Morgunblaðið - 13.04.1997, Page 32

Morgunblaðið - 13.04.1997, Page 32
Ath. Vegna þess að Medisana Turbo eru ur 85% nattúruelnun er mögulest að vera í þeim i 8-10 klst. á dag án áþæginda. m % % i f i i i i i I I 4 4 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM HUGSAÐ MILLI HOFS OG HÓLA Vel kemur til greina, að mati Bolla Gústafsson- ar, að skipta landinu í þrjú biskupsdæmi. Þátt- taka biskupanna í stjórnunarstörfum yrði jöfn o g þeir skiptu með sér ábyrgð og álagi. ar ísleifssonar í Skálholti, er setið hafði að stóli 20 vetur eða því nær, er hann féllst á að annar biskups- stóll yrði settur í Norðlendingafjórð- ungi. Það er athyglisvert að megin- ástæður fyrir sameiningu biskups- stólanna við uphaf 19. aldar voru ekki af menningarlegum eða trúar- legum rótum runnar, heldur einvörð- ungu sparnaðarráðstafanir. Mæltist þessi sameining embættanna mjög illa fyrir, og þó sérstaklega á Norð- urlandi, sem vonlegt var. Þótti mönnum þar sem þeir væru sviptir „höfuðprýði" sinni, er biskup þeirra var frá þeim tekinn, eins og kunnur kirkjusagnfræðingur komst að orði. í sjö hundruð ár höfðu ýmsir af mætustu sonum þjóðarinnar setið að Hólastóli. Þá varð þeim þetta því tilfinnanlegra að með biskupsdæmi sínu var Norðurland einnig svipt skóla sínum. Til þess dags hafa aðeins 12 menn gegnt embætti biskups íslands, enda ekki langt liðið frá stofnun þess. Þar hafa hæfir menn sinnt þessu umfagnsmikla embætti, en áreiða.n- lega oft í mikilli einsemd. Fyrir daga þeirra sátu hins vegar 44 biskupar í Skálholti frá árinu 1056 til 1801 og á Hólum 36 biskupar frá 1106 til 1798. Þótt biskupar í Skálholti og á Hólum hafí ekki ævinlega verið sam- stíga eða sammála verður ráðið af sögunni, að þeir hafí oftar en ekki styrkt hvom annan og ekki síst vak- ið hollan metnað, kristni og kirkju miklu fremur til heilla og hagsbóta. ra Fljótlega kom í ljós, þegar biskup var orðinn einn í landinu, að það reyndist honum ofviða að gegna mik- ilvægri þjónustu auk stjómun- arstarfa. Atti það sérstaklega við um visitasíur. Það var og er einum manni algjörlega um megn að komast yfir það verkefni að heimsækja söfnuði og presta á reglubundinn hátt. Hygg ég að flestir séu á þeirri skoðun, að þessi mikilvægi þáttur í starfí biskups komist ekki í æskilegt og gagnlegt horf fyrr en það er falið fleiri biskup- um, sem skipta með sér þeirri mikil- vægu skyldu. Eigi það að vera með þeim hætti, sem tíðkast í nágranna- löndum okkar, t.d. í Noregi, yrðu þrír biskupar að skipuleggja reglu- bundnar vísitasíur innan þriggja stifta og mætti þá gera ráð fyrir, að þær kæmust í það horf, sem viðun- andi teldist og til gagns yrði. Oft er á það minnst, þegar vísitas- íur ber á góma, að ekki megi gleyma hlut prófastanna. Það vil ég síst af öllu gera og geri mér fullljóst, að prófastar em bundnir af prestsþjón- ustu og sitja margir í fjöimennum prestaköllum. Þeir eiga því margir óhægt með að rækja vísitasíuskyldu sína, enda eru verkefni í prests- og prófastsembættum margþætt, krefj- andi og með ýmsum hætti. Því munu tíðar og reglubundnar vísitasíur bisk- upa verða próföstum til hagsbóta í störfum þeirra. En samstarf stiftis- biskups og prófasta verður að vera náið og rækt af heillyndi. Frá árinu 1909 hafa hin fomu stifti, kennd við Skálholt og Hóla, haft vígslubiskupa, sem ekki áttu þó heima á hinum fomu biskupssetmm ÞANN 15. mars sl. birtist grein í Morgun- blaðinu eftir dr. Pétur Pétursson, prófessor við guðfræðideild Há- skóia íslands. Hún varð mér fagnaðarefni þar sem skoðanir okkar fara saman í mikilvæg- um þætti þeirra breyt- inga, sem ráðgerðar em samkvæmt frumvarp til laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóð- kirkjunnar og lagt hef- ur verið fyrir Alþingi. í grein sinni fjallar dr. Pétur sérstaklega um framtíðarstöðu bisk- upsþjónustunnar og kemst að þeirri niðurstöðu, að miklu skipti að þrír biskupar verði í virku starfi í þjóð- kirkju Islands. Lággi í augum uppi, að biskupinn í Reykjavík geti með engu móti komist yfir allt það, sem honum er ætlað að leysa af hendi, og alls ekki eftir að ýmis mál eru komin á borð hans, sem áður vom til umfjöllunar og afgreiðslu í kirkju- málaráðuneyti. Svo virðist sem margir kirkjunnar þjónar séu hik- andi og jafnvel tortryggnir gagnvart niðurstöðu dr. Péturs í umræddri grein: „Að lögin um stjórn og starfs- hætti kirkjunnar tryggi, að vígslu- biskuparnir fái raunverulegt bisk- upsvald og kirkjan geti ákveðið að hluti starfsmanna biskupsstofu starfi á landsbyggðinni.