Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 15 IÞROTTIR ENDURFUNDIR HOLTABUA Þeir sem bjuggu i Stangarholti - Stórholti - Meðalholti - Einholti - Þverholti - Skipholti - Nóatúni og á Háteigsvegi á árunum 1940- 1960 ætla að hittast og rifja upp gömul kynni. Staður og stund: Gullhamrar, Iðnaðarmannafélagshúsinu, Hallveigarstíg I, Rvík. laugardaginn 3. maí kl. 21 -03. Til skemmtunar: Við sjálf og dagskrá í höndum Holta- krakkanna Friðriks Þórs Friðrikssonar,Jódísar Sigurðardóttur og Omars Ragnarssonar. Sniglabandið leikur fyrir dansi. Veislustjóri: Einar Hólm Ólafsson. Miðaverð: 1500 krónur. Miðasala hefst 15. apríl hjá Kaupmanninum á horninu („Bennabúð") Stórholti 16. Opið 10-23. Undirbúningurinn hefur verið stórskemmtilegur. Hittumst öll 3. maí og endurlifum æskubrekin! Undirbúningsnefndin. Dagur í hlutverki skólastjóra DAGUR hefur slegið á létta strengi og titlað sig sem skólastjóra í Wuppertal. Ástæðan fyrir því er að unn- usta hans, Ingibjörg Pálma- dóttir, sem er kennari að mennt, kennir börnum Viggós Sigurðssonar og Evu Haralds- dóttur islensku og stærð- fræði. Kennslan fer fram tvisvar til þrisvar sinnum í viku á heimili Dags og Krist- ínar. Bömin sögðu í gríni, að Dagur væri búinn að lofa þeim góðum einkunnum, ef þau gætu fengið pabba sinn til að gera hann að vítaskyttu Wuppertals-liðsins. að ef við förum ekki upp nú, verði það næsta ár, þó svo að við séum að fá góðan liðsstyrk. Önnur lið í deildinni eru einnig að styrkjast, með þeim ieika sterkir landsliðsmenn frá flestum löndum Evrópu. Fleiri og fleiri útlendingar eru á leiðinni til 1. deildar liðanna, þannig að sterkir þýskir Ieikmenn verða að víkja og leið þeirra hefur þá legið til liðanna í 2. deild, þannig að liðin í deildinni styrkjast enn frekar. Við verðum því að gera allt sem í okkar valdi stendur, tii að fara upp núna. Leikur okkar gegn Dusseldorf á útivelli verður mjög erfiður og skiptir miklu máli fyrir Wuppertal - við verðum að vinna,“ sagði Ólafur. Geir Sveinsson, fyrrum félagi Dags og Ólafs hjá Val, er á leið til Wuppertal. Hann hefur sagt að hann treysti því að Viggó, Dagur og Ólafur sjái til þess að liðið verði 1. deildar lið þeg- ar hann kemur. „Það er spennandi verkefni fram- uþdan hjá Wup- pertal, að hitta þar fyrir Viggó, Dag og Ólaf, sem háfa mikinn metnað og þekkja ekki annað en _____________________ gott,“ sagði Geir, þegar hann ákvað að gerast leik- maður með Wuppertal. „Það yrði gaman að taka á viðeig- andi hátt á móti karlinum og leika með honum í 1. deildar keppninni á'næsta keppnistímabili. Geir er mjög góður leikmaður, sem styrkir leikmannahóp okkar mikið,“ sagði Dágur. Ef Wuppertal nær efsta sætinu í norðurriðli 2. deildar, fer það beint Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson FORELDRAR og yngsti bróðir Dags Sigurðssonar brugðu sér til Þýskalands á dögunum, tll að heimsækja Dag og unnustu hans, Inglbjörgu Pálmadóttur. Hér eru þau komin saman eftlr leik í Wuppertal - Bjarki, Ingibjörg, Slgurður H. Dags- son, Dagur og Ragnheiður Lárusdóttir. »» Húsið" með Wuppertal FORRÁÐAMENN Wuppertal hafa náð að tryggja sér mest- an hluta af miðunum á leikinn I Diisseldorf. „Húsið verður með okkur, þar sem tólf hundruð stuðningsmenn Wuppertal verða á leiknum, í húsi sem tekur um sextán hundruð áhorfendur,“ segir Viggó Sigurðsson. Það er tuttugu mín. akstur frá Wuppertal til Diisseldorf. upp í 1. deild. Ef liðið verður í öðru sæti Ieikur það gegn Iiðinu sem verð- ur í öðru sæti í suðurriðlinum - það lið sem fer með sigur af hólmi leikur aukaleiki um sæti í 1. deild við liðið sem varð í þriðja neðsta sæti í deild- inni. Annar heimur Dagur og Ólafur sögðu að það væri annar heimur að leika handknattleik í Þýskalandi en á íslandi. „Hér eru leikmenn atvinnumenn, gera ekkert annað en leika handknattleik - lifa fyrir íþrótt sína. Það var að sjálf- sögðu einnig gaman að leika með Val heima, okkur gekk vel og urðum íslandsmeistarar fjögur ár í röð. Það hafði lengi verið draumurinn að leika í Þýskalandi - reyna eitthvað nýtt, víkka sjóndeildarhringinn." Ólafur gerði samning við Wupper- tal á undan Degi - voru þeir félagar ákveðnir