Morgunblaðið - 13.04.1997, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ
730 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997
SKOÐUN
VEIÐIGJALD-
IÐ ÚTFÆRT
Nú undanfarið hefur verið mikið
rætt um sk. veiðigjald eða veiði-
^leyfagjald og virðist stór hluti þjóð-
arinnar vera sammála um að leggja
á slíkt gjald. í umræðuna hefur þó
tilfinnanlega vantað útfærslur á
veiðigjaldinu og er markmið þessar-
ar greinar að bæta þar úr. Greinin
er þannig uppbyggð að fyrst verður
greint frá helstu kostum og göllum
núverandi kerfís og síðan greint frá
því hvemig veiðigjaldið verður út-
fært og tíundaðir helstu eiginleikar
þess kerfís.
Kostir aflamarksins
1. Það tryggir nauðsynlega
verndun og viðgang fískistofnanna.
Þess má þó geta hér að öðrum að-
*.ferðum er einnig beitt s.s. lokun
veiðisvæða.
2. Það tryggir stöðugleika í grein-
inni því að útgerðir fá ávallt úthlutað
sama hlutfalli af heildarafla á hveiju
ári. Þetta kerfí tryggir það að útgerð-
ir verða eingöngu fyrir skerðingu ef
heildaraflamark er minnkað og ættu
því að geta skipulagt starfsemi sína
eitthvað fram í tímann.
3. Frjálst framsal á aflaheimild-
um tryggir að hagræðing verði í
greininni. Það gerist annars vegar
^ með sérhæfíngu, þ.e.a.s. að ákveðin
'"■'skip færa slnar aflaheimildir að
miklu leyti á einstakar tegundir, og
hins vegar með því að aflaheimildir
færast til betur rekinna útgerða frá
hinum slakari. Þetta eykur á heild-
arhagkvæmni greinarinnar. Rétt er
að leiðrétta þann leiða misskilning
strax að engin trygging er fyrir því
að það fé, sem hinar betur reknu
útgerðir nota til að kaupa kvóta,
haldist innan greinarinnar, því selj-
endur kvóta geta allt eins hætt
rekstri í greininni.
Gallar aflamarksins
1. Útgerðir sem kaupa kvóta
geta það vart án þátttöku sjó-
manna, því hvernig er unnt að
"'i’leigja kvóta á 70-80 kr./kílóið og
borga svo sjómönnum hlut líkt og
kvótinn hefði verið ókeypis? Og
hvernig geta þessar útgerðir keppt
við þær útgerðir sem fá allan sinn
kvóta ókeypis? Enda hefur komið
á daginn að sjómenn eru neyddir,
oft með úrslitakostum, til að taka
þátt í kvótakaupum. Ef útgerðar-
manni dettur hins vegar í hug að
selja kvóta fá hinir sömu sjómenn
ekkert í sinn hlut.
Þetta gengur augljós-
lega ekki upp.
2. Það særir mjög
réttlætiskennd þjóðar-
innar að mönnum skuli
vera afhentar ókeypis
veiðiheimildir sem þeir
geta síðan selt á upp-
sprengdu verði.
3. Ekkert í núver-
andi kerfí gefur kost á
sveiflujöfnun. Því hefur
gengið yfírleitt verið
nýtt til sveiflujöfnunar
með slæmum afleiðing-
um fyrir annan iðnað,
sérstaklega útflutn-
ingsiðnað, og þjóðar-
búið í heild sinni.
4. Fijálsa framsalið getur leitt til
þess að kvótinn færist sífellt á færri
og færri hendur og þá skapast sú
hætta að eitt, eða örfá fyrirtæki,
ráði yfír meginhluta kvótans. Þá
getur það einnig gerst að stór hluti
útgerðarmanna verði leiguliðar hjá
þessum aðilum.
Á vUligötum
Helsti talsmaður þessa kerfís,
sjávarútvegsráðherrann, Þorsteinn
Pálsson, hefur gert lítið úr þeim
göllum sem eru á kerfínu. Fyrsta
atriðinu afneitar hann með öllu með
dyggum stuðningi Landssambands
útvegsmanna og það þrátt fyrir að
skilaverð á þorski til sjómanna sé
allt niður 130 kr./kíló. Öðru atriðinu
svaraði hann loks á mjög hreinskil-
inn hátt í sjónvarpsþætti nú á dög-
unum þar sem hann, dómsmálaráð-
herrann sjálfur, sagði orðrétt:
„Af því að hugtakið réttlæti er
nú mikið notað, það er að vísu vafa-
samt að byggja mikið á því.. .það
getur leitt menn á villigötur."
