Morgunblaðið - 28.06.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Umhverfisráðstefnu SÞ lýkur án strangra fyrirheita
Málamiðlun einkennir
lokayfirlýsinguna
Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
Reuter
KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók á móti
Bill Clinton á Umhverfisráðstefnunni á fimmtudag.
Skoðanakönnun á Spáni
Um 7 0% trúa á
endurkomu
Felipe Gonzalez
Malaga. Morgunblaðiö.
HÓPAR umhverfisverndarsinna
lýstu óánægju með að Bill Clinton,
forseti Bandaríkjanna, skyldi í
ávarpi sínu á Umhverfsiráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna á fimmtudags-
kvöld ekki vilja setja skýr markmið
um samdrátt í losun lofttegunda sem
valda gróðurhúsaáhrifum.
Fulltrúar áhrifamikilla hags-
munaaðila í fyrirtækjarekstri lýstu
hins vegar ánægju með varkárni
forsetans, og sögðu hann hafa mild-
að afstöðu sína frá því fyrir nokkrum
mánuðum. Gail McDonald, forseti
Heimsandrúmslofssamtakanna, sem
olíu- og kolaiðnaðurinn stendur að,
hrósaði Clinton.
„Við skorum á forsetann að halda
áfram að vega og meta þau áhrif sem
stefna hans í umhverfismálum hefur
á viðskiptalífið og hvemig hún mun
snerta hag bandarísks verkafólks og
fjölskyldna þeirra," sagði McDonald.
Clinton hlaut hól umhverfísvernd-
arsinna á miðvikudag þegar hann
samþykkti hert viðmið um losun
ósóneyðandi efna og sóts, en þeir
höfðu vænst þess að Bandaríkin,
sem valda mestri mengun allra ríkja,
myndu samþykkja markmið Evrópu-
sambandsríkja um að 2010 verði
koltvísýringslosun 15% minni en hún
var 1990.
„Hvað segir það manni um Banda-
ríkin að ríki sem búa við veikari efna-
hag en þau eru reiðubúin til að skuld-
binda sig til að draga verulega úr
losun efna er auka gróðurhúsaáhrif?"
sagði Fred Krupp, framkvæmdastjóri
Verndarsjóðs umhverfísins.
Horfinn andi
Ríóráðstefnunnar?
í gær reyndu fulltrúar ríkjanna
170 sem tóku þátt í ráðstefnunni
að koma sér saman um niðurstöðu
hennar. Markmiðið var að endur-
vekja anda hinnar sögulegu um-
hverfisráðstefnu sem haldin var í
Rio de Janero í Brasilíu fyrir fimm
árum, en fréttaskýrandi Associated
Press segir að mörg þeirra háleitu
markmiða sem sett voru þá hafi
horfið í skuggann af hörðum póli-
tískum veruleika dagsins í dag.
Til dæmis hétu flest iðnríki því á
Ríóráðstefnunni að auka verulega
aðstoð við fátækari ríki, en raunin
er sú að hjálparaðstoð hefur dregist
saman. „Akvarðanirnar sem teknar
voru í Ríó eru enn orðin tóm,“ sagði
fulltrúi Súdan, Elfaith Mohamed
Ahmed Erwa, í ávarpi á allsherjar-
fundi á fimmtudag. „Öpinber aðstoð,
sem er grundvöllur þróunar í Afríku,
hefur dregist saman eða horfið með
öllu,“ sagði hann.
Þótt Clinton ylli umhverfisvernd-
arfólki nokkrum vonbrigðum þótti
því mikilvægt að hann fór mörgum
orðum um þær skelfilegu afleiðingar
sem hækkun hitastigs í heiminum
gæti haft, og að hann lofaði „afger-
andi skuldbindingu" til að draga úr
losun eiturefna. „Þetta var bein-
skeyttasta yfirlýsing sem nokkur
[Bandaríkjajforseti hefur gefið um
að hækkun hitastigs sé alvarlegt
vandamál," sagði Richard Mott, fé-
lagi í samtökunum World Wildlife
Fund í Bandaríkjunum.
í lokasamþykkt ráðstefnunnar í
gær er minnst á fjölda umhverfis-
og þróunarvandamála, en fátt sagt
um hvernig skuli beinlínis brugðist
við þeim. An þess að nokkru væri
lofað komust fulltrúar að samkomu-
lagi um stefnuyfirlýsingu í nokkrum
helstu málum.
Um loftslagsbreytingar og losun
koltvísýrings segir, í ljósi tregðu
Bandaríkjamanna til skuldbindinga,
að komast þurfi að „árangursríkri
niðurstöðu," í frekari samningavið-
ræðum.
Um skógarhögg hafa Evrópuríki,
Kanada og fleiri lagt til að efnt verði
til alþjóðlegra viðræðna um sam-
komulag um skógarnytjar, sem að
öllum líkindum myndi setja ný viðm-
ið í timburverslun. Bandaríkin eru
andvíg hugmyndinni, og það eru sum
umhverfisverndarsamtök einnig og
vilja að fyrst verði staðið við samn-
inga sem þegar hafa verið gerðir til
þess að hefta eyðingu skóga í heim-
inum. Niðurstaða ráðstefnunnar er
á þá leið að ríki skuli athuga sam-
komulagshugmyndina betur.
