Morgunblaðið - 13.04.1997, Side 24
24 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
fengum alla aðstoð sem við þurftum
á að halda. Við náðum ótrúlega
góðri ímynd á mjög skömmum tíma.
/ Snemma á árinu ’96 vorum við orð-
in virt í Kína sem leiðandi aðili á
okkar sviði, þótt við hefðum ekki
selt eina einustu vél. Þetta varð til
þess að við ákváðum að opna skrif-
stofuna í Peking en ekki í Seoul.“
Tekur tíma að skilja
hvernig þjóðfélagið virkar
RÚNAR Már við eina af endurvinnsluvélunum sem Silfurtún í Garðabæ framleiðir.
MANNLEGIÞA TTUHNN
STERKAEIíKÍNA
VIÐSKIPri AMNNULÍF
Á SUNNUDEGI
►Rúnar Már Sverrisson fæddist í Los Angeles 1959. Hann ólst
upp í Keflavík til átta ára aldurs, en flutti þá til Reykjavíkur.
Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund 1979 og hélt
síðan til Danmerkur í tækninám. Rúnar útskrifaðist sem rekstrar-
tæknifræðingur frá Odense Teknikum 1986. Hann vann sem
framleiðslustjóri hjá AXIS í eitt ár, síðan á verkfræðistofunni
Vista í fjögur ár. Eftir það stofnaði hann eigið fyrirtæki, Gagna-
eyðingu, fór síðan í mastersnám í Noregi, þangað til hann hélt
til Kína. Frá 1995 hefur hann svæðisstjóri Silfurtúns í Asíu.
eftir Súsönnu Svavarsdóttur
ILFURTÚN er fyrsta ís-
lenska fyrfirtækið sem
nær stórum viðskipta-
samningi við Kínverja.
Framkvæmdastjóri Asíusvæðisins,
Rúnar Már Sverrisson, hefur aðset-
ur í Peking og þegar blaðamaður
hitti hann þar á dögunum var orðið
nokkuð ljóst að framtíðin væri björt,
eftir að norskt fjármagn hafði verið
lagt í fyrirtækið.
Rúnar Már hefur haft aðsetur í
Kína meira og minna frá árinu
1994. Hann fór til Kína í „lakkrís-
ævintýrinu" svokallaða, en eins og
menn eflaust muna voru íslending-
ar í samvinnu við Kínveija um að
stofna lakkrísverksmiðju.
„Þegar ég kom út, sumarið ’94,
var búið að loka verksmiðjunni,"
segir Rúnar. „Þetta var klúður frá
beggja hálfu. Verksmiðjan var í
Canton og menn voru lengi vel ekki
ekki sammála um hvernig ætti að
skilja við hlutina.
Guangzhou-borg gerði tilkall til
landsins sem verksmiðjan stóð á.
Þetta er mesta þenslusvæðið í Kína
og borgin var að þenjast mikið út
á þessum tíma. Verksmiðjan stóð á
mörkum nýja og gamla miðbæjarins
og ráðamenn vildu að hún yrði flutt
út fyrir borgina. Deilan stóð um
bætur fyrir lokun verksmiðjunnar.
Þar sem menn voru ekkert ósáttir
við að hætta starfseminni var þetta
spurning um hvað bæturnar ættu
að vera miklar til íslendinganna.
Það eru ákveðnar bætur í boði,
en það hefur ekki náðst sátt um
þær. Húsið var framlag Kínveija
til fyrirtækisins. Þegar landið rauk
síðan upp í verði vildu íslendingarn-
ir njóta verðgildis þess, en Kínveij-
ar neituðu. Þeir sögðu landið vera
eign kínverska ríkisins og annar
eignarréttur hefði aldrei verið stað-
festur."
Viðskiptasendinefnd
til Peking
Nú, enn hefur ekki náðst sátt
um málið, en Rúnar hefur snúið sér
að öðrum verkefnum.
„Þegar ég var staddur í Guangz-
hou-borg var hringt í mig og ég
var beðinn um að stofna skrifstofu
Silfurtúns í Asíu. Það var verið að
gera samninga við Kóreu og það
leit allt mjög vel út í Asíu. Upphaf-
lega var meiningin að opna skrif-
stofuna í Seoul og var allt sett á
fullt við undirbúning þess.
Á sama tíma fórum við að und-
irbúa þátttöku í vörusýningu í Pek-
ing og ætluðum þá að taka Kína
inn í Kóreudæmið. Þegar við svo
vorum komin með alla bæklinga,
myndbönd og kynningar á kín-
versku var okkur óvænt boðið að
koma til Kína, þegar Vigdís Finn-
bogadóttir forseti kom í opinbera
heimsókn. Með henni í för var Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra
og var hann í forystu fyrir við-
skiptasendinefnd, þar sem voru full-
trúar frá fimm fyrirtækjum. Það
voru sjö manns í nefndinni, þar af
þrír frá Silfurtúni."
Hvað eruð þið að selja?
„Silfurtún framleiðir vélar sem
endurvinna pappír og framleiðir úr
honum eggjabakka og fleira. Þetta
var sú hugmynd sem við kynntum,
þegar við komum til Kína. Hins
vegar er það svo að í Kína ferðast
fólk mikið með lestum. í þeim er
hægt að kaupa matarbakka, sem
hafa hingað til verið úr plasti. Fólk
fleygir þessum plastbökkum út um
gluggana og meðfram öllum jám-
brautarteinum í landinu má sjá
hvíta línu — sem þeir kalla snjólín-
una. Það er ekki hægt að pakka
mat í bakka úr endurunnum papp-
ír, nema eplum, eggjum og öðru
slíku og það kom upp sú hugmynd
að nota nýjar trefjar til að fram-
leiða matarbakkana.
