Morgunblaðið - 13.04.1997, Side 52
Hönnun: Gunnar Steinþórsson / FlT / BO-12.95-017
52 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
SUIUIMUDAGSMYIMDIR SJONVARPSSTOÐVAIMIMA
Sjónvarpið ►22.50 Sjá umfjöllun
í ramma.
Stöð 2 ►22.45 Breski leikstjórinn
Sally Potter vartil skamms tíma
þekktust á íslandi fyrir að hafa tek-
ið óskiljanlega og leiðinlega kven-
frelsismynd sína Gold Diggers hér-
lendis að hluta til. Með nýjustu
mynd sinni Orlando (1993) tókst
henni mun betur að leiða svipuð
hugðarefni sín til lykta, þar sem er
saga Virginiu Woolf um kynhlutverk
sem blandast saman á ýmsum tíma-
skeiðum, nánar tiltekið 400 árum í
sömu persónunni, Orlando, afburða
vel leikinni af Tilda Swinton. Pagur-
lega tekin og heillandi mynd, en
örugglega ekki við allra hæfi.
★ ★ ★
Sýn ►21.30UmsagnirIiggjaekki
fyrir um bandarísku sjónvarpsmynd-
ina Forboðin ást (Sin oflnnocence,
1986) um heimilisvanda sem skapast
þegar böm af fyrri hjónaböndum
nýgiftra hjóna fara að draga sig
saman. Biil Bixby og Dee Wallace
Stone eru hjónin en Megan Foliows
og Dermot Mulroney unga parið.
Leikstjóri Arthur Allan Seidelman.
Sýn ►23.50 Steve Guttenberg
leikur læknanemann sem engin
læknadeild vill hleypa inn uns Alan
Arkin læknaskólastjóra rekur á fjör-
ur hans í Mið-Ameríku í gaman-
Harðjaxlinn
sem linast
myndinni Læknaskólinn (Bad
Medicine, 1985). Harvey Miller leik-
stjóri þyrfti að fara til læknis. Við
þessari dellu er engin lækning fyrir
okkur - nema að slökkva á sjón-
varpinu. ‘A stjarna.
Árni Þórarinsson
MARGIR muna eftir Patrick
McGoohan frá árdögum sjónvarpsins
í bresku þáttaröðunum Harðjaxlinn
eða Danger Man, Seeret Agent og
ekki síst hinni sögufrægu syrpu The
Prisoner. Hann hafði verið horfinn
sjónum okkar í mörg ár þegar honum
skaut upp nánast óþekkjanlegum,
tæplega sjötugum að aldri, í
hlutverki Englakóngsins illa í
Braveheart í fyrra og fór létt með
að stela myndinni. Sjónvarpið sýnir
hins vegar í kvöld eitt af fyrri
afrekum hans, Við dauðans dyr (The
Quare Fellow, 1962, Sjónvarp-
ið ►22.50), írska bíómynd eftir
Arthur Dreifuss sem byggð er á leik-
riti eftir Brendan Behan. Ég hef
ekki séð þessa myr.d en Maltin seg-
ir McGoohan leika prýðis vel fanga-
vörð sem skiptir um skoðun á dauða-
McGoohan - gegn
dauðarefsingu.
refsingu eftir að hann kynnist
dauðadæmdum fanga. Maltin gefur
★ ★ ★ ’/z
rAEG^
VAMPYR
léttar og með-
færilegar ryksugur
á goðu verðif Á
VERÐ STGR.:
„ERGO-
GRIFF“
Nýtt handfang
fer betur í hendi
MYNDBOND/KVIKMYNDIR/UTVARP-SJONVARP
Öko Vampyr 8251
• Sexföld ryksíun
• Stillanlegur sogkraftur
• Stillanlegt Sogrör
• Fylgihlutageymsla
• þrír auka sogstútar
• Inndraganleg snúra
• Rykpoki 5,5 lítrar
• 900vött ( Nýr Öko-mótór
skilar sama sogkrafti
og 1500 vatta mótor)
Verfc:18.936,-
stgr. 17.990,
Vampyr 6400
Sexföld ryksíun*
Ultra- filter (Skilar útblósturs- •
lofti 99,97% hreinu)
Stillanlegur sogkraflur •
Stillanlegt Sogrör •
Fylgihlutageymsla •
Tveir auka sogstútar •
Inndraganleg snúra •
Rykpoki 4 lítrar •
1400 vött •
Þyngd 7 kg •
Verb:17,842,- stgr. 16.950,-
VERÐ STGR.:
Á meðan hlé er
gert á ryksugun
er sogrörinu fest
við enda
. ryksugunnar^
Vampyr 6100
• Fjórföld ryksíun
• Stillanlegur sogkraftur
• Fylgihlutageymsla
• Tveir auka sogstútar
• Inndraganleg snúra
• Rykpoki 4 lítrar
• 1300 vött
• Þyngd 7 kg
Verð: 15.409,
stgr. 14.639,-
Vampyr 5010
Fjórföld ryksíun •
Stillanlegur sogkraftur •
Tveir auka sogstútar •
lnndraganleg snúra •
Rykpoki 4 lítrar •
1300 vött •
Þyngd 6 kg •
Verð: 13.674,-
stgr. 12.990,-
B R Æ Ð
VERÐ STGR.
