Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Verðug afmælis- sýning á Akureyri Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson AÐSTANDENDUR sýningarinnar hylltir í leikslok. LEIKUST Lcikfciag Akurcyrar VEFARINN MIKLI FRÁ KASMÍR eftir Halldór Laxness. Leikgerð eftir Halldór E. Laxness og Trausta Ólafsson. Leikarar: Þorsteinn Bachmann, Marta Nordal, Sunna Borg, Hákon Waage, Guðbjörg Thoroddsen, Aðalsteinn Bergdal, Þráinn Karlsson, Jón Júl- íusson, Þórey Aðalsteinsdóttir, Jónsteinn Aðal- steinsson, Manfred Lemke, Hreinn Skagfjörð, Snorri Asmundsson, Vigfús Ragnarsson og Ágústa Fanney Snorradóttir. Leikstjóri: Hall- dór E. Laxness. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: Hulda Kristín Magnús- dóttir. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Tón- Iist og leikhljóð: Kristján Edelstein. Renni- verkstæðið, föstudaginn 11. apríl. í TILEFNI af áttræðisafmæli sínu setur Leikféiag Akureyrar á svið leikgerð eftir sjö- tugri skáldsögu Halldórs Laxness, Vefaranum mikla frá Kasmír. Þetta er bæði djarft verk og þarft hjá leikfélaginu; aldrei fyrr hefur ver- ið reynt að setja þetta merkilega skáldverk í leikbúning þótt innviðir þess og efni bjóði sann- arlega upp á það. Það er þó síður en svo auð- velt að koma þessari margræðu og um margt sundurleitu skáldsögu í leikrænt form, en í það verk hafa þeir Halldór E. Laxness, leikstjóri, og Trausti Ólafsson, leikhússtjóri, ráðist af skilningi og dirfsku sem skilar sér í metnaðar- fullri og nútímalegri sýningu. Vefarinn mikli er þrátt fyrir háan aldur sinn með nútímalegustu skáldsögum sem skrifaðar hafa verið á íslensku. Þar er tekist á um „hundraðogfimtíu lífskoðanir" með frásagnar- aðferð sem endurspeglar hvoru tveggja átök í sálarlífi og sundrun í þjóðlífi á þann hátt sem aldrei hafði áður sést í íslenskum bókmenntum - og hefur tæpiega sést síðan nema í Tómasi Jónssyni. Metsölubók, eftir Guðberg Bergsson. Höfundar leikgerðarinnar eru trúir þessari frásagnaraðferð. Sá andi upplausnar og æðis sem einkennir skáldverkið kemst vel til skila í sýningunni. Þar á einnig mikinn hlut að máli leikmynd Finns Amars Arnarsonar, tón- list og leikhljóð Kristjáns Edelsteins og lýsing Jóhanns Bjama Pálmasonar. Umgjörð leik- myndarinnar er hrá og köld, minnir einna helst á stríðsrústir eða niðurníddan kirkjugarð. Skipt- ingar milli sögusviða gerast hratt með lýsingu og fáeinum leikmunum. Tónlist er mikið notuð og oft á áhrifaríkan hátt. Fjölbreytnin í tónlist- inni rímar vel við verkið og spannar hún allt frá óperuaríu Puccinis, Che gelida mania, til grófra dægurlaga í anda Tom Waits. Leikhljóð eru sérlega vel unnin og magna áhrif leiksins ásamt lýsingunni. Búningar Huldu Kristínar Magnúsdóttur em klassískir og fallegir. Aðalhlutverk sýningarinnar em í höndum ungra leikara sem hafa ekki áður fengið þvílík tækifæri til að sýna hvers þeir em megnugir. Þorsteinn Bachmann og Marta Nordal standa vel undir þeim flóknu hlutverkum sem þeim eru hér fengin og verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni. Þorsteinn Bachmann vinnur feiknavel úr hlutverki Steins Elliða. Steinn Elliði bókarinnar er óþolandi uppskafningur, sjálfselskur, mont- inn og hrokafullur gikkur, en einnig heillandi, hugmyndaríkur og gáfaður hugsjónamaður með hjartalag reynslulítils unglings. Hinum mörgu grimum persónunnar kemur Þorsteinn Bachmann vel á framfæri og túlkar hann vel bæði uppskafningsháttinn svo og grímulausa örvæntinguna. Helst mætti finna að því að áherslan á sjálfselsku og miskunnarleysi per- sónunnar