Morgunblaðið - 27.03.1997, Side 28
28 D FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Þá niunii steinamir hrópa
JESUS
sagði:
„Komið til mín, allir
þér sem erfiði hafið
og þungar byrðar, og
ég mun veita yður
hvíld.“ (Matt. 11:28).
Hún var nýkomin
heim eftir erfíða að-
gerð, sem hún þurfti
að gangast undir á
Landspítalanum. Hún
hringdi til mín og
sagðist mega til að
segja mér eftirfar-
^.ndi.
„Það var svo gott
að vita af Nýja testa-
mentinu í náttborðinu
Sigurbjöm
Þorkelsson
stóru og góðu letri
sem nokkuð auðvelt
var að lesa. Mér leið
ekki alltof vel andlega.
Ég var kvíðin og
hrædd. Það var ein-
mitt í þeim aðstæðum
sem mér fannst Guð
vitja mín á sinn sér-
staka og óútskýran-
lega hátt __ í gegnum
orðið sitt. Ég las mikið
í Nýja testamentinu
og fékk aukinn and-
legan styrk við lestur-
inn. Það var einmitt
það sem ég þurfti á
að halda þegar kvíðinn
á spítalanum. í minni skúffu var var mikill og mér leið verst.
sérlega aðgengilegt eintak með Styrkurinn, baráttuþrekið og
Nýja testamentið
veitir hjálp og styrk,
segir Sigurbjörn
Þorkelsson, sem hér
rekur reynslusögu um
það efni.
jákvæðið jókst og bauðst ég m.a.
til þess að lesa upp úr Nýja testa-
mentinu fyrir konu, sem með mér
lá á stofunni, áður en hún fór í
aðgerð. Hún hafði einnig verið
mjög kvíðin og áhyggjufull fyrir
aðgerðina rétt eins og ég. Hún
þáði lesturinn með þökkum og
áttum við dýrmæta stund saman
þar sem við fundum fyrir nærveru
Guðs á sérstakan hátt. Ég minnist
orða í 2. Tímóteusarbréfi, sem sitja
eftir í huga mínum. „Ekki gaf Guð
oss anda hugleysis heldur anda
máttar og kærleiks og stillingar."
Þessi orð, reyndar ásamt ijölda
annarra, fylltu huga minn, gáfu
mér frið og styrk. Þessi orð hafa
hljómað með mér og fyllt huga
minn síðan.
Þarna var Guð að verki, það er
ekki efí um það í mínum huga.
Ég les oft í Biblíunni minni
heima, en þarna á spítalanum í
þessum aðstæðum, þar sem ég
dvaldi í sextán daga kom Nýja
testamentið í náttborðsskúffunni
sér afskaplega vel, var mér reynd-
ar ómissandi.
Mér fannst rétt að segja frá
þessu og þakka fyrir.“
Hvers vegna að vera
að rifja þetta upp?
„Þegar Jesús var að koma þar
að, sem farið er ofan af Olíufjall-
inu, hóf allur flokkur lærisveina
hans að lofa Guð fagnandi raustu
fyrir öll þau kraftaverk, er þeir
höfðu séð, og segja: Blessaður sé
sá sem kemur, konungurinn, í
nafni Drottins. Friður á himni og
dýrð í upphæðum.
Nokkrir farísear í mannfjöldan-
um sögðu við hann: Meistari, hasta
þú á lærisveina þína.
Jesús svaraði: Ég segi yður, ef
þeir þegja, munu steinarnir hrópa.“
(Lúkas. 19:37-40).
Höfundur er framkvæmdastjóri
Gídeonfélagsins á íslandi.
ISLENSKT MAL
Umsjónarraaður Gísli Jónsson
894. þáttur
BJARNI Jónsson, nefndur
Borgfirðingaskáld, var uppi um
1570-1640. Oft var hann
kenndur við höfuðbólið Húsa-
fell. Hann orti margt merkilegt.
