Morgunblaðið - 13.04.1997, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
TOYOTA RAV4 EV
Eins gírs sambyggð drifrás
- Rafeindabúnaður
- Rafknúin sogdæla
fyrir bremsur
Rafgeymir
fyrir aukahluti
Rafknúin
vökvadæla
fyrir aflstýri
Vatnskældur afriðill
Sísegulvél
Öryggisrofi
Rafgeymar fyrir aflvél —
spennu og knýr 45 kW (60 ha.)
sísegulmótor. Þverstæð drifrásin er
einungis tengd framhjólunum, ólíkt
RAV4 bensínbílnum sem er með
sítengdu aldrifi, og eru bara tveir
gírar - áfram og afturábak. Þegar
bílnum er bremsað verður rafmótor-
inn að rafli og nýtir hreyfiorku bíls-
ins til að framleiða rafmagn á
geymana. Þetta er gert til að auka
langdrægi bílsins.
Niðurgreiddir rafbílar í Japan
Rafgeymamir eru dýrir og eiga
sinn þátt í háu verði rafbflanna.
RAV4 EV eru nú 2,5 sinnum dýrari
en bensínbfll af sömu gerð í Japan.
Hátt verð má að hluta skýra með
lítilli framleiðslu og að hluta með
dýrri tækni. Að sögn Masao Kinos-
hita, yfirmanns RAV4 EV verkefnis-
ins hjá Toyota, er nú smíðaður einn
RAV4 EV bfll á dag eða um 300
bílar á ári, og verður erfitt að lækka
verðið fyrr en framleiðslan eykst.
Þegar framleiðslan verður svo mikil
að fullri hagkvæmni er náð er gert
ráð fyrir að rafbflar verði um 50%
dýrari en sambærilegir bensínbflar,
miðað við óbreytta tækni. Til að
hvetja til notkunar rafbfla niður-
greiða japönsk stjómvöld nú verð
þeirra til almennings. Kaupendur
geta þannig sótt um að fá endur-
greiddan helming verðmunarins á
rafbfl og sambærilegum bensínbfl.
Bílar seldir, geymar leigðir
David J. Witherington, fram-
kvæmdastjóri hjá rafveitu Jersey,
sagði þá rafveitumenn hafa velt því
fyrir sér að leigja kaupendum raf-
bíla rafgeymana til að auðvelda
fólki kaup á slíkum bíl. Það myndi
lækka kaupverð bílsins um þriðjung
og gera hann eftirsóknarverðari.
Notendur borguðu þá fasta leigu
fyrir geymana en rafveitan tæki
ábyrgð á þeim. Þannig yrði elds-
neytisverð rafbflsins samanlagður
orkukostnaður og geymaleiga.
Masao Kinoshita, yfírverkfræð-
ingur hönnunar og
framleiðslu RAV4 EV
rafbílanna, telur að
rafbflamir muni endast
lengur en bensínbílar
af sömu gerð. Hins
vegar þurfi að skipta
um rafgeyma eftir
nokkur ár. Reynslan á
eftir að leiða í ljós hvað
nýju rafgeymamir end-
ast lengi en miðað er
við um sex ára ending-
artíma að jafnaði. Að
sögn Masao Kinoshita
mun ending raf-
geymanna ráðast af
aksturslagi, veðurfari,
tíðni hleðslna og fleiri
atriðum. Kinoshita
sagði erfítt að fullyrða
um endinguna fyrr en
tíminn leiddi í ljós
hvernig þessi glænýja
hönnun reynist. Hann
taldi þó að ef rafbíll væri notaður
að jafnaði í 20-30 stiga frosti mætti
búast við allt að helmingi styttri
endingu geymanna en við hlýrri
aðstæður. Kinoshita sagði að rafbíl-
arnir gætu virkað í 50 gráðu hita
og allt niður í 20 gráðu frost. Kjör-
hiti væri þó frá frostmarki og upp
í 30 stiga hita. Utan þeirra marka
færi hitastigið að hafa letjandi áhrif
á rafgeymana. Rafbíllinn verður
seldur með þriggja ára ábyrgð sem
einnig nær til rafgeymanna, en tal-
ið er víst að þeir dugi mun lengur.
Rafbílar valda ekki loftmengun
en skyldu þeir valda annars konar
efnamengun? I samningi Toyota og
rafveitu Jersey skuldbindur rafveit-
an sig til að láta endurvinna raf-
geymana á umhverfisvænan þátt.
Að sögn Kinoshita er hægt að end-
urvinna geymana að fullu. Einfald-
ast að bræða nikkelið og nota það
í stál en Toyota og Panasonic em
nú að þróa endurvinnsluaðferðir þar
sem takmarkið er að framleiða nýja
rafgeyma úr þeim gömlu.