“ Á prestastefnu, sem haldin var fyrir tæpu einu ári í Digraneskirkju í Kópavogi, gerði ég grein fyrir skoð- unum mínum á þessu viðkvæma máli. Viðkvæmt nefni ég það vegna þess að engir tóku þar til máls um hugmyndirnar, sem fram voru sett- ar, og ennþá er engan veginn ljóst hvert er álit meirihluta starfsmanna kirkjunnar, leikra sem lærðra, á því hvort breyting verði gerð á starfs- háttum þessara þriggja embætta. Vera má, að þögnin þar hafí verið sama og samþykki. í frumvarpi því, sem hér hefur verið nefnt, segir í 11. grein: „Bisk- up íslands hefur yfírumsjón með kirkjuaga innan íslensku þjóðkirkj- unnar og beitir sér fyrir lausn ágreiningsefna, sem rísa kunna á kirkjulegum vettvangi. Vegna aga- brota getur hann gripið til þeirra úrræða, sem lög og kirkjuhefð leyfa.“ Vekja má at- hygli á því, að höfundar frumvarpsins gera ráð fyrir úrskurðarnefnd, er biskup skipi til fjög- urra ára. Frá því að þessi hugmynd var kynnt hafa orið þeir atburðir, sem sanna nauðsyn þess að úr- skurðaraðili verði jafn- an til taks. Atvikin hög- uðu því svo til á sl. ári, að með skömmum hlé- um var ég kvaddur til, sem eldri þjónandi vígslubiskup, að skera úr málum, sem Biskup íslands taldi sig ekki geta komið að og fjallað um sem úrskurðaraðili. í ljósi þeirrar reynslu komst ég að raun um, að eðlilegt sé að úrskurðarnefndina skipi þrír biskupar þjóðkirkjunnar, fulltrúi Prestafélags íslands og einn af leik- mönnum í kirkjuráði. Sú skipan felur í sér nauðsynlega festu, enda óæski- legt að biskup Islands verði einn að bera ábyrgð á skipan nefndarinnar allrar. II Varla getur nokkrum dulist, sem til þekkir, að í ljós er að koma skipu- lagsbrestur í þjóðkirkju íslands, sem á sér rætur í atburðum, sem urðu fyrir tveim öldum, þ.e. við upphaf 19. aldar. Ástæður til þess voru m.a. illt árferði og óvænt áföll, svo að menn neyddust til að breyta stjórnarháttum kirkjunnar hér af sparnaðarástæðum fyrst og fremst. I sjö aldir hafði íslandi verið skipt í tvö biskupsdæmi og mest ábyrgð um æðstu stjórn og skipan kristni- halds jafnan verið í höndum tveggja manna og þeirra, sem með þeim þjónuðu. En árið 1802 urðu þátta- skil í íslenskri kirkjusögu. Geir bisk- up Vídalín, sem löngum var nefndur hinn góði, hafði tekið við af Hann- esi Finnssyni sem Skálholtsbiskup. Þegar Sigurður Stefánsson, biskup á Hólum, andaðist árið 1798 voru margir þeirrar skoðunar, að skyn- samlegt væri að sameina biskups- dæmin tvö, kennd við Skálholt og Hóla, og skipa einn biskup yfír land- ið allt og flytja hann til Reykjavík- ur. Fór svo að sjö alda hefð var rof- in og Geir Vídalín skipaður fyrsur biskup yfir íslandi frá dögum Gissur- Bolli Gústafsson Reykjavík og nágrenni: HoltsapóteK Állheimum 74, Háaleitisapótek, Háaleitisbraut 68 Árbæjarapótek, Hraunbæ 102, Grafarvogsapótek, Hverafold 1-5 - . Laugavegsapótek, Laugavegi 16, Reykjavíkurapótek, Austurstræti - Ingólísapótek, Kringlunni Snyrtistoía Díu, Bergþórugötu 5 - Dekurhornið, Hraunbergi 4, Kópavogsapótek, Hamraborg 11 Kakí, Miðbæ, Hfn. - ölfusapótek, Selfossapótek, Þokkabót, Frostaskjól Dreifing: i&d ehf, sími 588 2333 - Sendum í póstkröfu - Visa/Euro ' 32 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 VINFXPO Lt SALON MONDIAL DUVINÍT DCS SPIXITUtUX THE INiERNATIONAL WINE AND SmiTS EXHBITION Verð kr. 59.900 FAL Ferðaskrifstofa stendur fyrir hópferð á alþjóðlegu vínsýninguna Vinexpo sem haldin er í Bordeaux. Farið verður 15. júní og komið 22. júní. Innifalið í verði er flug, ferðir og gisting m/morgunmat. Ath. verð er miðað við 50 manna hóp og getur breyst miðað við stærð hópsins. V A T JL/ FERÐASKRIFSTOFA Stangarhyl 3a, Reykjavík - Sími 567-8545 Avísun á afslátt af Medisana Turbo buxum Við reglulega notkun á Medisana Turbo buxum minnkar appelsínuhúð á lærum og sitjanda. Huðin endurnýjar sig örar og verður stinnari Buxurnar eru fáanlegar í sjö stærðum og tveimur lengdum. Niður á mið læri og niður fyrir hné. Nánari upplýsingar eru veittar á sölustöoum. • •• •••

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.