Hér átti Þorsteinn við fískveiði-
stjórnunarkerfíð og sýna þessi
ummæli hans svo ekki verður um
villst að það óréttlæti sem við-
gengst í núverandi kerfi háir hon-
um ekki mikið. Ég hef aldrei heyrt
Þorstein minnast á þriðja atriðið
en hann telur hins vegar að taka
þurfi á því fjórða og boðar tvíþætta
lagasetningu í þeim efnum. Annars
vegar að takmarka hámarks kvóta-
eign einstakra fyrirtækja og hins
vegar að skylda útgerðir með ákv.
magn aflaheimilda til að fara á al-
mennan hlutabréfamarkað. Fyrra
atriðið liggur mjög
beint við og mætti
eflaust beita sam-
keppnislögum en hið
síðara er vægast sagt
fáránlegt. Hvernig
dettur ráðherranum í
hug að fara að hlutast
til um það hvaða eign-
arform menn kjósa sér
að hafa á fyrirtækjum
sínum? Eru þess ein-
hver fordæmi í lýð-
ræðisþjóðfélagi?
Nýtt kerfi
Það kerfí sem hér
er lagt til að tekið verði
upp er að mestu leyti
sambærilegt núverandi aflamarks-
kerfí með nokkrum undantekning-
um. Það byggir á því að allar útgerð-
ir verða að kaupa veiðiheimildir af
hinu opinbera, fulltrúa eigenda, á
hveiju ári. Til að tryggja stöðugleika
í greininni munu núverandi hand-
hafar veiðiheimildanna hafa for-
kaupsrétt á megninu af þeim veiði-
Eigendur kvótans, þ.e.
allir landsmenn, segir
Helgi Hjálmarsson, fá
eðlilegt markaðsháð
verð fyrir veiðiheimild-
imar á hveijum tíma.
heimildum sem þeir höfðu og veiddu
á fyrra ári. Afgangurinn af veiði-
heimildunum, þ.e.a.s. þær sem for-
kaupsrétthafar keyptu ekki, þær
sem eru leigðar innan ársins og lít-
ill hluti veiðiheimilda allra er síðan
seldur í almennu útboði. Verðið í
almenna útboðinu er síðan nýtt til
að reikna sanngjarnt verð á for-
kaupsmarkaði næsta árs. Með kaup-
um á kvóta í almenna útboðinu
tryggja menn sér forkaupsrétt fyrir
næsta ár.
Ávinningur
Ekki verður braskað með veiði-
heimildir því í raun er aðeins unnt
að leigja kvóta innan ársins. Til að
tryggja sér varanlegar veiðiheimild-
ir verður að kaupa þær á útboðs-
Helgi
Hjálmarsson
markaðinum eða kaupa skip með
veiðiheimildum. Þar sem menn glata
forkaupsréttinum með því að leigja
kvótann mun þetta kerfi tryggja að
þeir sem vilja veiða kvótann eignist
hann. Menn glata ekki forkaupsrétt-
inum ef skipt er á jafngildum veiði-
heimildum eða við tilfærslu milli
skipa sömu útgerðar.
Hlutfallið sem er ávallt sett á
útboðsmarkaðinn af öllum kvóta á
hveiju ári má hugsa sem eignaskatt
á kvótann. Markmið þessa ákvæðis
er að tryggja að eðlilegt markaðs-
verð myndist á kvótanum og að
auðvelda nýliðun í greininni.
Eigendur kvótans, þ.e. allir lands-
menn, fá eðlilegt markaðsháð verð
fyrir veiðiheimildimar á hveijum
tíma. Ekki er um það að ræða að
gjaldið verði svo hátt að útgerðin
geti ekki borið það því útgerðar-
menn munu ekki bjóða hærra verð
en þeir geta borgað.
Þar sem allur kvóti er í raun
keyptur á hveiju ári, er ekki óeðli-
legt að sjómenn taki þátt í að borga
hann. Tekjur af kvótasölunni mætti
nýta til að borga sjómannaafsláttinn
og skapa þannig góða sátt um hann.
Þetta kerfí tryggir það að þegar
uppgangur verður í greininni, mun
verð á kvóta hækka og þar með er
fé dregið út úr greininni á mun
eðlilegri hátt en með því að láta
gengið hækka og skapa með því
öðrum útflutningsiðnaði stórvanda.
I niðursveiflu mun verð á kvóta
lækka og jafnvel má hugsa sér, ef
sveiflan er mikil, að veiðigjaldið
geti breyst í veiðistyrk og þá myndu
þær útgerðir veiða aflann sem sættu
sig við lægsta styrkinn. Þess má
geta að ef Islendingar gerðust aðilar
að EMU væri ekki unnt að nota
gengið til sveiflujöfnunar og því
þyrfti aðferð af þessu tagi að koma
til.
Þar sem stór hluti veiðiheimilda
gengur nú kaupum og sölum á ári
hveiju, eða um 30-40%, er ljóst að
framboð verður mikið á almenna
útboðsmarkaðinum og því mun verð
á veiðiheimildum örugglega lækka.
Því er í raun fásinna að halda því
fram að veiðigjald muni leggjast
ofan á núverandi uppsprengt kvóta-
verð, fella gengið um fjölda pró-
senta og valda kollsteypu í þjóðfé-
laginu. Þvert á móti myndi kerfi af
þessu tagi auka stöðugleika í þjóðfé-
laginu.
