta,
þegar á fyrsta hluta næstu aldar,
tekið að nota hreinar orkulindir í
miklum mæli, í stað jarðefnaelds-
neytis sem inniheldur kolefni.
Vatnsorka er líklega sú orkulind
jarðarinnar, sem auðveldast er að
beisla og nýta án mengunar.
Vatnsorka er hins vegar takmörk-
uð og langt frá því að geta upp-
fyllt orkuþörf allra jarðarbúa. Því
er það að miklar rannsóknir fara
fram á því, hvernig hagkvæmast
sé að beisla sólarorku og nota hana
til að framleiða raforku og hreint
eldsneyti eins og vetni. Sólin er
nánast ótæmandi orkulind og gæti
upfyllt alla orkuþörf mannkynsins
um ókomna framtíð.
íslendingar hafa þarna nokkra
sérstöðu. Hún liggur í því að þeir
eiga miklar umhverfisvænar orku-
lindir, vatnsafl og jarðhita, sem enn
hafa aðeins verið virkjaðar að litlum
hluta og eru nægar til að uppfylla
orkuþörf þjóðarinnar um langa
framtíð.
Það virðist því fyllsta ástæða til
að við fylgjumst vel með því, sem
er að gerast í heiminum í þessum
efnum og eflum jafnframt rann-
sóknir á því, hvernig við gætum
tekið upp framleiðslu og notkun
eldsneytis, sem komið gæti í stað
innfluttrar olíu, þegar slíkt reynist
skynsamlegt. Það er talsvert flókið
fyrir þjóð að skipta um eldsneytis-
tegund. Það verður ekki gert nema
nægileg þekking sé fyrir hendi hjá
þjóðinni sjálfri.
Höfundur er prófessor í efna
og eðlisfræðum.
Sþ>t> og sfyf+3
Cerwi m garbarnsíh s/
Tölvan er óumdeilanlega stoð og stytta
þeirra sem ætla sér stóra hluti i
framtiðinni og því skiptír val á slikum
búnaði miklu máli.
l*a"ZÍé"lboðsv«*
M.IOO
raípítíJLjfc’ *•**. r M'ti" v ■
J' V a
99») • ■ • ■: ,
Wmi
íerwimgarf ílboD i
/
LASER Expression Pentium 133MHz« 16MB minni • 1.6 GB harður diskur • Geisladrif
• Hljóðkort • Hátalarar • 15" lággeisla litaskjár • Skjákort með 2MB skjáminni • Windows
95 stýrikerfi • HP DeskJet 400 bleksprautuprentari
139.900 kr. stgr.
Iffl LASER
computer
Heimilistæki hf
TÆKNI-OG TÖLVUDEILD
SÆTÚNI 8 • SÍMI 569 1500 • http://www.ht.is