Reynslan frá Guangzhou-borg
nýttist mér vel þarna. Ég var búinn
að gera mér grein fyrir því að
maður gerir enga stóra hluti í Kína
nema fara „top-down“. Það er að
segja, ef þú reynir að byija neðst
niðri og vinna þig upp í æðstu stöð-
ur, þá er það mjög erfitt.“
Hvers vegna?
„Vegna þess að kerfið hér er al-
veg öfugt við það sem gerist á
Vesturlöndum. Þú byijar á því að
kynna þig á æðstu stöðum. Þú byij-
ar á ráðherrum og þeir kynna þig
síðan tröppugang niður. Það verður
fyrst að tala við þá sem ráða ein-
hveiju. Það er ekkert hlaupið að
því að stofna fyrirtæki hér í Kína
og þar spila margir þættir inn í.
Þegar við fórum í heimsóknina
með Vigdísi forseta og Halldóri
utanríkisráðherra vorum við búin
að undirbúa samstarfssamning við
fyrirtæki hér í Peking, sem þá var
staðfestur af ráðherra véla- og iðn-
aðar. Hann ræður yfir 25% af þjóð-
arframleiðslu Kína.
Bara sá fundur einn, sem við
sátum með utanríkisráðherra, skap-
aði okkur þann sess sem við þurft-
um á að halda. Við fengum gífur-
lega mikla athygli og umfjöllun í
kjölfar heimsóknarinnar og við
„Þegar erlend fyrirtæki koma til
Kína reyna þau að gefa sér tvö til
þijú ár, bara til að horfa út um
gluggann, skilja hvernig þetta þjóð-
félag virkar og afla sambanda áður
en þau byija að hafa einhvern hagn-
að. Það tók sænska fyrirtækið, Eric-
son, sjö ár — og mikið tap áður en
starfsemin fór að bera sig.
Eftir sýninguna í nóvember ’95,
fengum við gífurlegan fjölda af
fyrirspumum og það fóm í hönd
endalausir samningafundir og
kynningar. Menn voru mjög ákafir
að gera við okkur samstarfs- eða
kaupsamning. Það tók tíma að átta
sig á því hveijir væru raunveruleg-
ir kaupendur og hveijir væm bara
að taka þátt í þessum stóra leik.
í lok apríl ’96 skrifuðum við und-
ir kaupsamning sem hefur haldið.
Það var innan við ári eftir að við
hófum starfsemi hér, sem þótti
nokkuð gott.
Þegar þú nærð samningi í Kína
sem er raunhæfur, þá er hann mjög
mikill áfangi, þvi að samningaferlið
er mjög flókið og koma margir við
sögu við frágang og fjármögnun.
Það er nauðsynlegt að skilja það,
að þegar Kínveijar skrifa undir er
það fyrsta skrefið í löngu ferli sem
ekkert endilega þarf að fela í sér
uppfyllingu samningsins. Það eru
margar síur á leiðinni sem þarf að
komast í gegnum. Til dæmis þarf
bankinn þeirra að hafa kvóta til
þess að lána í verkefni af þessu
tagi og verkefnið þarf að öðru leyti
að falla inn í stefnu ríkis og sveitar-
stjórna hveiju sinni.“
Olíkar fjármögnunaraðferðir
„Fjármagn í Kína er af mjög
skornum skammti en markaður fyr-
ir umbúðir góður. Við höfum verið
að reyna að hjálpa þeim til að kom-
ast í gang með fjárfestingar og
höfum verið að vinna með stjórn-
völdum hér í Kína til að leysa málið.
Það sem Kínveijar vilja helst er
að gera milliríkjasamning milli Is-
lands og Kína, sem felur í sér svo-
kallað „soft-loan“; þ.e.a.s. að við
lánum þeim peninga til valinna
verkefna; lán með lágum vöxtum
til langs tíma, með ríkisábyrgð Kín-
veija.
Vandamálið er, að menn eru al-
mennt sammála um að þetta sé góð
leið, meira að segja hjá íslenskum
stjórnvöldum, en það strandar á því
að það er ekki til farvegur fyrir
svona fyrirgreiðslu heima. Níutíu
prósent samninga í Kína eru gerðir
við ríkisfyrirtæki og það er mjög
mikilvægt að átta sig á því hve
stór hluti viðskipta Kínveija heyrir
beinlínis undir stjórnvöld, sem á
vissan hátt stríðir gegn fijálshyggju
afstöðu íslenskra stjórnvalda.
Sendiráð íslands hér í Peking,
og fleiri, hafa margítrekað og hvatt
til þess að farin verði sú leið sem
Kínveijar óska vegna þess að það
myndi ekki bara hjálpa okkur, held-
ur einnig fyrirtækjum í jarðhita-
tækni, fiskvinnslutækni og hugbún-
aði — og í rauninni hveiju því verk-
efni sem félli innan þess ramma sem
samið yrði um.
Síðan eru aðrar leiðir til fjár-
mögnunar sem við erum að skoða
og eru ekki háðar stjórnvöldum
heima.
Fáeinum dögum eftir að blaða-
maður hitti Rúnar Má í Peking
komst á samstarf um fjármögnun
úr norrænum sjóðum. „Þeir taka
mjög jákvætt í þessa fjármögnun,"
segir Rúnar, „vegna þess að þetta
er búnaður sem er meðal annars
notaður til umhverfisverndar;
þ.e.a.s. hann framleiðir umbúðir
sem eru umhverfisvænar. Þessi teg-
und fjármögnunar fellur einnig vel
að möguleikum og hugmyndum kín-
verskra stjórnvalda.“ Rúnar sagði
að nýlega hefðu aðstæður Silfur-
túns stórbatnað með nýju hlutafé
frá norskum íjárfestum, en Norð-
I
t
)
[
1
í
i
1
I
i