VERÐ STGR.
Umbobsmenn um allt land
Reykjavík: Byggt og Búið Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi,
Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Guðni E.Hallgrímsson, Grundarfirði. Vestfirölr:.Rafverk,
Bolungarvík.Straumur.ísafirði. Noröurland: Kf. Steingrímsfjaröar, Hólmavík. Kf. Húnvetninga,
Blönduósi. Skagfirðingabúð.Sauöárkróki. KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.
KEA.Dalvík. Kf. Pingeyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson,
Egilsstöðum. Stál, Seyðisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupstaö. Kf. Fáskrúðsfirðinga,
Fáskrúðsfirði.KASK, Höfn Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Porlákshöfn.
Jón Þorbergsson, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes.Vestmannaeyjurn. Reykjanes: Stapafell,
Keflavík. Rafborg, Grindavík.
Sígilt atriði
Hvað er bamið með á höfðinu?
Atriði 13
Sveitin, inni, dagur, 1957.
Inni i eldhúsi. Fólkið í sveitinni.
Laufey, gömul kona með vindil,
tvífari Churchills.
Laufey: Góður drengur.
Bóndasynirnir Maggi og Garðar
glápa á Andra. Andri glápir á
bóndann Stefán, langan mann
liggjandi með dagblað yfir and-
litinu og lappirnar uppi á stól.
Bóndakonan Elsa kemur inn.
Stefán ris upp og tekur af sér
blaðið augnablik.
Stefán: Sæll góði. (Setur blaðið
aftur yfir andlitið).
Elsa: Ég skil bara ekkert í henni
mömmu hans að senda hann með
svona fín föt.
Andri er látinn fara að skipta
um föt. Þegar hann kemur til-
baka er hann eins og auglýsing
frá Vinnufatagerðinni; brakandi
gallabuxnasamstæða, skyrtan
opin í hálsinn, deivíkrokkethúfa
og byssubelti. Krakkarnir góna
á hann máttlausir. Molinn hrekk-
ur ofan í Stefán, sem stendur upp
á endann frammi í eldhúsi og
sötrar kaffi.
Elsa: Hvað er barnið með á höfð-
inu?
Andri: Deivíkrokkethúfu.
Mamma útbjó hana úr afgöngum
FRÁ vinstri: Inga Edith Karlsdóttir, Pétur Björn Jónsson, Halla
Guðmundsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir.
þegar hún stytti loðkápuna.
Elsa: Það kemur ekki til greina
að þú flaggir með þessa húfu
hvunndags.
Hún tekur af honum húfuna og
allir máta hana.
Stefán: Kannski má brúka hana
í leikfélaginu.
Kvikmynd: Punktur punktur
komma strik (1981)
Leiksljóri: Þorsteinn Jónsson
Handrit: Þorsteinn Jónsson eftir
sögu Péturs Gunnarssonar
Aðalhlutverk: Pétur B. Jónsson,
Hallur Helgason, Kristbjörg
Kjeld, Erlingur Gíslason
Valið atriði: Andri er tíu ára
gutti í Reykjavík 1957. Pabbi
hans vinnur á vellinum, þótt
mamma hans vilji sem minnst af
því vita. Hann er sendur i sveit,
og hér má líta móttökurnar sem
hann fær.
Ummæli leikstjórans: Að gera
þessa mynd var eitt ævintýri frá
byijun til enda. Ég hreifst af
gamanseminni í sögu Péturs og
reyndi að koma henni til skila.
Sakleysislegar senur eru hlaðnar
rafmögnuðum grátbroslegum
húmor. Atriðið, þegar Andri
kemur í sveitina, er t.d. stór-
árekstur tveggja menningar-
heilda, kristallaður í sakleysis-
legri deivíkrokkethúfu.
»
Eftir Oskarinn
BILLY Bob Thorton, leikari,
leikstjóri og handritshöfundur,
hefur nóg að gera um þessar
mundir. Hann fékk Óskarsverð-
laun fyrir handrit sitt að „Sling
Blade“ en missti af verðlaununum
fyrir bestan leik í aðalhlutverki.
Þessa dagana leikur Thorton á
móti Billy Paxton í mynd John
Boorman „A Simple Plan“, en
upptökur eru í gangi í Minnesota.
Síðan ætlar hann að leika á móti
John Travolta í „Primary Colours“
áður en hann að snýr sér að því
að skrifa, leikstýra og leika í
mynd um hvítan mann í blökku-
mannahljómsveit sem ber titilinn
„East End“.
Aðrir sem hlutu útnefningu
fyrir leik láta heldur ekki deigan
síga þótt verðlaunin hafi farið
annað. Edward Norton ætlar að
leika í mynd um seinni heimsstyij-
öldina „The Thin Red Line“; Arm-
in Mueller-Stahl leikur á móti
Joan Plowright í „The Assistant“;
Brenda Blethyn er í „Music From
Another Room“, og Marianne Je-
an-Baptiste leikur á móti Eric
Stoltz í „Mr. Jealousy“.
Billy Bob Thorton hefur nóg
að gera eftir velgengni
„Sling Blade“.