veldur því að sú hlið Steins Elliða sem vann ástir Diljár í byijun, þ.e. töfrar hins barnslega eldhuga, falla nokkuð í skuggann í túlkun Þorsteins. Marta Nordal leikur Diljá af næmum skiln- ingi. Hún sýnir vel hvemig persónan þróast frá barnslegu sakleysi til óþols ungrar konu sem lifir innantómu lífi í eirðarleysi og þrá og allt til þeirrar stundar er hún situr ein og yfirgefin á torgi erlendrar stórborgar; þroskuð kona sem hefur misst allt. Þar náði Marta sterkum áhrif- um og óskiptri samúð áhorfenda. Sunna Borg leikur Valgerði Ylfingamóður með ágætum, það sópar að henni á sviðinu líkt og áður. Hákon Waage er sannfærandi í hlutverki Örnólfs og nær vel að túlka þennan lokaða athafnamann sem þráir Diijá og setur hana ofar lífinu. Guðbjörg Thoroddsen leikur Jófríði, móður Steins, og sýndi hún okkur hana sem veikbyggða og viðkvæma konu, en kannski skorti ögn á þann djöfulskap sem býr í persónu skáldsögunnar. Þráinn Karlsson ieik- ur föður Alban, hinn andlega leiðtoga og sálu- hjálpara Steins Elliða, og var ágætur friður yfir honum. Aðalsteinn Bergdal bregður sér í nokkur hlutverk og tókst honum vel upp í þeim öllum, sérstaklega í hlutverki ítalsks betlara. Jón Júlíusson leikur einnig nokkur hlutverk og var frammistaða hans eftirtektar- verð. Hann fór á kostum sem pempíulegur Carrington og skilaði vel fasistanum Bambara Salvatore. í óhugnanlegri ræðu hans sér Steinn Elliði afskræmingu eigin skoðana og verður bilt við. Jónsteinn Aðalsteinsson og Þórey Aðalsteinsdóttir eru í litlum hlutverkum sem þau léku af öryggi. Leikfélag Akureyrar getur verið stolt af þessari sýningu. Hún er aðstandendum sínum til sóma og verðug sem afmælissýning. Hall- dóri E. Laxness leikstjóra hefur af skilningi, frumleika og fagmennsku tekist að skapa sýningu sem á erindi við áhorfendur í dag, ekki síður en skáldsagan átti við lesendur sína fyrir sjötíu árum. Soffía Auður Birgisdóttir Verk Halldórs Laxness á þýsku * Jóhann Smári Sævarsson í Islensku óperunni Eldskírn einsöngvara JÓHANN Smári, neðst til hægri, í hlutverki sterka mannsins í sirkusnum í barnaóperunni um snákinn Sid sem vildi læra að syngja. FJÖGUR skáldverk eftir Halldór Laxness gefín út í kilju komu út í febrúarmánuði hjá útgáfufyrirtækinu Steidl sem verið hefur aðalútgefandi á verkum Halldórs þar í landi á und- anförnum árum. Þetta eru Kristni- hald undir Jökli, Paradísarheimt, Úngfrúin góða og Húsið og smá- sagnasafnið Sjö töframenn. Bækurnar hafa allar komið í nýj- um, innbundnum útgáfum hjá Steidl á síðustu 8 árum og hlotið lofsamlega dóma í þýskum blöðum. Halldór Laxness fæddist í Reykja- vík 23. apríl 1902. Hann hefur skrif- aði fjölda skáldsagna, fímm leikrit og leikgerð að einni skáldsögunni, fyrir utan Kvæðakver, smásagna- söfn, greinasöfn og endurminn- ingabækur. Hann hlaut Nóbelsverð- launin í bókmenntum árið 1955 fyrir að endurnýja íslenska frásagnarlist. JÓHANN Smári Sævars- son bassasöngvari við Kölnaróperuna kemur fram á fimmtu og síðustu tón- leikum Styrktarfélags ís- lensku ógerunnar á þessum vetri í Islensku óperunni næstkomandi þriðjudag kl. 20.30. Verða þetta fyrstu einsöngstónleikar hans hér á landi en lettneski píanó- leikarinn Maris Skuja mun jafnframt baða sig í sviðs- ljósinu. Jóhann Smári kveðst hafa beðið lengi eftir að hljóta eldskírn sína á ís- lensku tónleikasviði en hann hefur lítið sem ekkert sungið á heimaslóð frá því hann hélt utan til náms fyrir fimm árum. „Tónleik- amir leggjast þvi vel í mig,“ segir söngvarinn og bætir við að ekki spilli efnisskráin fyrir en á henni