Aldasöngur er um afturför hér
á landi, eftir siðaskipti; bað þó
fyrir yfírvöldunum, sem þá þótti
góður siður. í Aldasöng segir
meðal annars:
Er það ei aumt að sjá,
þá einn kristinn fellur frá,
hann jarðast eins og hræið
án söngs sem fuglar dæi?
Asnar pðs akri granda,
upp úr jörðu bein standa.
Bjami Borgfírðingaskáld hef-
ur fyrstur ort hér öfugmælavís-
ur, svo kunnugt sé, og hafa
orðið svo lífseigar, að margur
kann þær sumar enn:
Fiskurinn hefur fögur hljóð,
finnst hann oft á heiðum.
Æmar renna eina slóð
eftir sjónum breiðum.
Krumma sá í krambúð eg
kaupa vaming nýjan.
Út á borðið elskuleg
að honum rétti krían.
Nokkrar rímur eru varðveitt-
ar eftir Bjarna, þeirra á meðal
Flóresrímur. Þar bregður hann
fyrir sig nýjum hætti:
Að öðlast fróma ektakvinnu
er hin mesta heimsins kurt,
það hreyfir sóma, en hressir sinnu,
hryggðina flesta drífur burt.
Þetta er ferskeytluætt VIII,
langhenda, eins og ljóst má
vera af fjölgun atkvæða í frum-
línunum, sjá annars gagara-
ljóð. Feitletruðu rímorðin sýna
að þessi langhenda er víxlhend.
Og þegar svona er ort, heitir
öllu nafni skrúðhent.
Þó að Bjami yrki virðulega
um hjónabandið í vísunni áðan,
vandaði hann sjálfum sér (sköll-
óttum) og Margrétu konu sinni
ekki kveðskapinn umfram nauð-
syn:
Bjami skáldi, ber um haus,
bar sig að fastna Möngu;
elskað hefur sú arma taus
aulann þann fyrir löngu.
★
Konan verður einhvers vör.
Karlinn verður einhvers var.
Barnið verður einhvers vart.
Við verðum einhvers vör. Þær
verða einhvers varar. Þeir verða
einhvers varir. I Hávamálum
segir: Sjaldan verður víti vör-
um, það er: sjaidan verður
varkárum manni á nokkur víta-
verð skyssa.
Maður, sem ekki vill flíka
nafni sínu, er langmæddur á því
tali að hafa lýsingarorðið var
óbeygt og eins í öllum kynjum,
endalaust „var“.
Þetta er sannarlega leiði-
gjarnt. Umsjónarmaður hefur
nokkrum sinnum minnst á þetta
áður og þá jafnframt reynt að
skýra ástæðu vitleysunnar, en
lætur það nú ógert, því að hann
óttast að menn gætu haft það
sér til afsökunar. En hún er
engin. Lýsingarorðið var beyg-
ist eins og stór, og til viðbótar
verður stundum u-hljóðvarp (a
> ö). Hvernig skyldi fólki
þykja, ef sagt væri: Barnið er
*stór, konurnar eru *stór, karl-
arnir eru *stór og annað eftir
því?
★
„Það er að vísu oft æði hæp-
ið að fella snið og lífshorf
tveggja tíma í þröngt steypumót
stuttra skilgreininga: menn
mega í þeim efnum sanna, að
veruleikinn er stórfættari en
svo, að hann komist í haglega
gerða kínverska kvenskó form-
úlunnar." (Sverrir Kristjánsson:
Fannhvítur svanur.)
★
Hvað skyldi vera „meðvituð
ákvörðun“? Eitt kvöld heyrði ég
í útvarpinu nokkrum sinnum
haft eftir skoðanakannendum
Gallups, að svo og svo margir
bændur hefðu tekið þessa marg-
nefndu „meðvituðu ákvörðun“
um að hætta búskap. Ég er að
velta þessu fyrir mér. Var þetta
gert „með vitund“ annarra, ein-
hvers konar fjöldaákvörðun?
Var þetta gert „með viti“?
Höfðu þeir fulla meðvitund, þeg-
ar þeir gerðu þetta? Voru þeir
kannski alls gáðir og tóku þessa
ákvörðun vísvitandi hver fyrir
sig?
