Morgunblaðið - 27.03.1997, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ
^32 D FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997
Verkfræðingur - deildarstjóm
Fyrirtækið er traust og rótgróið framleiðslufyrirtæki í nágrenni við Reykjavík.
Deildarstjóri mun annast daglegan rekstur tæknideildar, ýmis hagræðingarverkefni og endurskoðun
vinnuferla, umsjón viðhaldskerfa og vélaumboða auk þess að vera þátttakandi í vöruþróun og
ýmsum verkefnum við uppbyggingu og viðhald rekstrareiningarinnar.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu verkfræðimenntaðir, gæddir metnaði og góðu frumkvæði.
Áhersla er lögð á sjálfstæði, skipulögð vinnubrögð og forystuhæfileika. Reynsla af sviði reksturs
er kostur. Um er að ræða áhugavert starf hjá fyrirtæki sem er fjárhagslega stöndugt og leiðandi
á sínu sviði.
Umsóknarfrestur er til og með 9. aprfl n.k. Ráðning verður fljótlega.
Unnið verður með allar umsóknir í fyllsta trúnaði.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Hjörleifsdóttir. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi
á skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar frá kl.10-13.
STRA GALLUP
STARFSRAÐNINGAR
Mörkinni 3.108 Reykjavík Síini: 588 3031, brcfshni: 588 3044
1 i1 »i1 f Guðný Harðardóttir
Viðskiptafræðingur - fjármál
Fyrirtækið er velþekkt og traust fyrirtæki á sviði áhættufjárfestinga, staðsett í Reykjavík.
Starfið er aðallega við ýmis sérfræðistörf á sviði fjármála s.s. mat á verðmæti fyrirtækja og
vaxtamöguleika þeirra, greiningu ársreikninga, verðbréfaviðskipti auk annars.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu menntaðir á sviði viðskipta og með haldbæra reynslu
af sambærilegu. Áhersla er lögð á frumkvæði, fagmennsku og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl n.k. Ráðning verður fljótlega.
Fyrirspurnum svara Guðný Harðardóttir og Guðrún Hjörleifsdóttir. Umsóknareyðublöð
fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar frá kl.10-13.
' \
STRAI GALLUP
STARFSRAÐNINGAR
Mörkinni 3,108 Reykjavík Síini: 588 3031, bréfsími: 588 3044
Guðný Harðardóttir
fFræðslumiðstöð
Reykjavíkur
Námsráðgjafar
Lausar eru stöður námsráðgjafa við eftirtalda
grunnskóla í Reykjavík. Um er að raéða 1/2 stöðu
við hvern skóla.
Austurbæjarskóli með 500 nemendur í 1.-10.
bekk. Sími 561 2680.
Álftamýrarskóli með 370 nemendur í 1.-10.
bekk. Sími 568 6588.
Breiðholtsskóli með 550 nemendur í 1.-10.
bekk. Sími 557 3000.
Hamraskóli með 380 nemendur í 1.-10. bekk.
Sími 567 6300.
Hlíðaskóli með 540 nemendur í 1.-10. bekk.
Sími 552 5080.
Húsaskóli með490 nemendur í 1.-10. bekk.
Sími 567 6100.
Hvassaleitisskóli með 360 nemendur í 1 .-10.
bekk. Sími 568 5666.
Langholtsskóli með 550 nemendur í 1.-10.
bekk. Sími 553 3188.
Laugalækjarskóli með 165 nemendur í 8.-10.
bekk. Sími 558 7500.
Rimaskóli með 730 nemendurí 1.-10. bekk.
Sími 567 6464.
Vogaskóli með 310 nemendur í 1.-10. bekk.
Sími 553 2600.
Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið viðbótar-
námi í námsráðgjöf og hafi reynslu af kennslu.
Helstu verkefni námsráðgjafa eru eftirfarandi:
• Að veita nemendum ráðgjöf og fræðslu um
nám og störf.
• Að veita nemendum ráðgjöf í einkamálum,
þannig að þeir eigi auðveldara með að ná
settum markmiðum í námi sínu.
• Að taka þátt í að skipulegga náms- og starfs-
fræðslu í skólunum.
