Morgunblaðið - 13.04.1997, Side 2
2 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Engin
ákvörðun
um sjópróf
TEKIN var lögregluskýrsla af
skipstjóranum á Hauki SF 208
I gærmorgun en Haukur fórst
á föstudagskvöld suður af
Hornafirði. Þriggja manna
áhöfn bátsins sakaði ekki.
Ákvörðun um sjópróf hafði
ekki verið tekin laust eftir há-
degi í gær. Hafborg bjargaði
áhöfn Hauks úr gúmmíbjörgun-
arbáti og kom með hana tU
Hafnar um tíuleytið á föstu-
dagskvöldið.
A myndinni eru skipveijar á
Hauki að koma í land. Frá
vinstri eru Yngvi Harðarson
vélstjóri með dóttur sína, Krist-
ján Haraldsson skipstjóri og
Baldvin Þór Helgason háseti.
Morgunblaðið/Stefán Ólafsson
Samningamál kennara
Nýtt vinnu-
tímakerfi
skoðað
Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Kvennalista
Ástæðulaust að skikka
alla í sameignarsjóði
„ÉG SÉ í fljótu bragði ekki ástæðu
til að skikka alla í sameignarsjóði
en lífeyrissjóðimir eru orðnir mik-
ið peningaveldi og greinilegt að
togstreita og keppni er í kringum
þá,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir
þingkona Kvennalistans aðspurð
um lífeyrissjóðafrumvarpið sem
nú liggur fýrir Alþingi. Svavar
Gestsson þingmaður Alþýðu-
bandalagsins sagði nauðsynlegt
að hafa í heiðri þá félagslegu
hugsun sem lífeyrissjóðimir
byggðust á.
„Mér finnst aðalatriðið að allir
séu tryggðir og að tryggja rétt
þeirra sem eiga í lífeyrissjóðum,"
segir Kristín Ástgeirsdóttir enn-
fremur. „Mér finnst athugandi að
fólk hafi val um hvar greitt er og
hvort ekki má auka frelsið. Hins
vegar verður að ríkja sátt um
málið því lífeyrissjóðir eru eign
landsmanna. Miðað við stefnu
ríkisstjómarinnar finnst mér mál-
ið sérkennilegt og sýnir hverjir
það eru sem valdið hafa í þessum
málum, það eru ASÍ og VSÍ,“
sagði Kristín og sagði furðulegt
ef keyra ætti svo umfangsmikið
mál í gegn á þeim fáu vikum sem
eftir væm af starfstíma Alþingis.
Þeir sterku taki þátt
í heildarsparnaði
Svavar Gestsson formaður
þingflokks Alþýðubandalagsins
og minnti á að lífeyrissjóðirnir
hefðu orðið til með samningum
stéttarfélaga 1970. „Aðalatriðið
er að ríkið sé ekki að kássast upp
á það sem aðrir eiga. Verkalýðs-
hreyfíng og atvinnurekendur hafa
náð samkomulagi um tiitekið fyr-
irkomulag í þessum efnum og það
er sjálfsagt að fara yfír það með
jákvæðum hætti. Við verðum að
gera okkur grein fyrir að lífeyris-
sjóðakerfið byggir á heildarsam-
stöðu, að þeir sem sterkastir eru
ávaxti sitt líka í þessu sameigin-
lega kerfí. Það þarf að hafa þessa
félagslegu heildarhugsun í heiðri.
Ég vil að þeir sem eru vel efnum
búnir og sterkir taki þátt í heildar-
spamaði samfélagsins í þágu allra
annarra," sagði Svavar.
VERIÐ er að kanna möguleika á
að taka upp nýtt kerfí til að reikna
út vinnutíma kennara og hafa
samninganefndir kennara og ríkis-
ins fjallað um málið á fundum síð-
ustu daga.
