Morgunblaðið - 13.04.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.04.1997, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT MEÐ hveijum deginum sem líður eykst ofbeld- ið og tortryggnin í samskiptum Israela og Palestínumanna. Traustið dvínar, svo og trúin á að friðarsamningar þjóðanna haldi. Menn eru ekki á einu máli hvort ástandið hefur breyst til hins verra eingöngu vegna óbilgimi deiluaðila, eða hvort menn tefli með þessu á tæpasta vað af ráðnum hug. Hvað sem verður, er ljóst að Óslóar-samkomulagið svo- kallaða frá árinu 1993 tekur ekki endanlega gildi óbreytt. Það varð endanlega ljóst eftir fund Benjamins Netanyahu, for- sætisráðherra ísraels, og Bill Clint- ons Bandaríkjaforseta í Washing- ton í fyrri viku en á honum þver- tók Netanyahu fyrir að hætta við hið umdeilda Har Homa-verkefni, byggingu íbúða fyrir landnema í útjaðri Jerúsalem, skammt frá svæðum Palestínumanna en ákvörðunin um bygginguna var dropinn sem fyllti mælinn hjá Pa- lestínumönnum. Hins vegar ítrekaði Netanyahu tilboð sitt um að flýta framkvæmd lokaáfanga friðarsamkomulags þjóðanna. Það felur í sér að á næstu sex mánuðum verði samið um þau atriði sem hafa reynst helstu ásteytingarsteinarnir; end- anleg ákvörðun um landamæri ísraels og sjálfsstjómarsvæða Pal- estínumanna, framtíð palestínskra flóttamanna og landnemabyggða ísraela og framtíðarstaða Jerúsal- em. Bendir allt til þess að Banda- ríkjamenn séu fylgjandi þessu til- boði, og að það sé Hussein Jórdan- íukonungi heldur ekki ókunnugt. Á það hefur hins vegar verið bent að því fari fjarri að um nokk- urt gylliboð sé að ræða. Sam- kvæmt Óslóar-samningunum hafi fyrir Iöngu átt að vera búið að semja um þessi atriði. Þá hafi Netanyahu nú þegar sett skilyrði fyrir samningunum sem vitað er að Palestínumenn muni aldrei fall- ast á. Eitt þeirra er að sjálfsstjóm- arsvæði Palestínumanna verði ekki ein heild, heldur svæði þar sem einnig verður að finna gyðinga- byggðir á víð og dreif. Ávinningur Netanyahus Haft hefur verið eftir ónafn- greindum heimildarmönnum innan egypsku stjórnarinnar að Hosni Mubarak Egyptalandsforseti hafí fyigst náið með framvindu mála í ísrael og verið í stöðugu sambandi við Clinton Bandaríkjaforseta. Séu Egyptar reiðubúnir að styðja að- gerðir til ná sáttum í deilu þjóð- anna, takist að fínna lausn sem báðir geta sætt sig við. Eitt höfuð- skilyrðið fyrir slíkri lausn er að ísraelar hætti við landnemabyggð- ina í Har Homa, sem þeir neita. TEFLTA TÆPASTA VAÐ ■) BAKSVIÐ Átökin o g tortryggnin á milli ísraela og Palestínumanna aukast dag frá degi. Ymsir telja að leiðtogar þjóðanna vilji not- færa sér ástandið til að ná sínu fram í friðarumleitununum Niðurstaðan er því kyrrstaða, og með því má segja að Netanyahu hafl tekist að halda eitt helsta kosningaloforð sitt frá því í maí sl. „Ömggan frið“. Er hann ýtti undir átökin á Vesturbakkanum með því að heíja framkvæmdir við landnemabyggðina, tókst honum tvennt: Að tryggja sér áframhald- andi stuðning flokka heittrú- armanna á ísraelska þinginu og að leggja til hliðar friðarsamkomu- lag það sem fyrirrennarar hans, Yitzhak Rabin og Shimon Peres, vom höfundar að. Auk þess tókst honum að leiða athyglina frá hneykslismáli sem skók ríkisstjómina fyrr á árinu en Netanyahu skipaði þá pólitískan gæðing Likud-flokksins í embætti ríkissaksóknara, mann, sem sagður