Morgunblaðið - 13.04.1997, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 3 7
GUÐMUNDUR
ÞORS TEINSSON
+ Guðmundur B.
Þorsteinsson
fæddist í Reykjavík
8. nóvember 1934.
Hann lést í Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
5. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Aðalheiður
María Jónsdóttir,
f. 8.11. 1901, d. 5.2.
1983, og Þorsteinn
Þorgils Þorsteins-
son, f. 8.4. 1897, d.
9.12. 1960. Systkini
Guðmundar eru
Elsa, f. 30.9. 1932,
Margrét, f. 11.11. 1933, Guð-
bjartur, f. 8.11. 1934, Guðný,
f. 26.11. 1938. Hálfsystir hans
er Anna, f. 30.10. 1926.
Útför Guðmundar fer fram
frá Breiðholtskirkju á morgun,
mánudag, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Með örfáum orðum langar mig
að minnast móðurbróður mins,
Guðmundar Þorsteinssonar, eða
Muggs eins og hann var alltaf
kallaður. Það rifjast upp margar
og góðar minningar um hann og
ber hæst þær minningar þegar ég
var lítil stelpa, þá bjuggu Muggur,
tvíburabróðir hans, Bjartur, og
Elsa systir þeirra með ömmu minni
og var ég þar svo oft ýmist í pöss-
un eða bara fékk að koma til að
sofa hjá ömmu. í þessum heim-
sóknum mínum öðlaðist ég mikla
reynslu í spilamennsku og var það
Mugg 0g Bjarti að þakka því þeir
höfðu ótrúlega þolinmæði til að
spila við mig og jafnvel að kenna
mér að leggja kapal. Man ég sér-
staklega eftir hvað mér fannst til-
komumikið þegar ég fékk ösku á
nefbroddinn þegar ég varð undir í
Svarta Pétri, þetta eitt gerði spila-
mennskuna svo stórbrotna.
Muggur var mjög barngóður en
alltaf svolítið stríðinn
og varð ég stundum
fyrir barðinu á honum.
Þegar mamma gekk
með bróður minn þeg-
ar ég var fimm ára
gömul lét ég Mugg
hafa eina krónu og tók
af honum loforð að
hann mætti ekki stríða
litla bróður mínum
þegar hann kæmi í
heiminn, og ef hann
ekki stæði við loforðið
þá yrði hann að borga
mér krónuna til baka,
krónuna fékk ég aftur,
Muggur stóðst ekki mátið.
Muggur var glaðlegur og þægi-
legur í viðmóti. Hann var vel að
sér um ýmsa hluti, víðlesinn og
var oft gaman að spjalla við hann.
Hann hafði ekki síður gaman af
því að spjalla við böm og ungl-
inga, þá einkum um íþróttir sem
hann hafði gaman af að fylgjast
með.
Kæri Muggur, hafðu þökk fyrir
allt, guð geymi þig.
Aðalheiður Sævarsdóttir.
Hinn 5. apríl barst mér fregn
af andláti Guðmundar eða Muggs
eins og hann var kallaður í daglegu
tali. Sú fregn. kom ekki á óvart
því Muggur var búinn að eiga við
erfið veikindi að stríða og þetta
hlutu að verða lokin á veru hans
á meðal okkar.
Oft er svefninn langi kærkominn
þeim sem þjást og eru veikir, en
aðstandendur eiga um sárt að
binda.
Guðmundur var kátur og hress
í febrúar síðastliðnum þegar ég
hitti hann og eins og vanalega lék
hann á als oddi og gerði að gamni
sínu.
Á meðan ég bjó í Reykjavík kom
hann oft í heimsókn og fékk sér
kaffisopa ásamt Elsu systur sinni,
lék við syni mína og stríddi mér.
Einkenni Guðmundar var glens,
grín og glettni og maður kemur
til með að sakna þess mjög í fram-
tíðinni að heyra ekki hláturinn í
þessum góða manni né hitta hann
oftar, en svona er lífið, kallið kem-
ur og enginn er viðbúinn.
Ég og bömin mín vorum að láta
okkur dreyma um að Guðmundur
og Elsa myndu koma í heimsókn
til okkar hingað til Noregs í sum-
ar, en svo verður víst ekki núna.
Ég og börnin mín þökkum Guð-
mundi fyrir allar samverustundim-
ar á liðnum ámm og sendum systk-
inum hans og fjölskyldum þeirra,
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð blessi ykkur og styrki í
sorg ykkar.