Að sögn Elnu Katrínar Jónsdótt-
ur formanns Hins íslenska kennara-
félags höfðu ný lög um framhalds-
skóla í för með sér ýmsar breyting-
ar á kennslu, svo sem fjölgun
kennsludaga, og breytingu á prófa-
tíma og kennarar vildu augljóslega
fá nokkuð fyrir sinn snúð. Hún
sagði að verið væri að skoða hvort
hægt væri að taka upp öðruvísi
kerfí við að reikna út vinnutímann
og þar væru fyrirmyndir frá ná-
grannalöndunum, m.a. Danmörku.
Þar fyrir utan væru framhalds-
skólakennarar að reyna að ná samn-
ingum um kaup og kjör, og staðan
þar væri flókin. Elna sagði að HÍK
vildi ekki semja til lengri tíma en
tveggja ára. Þá sagði hún kennara
ekki vera hrifna af hugmyndum um
nýtt launakerfí, sem samninganefnd
ríkisins hefði verið að ýta að félögum
háskólamanna, og teldi það ekki
falla að hagsmunum kennara.
Bæði HIK og Kennarafélag Ís-
lands hafa boðað trúnaðarmenn í
framhaldsskólum til fundar á mánu-
dag og þar verður staðan í samn-
ingamálunum kynnt.
Svala Thorlacius lögmaður
V arðskipsmenn
eru lögreg'lumenn
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
SKRIFAÐ var undir kjarasamninga starfsmanna sveitarfélaga
á Hótel Örk í Hveragerði á föstudagskvöld.
Atkvæðagreiðslum um samninga að ljúka
Atkvæði verða
Ók á staur
BÍL var stolið í Borgamesi um kl.
2 aðfaranótt laugardags og ekið á
mikilli ferð út úr bænum.
Ökuferðin endaði á ljósastaur en
ökumaðurinn slapp með minnihátt-
ar meiðsli. Hann er grunaður um
ölvun. Bíllinn, sem er af Mercedes-
Benz gerð, er nánast ónýtur.
talin á þriðjudag
SVALA Thorlacius hæstaréttarlög-
maður segir engan vafa leika á því
að ekkja bátsmannsins á varðskip-
inu Ægi sem fórst við björgunar-
störf vegna Víkartinds 5. mars sl.
eigi rétt á dánarbótum sambærileg-
um við það sem t.d. ekkja lögreglu-
manns, kafara eða flugmanns hjá
Landhelgisgæslunni hefði fengið
við svipaðar aðstæður.
Fram hefur komið að ekkjan
hefur fengið greiddar dánarbætur
samkvæmt sjómannasamningum en
þær nema aðeins 644.000 kr., auk
þess sem tvö ung böm þeirra fá
hvort um sig sömu fjárhæð. Svala
bendir á að í fjórðu grein laga um
lögreglumenn nr. 56 frá 1972
standi skýrum stöfum að skipverjar
á varðskipum teljist til lögreglu-
manna ríkisins. „Á öðrum stað í
lögunum stendur að ríkissjóður
skuli bæta lögreglumönnum meiðsli
og tjón sem þeir verða fyrir vegna
starfs síns og af því má draga þá
ályktun að ríkið greiði dánarbætur
vegna lögreglumanns sem hefur
látist í starfí," segir Svala.
Hún bendir einnig á að jafnvel
þó að miklir gallar séu á réttarstöðu
fólks í óvígðri sambúð, sé samt sem
áður gert ráð fyrir því í nýju skaða-
bótalögunum að sambúðarmaki fái
dánarbætur og því liggi það í aug-
um uppi að ekkja bátsmannsins eigi
rétt á fullum dánarbótum jafnvel
þó að þau hafí verið í óvígðri sam-
búð.
ATKVÆÐAGREIÐSLU um
kjarasamninga landssambanda
innan ASÍ á að vera lokið á mánu-
dag og verða atkvæði talin á
þriðjudag.