var algerlega óhæfur til starfans. Peres I stjórn Netanyahus? Þótt Netanyahu hafl um stund- arsakir tekist að slá á óánægju heittrúaðra gyðinga og annarra andstæðinga friðarsamningsins, hefur hún að sama skapi aukist hjá öðmm ísraelum. Þrátt fyrir að mikill meirihluti þjóðarinnar styðji kröfuna um óskipt yfirráð yfír Jerúsalem, sýna skoðanakannanir fram á að rúmur helmingur ísra- ela er þeirrar skoðunar að nú sé ekki rétti tíminn til að halda þeirri kröfu fram og er ósáttur við fram- göngu Netanyahus. Palestínumenn hafa hvatt kjós- endur Verkamannaflokksins til að flykkjast út á götur og mótmæla stefnu ísraelskra stjómvalda, líkt og fylgismenn Netanyahus gerðu er Verkamannaflokkurinn var við völd. Shimon Peres tekur hins veg- ar dræmt í þetta. Segist vissulega vilja koma Netanyahu frá völdum en hann vilji ekki ganga af friðar- umleitunum dauðum, jafnvel þótt hann efíst um að stjórnvöldum takist að halda þeim gangandi þau þijú ár sem eftir séu af kjörtímabil- inu. Sú tilgáta nýtur nokkurs fylgis að Netanyahu hafí ætlað sér að kalla fram viðbrögð Palestínu- manna með því tilkynna um ný- byggingar fyrir landnema. Með vísan til ástandsins hyggist hann fá Verkamannaflokk Peresar í stjómina. Þótt það teljist e.t.v. ósigur, sé það mun skynsamlegra en hið pólitíska skipbrot sem sé yfírvofandi. Peres hefur nýverið lýst því yfír að hann muni láta af formennsku flokksins í júní. Er talið að honum sé það ekki á móti skapi að eiga sæti í stjórn með Netanyahu, síð- ustu mánuðina á stjórnmálaferii sínum en sá sem talinn er líkleg- asti eftirmaður hans, Ehus Barak, er andvígur því að fara í stjórn með Likud-flokknum. Hann ber því við að Netanyahu sé.„algerlega óhæfur" og segist ekki háfa hugs- að sér að starfa í ríkisstjórn sem Netanyahu fari fyrir. Barak var eitt sinn yfirmaður Netanyahus í ísraelska herráðinu og er lítt hrif- inn af forsætisráðherranum. Andstæðingar Baraks í Verka- mannaflokknum saka hann hins vegar um að vera andvígur stjórn- arsamstarfi með Likud-flokknum þar sem hann óttist að það dragi úr líkunum á því að hann verði formaður Verkamannaflokksins. Átök þvingi ísraela að samningaborði Hvað Palestínumenn áhrærir, virðast margir þeirrar skoðunar að réttast sé að magna óeirðirnar á Vesturbakkanum svo að erlend ríki þvingi ísraela að samninga- borðinu. A meðan á þessu stend- ur, ferðast Yasser Arafat, leiðtogi sjálfsstjórnarsvæða Palestínu- manna, á milli þeirra sem líklegast- ir eru til að veita Palestínumönnum stuðning; svo sem Evrópusam- bandslandanna og Bandaríkjanna. Sterkustu rök Arafats og Pal- estínumanna fyrir því að ganga verði nú þegar til samninga við ísraela, er sú ógn sem stafar af samtökum heittrúaðra múslima. Svo kann raunar að fara að eftir nokkrar vikur skipti ekki lengur máli hvort samningaviðræður hefj- ast að nýju eður ei, þar sem Ara- fat kann að missa stuðning stórs hluta Palestínumanna. Sigur Ham- as-samtakanna í kosningum í há- skóla Palestínumanna í Hebron er vísbending í þá átt. Þá mátti í vik- unni heyra hróp á götum Hebrons þar sem menn kölluðu nafn „Verk- fræðingsins" svokallaða, mannsins á bak við fjölda sjálfsmorðsárása á ísraelskan almenning, en ísra- elskar öryggissveitir höfðu uppi á honum á síðasta ári og myrtu. Alin upp við friðarsamning Traustið á milli ísraela og Pal- estínumanna þverr með hveijum deginum sem