Þróunarríkin reyndu nú að fá sett-
an frest til 2002 fyrir iðnaðarríki
að ná því markmiði, sem sett var á
Ríóráðstefnunni, að auka aðstoð að
því marki að hún nemi 0,7 af hundr-
aði vergrar þjóðarframleiðslu. Að-
stoðin hefur dregist saman frá því
að vera 0,35% 1992 niður fyrir 0,3
af hundraði. En allt sem þróunarrík-
in hafa upp úr krafsinu nú, virðist
vera samkomulag iðnríkjanna um
að leita sameiginlegra leiða til þess
að auka þróunaraðstoð.
MIKILL meirihluti Spánverja telur
að Felipe Gonzalez, fyrrum leiðtogi
Sósíalistaflokksins (PSOE), hafi
aðeins dregið sig í hlé tímabundið
og hann muni snúa aftur til for-
ystustarfa í spænskum stjórnmál-
um, ef marka má skoðanakönnun
sem dagblaðið E1 País birti í vik-
unni. Joaquín Almunia, hinn ný-
kjörni leiðtogi flokksins, sem tók
við af Gonzalez eftir að hann lýsti
óvænt yfir því í liðinni viku að
hann vildi losna úr
þessu starfi, kveðst
ætla að gefa sér eitt
ár til að sanna forystu-
hæfileika sína.
Samkvæmt könnun
E1 País, telja heil 70%
Spánverja á kosninga-
aldri að Gonzalez
muni snúa aftur og
gerast á ný leiðandi í
spænskum stjórnmál-
um. Um 43% þeirra
sem spurðir voru töldu
að hann myndi á ný
verða forsætisráð-
herraefni flokksins í
þingkosningum og
41% þátttakenda
kváðust telja þá skip-
an mála æskilega. í báðum tilvik-
um töldu um 40% að slíkt væri
ólíklegt og óæskilegt.
Endurtekið efni?
Þessi almenna sannfæring
Spánverja um að Gonzalez hyggist
snúa aftur á sér sögulega skýr-
ingu. Hann hefur áður dregið sig
í hlé en í þeim tilfellum virðist
fyrst og fremst hafa verið um að
ræða millileik á skákborði spæn-
skra stjórnmála. Þessar tölur eru
einnig til marks um vinsældir
Gonzalez, sem var forsætisráð-
herra Spánar í 14 ár, á árunum
1982-1996, og þá sérstöðu sem
hann nýtur í spænskum stjórnmál-
um.
Þótt könnun þessi hafi verið
fremur takmörkuð, í henni tóku
aðeins þátt 800 manns, er fullyrt
að hún sé öldungis marktæk. Þess-
ar tölur eru trúlega Joaquín Al-
munia, hinum nýja leiðtoga flokks-
ins, lítið gleðiefni þótt fyrir hafi
legið að hans biði mikið og erfitt
starf að sanna sig í leiðtogahlut-
verkinu. Almunia sagði á mánu-
dag, að innan árs myndu menn
geta dæmt um það hvort hann
gæti talist raunveru-
legur leiðtogi Sósíali-
staflokksins eða ein-
ungis stjórnmálamað-
ur sem stæði í skugga
Gonzalez.
Blendin
viðbrögð IU
Almunia biðlaði í
fyrstu ræðu sinni sem
leiðtogi flokksins til
Izquierda Unida (IU),
flokks lítt endur-
hæfðra sósíalista og
kommúnista, og sagði
að einungis með því
að starfa saman og
leita sátta gætu vinstri
öflin á Spáni gert sér
vonir um að steypa stjórn Þjóðar-
flokksins (PP), sem Jose Maria
Aznar, forsætisráðherra, er í for-
svari fyrir. Viðbrögð Izquierda
Unida við þessum ummælum, sem
vöktu verulega athygli, hafa verið
heldur blendin. Julio Anquita, for-
maður IU og sósíalisti af gamla
skólanum, hefur farið fram á að
Almunia útfæri nánar þessar hug-
myndir og komi þeim skriflega á
framfæri við flokk hans, sem er í
raun bandalag ýmissa og ólíkra
hópa spænskra vinstri sinna.
Landsstjórn IU lýsti hins vegar
yfir efasemdum um að unnt reynd-
ist að ganga til samstarfs við Sós-
íalistaflokkinn og hinn nýja leið-
toga hans.
Felipe
Gonzalez
Byssu-
lögum
breytt
Washington. Reuter.
HÆSTIRÉTTUR Bandaríkj-
anna hefur fellt úr gildi mikil-
vægt ákvæði Brady-laganna
svokölluðu, sem sett voru til
að takmarka byssueign í land-
inu. Samkvæmt úrskurðinum
er ekki hægt að skylda lög-
regluyfirvöld á hveijum stað
til að kanna hvort fólki sé
treystandi fyrir byssu.