• Að sinna fyrirbyggjandi starfi, t.d. vörnum
gegn vímuefnum, einelti og ofbeldi, í sam-
starfi við aðra.
Launakjör skv. kjarasamningi KÍ og HKÍ við fjár-
málaráðherra.
Upplýsingar gefa skólastjórar og aðstoðar-
skólastjórar skólanna og Ingunn Gísladóttir,
deildarstjóri starfsmannadeildarFræðslumið-
stöðvar Reykjavíkur, í síma 535 5000.
Umsóknarfrestur er til 21. apríl 1997.
Umsóknir beristtil starfsmannadeildar
Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, Fríkirkju-
vegi 1, 101 Reykjavík.
• Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000
• Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is
Heilsugæslustöðin
. Hólmavík
Laus er staða hjúkrunarforstjóra við heilsu-
gæslustöðina á Hólmavíkfrá og með 1. júlí
1997.
Upplýsingar veitir Sigurósk, hjúkrunarforstjóri,
í síma 451 3188, heimasíma 451 3435, og Jó-
hann Björn, framkvæmdastjóri, í síma
451 3395.
Umsóknir, með upplýsingum um fyrri störf
og menntun, sendisttil Jóhanns Björns Arn-
grímssonar, framkvæmdastjóra, Borgar-
braut 8, 510 Hólmavík.
-v Umsóknarfrestur ertil 15. apríl.
Heilsugæslan á Hólmavík er H1 stöð, með heilsugæsluseljum á
Drangsnesi og I Norðurfirði. Stöðin þjónar Strandasýslu (nema Bæjar-
hreppi) og innsta hluta Djúps. Fólksfjöldi er um 900 manns. Á stöðinni
er góður starfsandi, þar starfa læknir, hjúkrunarforstjóri í 75% starfi
auk meinatæknis og tveggja sjúkraliða í hlutastarfi. Við leitum að
sjálfstæðum hjúkrunarfræðingi til að taka við fjölbreyttu starfi. Ef
þú hefur einnig gaman af útivist, kannt að meta gönguskíði og vél-
sleðaferðir á vetrum og að komast í aðalbláber við bæjardyrnar á
haustin, ættirðu að hafa samband.
Starfsmaður óskast
Landgræðsla ríkisins óskar eftir að ráða
starfsmann við Héraðsmiðstöðina á Húsavík
frá og með 15.maí til 15. sept. nk.
Starfshlutfall 100%.
Fjölbreytt verkefni, m.a. vinna með sjálfboða-
liðahópum og bændum að ýmsum land-
græðsluverkefnum.
Þekking á landbúnaði og náttúrufræðum æski-
leg. Einnig reynsla af verkstjórn og dráttarvéla-
vinnu. Æskilegt er að viðkomandi sé búsettur
í héraðinu.
Launakjör skv. samningi SFR við fjármálaráðu-
neytið.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknirtil Land-
græðslu ríkisins á Húsavíkfyrir 15. apríl nk.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Lára Pálma-
dóttir.
Öllum umsóknum verður svarað.
Landgræðsla ríkisins,
pósthólf 94640, Húsavík, s. 464 1924.
Grunnskólinn í Sandgerði
Kennara vantar
vid skólann veturinn 1997 til 1998.
Meðal kennslugreina: Alm. kennsla yngri
barna, raungreinar, mynd- og handmennt,
enska, danska, tónmennt. Leitum að áhuga-
sömum kennurum sem eru tilbúnir að taka
þátt í uppbyggingarstarfi við skólann. Fyrir-
hugað er að taka upp gæðastjórnun við skól-
ann og einnig erframundan mikil vinna við
endurskipulag og gerð skólanámskrár.
Þá leitum við einnig sérstaklega að áhugasöm-
um raungreinakennara er gæti tengt skólann
enn frekar Fræðasetrinu í Sandgerði sem er
öflugt upplýsingasafn í líffræði og umhverfis-
mennt.
Nánari upplýsingar veitir Guðjón Þ. Kristjáns-
son skólastjóri í símum 423 7439 og 423 7436.
Skóla- og fræðslunefnd
Sandgerðis.