Vísvitandi, já. Um helgi, þeg-
ar málvöndun fer stundum í
smáfrí, voru haftyrðlar komnir
suður fyrir land, ekki í þús-
undatali, eins og beinast lá við
að segja, heldur í „þúsundavís“.
Það væri nær, þegar þeir syntu
til Danmerkur. Sannast sagna
er endingin vís (vísu) mjög of-
notuð um þessar mundir, og hið
gamla orðasamband á lands-
vísu stundum haft í hæpnum
samböndum. En fellum það tal
um sinn.
★
Svo er sagt að Jónas Jónsson
frá Hriflu hafi eitt sinn komið
að máli við sýslumann ágætan
og mælst til þess að hann gengi
í Framsóknarflokkinn. Sýslu-
maður tók því dauflega. „Ertu
þá í íhaldsflokknum?“ spurði
Jónas. „Nei,“ sagði sýslumaður,
„ég er utan flokka og ætla mér
að vera það.“ Jónas hugsaði sig
um andartak, en sagði svo af
þjóðkunnri orðheppni: „Þetta er
nú eins og að hafa tvo góða
stóla og setjast á gólfíð."
Mér dettur stundum í hug
þessi saga, þegar menn taka að
nota vafasamar orðmyndir og
eiga kannski kost á tveimur
öðram betri. Sögnin að lykja
(um) er veik: lykja-lukti-lukt.
Dalur er því umluktur fjöllum.
Sögnin að ljúka er sterk: Ijúka-
lauk-lukum-lokið. Dalur getur
því verið umlokinn fjöllum.
Hann getur hins vegar ekki ver-
ið með góðu móti „umlukinn“
fjöllum. Með þvílíku tali taka
menn hvorugan kostinn góðan,
en „setjast á gólfið“.
★
djöfullinn glottir við tönn
þegar heilagur andi
kann ekki að opna fallhlífina
(Jóhannes úr Kötlum, 1899-1972; úr
Oljóðum.)
★
Vilfríður vestan kvað (og hef-
ur líklegt stælt úr ensku):
í KAQ ekki bólaði á brestunum,
þeir buðu fram víf handa gestunum;
forstöðumanni
bar bamungur svanni,
en piltbömin geymd æðstu prestunum.
★
Auk þess er svo nýjasta
dæmi um kristmennsku (Spoon-
erism), frá Hildigunni Rúnars-
dóttur í Rvík: „Hún er ekki betri
sú lúsin sem mæðist.. .“ Og
útvarpið fær plús fyrir að tala
um afgang í viðskiptum við
útlönd fremur en „hagstæðan
greiðslujöfnuð".
Þá hafa menn í Ríkisútvarp-
inu komið sér saman um orðið
kjörvarp yfir það sem á ensku
er kallað pay-per-view, það
fyrirkomulag að hægt sé að
velja tiltekna þætti dagskrár til
að horfa á og greiða aðeins fyr-
ir þann hluta dagskrár sem val-
inn er. Sem sagt gott.
Gleðilega páska.
Glataðar
hringleiðir S VR
ÞEGAR breytingar
voru gerðar á leiða-
kerfi Strætisvagna
Reykjavíkur síðastlið-
ið haust vora tvær
leiðir lagðar niður.
Þetta voru leiðir 8 og
9, hægri og vinstri
hringleiðir. Þær
gegndu mikilvægu
hlutverki við að tengja
saman norður- og suð-
urhverfi borgarinnar
og þjónuðu íbúum og
öðrum farþegum er
þurftu að komast leið-
ar sinnar í Hlíða-
hverfi, Holtahverfi,
Túnum, Teigum,
Laugarneshverfi, Kleppsholti,
Langholtshverfi, Sundum, Vogum,
Heimum, Grensáshverfi, Skeif-
unni, Gerðum, Fossvogshverfi,
Kringluhverfi og Norðurmýri.