líður og leiðtogar arabaríkjanna, sem halda sig til hlés í deilunni, eru undir æ meiri þrýstingi fólks sem ekki „hefur verið alið upp til að viðurkenna friðarsamkomulagið við ísraela“ eins og Netanyahu orðaði það fyr- ir skemmstu, með vísan til ná- grannaþjóðanna. í viðtali við Jeru- salem Report svaraði Hosni Mu- barak Egyptalandsforseti því til að landar sínir myndu „segja mér að fara til andskotans ef ég tæki svona til orða um friðarsamning- inn“. Þeir eru hins vegar margir sem gefíð hafa hann upp á bátinn. Þeirra á meðal er Abdullahteef Arabiyat, fyrrverandi forseti Jórd- aníuþings, sem segir ekki um ann- að að ræða en að heíja samninga- viðræður ísraela og Palestínu- manna frá grunni. Arafat hafi samið af sér í Óslóar-samningun- um og nú verði Palestínumenn að reyna að rétta hlut sinn. Reuter Bifreið með skráningarnúm- eri sendifulltrúa hjá SÞ stend- ur hér við Fyrstu breiðgötu í New York, með aðalstöðvar samtakanna í baksýn. Deila um bílastæði í hnút New York. Reuter. EFTIR linnulausar deilur vegna stöðumælasekta sendifulltrúa er- lendra ríkja hjá Sameinuðu þjóðun- um (SÞ) hefur sérstök nefnd sam- takanna, sem fjallar um samskipti við gestgjafa SÞ, ákveðið að vísa málinu til allsheijarþingsins. Ekki hefur verið ákveðið hvenær allsheijarþingið fjallar um bíla- stæðadeiluna en forsetar þingsins geta hætt við umræðuna komi bandarísk stjómvöld til móts við kröfur hinna erlendu sendimanna. Bandarísk stjórnvöld settu nýjar reglur um bílastæðamál sendimanna hjá SÞ 10. mars sl. sem koma áttu til framkvæmda 1. apríl. Samkvæmt þeim áttu sendifulltrúar, sem ekki gerðu upp stöðumælasektir sinar í Bandaríkjunum innan árs, yfír höfði sér að missa sérstakar númeraplötur bifreiða sinna. Reglurnar tryggðu sömuleiðis hveiju aðilarríki SÞ tvö bílastæði við höfuðstöðvar SÞ og eitt fyrir utan bústað sendiherrans. Bílastæðadeilan stafar af því að erlendir sendifulltrúar hafa lagt bíl- um sínum að eigin geðþótta og ekki hirt um að greiða stöðusektir sem hrúgast hafa upp. Málið hefur reynt á þolrif yfirvalda í New York og er hermt, að Rudolph Giuliani borgar- stjóri hafí látið svo um mælt, að best væri að stofnunin kæmi sér burt frá New York. Fulltrúar erlendra ríkja hjá SÞ segja málið snúast um friðhelgi og forréttindi diplómata. Laganefnd SÞ hefur komist að þeirri niðurstöðu að hluti reglnanna stangist á við alþjóðalög um réttindi sendifulltrúa. Nefndin, sem fjallar um samskipti við gestgjafaríki SÞ, komst hins vegar ekki að sameiginlegri niður- stöðu um meðferð deilunnar. Sam- þykkti hún með 13 atkvæðum gegn 1 að vísa málinu til allsheijarþings- ins til umfjöllunar. Mótatkvæði greiddi fulltrúi Bandaríkjanna en fulltrúi Breta í nefndinni sat hjá. ■.....----------- Jarðskjálftar í Xinjiang Peking. Reuter. ÖFLUGUR jarðskjálfti skók Xinj- iang-hérað í Norðvestur-Kína á föstudag og fórust að minnsta kosti níu manns í honum, auk þess sem á fimmta tug slasaðist. Fjölmargir skjálftar hafa riðið yfír héraðið það sem af er árinu en þessi var einn sá öflugasti, 6,6 stig á Richter. Skjálftinn reið yfir skömmu eftir hádegi að staðartíma og kann tala látinna að hækka þegar leitarflokk- ar komast til afskekktra þorpa. Hins vegar hafa flestir íbúar í Jias- hi, þar sem skjálftamiðjan var, hald- ið sig í tjöldum undanfamar vikur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.