Með þessu kerfi er mjög auðvelt
að skipta kvótanum upp milli skipa-
tegunda, þ.e. frystitogara, ísfísktog-
ara, smábáta o.s.frv., landshluta eða
einhvers annars sem mönnum dettur
í hug. Kerfíð myndi þá virka þannig
að í almenna útboðinu fengju t.d.
frystitogarar einungis að kaupa upp
að þeirri hlutdeild sem þeim er ætl-
aður. Eignaskatturinn myndi síðan
tryggja það að smám saman myndi
sú hlutdeild nást sem menn stefna
að. Ég mæli ekki með þessari leið
því að takmarkanir á framsalinu
draga úr hagkvæmni eins og oft
hefur komið fram í umræðunni.
Forkaupsrétturinn tryggir stöð-
ugleika í greininni þannig að hann
mun ekki raskast frá núverandi
kerfí.
Til sveiflujöfnunar yrði útgerðar-
mönnum heimilt að leggja kvóta inn
á uppboðsmarkaðinn án þess að
glata forkaupsréttinum, ef skip
þeirra bila eða ef aðrar sambærileg-
ar aðstæður koma upp.
Ríkisafskipti minnka því bjóða
mætti rekstur kvótamarkaðarins út
og leggja niður núverandi sjóða-
kerfi.
Forsendur
Algjör forsenda fyrir því að kerfí
sem þetta virki er að menn hætti
þeim „pilsfaldakapítalisma" eða
sjóðasukki sem hefur verið stundað
í greininni. Nauðsynlegt er að
óábyrg fyrirtæki sem bjóða of hátt
verð í kvótann fái að sigla sinn sjó.
Forystumenn ríkisstjórnarinnar tala
eins og styrkjastefnan sé aflögð, en
minna má á að skammt er síðan
300 milljónir af almannafé fóru í
svokallaða Vestfjarðaaðstoð.
Nokkur ár þarf til að koma þessu
kerfí á til að koma ekki aftan að
þeim útgerðum sem keypt hafa
kvóta undanfarið dýru verði. Þetta
held ég að væri best gert með því
að byija á því að hafa forkaupsrétt-
arkvótann ókeypis en byija strax
að innheimta eignarskatt af kvótan-
um og selja þann kvóta, auk kvóta
sem framseldur er, á uppboðsmark-
aðinum.
Hversu hátt gjald?
Ég tel að nánari greining þurfi
að fara fram til að geta ákvarðað
hvað væri eðlilegt eignarskattshlut-
fall og verð á forkaupsmarkaði. En
svona sem fyrsta ágiskun teldi ég
ekki óeðlilegt að eignaskatturinn
væri um 5-10% og að verð á for-
kaupsmarkaði væri um 15-25% af
útboðsmarkaðsverði síðasta árs.
Síðara hlutfallið virkar e.t.v. lágt
en þess ber að gæta að kvóti sem
keyptur er á útboðsmarkaðinum
tryggir forkaupsrétt af kvótanum í
framtíðinni.
Ráðstöfun tekna veiðigjaldsins
skiptir ekki meginmáli í umræð-
unni, en merkilegt er að ýmsir tals-
menn óbreytts kerfis eru á móti
veiðigjaldi vegna þess að þeir óttast
svo mikið að stjórnmálamenn séu
ekki færir um að ráðstafa tekjunum
og það þrátt fyrir að samflokksmenn
þeirra hafí verið við stjómvölin
mörg undanfarin ár! En að sjálf-
sögðu mætti tilgreina í lögunum
hvemig ráðstafa skuli tekjunum,
t.d. mætti greiða niður erlendar
skuldir eða lækka tekjuskatt ein-
staklinga.
Þrátt fyrir að útfærslan sé nokk-
uð ítarleg em eflaust atriði sem
ekki hefur verið minnst á hér sem
þarf að taka á. Það er von mín að
þessar hugmyndir að nýju fiskveiði-
stjórnunarkerfi verði til þess að
ráðamenn þjóðarinnar fari að ræða
þessi mál af meiri alvöru og skyn-
semi en hingað til.
Höfundur er verkfræðingur.
Meiriháttar tilboð sem erfitt er að hafna;
17" skjár kr. 5.9
.Tölvukiör
Tolvu.-
verslun
heimilanna
(*) Viðskiptavinum Tölvukjara býðst nú einstakt tækifæri því við bjóðum vandaða
með öllum tölvum fyrir aðeins kr. 5.900 viðbótarverð!
Trust Pentium 133 margmiðlunartölva
16 Mb ED0 minni -15" PV litaskjár
2,5 Gb Quantum diskur - 2 Mb S3 Trio 64 V+skjákort
SoundBlaster 16 hljóðkort - SoundWave 240 W hátalarar
8 hraða Toshiba geisladrif - Windows 95 lyklaborð - Mús
Hugbúnaður: QZ Virtual - Windows 95 - Leikjapakki
17" lítaskjái
kr. 123.900 m/15" skjá
kr. 129.800 m/17" skjá
Fræðsla & fjör í Tölvukjör - öll fimmtudagskvöld til kl. 22:00
i 5
kjavík
J 2323
2329
ir@itn.is
18:30
-22:00
6:00 A