Leiðirnar þjónuðu t.d. þremur stór-
um framhaldsskólum, Menntaskól-
anum við Sund, Menntaskólanum
við Hamrahlíð og Verzlunarskóla
íslands. Óþarfi ætti að vera að
minna á hve þjónusta við fram-
haldsskólanema er mikilvæg enda
eru þeir oft nefndir „farþegar
framtíðarinnar".
Tillaga sjálfstæðismanna felld
Vantraust á
starfsmenn
Rétt er að það komi
fram hér að leiðakerf-
ishópur þessi, sem R-
listinn treystir ekki til
að fjalla um málið,
hefur hingað til ann-
ast vinnu vegna breyt-
inga á leiðakerfinu.
Skýtur hér skökku við
þar sem áhersla hefur
verið lögð á að hópur-
inn fjallaði um allar
tillögur um breytingar
á leiðakerfínu. Reynd-
ar fól stjórn SVR
hópnum sérstaklega
að taka við hugsanlegum ábend-
ingum og tillögum um það sem
betur mætti fara. í hópnum sitja
Stór hópur farþega varð
fyrir þjónustuskerðingu
vegna brotthvarfs
hægri og vinstri hring-
leiða (8-9), segir Kjart-
an Magnússon. R-list-
Kjartan
Magnússon
Komið hefur í ljós að stór hópur
farþega varð fýrir þjónustuskerð-
ingu vegna brotthvarfs leiðanna á
síðastliðnu hausti. Kvörtunum
vegna skerðingarinnar hefur rignt
inn til fyrirtækisins og berast enn.
í ljósi þessara kvartana lögðu full-
trúar sjálfstæðismanna í stjórn
SVR til að bætt yrði úr þessu með
því að hefja að nýju akstur á leið
eða leiðum milli suður- og norður-
hverfa borgarinnar. í tillögunni
fólst að leiðakerfishópur SVR ynni
að nánari útfærslu málsins og skil-
aði tillögum um úrbætur til stjórn-
ar.
Fulltrúar R-listans felldu þessa
tillögu. Við, fulltrúar sjálfstæðis-
manna, lögðum þá fram aðra til-
lögu þar sem lagt var til að um-
ræddum leiðakerfishópi yrði falið
að kanna hvort rétt væri að hefja
að nýju akstur á leið eða leiðum
milli suður- og norðurhverfa borg-
arinnar. Eins og heyra má fól fyrri
tillagan í sér að akstur yrði hafínn
að nýju en hin seinni einungis að
málið yrði skoðað af leiðakerfis-
hópnum og hann myndi meta á
faglegan hátt hvort þörf væri á
að veita umrædda þjónustu og
bæta farþegunum upp þjónustu-
skerðinguna. Seinni tillagan var
auðvitað málamiðlun sem R-listinn
hefði átt að geta sætt sig við. Því
fór hins vegar fjarri og var tillagan
felld eins og hin fyrri.
inn felldi tillögu sjálf-
stæðismanna um að far-
þegum yrði bætt þessi
þjónustuskerðing.
vagnstjórar og varðstjórar sem
hafa margra áratuga reynslu af
strætisvagnaakstri og/eða starfi
innan leiðakerfísins. Það hefði
a.m.k. verið eðlilegt að tillögunni
um hringleiðirnar hefði verið vísað
til leiðakerfishópsins þar sem lagt
hefði verið faglegt mat á hana.
Frávísun R-listans er því van-
traust á þá starfsmenn sem eru í
hópnum. Hinir fjölmörgu farþegar
sem urðu fyrir þjónustuskerðing-
unni áttu einnig lágmarksrétt á
því að lagt yrði mat á kvartanir
þeirra.
Er það sérstakt umhugsunar-
efni af hveiju fulltrúar R-listans
treysta leiðakerfishópnum ekki
lengur til að fjalla um breytingar
á leiðakerfínu. Vakna óneitanlega
spurningar um það hvort þeir vís-
uðu tillögunum frá af ótta við að
hópurinn kæmist að þeirri niður-
stöðu að rétt væri að hefja að
nýju akstur á umræddum leiðum.
Höfundur situr í stjórn SVR.