Viðnámslitlir hjólbarðar
Nýir orkusparandi hjólbarðar
voru sérstaklega hannaðir fyrir
RAV4 EV rafbílinn. Uppbygging
þeirra er frábrugðin hefðbundnum
dekkjum og þau eru gerð úr harðri
gúmmíblöndu sem dregur úr vegar-
viðnámi um 35% miðað við hefð-
bundna hjólbarða. Þetta minnkaða
viðnám hefur ekki áhrif á bremsu-
getu bílsins á þurrum vegi en hún
er líklega eitthvað minni á blautum
og hálum vegi, að sögn Kinoshita
yfírverkfræðings.
Hvað öryggisatriði varðar á
RAV4 rafbíllinn að vera sambæri-
legur við RAV4 bensínbílinn og
stenst hann öryggiskröfur í Evr-
ópu, Japan og Bandaríkjunum. Á
rafgeymunum er sérstakt öryggi
og lendi rafbíllinn í árekstri af-
tengjast rafgeymarnir sjálfkrafa.
Eins er í bilnum búnaður sem var-
ar við um leið og vart verður við
útleiðslu.
NiMH geymarnir eru þurrgeym-
HLEÐSLUSTÖÐIN er ein-
föld, kassi og einfasa 220 V
grein með 30 ampera öryggi.
ar og því ekki hætta á sýruleka
þótt geymir brotni.
Hleðslustöðvar fyrir RAV4 EV
eru einfaldar í uppsetningu. Sér-
stakur tengill er í hægra fram-
bretti RAV4 EV bíls-
ins fyrir hleðslusnúr-
una sem fylgir bílnum.
Hleðslutengið er tengt
við 220 volta, einfasa
30 ampera lögn. Þegar
hlaða á geymana er
tengið einfaldlega sett
í samband. í bílnum
er klukka sem getur
stjórnað hleðslutíman-
um sem kemur sér vel
fyrir þá sem búa við
næturtaxta á raf-
magni. Það tekur um
10 klukkustundir að
fullhlaða geymana
hafi þeir verið tóm-
ir.
Verðið enn hátt
Að sögn Masao
Kinoshita yfirverk-
fræðings er nú smíð-
aður einn RAV4 EV
bíll á dag. Ársframleiðslan er um
300 bílar. Stefnt er að því að 320
bílar verði settir á markað í
Bandaríkjunum á næsta ári. Að
sögn Björns Víglundssonar, aug-
lýsingastjóra hjá P. Samúelssyni
hf., hefur umboðsaðili Toyota í
Svíþjóð þegar keypt tvo bíla til
reynslu. Hann sagði að verð á
stuttum RAV4 bensínbíl væri nú
1.890.000 kr. Miðað við að rafbíll-
inn yrði 2,5 sinnum dýrari hér,
líkt og hann er nú í Japan, myndi
gripurinn kosta 4.725.000 krónur
sem er ekki lítið. Eftir að fullri
framleiðsluhagkvæmni er náð
myndi verð bílsins vera 2.835.000
krónur miðað við áætlun Kinoshita
yfirverkfræðings um að rafbíll
verði 1,5 sinnum dýrari en bensín-
bíllinn. Ef sú leið yrði farin hér
að leigja kaupendum rafgeymana,
líkt og menn eru að hugleiða á
Jersey, væri kaupverð rafmagns-
bíls eftir að fullri framleiðsluhag-
kvæmni er náð innan við tvær
milljónir króna.
RAFBÍLLINN er sá græni til vinstri og bensínbíllinn til hægri. Greinilega má sjá hvað rafbillinn er lægri frá jörðu vegna rafgeymanna
sem eru undir miðjum bílnum. Rafbíllinn er framdrifinn er bensínbíllinn með sitengdu aldrifi.
I rafbíl á rúntinn
TOYOTA RAV4 EV hefur allt sem fólk á
að venjast í vel búnum nútíma fólksbfl.
Bfllinn er sjálfskiptur, með aflstýri, hjálpar-
átaki á bremsum, loftkælingu, hita í framsæt-
um, útvarpi, rafdrifnum rúðum, líknarbelgj-
um fyrir ökumann og farþega í framsæti,
samlæsingu og þjófavöm. Á þakinu eru tvær
opnanlegar lúgur og hægt taka þær af með
smálagni. Bfllinn sjálfur er nýjung og hlaðinn
nýjungum. Yfir framrúðunni er gegnsæ fílma
og í hana leiddur vægur rafstraumur, þessi
búnaður heldur framrúðunni auðri
af móðu og hélu.
Smábíll með mótorbremsu
Rafbíllinn er byggður á styttri
gerð RAV4 og rúmar fjóra í sæti,
ekki er þó of rúmt um fullvaxna
í aftursætinu. Fljótt á litið virðist
bíllinn ekki mjög frábrugðinn
bensíndrifnum ættingja sínum að öðru leyti
en því að vera rækilega merktur EV sem
merkir Electric Vehicle - rafbíll. Við nánari
skoðun sést þó augljós munur. Rafdrifni
bíllinn er lægri frá jörðu, og á hægra fram-
bretti er lúga fyrir raftengi auk þess sem
önnur lúga fyrir hraðhleðslu er á vinstra
afturbretti. Rafbíllinn er framhjóladrifínn
en bensínbíllinn með sítengdu aldrifí.
