Morgunblaðið - 27.03.1997, Síða 34

Morgunblaðið - 27.03.1997, Síða 34
34 D FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VESTMANNAEYJABÆR 'Lausar kennarastöður Næsta haust verða lausar nokkrar kennara- stöður við grunnskólann í Vestmannaeyjum. Bæði er um að ræða stöður við almenna kennslu eldri og yngri barna sem og stöður kennara í sérgreinum (t.d. í tölvu- og raun- greinum, erlendum málum, tónmennt og smíðum). Laun samkvæmt kjarasamningum HÍKog KÍ. Umsóknarfrestur ertil 25. apríl 1997. Nánari upplýsingar veita skólastjórar grunn- ^ skólanna, Hjálmfríður Sveinsdóttir (Barna- skólinn í Vestmannaeyjum) í síma 481 1944 og Halldóra Magnúsdóttir (Hamarsskólinn) í síma 481 2644. Staða kennsluráðgjafa Staða kennsluráðgjafa við skólaskrifstofuna í Vestmannaeyjum er laus til umsóknar. Umsækjandi þarf að hafa kennsluréttind og starfsreynslu í grunnskóla ásamt framhalds- menntun á sviði uppeldis- eða kennslufræði. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða skipu- lagshæfileika, eigi auðvelt með mannleg sam- skipti og geti unnið sjálfstætt. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir skólamálafulltrúi í síma 481 1092. í Vestmannaeyjum búa í dag um 4800 manns og þar af eru liðlega 800 nemendur á grunnskólaaldri. Grunnskólarnir eru tveir, hvor um sig tveggja hliðstæðna skólar með um 400 nemendur í 1 .-10. bekk. í báðum skólunum eru í gangi vissar tilraunir á sviði skipulags, sam- skipta eða kennsluhátta og ríkir talsverður metnaður meðal stjórnendí og starfsliðs um að búa sem best að námi og námsaðstöðu nemend- anna. Bæjarstjórn hefur nú þegar lagt fram áætlun um einsetningu beggja skólanna fyrir árið 2003. Við flutning grunnskólans frá ríkinu til sveitarfélaganna var komið á fót sérstakri skólaskrifstofu fyrir ? Vestmannaeyjar. Unnið er að því að móta starfsemi skrifstofunnar í samvinnu við skólastofnanirnar í bænum og má því segja sem svo að hér sé á ferðinni kærkomið tækifæri fyrir kennara og aðra kennslu- fræðinga að slá til, sækja til Eyja og taka þátt í spennandi uppbyggingt skólamálanna i bænum. Ef óskað er nánari upplýsinga þá hafið sam- band við Sigurð Símonarson í síma 481 1092. Skóiamálafulltrúi. *> ( Hópvinnukerfi-LotusNote)s Hugbúnaðardeild Nýherja sérhæfir sig í Lotus Notes lausnum á sviði hópvinnukerfa. Verkefnin eru vaxandi og viljum við bæta við fólki með þekk-ingu og reynslu af hópvinnukerfum. (boði eru góð kjör, áhugaverð verkefni, góð starfsaðstaða og mikil tækifæri til að efla og viðhalda þekkingu á sviði upplýsingatækni. ( Sölustjóri ) Hefur umsjón með sölu Lotus Notes lausna Nýherja. Sér um samskipti við Lotus erlendis, kynningar fyrir viöskiptavini og fleira. Starfið er unnið I nánu samstarfi við verkefnastjóra hugbúnaðardeildar. ( Sölumaðu) Annast sölu Lotus Notes hugbúnaðar og lausna Nýherja á sviði hópvinnukerfa. Starfið er unnið í nánu samstarfi við starfsmenn hugbúnaðardeildarNýherjaog krefsttækniþekkingarog lipurðar í samskiptum. ( Kerfisfrœðingur) Starfið felst í hönnun og forritun Lotus Notes lausna. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á hópvinnukerfum, forritun, inter/intranet lausnum og eigi auðvelt með að starfa sjálfstætt og fhópi. Umsóknarfrestur er til 28. mars. (Jmsóknir er hægt að setja inn á heimasíðu Nýherja http://www.nyherji.is eða senda ( umslagi merktu 'Notes'. Nánari upplýsingar veitir Bjami Hauksson, s: 569 7700 NYHERJI Skaftahlíð 24 - 569 7700 *■ Lyst ehf. óskar eftir að ráða 8 starfsmenn í liðstjórastörf Við leitum að duglegu fólki, sem hefur áhuga á veitinga- og viðskiptarekstri. Eingöngu koma til greina þeir, sem vilja leggja þetta fyrir sig sem framtíðarstarf. Lyst ehf. býður upp á starfsþjálfun, skemmti- legt og líflegt vinnuumhverfi og mikla mögu- leika að vinna sig upp hjá ungu fyrirtæki sem á framtíðina fyrir sér. Lyst ehf. rekstraraðili McDonald's á íslandi er íslensktfjölskyldufyrirtæki, sem er í örum vexti. Við rekum tvær McDonald's veitinga- stofur í Reykjavík. í fyrra heimsóttu okkur rúm- lega ein milljón manns. Nú starfa yfir 80 manns hjá fyrirtækinu í rúmlega 50 stöðugild- um. Fyrirtækið starfar samkvæmt ströngum kröfum McDonald's International um gæði, hreinlæti og þjónustu. Mikil áhersla er lögð á þjálfun starfsfólks og fer hún fram á veitinga- stöðunum, námskeiðum og með skólasetu. McDonald's liðstjóri hefur umsjón með svæð- um og/eða vöktum og þarf, eins og allir yfir- menn á McDonald's, að kunna skil á öllum störfum á veitingastaðnum, þar með talin pappírs- og skýrsluvinna. Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirtalin skil- yrði: 1. Vera fæddir 1975 eða fyrr. 2. Vera nákvæmir, töluglöggir, stundvísir og áreiðanlegir. 3. Vera heilir heilsu og geta unnið erfiðis- vinnu. 4. Vera kurteisir og þjónustuliprir. 5. Eiga gott með að vinna sem hluti af heild. 6. Geta stjórnað fólki og fengið það til að vinna með sér. Umsóknir, ásamt mynd, sendisttil skrifstofu Lystar ehf., Austurstræti 20,101 Reykjavík. Umsóknarfrestur ertil 5. apríl nk. Öllum um- sóknum verður svarað. RAFMAGNSVERKFRÆÐI RAFMAGNSTÆKNIFRÆDI Leiðandi fyrirtœki á rafmagnssviði óskar eftir að ráða rafmagnsverk- eða rafmagns- tœknifrœðing. Starfssviö • Ýmis konar hönnunarvinna. • Vinna við útboðsgerð og verklagslýsingar. • Tœknilegar úttektir o.fl. Hœfniskröfur • Rafmagnsverkfrœðingur / rafmagns- tœknifrœðingur. • Haldgóð tölvukunnátta og reynsla af forritun. • Frumkvœði í starfi og samskiptahœfileikar. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Jón Birgir Guðmundsson hjá Ráðgarði í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir tíl Ráðgarðs merktar:” Rafmagnsverkfrœði- rafmagnstœknifrœði” fyrir 10. apríl n.k. RÁÐGARÐUR hf S0Í*mNAROGREKSIRARRÁE)GfðF Furugerii S 108 Roykjavik Simi 933 1800 F»: 033 1808 Natfang: rgmidlunOtroknnt.l* Heimasifia: http://www.treknet.ls/radoardur pn PT7 yi o bi nl \U Sölukonur/menn Við hjá Netverki leitum eftir öflugum einstakl- ingum sem geta tekið virkan þátt í sölu- og markaðsmálum innanlands og erlendis. Við leitum eftir kröftugum aðilum með góða reynslu af sölu- og markaðsmálum á bæði hugbúnaði og heildarlausnumtil fyrirtækja. Kröfur eru gerðar um haldbæra þekkingu á hugbúnaðarmálum og sæmilega tungumála- kunnáttu. Einungis koma til greina einstakling- ar, sem eru tilbúnir til að leggja sig alla fram til að ná árangri. Þjónustufulltrúar Vegna mikillar aukningar í verkefnum innan- lands sem og erlendis óskum við eftir að ráða þjónustufulltrúa til að sinna þjónustu við við- skiptavini okkar. Einungis koma til greina ein- staklingar með haldbæra menntun og /eða reynslu, góða framkomu og samstarfshæfi- leika. Hugbúnaðar- sérfræðingar Einnig leitum við eftirfærum hugbúnaðarsér- fræðingumtil hönnunarog þarfagreiningar auk forritunar fyrir sérverkefni hjá viðskiptavin- um okkar heima sem erlendis. Einungis koma til greina einstaklingar með haldbæra menntun og/eða reynslu. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Netverki í síma 561 6161. Umsóknirsendisttil Netverks, Þverholti 14,105 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 7. apríl nk. Netverk hefur sérhæft sig í heildarlausnum á sviði fjarskiptahug- búnaðar fyrir fyrirtæki og stofnanir út um allan heim, auk EDI, X.400, Internet og Inmarsat lausna. Framkvæmda- stjóri ngafélag ismanna Byggingafélag námsmanna er sjálfs- eignarstofnun, starfrækt af sérskólanemum á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangur féiagsins er að annast kaup eða byggingu á leiguhúsnæði fyrir félagsmenn, bera ábyrgð á rekstri fyrirtækja í þágu sérskóianema og beita sér fyrir eflingu þeirra. Byggingafélag námsmanna (BN) óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Verksvið: 1. Daglegur reksturfélagsins, s.s. inn- heimta leigu og umsjón nemendagarða Rekstur nemendagarðsins Höfða. 2. Fjármálastjórn og rekstur félagsins. 3.Samskipti við aðildafélög og skóla- aðildarfélaga, stjórnvöld og stofnanir. 4.Umsjón með uppbyggingu og stefnu- mótun í samvinnu við stjórn félagsins ö.Eftirlit með byggingaframkvæmdum. Við leitum að að manni með tækni- fræðimenntun eða aðra sambærilega menntun. Mikilvægt er að viðkomandi sé sjálfstæður og eigi auðvelt með mannleg samskipti. Æskilegt er að við- komandi geti hafið störf eigi síðar en 1. júní n.k. Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Framkvæmdastjóri 144" fyrir 5.apríl n.k. Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavík Sími: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang: hagvang@tir.skyrr.is Veffang: http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RADNINGARMðNUSIA Rétt þekking á réttum tíma -fyrir rétt fyrirtæki Járniðnaðarmenn Vantar nokkra vana járniðnaðarmenn strax. Upplýsingar í síma 552 4400, Bjarni Thoroddsen. Stálsmiðjan hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.