Morgunblaðið - 13.04.1997, Page 4
1
ERLENT
4 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 _________________________MORGUNBLAÐiÐ
FRÉTTIR
Karl Arason skipstjóri á Dísarfellinu
Skil ekki þetta moldviðri
„ÞAÐ brennur vitanlega á okkur
að upplýsa hvað gerðist. Ég skil
hins vegar ekki þetta moldviðri sem
nú er þyrlað upp. Sjóprófum er
ekki lokið, það er dómarans að
ákveða það en ekki Sjómannafé-
lagsins eða sjóslysanefndar og ráð-
herrann hefur heldur ekkert yfir
dómaranum að segja,“ sagði Karl
Arason skipstjóri á Dísarfellinu í
samtali við Morgunblaðið í gær en
hann var inntur álits á þeirri ósk
samgönguráðuneytisins að rann-
sókn yrði haldið áfram á orsökum
þess að skipið sökk.
„Það eru einhvetjar annarlegar
hvatir sem liggja að baki þessu sem
ég skil ekki og veit ekki nema að
það beinist frekar að útgerðinni af
Annarlegar hvat-
ir að baki
hálfu Sjómannafélagsins, en það
hittir okkur beint,“ sagði Karl Ara-
son ennfremur. „Ég er hreinlega
ábyrgur fyrir því að sigla skipinu,
ég á ekkert að sigla ef skipið er
ekki sjófært og myndi aldrei gera
það. Við höfum ekkert að fela, við
vitum ekki hvað olli því að skipið
fór niður, það kom að því leki á
skömmum tíma en hvers vegna vit-
um við ekki. Við getum einungis
giskað en það verður að komast
eins nálægt sannleikanum og hægt
er með rökurn."
Karl sagði að gert hefði verið við
tvö lítil tæringargöt og kafarinn
sem vann verkið hefði einnig komið
í sjóréttinn. Sagði hann þetta hafa
komið fram við sjóprófin og því
skildi hann ekki af hverju óskað
væri frekari rannsóknar á málinu
þegar vitað væri að hún stæði enn-
þá. Hann sagði ennfremur að Dísar-
fellið hefði alltaf fengið tilskilið eft-
irlit og viðhald og allur kvittur um
annað væri einfaldlega rangur.
Tveir úr áhöfn Dísarfells eru nú
í sínum fyrsta túr á Mælifellinu
eftir að skipið sökk fyrir rúmum
mánuði. Karl segir að aðrir hafi
ekki ennþá fengið nýtt skipsrúm
en unnið sé að málinu og sjálfur
er hann enn í sjúkraþjálfun vegna
áverka er hann hlaut.
Mótmæla
breikkun
Reykjanes-
brautar
INGVARI Viktorssyni, bæjar-
stjóra i Hafnarfirði, voru á föstu-
dag afhentar 1.010 undirskriftir
íbúa í Setbergshverfi gegn tvö-
földun Reykjanesbrautar þar sem
hún liggur um hverfið. Hér tekur
bæjarstjóri við undirskriftunum
af fulltrúum íbúa. í textanum, sem
skrifað var undir, segir meðal
annars: „Hætt er við að fasteigna-
verð i hverfinu hrynji og má í þvi
samhengi benda á að lóðir í Set-
bergshverfi þóttu á sínum tíma
nokkuð dýrar. Með þessu er verið
að brjóta gegn öllum hugmyndum
um íbúðabyggð og fylgja lögmál-
HALLGRÍMUR Magnússon, Ein-
ar Stefánsson og Björn Ólafsson
komust í gær yfir Khumbu skrið-
jökulinn og upp í aðrar búðir í
6.100 metra hæð. Þeir sögðu eft-
ir að þeir voru komnir upp að
jökulinn hefði tekið miklum
breytingum síðan þeir fóru síðast
yfir hann fyrr í vikunni. Leiðinni
hefði einnig verið breytt talsvert
eftir að nokkrir stigar, sem lagð-
ir eru yfir sprungur í jöklinum,
féllu niður í sprungurnar.
Fjallgöngumennirnir segja
ljóst að það sé ekki skynsamlegt
að fara sér hægt þegar farið er
Göngu-
menn biðja
Búdda um
aðstoð
yfir ákveðin svæði á skriðjöklin-
um þvi hætta sé á brot falli úr
jöklinum. í dag ætla þeir með
búnað upp í þriðju búðir sem
verða í 6.500 metra hæð, en síðan
koma þeir aftur niður.