að halda áfram að leika með sama liði? „Nei, það var ekki inni á plani okkar. Við vorum ákveðnir að skoða þau tilboð sem kæmu upp í hendur okkar, en það vildi svo til að mér var boðið að koma til Wuppertal eftir að Ólafur hafði gengið frá samningi sínum og ákvað ég að slá til,“ sagði Dagur. „Leiðir okkar geta þess vegna skilið einn góðan veðurdag, þar sem leikmenn geta aldrei verið öruggir með sæti sín hjá ákveðnum liðum. Það getur farið svo að annar okkar eða báðir verði látnir fara þegar samningurinn rennur út eftir tvö ár. Atvinnumennska í handknattleik er ________________ harður heimur, þeir sem standa sig ekki eru fljót- lega komnir út í kuldann. Það er allt undir þjálfar- anum komið - einn þjálfari telur að hann geti notað ákveðna leikmenn, annar ekki. Þannig er það, enginn er öruggur. Þetta er ekkert annað en vinna og við vitum vel að þessi vinna er ótrygg. Þá fá leikmenn tilboð frá öðrum liðum og ef þeir telja að það sé þeim fyrir bestu að fara gera þeir það. Við höfum alltaf gert okk- ur grein fyrir að við getum þurft að skipta um dvalarstað einn góðan veðurdag. „íslendinganýlenda" Okkur líður mjög vel hér í Wupp- ertal og munum gera allt til að standa okkur sem best, halda sæti okkar í liðinu. Fá nýjan samning þegar samningur okkar rennur út á næsta ári. Það má segja að það sé „íslendinganýlenda“ hér í Wup- pertal, þar sem við erum tíu Islend- ingar hér - sex manna fjölskyida Viggós, ég og Ólafur erum með unnustur okkar og Geir er væntan- legur með eiginkonu og son, þannig að við verðum þrettán," sagði Dag- ur. Wuppertal leikur mjög þýðingar- mikinn leik gegn Dusseldorf í dag - ef liðið vinnur hann, getur fátt komið í veg fyrir að það verði í efsta sæti í norðurriðli 2. deildar. YERTU VELKOMINN Yistheimilið Barmahlíð á Reykhólum býður nýja vistmenn velkomna og eru vistrými laus nú þegar. Vistunarrými eru fyrir aldraða og sjúka sem hjúkrunarfrœðingur og vel þjálfað starfsfólk getur annast. Á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð eru vistleg eins manns herbergi, en sameiginlegt er samkomusalur, mötuneyti, föndur, líkamsþjálfun o.þ.h. Læknisþjónusta er góð og er tiltæk allan sólarhringinn en regluleg læknisvitjun er einu sinni í viku. Dvalarheimilið stendur á fögrum stað með góðu útsýni yfir Breiðafjörð. Hér er kjörið tækifæri fyrir einstaklinga sem kjósa öryggi og góða umönnun að koma og dvelja í Barmahlíð. • Auglýsing þessi hefur verið send félagsmála- fulltrúum sveitarfélaga og em þeir einstaklingar, sem vilja skoða þetta boð nánar, hvattir til að hafa samband við félagsmálafulltrúa. Nánari upplýsingar eru veittar af hjúkrunarforstjóra í síma 434-7817 eða af sveitarstjóra í síma 434-7880. Reykhólahreppur. Beint flug í sólina - Vikulega í allt sumar Hvítasunnuferð 13. dagar -14. maí Verð f ró kr. 38=85 mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn saman í íbúð 2 í íbúð frákr.1%0200 h#Aistgr. pr. mann Sértilboð í sumarferðir 2 vikur: 23/6 - 30/6 - 7/7 - 14/7 Verð miðað við 4 í íbúð ^A540 (2 börn og 2 fullorðnir) frá kr. OO stgr. 2 í íbúð frá kr. 557&? Innifalið: Flug, gisting, flutningur til og frá flugvelli erlendis - Islensk fararstjórn og allir skattar Flogið vikulega frá 30. maí — Alla föstudaga Verö |jmann ■ Cidadines íbúðunum í viku Verð miðað við 4 í íbúð frá kr. (2 börn og 2 fullorðnir) 490 stgr. pr. mann í viku 2 í studio frá kr. 44i?° stgr. pr. mann í viku kostar 45 stgr. m/sköttum pr.mann í tvíbýli með morgunverði ■ viku-lnnifalið: Flug, gisting og allir skattar í strandbænum I Flug og bill í viku í Barcelona 4 í bíl þ.e. 2 fullorðnir og 2 börn frá kr. 2 5 ^lEir 39240 stgr. m/sköttum 2 í bíl í viku frá kr. , Flug og bíll í viku í Munchen, 4 í bíl þ.e. 2 fullorðnir og 2 börn frá kr. 23750 W stqr. m/sköttun ‘ stgr. m/sköttum 2 í bíl í viku frá kr. 32^®JÍL Flug og bíll í viku í Duseldorf frá 9. júní 4 í bíl þ.e. 2 fullorðnir og 2 börn frá kr. 2 2 stgr. m/sköttr og Hamborg frá 30, júní 2íbí,í viko frá kr- 30^0 m ; Pantið i sima 552 3200 QATLA5/S EUHOCARD VISA FERÐASKRIFSTOFA W REYKJAVÍKUR Aðalstræti 16 - sími 552-3200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.