Hið innra er ýmislegt sem greinir rafbíl-
inn frá hinum bensíndrifna bróður sínum.
Lengst til vinstri í mælaborðinu er hraða-
mælir, þá kemur stafaröð sem sýnir stöðu
gírskiptingarinnar en skiptistöngin er í gólfí
á milli framsætanna. Þar má sjá stillingu
fyrir mótorbremsu sem hægt er að láta
halda við undan halla. Þá verkar mótorinn
sem rafall og hleður inn á geymana, sama
gerist þegar bremsum er beitt.
í miðhluta innréttingar, á milli sæta, eru
stillingar fyrir miðstöð og loftkæl-
ingu efst, útvarp þar fyrr neðan
og svo kemur stilliborð fyrir
hleðslutæki bflsins.
Hljóðlátur akstur
Til að ræsa vélina er kveikju-
lykillinn settur í kveikjulás og
lyklinum snúið eins langt og hann
kemst meðan stigið er á bremsuna. Það
tekur stutta stund fyrir vélbúnaðinn að
fara í gegnum ræsferlið og fljótlega kvikn-
ar grænt ljós sem gefur til kynna að bíllinn
sé tilbúinn fyrir akstur. Greina mátti lítils
háttar suð rétt á meðan vélbúnaðurinn var
ræstur, annars heyrðist ekkert hljóð sem
gaf til kynna að vélin væri komin í gang.
Það var dálítið skrítin tilfínning að fínna
TOYOTA RAV4 EV
Vél: Sísegulvél með innbyggðum
vatnskældum afriðli.
Afl: Hámarksafl 60 hestöfl (45 kW) við
2.600 snúninga á mínútu. Tog: 165 Nm
við 2.600 snúninga á mínútu.
Drifbúnaður: Einn gír, sambyggður
framdrifsbúnaður.
Rafgeymar: 24lokaðirNiMH(nickel
metal hydride) 12 volta, 95 ampera
geymar, 288 volta kerfi.
Hleðslutæki: Innbyggt (einfasa, rið-
straums, 200-240 V, 30 amper. Hleður
geymana úr 20% hleðslu í 100%
hleðslu á 8 klukkustundum.
Stýri: Rafknúið vökvaaflstýri með tann-
stangardrifi.
Hemlar: Vélarhemill sem nýtirtregðu
til raforkuframleiðslu og rafknúin sog-
dæla sem léttir ástig.
Hjólbarðar: 195/80R 16 viðnámslitlir
hjólbarðar.
Loftræstikerfi: Afkastamikil varma-
dæla fyrir miðstöð/loftkælingu.
Annar búnaður: Upphituð framrúða,
upphituð framsæti, AM/FM útvarp.
Lengd: 3.695 mm. Breidd: 1.695 mm.
Hæð: 1.620 mm. Hjólhaf: 2.200 mm.
Heildarþyngd: 1.720 kg. Eigin þyngd:
1.460 kg.
Hámarkshraði: 125 km á klukkustund.
Langdrægi á einni hleðsiu (borgarum-
ferð): Yfir 200 kílómetrar.
bílinn renna hljóðlaust af stað. Eftir því sem
hraðinn jókst heyrðist meira vegarhljóð frá
hjólbörðunum á sléttu malbikinu og smá-
dynkir ef ójöfnur voru á veginum. Inn um
opna þaklúguna heyrðist fuglasöngur og
létt vindgnauð.
Bíllinn seig af stað fyrstu metrana, en
um leið og hann var farinn að snúast var
auðvelt að spretta úr spori. Rafbíllinn er
200 kílóum þyngri en sambærilegur bensín-
bíll, enda með næstum hálft tonn af raf-
geymum undir gólfínu. Þrátt fyrir þessi
aukakíló var bíllinn ótrúlega sprækur og
þurfti að hafa auga með hraðamælinum til
að aka ekki yfír leyfðum 65 km hámarks-
hraða á Jersey. Krafturinn var nógur til að
taka framúr og brattar brekkur reyndust
ekkert vandamál.
Þegar ekið var niður brekkur hélt mót-
orbremsan ágætlega við. Bremsur bílsins
hagnýta tregðuna til rafmagnsframleiðslu,
rafmótorinn verður rafall og hleður geym-
ana.
Fjöðrunin var góð á malbikinu en um leið
og komið var af bundnu slitlagi á holóttan
malarveg sögðu hörð dekkin til sín. Þau
gáfu auðfinnanlega miklu minna eftir en
hefðbundnir hjólbarðar og bíllinn varð veru-
lega hastur.
RAV4 EV er fyrst og fremst hannaður
fyrir borgarakstur. Sem slíkur getur bíllinn
hentað mjög vel þeim sem ekki þurfa að
aka meira en 200 km á dag og eiga fasta
höfn að kvöldi, þar sem er passlegt raftengi.
Bíllinn var
ótrúlega
sprækur og
þurfti að hafa
auga með
hraðanum.