Á fimmtudaginn tóku Ever-
estfararnir þátt í trúarhátíð með
Sherpunum, sem sjá um alla
þjónustu fyrir vestrænu göngu-
mennina. Þessi hátið er hluti af
öllum leiðangrum sem famir eru
á Everest. íslendingarnir sögðust
að sjálfsögðu virða trú Sherp-
anna og ekki væri verra að hafa
Búdda með sér þegar tekist væri
á við Everest.
Sjá Everestsíðu Morgunblaðs-
ins:
http://www.mbl.is/everest/
►FYRSTU itölsku her-
mennirnir komu á f östudag
til Albaníu að undirbúa að-
gerðir fjölþjóðlegfra örygg-
issveita sem eiga að greiða
fyrir matvæla- og lyfja-
flutningum til nauðstaddra
Albana. Við lá að ítalska
stjómin félli þegar einn
flokkanna, sem standa að
henni, neitaði að styðja
áætlunina um friðargæzlu-
leiðangurinn.
►FULLTRÚI Dana í Mann-
réttindaráði Sameinuðu
þjóðanna í Genf lagði á
fimmtudag fram tillögu um
ályktun, þar sem lýst er
yfir áhyggjum af stöðu
mannréttindamála í Kína.
Stefnt er að því að hún
verði borin undir atkvæði á
þriðjudag en Kínveijar
leggja mikið kapp á að
tryggja að henni verði vísað
frá.
►H .D. Deve Gowda, for-
sætisráðherra Indlands,
beið lægri hlut í atkvæða-
greiðslu um traust á ríkis-
stjórnina á þingi á föstudag.
Gekk hann strax á fund
forseta landsins þar sem
hann lagði fram afsagnar-
beiðni og er búizt við nýjum
kosningum bráðlega.
►EVRÓPUSAMBANDIÐ,
ESB, kvaðst á föstudag
hafa náð samkomulagi við
Bandaríkjastjórn í deilu
þeirra um bandarísk lög um
refsiaðgerðir gegn Kúbu.
Samkomulagið gæti orðið
til þess að lögunum yrði
breytt.
um eins og þeim sem voru við
lýði erlendis fyrir miðja öldina
þegar hraðbrautir voru lagðar
Morgunblaðið/Ásdis
yfir borgir og bæi með þeim af-
leiðingum að hverfin næst þeim
níddust niður.“
HlotgwiWtiMt
VIKAN 6/4-12/4
► TAP af reglulegri starf-
semi Útgerðarfélags Akur-
eyringa hf. nam alls 395
milljónum króna á síðasta
ári en þegar tekið hefur
verið tillit til annarra tekna
og gjalda, t.d. söluhagnaðar
eigna og skatta, nam heild-
artap félagsins 124 milljón-
um. Þarf að leita tvo ára-
tugi aftur í tímann til þess
að finna hliðstæða afkomu
hjá félaginu.
► BÓLUSETNING gegn
heilahimnubólgu hófst í vik-
unni á Sauðárkróki á íbúum
á aldrinum tveggja til álján
ára til þess að koma i veg
fyrir faraldur. Nýlega hafa
þijú tilfelli veikinnar komið
upp þar með skömmu milli-
bili.
► ÞÓRE Y Gy lfadóttir,
kennari í Hamraskóla í
Grafarvogi, sýndi mikið
snarræði þegar hún synti
eftir tíu ára gömlum dreng
sem farið hafði út á plötu
úr einangrunarplasti og
borist fyrir straumi um 50
metra frá landi í Eiðsvik.
► MARKAÐSVERÐMÆTI
Samheija er um 18 miHjarð-
ar króna miðað við gengi
hlutabréfa í félaginu í við-
skiptum i vikunni. Er þá
Samheiji orðinn stærsta fé-
lag landsins en markaðs-
verðmæti Eimskips er rúm-
ir 16 milljarðar króna.
► HAUKAR úr Hafnarfirði
vörðu íslandsmeistaratitil-
inn í handknattleik kvenna
á miðvikudag með því að
vinna Stjörnuna 26:24 í æsi-
spennandi og tvíframlengd-
um úrslitaleik í Garðabæ.
