Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 8
Þvottavélar Eldavélar Frystikistur Kæliskápar I Þurrkarar Uppþvottavélar 8 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR .Ríkið fær Fæð- ingarheimili Reykjavíkur Söluverðmæti Fæðing- arheimilisins er yfir 60 milljónir kr. ArnT ^íukIO SVONA burt með ykkur, það skulu ekki fleiri borgarstjóraefni fæðast í minni borg.. Nýja tækið Gamlatækið Samtals Að 50.000,- 50-75.000,- Frá 75.000,- 6.000,- 8.000,- 10.000,- 44.000,- 42-67.000,- 65.000,- PFAFF GRENSASVEGI 13 SÍIVII 533 227.2 Utanríkisrádherra Slóvakíu Viljum tilheyra sömu bandalögum Evrópuþjóða Pavol Slóvakíska lýðveldið var stofnað við klofn- ing Tékkóslóvakíu í janúar 1993. Á þeim fjór- um árum sem liðin eru síð- an hefur hið nýja þjóðríki Slóvaka þurft að byggja upp eigin stjómsýslu, sam- hliða því að gangast í gegn um þær umbyltingar sem breyting þjóð- og efna- hagsskipulagsins úr mið- stýrðum kommúnisma í átt að fjölflokkalýðræði og markaðshagkerfi hefur í för með sér. ísland átti á liðnum ára- tugum að ýmsu leyti meiri samskipti við Tékkósló- vakíu en við flest önnur Austantjaldslönd. En hvernig hafa tengsl ís- lands við hina nýju sjálf- stæðu Slóvakíu þróazt? Hamzík, utanríkisráðherra Slóv- akíu, var beðinn að svara þessari spurningu, en hann kom á fimmtudaginn í tveggja daga op- inbera heimsókn hingað til lands, og átti meðal annars viðræður við Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra og Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra og starfandi forsæt- isráðherra. „Viðræður mínar við íslenzka ráðamenn snerust fyrst og fremst um tvíhliða samskipti ríkja okkar, en þau ganga fullkomlega vand- kvæðalaust fyrir sig. Báðir aðilar eru áhugasamir um að auka sam- starfið, stjórnmálaleg tengsl, efnahagslegt samstarf og við- skipti. Þegar eru fyrir hendi nokk- ur efnahagsleg tengsl, en þau hafa ekki þróazt eins mikið og ég tel að væri beggja landa hagur. Við viljum koma á samningum, sem þjónað gætu nánara sam- starfi. Til dæmis er nú verið að vinna að gagnkvæmum samningi til að koma í veg fyrir tvísköttun og að öðrum um örvun fjárfest- inga. Mikill áhugi er fyrir erlend- um fjárfestingum í Slóvakíu." - A hvaða sviðum telur þú að helzt sé að vænta fjárfestinga frá íslandi? „Til dæmis á sviði virkjunar- tækni - nú þegar er í gangi ís- lenzk-slóvakískt samstarfsverk- efni um virkjun jarðvarma - en ég tel að mörg önnur svið komi til greina. Ég er líka sannfærður um að fiskiðnaður Íslendinga á sér ónýtta möguleika í Slóvakíu, og að ýmsar slóvakískar fram- leiðsiuvörur eigi erindi á íslands- markað. Ennfremur er nýr samningur um menningarsamskipti þjóðanna í undirbúningi, sem ætlað er að taka við af samningi sem ________ gerður var milli Tékkó- slóvakíu og íslands árið 1979.“ - Nú sækist Slóvakía eftir aðild að Atlants- hafsbandalaginu, Evr- ópusambandinu og fleiri stofnun- um. Kom þetta ekki til tals á fundi þínum með íslenzku ráðherrunum? „Jú, vissulega. Öryggismál í Evrópu voru ofarlega á baugi við- ræðnanna. Ríkisstjóm Slóvakíu ieggur mikla áherzlu á að fá aðild að NATO. Við erum mjög virkir í Friðarsamstarfi NATO. Það er breið pólitísk samstaða um þetta markmið, sem nær einnig til stjórnarandstöðuflokkanna, og skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti kjósenda styður NATO- aðildina." - Nú er útlit fyrir að Slóvakíu verði ekki boðin aðild að bandalag- inu ífyrstu lotu, ólíkt hinum þrem- Pavol Hamzík ► Pavol Hamzík er fæddur árið 1954 í fyrrum Tékkóslóvakíu. Hann lauk háskólaprófi frá laga- deild Comenius-háskólans í Brat- islava árið 1978. Hamzík stund- aði almenn Iögfræðistörf um nokkurra ára skeið, eða þar til hann hóf störf í utanríkisráðu- neyti Tékkóslóvakíu 1984. Hann var í sendiráði Danmerkur 1985 til 1989, þátil 1991 við fram- haldsnám í diplómataakadem- íunni í Moskvu. Að því loknu var Hamzík í sendinefnd Tékkósló- vakíu hjá RÖSE í Vín, til 1992. Eftir að slóvakíska lýðveldið var stofnað í ársbyijun 1993 fór Hamzík fyrir sendinefnd Slóvak- íu við sömu stofnun. 1994-1996 var hann sendiherra Slóvakíu i Þýzkalandi. Hann varð utanrík- isráðherra lands sins í ágúst 1996. Hamzík er kvæntur og á tvö börn. ur ríkjum svokallaðra Visegrad- ríkja, Póllandi, Tékklandi og Ung- verjalandi. Hvaða ástæður telur þú að séu fyrir þessu? „Tólf lönd í Mið- og Austur- Evrópu hafa sótt um aðild að NATO. Það var ljóst frá upphafi að aðeins litlum hluta þess fjölda yrði boðin aðild í fyrstu lotu. Það er rétt að svo virðist sem mögu- leikar okkar á að tilheyra þessum hópi ríkja séu takmarkaðir. Það sem skiptir okkur mestu er að möguleikanum á aðild okkar sé haldið opnum. (...) Við viljum að öll ríkin á svæðinu fái að njóta sama öryggis, hvort sem þau fá fulla NATO-aðild strax eða ekki. Ég get nefnt fleiri ástæður fyr- ir því að önnur lönd en Slóvakía séu talin fremst í biðröðinni. Pól- iand er frá stjórnmálalegu og __________ landfræðilegu sjónar- miði mikilvægasta landið á svæðinu fyrir Bandaríkin og NATO. Og bæði Tékkland og Ungvetjaland hafa haft lengri tíma til að búa sig undir að uppfylla skilyrðin fyrir NATO-aðildinni. Þó að við teljum okkur uppfylla þau nú, engu síður en þessi ríki, þá erum við í erfiðari aðstöðu þar sem við höfum þurft að byggja upp okkar ríki á fáeinum árum. Auk þess er okkur ljóst að á Vesturlöndum mæltist klofningur Tékkóslóvakíu ekki vel fyrir, og það vorum við sem klufum. En við vonumst til að verða samheijar íslands í framtíðinni, með góðum tvíhliða samskiptum og með því að tilheyra sama ör- yggisbandalagi sem og öðrum sameiginlegum stofnunum Evr- ópuþjóða." Vonast til auk- inna viA- skiptatengsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.