Morgunblaðið - 13.04.1997, Side 1

Morgunblaðið - 13.04.1997, Side 1
96 SÍÐUR B/C/D 83. TBL. 85. ÁRG. Loftsteinn eyðileggur bíl París. Reuter. LOFTSTEINN féll á fólksbíl í bænum Chambery við rætur frönsku alpanna á föstudag. Bíllinn brann til kaldra kola. Á útvarpsstöðinni France-Inter sögðu slökkviliðsmenn frá því, að þeir hefðu fundið torkennilega, bráðna klessu á þaki bílsins, sem rauk úr. Vís- indamenn frá háskólanum á staðnum gátu staðfest, að um 1,5 kg þungan loftstein var að ræða, úr basalthrauni. „Þetta leit út eins og sót. Það sem var undarlegt var að við sáum eitthvað sem líktist ís, smáum svörtum ísmolum, sem voru að bráðna,“ sagði einn liðsmaður slökkviliðsins. Sjálfsmorð vegna matarótta DENISE Teasdale, 33 ára gömul lista- kona, framdi i vikunni sjálfsmorð vegna þess að hún óttaðist of mikið að borða mat, sem hún taldi valda sér vanlíðan. Matthew Teasdale, faðir kon- unnar, sagði brezka dagblaðinu Daily Telegraph að dóttir sín hefði um tví- tugt hætt að borða hveiti- og mjólkur- vörur, þar sem hún sagði að sér liði illa af því. „Smátt og smátt borðaði Denise minna og minna, unz hún óttað- ist flesta fæðu,“ sagði faðirinn. „Við gerðum okkur grein fyrir að hér var um sjúklegan fæðuótta að ræða og leit- uðum hjálpar.“ Denise Teasdale hengdi sig þremur dögum áður en til stóð að leggja hana inn á sérhæft sjúkrahús, þar sem átti að freista þess að lækna hana. Hún óttaðist of mikið að verða í meðferðinni neydd til að borða fæðu sem hún taldi hættulega. Kona ársins karlmaður Colombo. Reuter. SRI-LANKA-BÚI nokkur, sem meðal annars hafði verið verðlaunaður sem bezti kvenkyns atvinnurekandi ársins 1995, var handtekinn í vikunni - fyrir að vera karlmaður. Maðurinn, Sattamb- ige Sriyaratne að nafni, hafði í þrjú ár þótzt vera kona, og fengið sem slík bankalán að upphæð 33 milljónir rúpia (um 35 milljónir króna) og rekið með góðum árangri fyrirtæki sem flutti út rækjur. Háttsettur ráðherra í ríkis- stjórn eyjarinnar sæmdi klæðskipting- inn heiðursmerki eftir að hann var út- nefndur kona ársins í atvinnurekstri á árinu 1995. Maðurinn var jafnframt löglega giftur 29 ára gömlum karl- manni. Að sögn lögreglu mun maðurinn verða ákærður fyrir að villa á sér heim- ildir, þiggja lánsfé á fölskum forsend- um og fyrir að lifa í sambúð við annan karlmann. SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ELDTUNGUR teygja sig upp úr þaki dómkirkjunnar í Torino. Reuter „Líkklæði Krists“ bjargað úr eldsvoða Torino. Reuter. ELDSVOÐI í dómkirkju Torino-borgar á Norður-Ítalíu stefndi aðfaranótt laugardags í að eyðileggja mikil menningarverðmæti. Eldurinn kom upp aftarlega í kirkjunni, í svokallaðri Guarini-kapellu. Eldtungur stóðu upp úr þaki dómkirkjunnar, sem byggð var á fimmtándu öld, og barst eldurinn í Palazzo Madonna, þrettándu-aldar-höll fyrrum kon- unga Piemont-héraðs, sem næst er kirkjunni. Skömmu fyrir eldsvoðann hafði Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, setið hátíðar- kvöldverð í höllinni ásamt fjölda annarra tign- argesta. Kapellan, sem eldurinn kom upp í, er geymslustaður „Torino-líkklæðisins" svo- kallaða, sem í augum margra rómversk- LEKA I, útlægum konungi Albaníu, var fagnað af fleiri en 1.000 landsmönnum sín- um er hann sté á land heimalandsins úr einkaþotu sinni eftir 58 ára útlegð. Hann var aðeins nokkurra daga gamall þegar fað- ir hans, Zog konungur, flúði land með hinum nýfædda prinsi og öðrum meðlimum kon- ungsfjölskyldunnar árið 1939. kaþólskra er mikill helgidómur, þar sem þeir trúa því að klæðið sé líkklæði Krists. Á því má greina útlínur mannsmyndar, sem hinir trúuðu telja að sé af Kristi eftir að hann var tekinn af krossinum. Klæðið var geymt á bak við skothelt gler, sem slökkviliðsmenn brutu með sleggju, og björguðu úr eldsvoðan- um. Rannsókn stendur yfir Rannsókn á eldsupptökum stóð yfir í gær, en verið var að vinna að endurbótum á kapell- unni þegar eldurinn kom upp. Hún eyðilagð- ist gersamlega, og miklar skemmdir urðu á gólfi konungshallarinnar fornu, en slökkviliði borgarinnar tókst að forða frekara tjóni. „Við munum vinna saman að því að bjarga og endurbyggja Albaníu," sagði hinn kon- ungborni gestur er hann ávarpaði hóp alban- skra konungssinna á hóteli í miðborg Alba- níu, þar sem hann dvelur á meðan á þessari tímamótaheimsókn hans stendur í hinu þjáða landi á Balkanskaga. Sprengjur ætlaðar páfa fjarlægðar LÖGREGLA í Bosníu fjarlægði í gær jarð- sprengjur, sem ætlaðar eru til að tortíma skriðdrekum, undan brú í Sarajevo, einungis fáeinum klukkustundum áður en þess var vænzt, að Jóhannes Páll páfi II æki þar um í fyrstu heim- sókn sinni til borgarinnar. Fleiri en 20 jarðsprengj- ur fundust undir brúnni, sem aðalbreiðgata bosn- ísku höfuðborgarinnar, Mesa Selimovic, liggur um. Samkvæmt frásögn heimildamanns Reuters- fréttastofunnar hjá bosn- ísku lögreglunni mun sprengjunum hafa verið komið fyrir aðfara- nótt gærdagsins. í aðdraganda heimsóknar páfa til Sarajevo á síðastliðnum tveimur mánuðum hafa róm- versk-kaþólskar kirkjur og bænahús múslima í borginni orðið fyrir sprengjutilræðum. Þess- ir atburðir hafa vakið ugg um öryggi páfa á meðan á tveggja daga langri heimsókn hans stendur. Bosníska lögreglan og friðargæzlu- liðið í borginni hafa gripið til víðtækra örygg- isráðstafana af þessu tilefni. Þúsundir vopn- aðra lögreglumanna munu vakta þá leið, sem páfinn ekur um í heimsókninni. Konungi Albaníu fagnað Jóhannes Páll II páfi. FARMENN ÍVÖRN 10 Fullbúinn rafbíll tíl reynslu á Jersey 20 nmEiHmm siwmiím ALCATRAZ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.