Þegar Verkamannasambandið,
Dagsbrún/Framsókn, Samiðn og
Landssamband verzlunarmanna
undirrituðu kjarasamninga 24.
mars sl. var boðuðum og yfír-
standandi verkföllum frestað til
23. apríl en koma þá til fram-
kvæmda ef samningarnir verða
felldir.
Að sögn Þóris Einarssonar
ríkissáttasemjara fækkar nú óðum
málum hjá embættinu sem tengj-
ast beint eða óbeint samningum á
almenna vinnumarkaðnum. Enn
er þó ósamið við nokkra aðila, þar
á meðal Alþýðusamband Vest-
fjarða, starfsmenn Kísilgúrverk-
smiðjunnar við Mývatn, flugmenn
og flugfreyjur. Þá er ósamið við
aðildarfélög BSRB og sjómanna-
félögin en kjaradeilum þessara
aðila hefur verið vísað til sátta-
semjara.
►íslenskum kaupskipum og far-
mönnum hefur fækkað ört síðustu
árin vegna tækniþróunar og sam-
keppni frá sjómönnum fátækra
þjóða á heimsmarkaði. /10
Viðgerðarmaðurinn
wann kalda stríðið
►í kalda stríðinu komu Banda-
ríkjamenn fyrir myndavélum í ljós-
ritunarvélum um allan heim til að
komast að mikilvægum trúnaðar-
málum. /12
Fullbúinn rafbíll til
reynslu á Jersey
►Loftmengun er víða mikið
vandamál af völdum brunahreyfla
í bflum. Ýmsar lausnir eru reyndar
og Morgunblaðið kynnti sérToyota
RAV EV rafbfla sem verið er að
taka í notkun á Ermasundseynni
Jersey. /20
Mannlegi þátturinn
sterkari í Kína
►í Viðskiptum/Atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við Rúnar Má
Sverrisson, svæðisstjóra Silfurtúns
íAsíu. /24
B
► 1-32
Alcatraz, fangelsið
við flóann
►Fangelsið á Alcatraz eyju er eitt
hið frægasta í heimi. Því var kom-
ið á laggimar þegar glæpagengin
réðu lögum og lofum í Bandaríkj-
unum og þar sátu harðsvíruðustu
glæpamennimir. /1&16-17
Fegurðarsamkeppni
Reykjavíkur 1997
►Á næstunni munu 14 stúlkur
keppa um vegleg verðlaun í keppn-
innu um fegurstu stúlku höfðu-
borgarinnar. /2
Hefði viljað
læra meiri söng
►Edda Heiðrún Backman leik-
kona er með mörg jám í eldinum
og mun nú leika aðalkvenhlutverk-
ið í Fiðlaranum á þakinu Þjóðleik-
húsinu. /30
FERÐALÖG
► 1-4
Húsavík
►Allt milli himins og jarðar allan
ársins hring. /2
Andalúsía á alnetinu
►Sagt frá óvenjulegum ferða-
tilboðum í Andalúsíu, sem kynnt
em á alnetinu. /4
ÍP BÍLAR______________
► 1-4
Reynsluakstur
►Adam Opel kynnir Corsa ’97 á
Kanaríeyjum. /2
Fyrsta óháða
árekstraprófunin
►Aldrei fyrr hafa evrópskir bíl-
kaupendur haft aðgang að óháðri
könnun á því hvemig bflar þola
árekstur. /4
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak
íþróttir 14
Leiðari 28
Helgispjall 28
Reykjavíkurbréf 28
Skoðun 30&32
Minningar 34
Myndasögur 40
Bréf til blaðsins 40
ídag 42
Brids 42
Sljömuspá 42
Skák 42
Fðlk í fréttum 44
Bíó/dans 46
Útvarp/sjónvarp 50
Dagbók/veður 55
Maturogvin 4b
Dægurtónl. 14b
Mannlífsstr. I8b
MaturogVín 20b
INNLENDAR FRÉTTIR-
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR-
1&6
5