eru aríur eftir tónjöfra á borð við Verdi, Rossini, Bellini og Beethoven, ljóðasöngvar eftir Ijækovskí og Rach- maninof, auk nokkurra ís- lenskra laga. Að sögn Jóhanns Smára hafði Maris Skuja umtals- verð áhrif á efnisskrána en hans sérsvið mun vera rússnesk tón- list og óperur. Píanóleikarinn er reyndar enginn nýgræðingur í tónlist - hefur komið fram á tæplega þqu þúsund tónleikum, auk þess að vera æfingastjóri við óperuhús í Lettlandi, Austurríki og Þýskalandi. Undirbúningur fyrir tónleikana hófst í fyrravor í Köln en á ýmsu hefur gengið síðan, meðal annars vegna þess að Skuja flutti sig um set til Graz í Austurríki eftir að hafa lent upp á kant við Kölnaróperuna. Auk þess hefur Jóhann Smári verið störfum hlaðinn. Undirbúningurinn hefur því verið öðruvísi en félagarnir ætluðu en að sögn Jóhanns Smára hafa þeir skipst reglulega á heim- sóknum í vetur og verða því klárir í slaginn á þriðjudagskvöldið. Á því leiki enginn vafí. Að loknu framhaldsnámi við Royal College og Royal Aca- demy of Music á Englandi bauðst Jóhanni Smára samningur hjá Óperustúdíói Kölnaróperunnar og eftir tveggja mánaða veru þar fékk hann fastráðningu við óperuna sjálfa, þar sem hann starfar í dag. Við Kölnaróperuna hefur Jóhann Smári sungið fjórtán hlutverk, þar á meðal Don Alfonso í Cosi fan tutte, Antonio í Brúðkaupi Fígarós, Krusina í Seldu brúðinni og Kónginn í Aidu. Aida á tölvuöld Síðastnefnda sýningin hefur verið feikilega um- deild enda allsérstæð - óperan er látin gerast í tölvuheimi framtíðarinnar, árið 3000. „Leikstjórinn er mjög framúrstefnulegur og áhorfendur hafa látið van- þóknun sína óspart í ljós. Minnstu munaði til að mynda að við kæmumst ekki í gegnum frumsýning- una. Skyldi kannski engan undra, mörg hlutverkin fara hreinlega i vaskinn, þar sem við erum látin syngja baksviðs í gegnum myndavél. Flestir söngvar- arnir eru því jafnóánægðir og áhorfendur, þótt sumum gangrýnendum hafi líkað sýningin." Síðasta frumsýningin hjá Jóhanni Smára var ástralska barnaóperan Sid the Snake Who Wanted to Sing. Segir söngvarinn hana hafa gengið ákaflega vel og uppselt sé á allar sýningar þessa leikárs. „Börnin eru svo hrifin að þau bíða eftir okkur eftir sýningar til að fá eigin- handaráritanir. Við erum eiginlega meira eins og rokkstjörnur en óperu- söngvarar. Sonur minn, þriggja ára, kom á frumsýninguna og var virki- lega stoltur af pabba sínum. Kannski engin furða þar sem ég leik sterka manninn í sirkusnum sem beygir stálstangir og gerir ýmsar kúnstir. Jóhann Smári hefur í mörg horn að líta í Köln - kemur til með að taka þátt í 110 sýningum á þessu ári. Samningur hans fyrir næsta leikár kveður hins vegar á um að hann fái meira frelsi til að syngja annars staðar. Jafnvel á íslandi? „Já, svo framarlega sem það býðst, kemur vel til greina að syngja meira hér heima á næstunni. Það er alltaf jafn gaman að koma heim og hitta vini og kunningja." Flugsæti til Benidorm í maí og júní frákr.24a1 32 Heimsferðir bjóða nú 30 sæti á sértilboði til Alicante/Benidorm í maí og júní á einstaklega hagstæðum kjörum. Beint dagflug í sólina alla miðvikudaga í sumar og þú getur valið um að kaupa bara flugsæti eða notið sérkjara með sérstaklega hagstæðum bílaleigusamningum okkar. Verð kr. 24.142 Verð kr. 26.960 Per. mann m.v. hjón með 2 börn með M.v. fullorðinn, skattar innifaldir. sköttum. Gildir í brottfarirn 28. maí, 11. júní, 18. 25. júní, 2. júlí Austurstræti 17,2. hæö • Sími 562 4600 Aðeins 30 sati l á sértilbodi Jóhann Smári Sævarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.