Sameiningu flugfé-
laga sett skilyrði
EKKERT verður af sameiningu
innanlandsflugs Flugleiða og Flugfé-
lags Norðurlands undir merkjum
Flugfélags íslands hf. að óbreyttu
vegna strangra skilyrða Samkeppnis-
ráðs fyrir sameiningunni í þeim til-
gangi að vernda virka samkeppni í
áætlunarflugi innanlands. I ákvörðun
ráðsins er m.a. kveðið á um að stjórn-
armönnum og starfsmönnum Flug-
leiða og dótturfélaga þess ásamt
starfsmönnum fjölda annarra fyrir-
tækja í tengslum við félagið sé óheim-
ilt að taka sæti í stjórn Flugfélags
íslands. Skulu öll viðskipti milli Flug-
leiða og Flugfélags íslands vera eins
og um viðskipti milli óskyldra aðila
sé að ræða.
Mannbjörg
er bátur sökk
MANNBJÖRG varð þegar dragnótar-
báturinn Haukur SF 208 frá Homa-
firði sökk um fjórtán sjómílur suður
af Homafirði á föstudag. Þremur
mönnum af bátnum tókst að komast
í gúmmíbjörgunarbát og senda út
neyðarkall. Hafborg SF 116 var í fjög-
urra sjómílna fjarlægð og heyrðu skip-
veijar kallið. Skipbrotsmönnum var
bjargað heilum á húfi um borð í Haf-
borgu.
Flugvél náðist
af hafsbotni
FLAK lítillar flugvélar, sem steyptist
í sjóinn suður af Álftanesi á laugar-
dag, náðist upp á fimmtudag. Tveir
menn fómst með vélinni og voru lík
þeirra í vélinni. Flak flugvélarinnar
fannst á mánudagskvöld á rúmlega
30 metra dýpi. Kafað var að vélinni
á mánudagskvöld og tilraun gerð til
að hífa hana upp en hún reyndist
árangurslaus og einnig tilraunir á
þriðjudag og miðvikudag, aðallega
vegna veðurs.
ESB-ríki kalla sendi-
herra í Iran heim
ÖLL aðildarriki Evrópusambandsins
utan Grikklands ákváðu á föstudag að
kalla heim sendiherra sína í Teheran í
kjölfar þess að dómstólar í Berlín höfðu
komizt að þeirri niðurstöðu, að ráða-
menn í íran hefðu skipað fyrir um
morð á Ijórum Kúrdum í Þýzkalandi,
sem útlægir voru frá íran. Ríkisstjóm-
ir Ástralíu og Nýja-Sjálands kölluðu
einnig sendiherra sína heim frá Teher-
an. Talsmenn þýzku stjómarinnar vildu
lítið um málið segja en kváðust hafa
áhyggjur af 530 Þjóðverjum í íran.
Bandaríkjastjóm fagnaði niðurstöðu
þýzka dómstólsins og sagði hana í sam-
ræmi við það sem stjómin í Washing-
ton hefði lengi haldið fram, að írans-
stjórn stæði á bak við hryðjuverkastarf-
semi í öðmm löndum. Stjóm og stjóm-
arandstaða í Rússlandi hafa hins vegar
sameinast um að treysta böndin við
írani enn betur en áður.
Þrengt að Mobutu
MOBUTU Sese Seko, forseti Zaire, fól
á miðvikudag háttsettum hershöfðingja
að fara með völd forsætisráðherra í
krafti neyðarlaga, sem forsetinn setti
á þriðjudagskvöld. Þykja þessar að-
gerðir bera merki
örvæntingarfullrar
tilraunar Mobutus
til að halda í þau
völd sem enn eru
eftir í höndum
hans. Frá Was-
hington bárust
Mobutu þau skila-
boð, að tími væri
kominn fyrir hann
að sleppa hendinni
af stjómartaumun-
um, þar sem „tími einræðis“ væri út-
runninn. Lubumbashi, næststærsta
borg Zaire í hjarta námuvinnsluhéraðs-
ins Shaba, féll í hendur uppreisnar-
manna á miðvikudag og hafa þeir nú
um helming landsins á valdi sínu.