Valgerður Kiústjánsdóttir,
Noregi.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit töívusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa,
öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig
auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang
þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp-
lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það
eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari
ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu-
hil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sin en ekki stuttnefni undir greinunum.
OPIÐ HÚS í DAG
TRÖNUHJALLI KOP.
OPIÐ HÚS !
í DAG FRÁ KL. 13.00-16.00
AÐ TRÖNUHJALLA 9, SIGRÍÐUR ( SÍMA
554 5687 TEKUR VEL Á MÓTI YKKUR.
Þetta er 4ra herb. íbúð ca. 96 fm, þvotta-
hús innan íbúðar og gott útsýni. Áhv. 3,6 -
5 millj. I Bygg.sj. & fl. EKKERT
GREIÐSLUMAT.
OPIÐ HÚS DALSEL !
í DAG FRÁ 13.00 -16.00
Að Dalseli 17, 3 hœð til vinstri 70 fm glæsileg , björt og rúmgóð 2ja
herb íbúð ásamt 8 fm aukaherb. i kjallara og stæði I bílskýli. Stór stofa, flísar,
suðursvalir o.fl. Sameign sérstaklega vel við haldið og snyrtileg! Gullfalleg ibúð!
Jón og Helma Björk taka vel á móti þér s-557 1407. Áhvilandi hagstæð lán 4,2
millj. verð. 6,5 millj.
SJÓN ER SÖGU RÍKARI !
FASTEIGNASALAN
f r Ó n
FINNBOGI KRISTJANSSON LÖGG. FASTEiGNASAU
SIÐUMULA 1
SÍMI 533 1313
FAX 533 1314
Opið í dag kl. 12-14
fyrir
steinsteypu.
Léttir
meðfærilegir
viðhaldslitlir.
Ávallt fyrirliggjandi.
> varahlutaþjónusta.
Þ. ÞORGRfMSSON & C0 Armúla 29, sími 38640
FYRIRLI66JAND1: 6ÖLFSLÍPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPUR - DJELUR
STEYPUSA6IR - HRÆRIVÉLAR - SA6ARBLÖS - Vonduú (ramleiðsla.
SUNDABORG
Húsnæði fyrir
heildsölu
Laust strax
Höfum til sölu mjög gott 300 fm húsnæði á tveimur hæðum sem hentar sér-
lega vel fyrir heildsölu. Á götuhæð er 150 fm lagerhúsnæði og á efri hæð er
150 fm skrifstofa og sýningaraðstaða. Húsvörður og ýmis sameiginleg þjón-
usta er í húsinu. Laust strax. Verð 15,0 millj. Góð kjör.
Skeifan, fasteignamiðlun,
Suðurlandsbraut 46, sími 568 5556.
Vv r,
P. ^
WKKBKmf
.
Glæsilegur heilsársbústaður
Til sölu nýr glæsilegur heilsársbústaður á 2 hæöum, í kjarrivöxnu landi,
í Reykjaskógi, í Biskupstungum. Vegalengd frá Reykjavík ca 90 km.
Bústaðurinn er meö öllum hugsanlegum þægindum, þ.m.t. hitaveitu,
rafmagni og heitum potti í verönd.
Upplýsingar gefur Heimir Guðmundsson, byggingameistari
í Þorlákshöfn, í síma 892 3742.
Dofraborgir 38-40
1
Til sölu glæsilegar, 3ja og 4ra herb., íbúðir í þessu
fallega húsi. Um er að ræða nýjar og glæsilegar
íbúðir, ásamt bílskúrum. IbúSirnar verða til sýnis í
dag milli kl. 1 3.00 og 15. 00. íbúSirnar afhendast
fullbúnar meS vönduöum innréttingum og tækjum,
en án gólfefna. Til afhendingar nú (oegar. Einungis
fjórar íbúðir í stigahúsi. Fallegt útsýni.
4ra herb. rúmgóðar íbúðir með bílskúr.
Verb aðeins kr. 8,9 millj.
3ja herb. íbúðir með bílskúr.
Verð aðeins kr. 7,9 millj.
GOHVERÐ VANDAÐAR ÍBÚÐIR
EIGNAMIÐLÖNIN ehf
*
Abyrg þjónusta í áratugi
Sími 588 9090 - Síðumúla 21