Morgunblaðið - 13.04.1997, Síða 27

Morgunblaðið - 13.04.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 27 Útúr skápnum í LISTHÚSI 39 við Strandgötu í Hafnarfirði hefur verið opnuð sýning Einars Unnsteinssonar, sem hlotið hefur heitið „Út úr skápnum". Þar eru til sýnis veggskápar af ýmsum gerðum. Skáparnir eru unnir úr margvíslegum viðartegundum og er efnið ýmist nýtt eða notað. Þetta er fyrsta sýning Einars en hann hefur unnið við smíðar og ýmiss konar handverk, innréttinga- og húsgagnasmíðar, leðursaum og búningagerð auk leikmuna- og leik- myndasmíða síðan árið 1977. Einar stundaði nám við handa- vinnudeild KHÍ á árunum 1976- 1979, við húsgagnasmíðadeild Iðn- skólans í Reykjavík árin 1982-1983 og við trésmíðadeild CCAC, Cali- fornia College of Arts and Crafts, árin 1991-1992. Sýningin er opin sem hér segir: Mánudaga til föstudaga kl. 10-18, laugardaga frá kl. 12-18 og sunnu- daga frá kl. 14-18. Sýningin stend- ur til sunnudagsins 27. apríl. ------» ♦ »---- Sinfónían á Selfossi Selfossi. Morgunblaðið - SINFÓNÍUHUÓMSVEIT íslands mun leika í íþróttahúsinu á Selfossi á mánudagskvöld 14. apríl klukkan 20.00 undir stjórn Petri Saakari. Tónleikarnir eru liður í verkefninu Tónlist fyrir alla en fyrr um daginn mun hljómsveitin leika fyrir skóla- nemendur í Árnessýslu klukkan 11.00 og 13.30. Tónleikar þessir eru orðnir árlegur viðburður og hafa alltaf verið vel sóttir. Á tónleikunum munu barnakórar í uppsveitum Árnessýslu syngja barnalagasyrpur með hljómsveitinni og kórar tveggja framhaldsskóla einnig , kór Fjölbrautaskóla Suður- lands og kór Menntaskólans að Laugarvatni. ------♦ ♦ ♦ Irena Jensen í galleríi Smíðar o g skart IRENA Jensen grafíklistakona hefur opnað sýningu í gallerí Smíðar og skart, Skólavörðustíg 16A. Irena er listamaður apríl-mánaðar í gallerí Smíðar og skart og er þetta fjórða einkasýning hennar. Myndirn- ar, sem allar eru unnar á þessu ári, eru unnar í koparætingu og Mezzot- intu. Þema sýningarinnar er mann- lífsmyndir og viðfangsefni Irenu að þessu sinni er hið daglega líf. Sýning- in stendur til 28. apríl og er opin á verslunartíma frá kl. 11-18, virka daga og 11-14 laugardaga. ------♦ ♦ ♦---- Spunasýning í Kramhúsinu ÚTSKRIFTARHÁTÍÐ Sjeikspír- anna verður í Kramhúsinu í kvöld, sunnudag, og hefst kl. 20. Sjeikspírurnar er leiksmiðja fyrir ungt fólk og hefur hópurinn starfað saman í fimm ár og er nú á aldrinum 14-19 ára. Sjeikspírurnar hafa jafnan leitað fanga í verkum Shakespeares, segir í kynningu, og hefur hann reynst óþijótandi brunnur og tilefni til ótal spuminga og vangaveltna um mann- legt eðli. Spunasýningin nú nefnist: Hvað er bak við grímuna? ------» ♦ ■♦--- Tarzan-sýning- unni að ljúka SÝNINGUNNI Tarzan á íslandi í 75 ár, sem opnuð var í anddyri Þjóð- arbókhlöðunnar 21. janúar, lýkur miðvikudaginn 16. apríl. SÖNGHÓPUR Móður jarðar Tónleikar Sönghóps Móður jarðar SÖNGHÓPUR Móður Jarðar heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, sunnudaginn 13. apríl kl. 17. Sérstakir gestir tónleikanna verða Emil og Anna Sigga söngflokkurinn. Hópurinn saman stendur af 10 konum og hefur hann starfað í rúm tvö ár og staðið fyrir tónleikum og ýmsum uppákomum hér í Reykjavík og úti á landi. Hópurinn hefur aðal- lega sungið „Gospel“-tónlist, en á þessum tónleikum verður syrpa af íslenskum þjóðlögum (t.d. Ljósið kemur langt og mjótt, Móðir mín í kví, kví, Séra Magnús), lög eftir Paul Simon og afrísk og amerísk „Gospel“-tónlist. Sönghópurinn heldur aðra tónleika í Fríkirkjunni á sumardaginn fyrsta, 24. apríl, kl. 20.30. OPIÐ: Laugardag frá kl. 10.oo-l6.oo Sumiudag frá kl. 13.oo-17.oo ítarlegar upplýsingar um Mercedes-Benz og MAZDA eru á heimasíðu okkar: www.raesir.is Mercedes-Benz Frumsýnum nýja SLK sportbílinn, sem nú fer sigurför um heiminn. Að auki C- og E- fólksbílana og nýja ACTROS vörubílinn, sem kjörinn var vörubíll ársins 1997 í Evrópu, VITO sendi- og fjölnotabílinn og SPRINTER sendibíla. Mercedes-Benz OgMAZDA Allar gerðir MAZDA fólksbíla, með 4ra eða V-6 strokka vélum og sendi- og pallbíla. MAZDA er nýtískuhönnun fyrir nútíma fólk! RÆSIR HF SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍ K SIM1 561 9550

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.