Urskurðurinn er mikið áfall
fyrir Bill Clinton, forseta
Bandaríkjanna, sem beitti sér
mjög fyrir lögunum gegn harð-
vítugri andstöðu Samtaka
byssueigenda. Eru þau kennd
við James Brady, sem særðist
alvarlega þegar Ronald Reag-
an, fyrrverandi forseta, var
sýnt banatilræði 1981.
Ákvæðið, sem fimm hæsta-
réttardómarar af níu sögðu,
að bryti gegn stjórnarskránni,
skylduðu lögreglustjóraemb-
ættin til að kanna hvort vænt-
anlegir byssueigendur hefðu
gerst sekir um glæp, væru
veilir á geði, hefðu neytt eitur-
lyfja eða væri ekki treystandi
fyrir byssu af öðrum ástæðum.
Danskir ESB-andstæðingar tapa málaferlum
Þingið ákveði hvort
það fylgi stjórnarskrá
Kaupmannahöfn. Morgunbladið.
FORSÆTISRÁÐHERRA hefur ekki brotið í bága
við stjórnarskrána þótt valdi hafi verið afsalað til
Evrópusambandsins (ESB). Þetta var niðurstaða
Eystri landsréttar í gær þegar dómur var kveðinn
upp í máli tíu ESB-andstæðinga gegn forsætisráð-
herra til að fá úr því skorið hvort það væri stjórnar-
skrárbrot að valdi hefur verið
afsaiað til ESB.
Andstæðingarnir áfrýja dómn-
um og sérfræðingar benda á að
í dómnum sé ekki tekið á því
hvort þingið fylgi stjórnar-
skránni. Andstæðingarnir vildu
fá úr því skorið hvort 20. grein
stjórnarskrárinnar um að aðeins
megi afsala valdi til erlendra aðila „í nánar ákveðn-
um atriðum" heimilaði það óskilgreinda valdaaf-
sal, sem þeir telja að hafi átt sér stað síðan Danir
gerðust aðilar að Efnahagsbandalaginu árið 1973
og sem ekki hafði verið séð fyrir þá.
Rétturinn bendir hins vegar á að þingið hafi
vitað hvað um var að vera án þess að sjá neitt
athugavert við það.
Gagnrýna niðurstöðuna
Ole Krarup, lagaprófessor og einn þeirra sem
höfðuðu málið, sagðist í viðtali við danska útvarp-
ið hafa orðið fyrir vonbrigðum með að í dómnum
væri alls ekki tekið tillit tii kjarna málsins. Hjalte
Rasmussen, prófessor í ESB-rétti, segir of litlar
forsendur vera í dómnum fyrir niðurstöðu hans
og að dómararnir hafi greinilega alls ekki kært
sig um að brjóta til mergjar hvað umrædd grein
stjórnarskrárinnar þýddi, né heldur hvort þingið
héldi sig innan ramma hennar.
Þar með væri þinginu í sjálfsvald
sett að túlka stjórnarskránna að
eigin vild. Fyrst rétturinn tæki
ekki á málinu væru vart aðrir til
þess.
Árið 1993 hafnaði rétturinn
kröfu andstæðinganna um að
láta reyna á stjórnarskrárgrein-
ina þegar Maastricht-sáttmálinn var staðfestur
því hópurinn hefði ekki rétt á að fá álit réttar-
ins. Hjalte Rasmussen segir að rétturinn sé greini-
lega enn við sama heygarðshorni 1 þótt hæstirétt-
ur hafi heimilað hópnum í fyr a að reka mál sitt
fyrir dómi.
Ekki var búist við að nein niðurstaða fengist
með dómi réttarins en me.ra er vænst af dómi
hæstaréttar sem vart verður kveðinn upp fyrr en
á næsta ári. Þá m'jn koma í ljós hvort rétturinn
kæri sig um að taka á því hvernig skilja beri um-
deildu stjórnarskrárgreinina og hvort þingið haldi
sig við réttan skilning.
*★★★*
EVRÓPA^
Hæstiréttur Banda-
ríkjanna um alnetið
Ógildir
bann við
„ósiðlegu“
efni
Washington. Reuter.
HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna
úrskurðaði á fimmutdag um mál-
frelsi á alnetinu og komst að þeirri
niðurstöðu að lög, sem Bandaríkja-
þing setti um að það væri glæpur
að senda eða sýna „ósiðlegt“ efni
á alnetinu þannig að börn hefðu
aðgang að því, stönguðust á við
bandarísku stjórnarskrána.
Þetta er fyrsta sinn sem hæsti-
réttur fjallar um alnetið og fyrstu
viðbót stjórnarskrárinnar um mál-
frelsi. John Paul Stevens dómari
skrifaði úrskurðinn og sagði þar að
málfrelsi á alnetinu ætti að njóta
sömu verndar og rétturinn veiti
bókum og dagblöðum. Þetta er
öfugt við sjónvarp og útvarp, sem
rétturinn hefur samþykkt að sæta
megi ýmiss konar reglugerðum
stjórnvalda.
Úrskurðurinn tekur hins vegar
ekki til kláms eða dónalegs efnis,
sem reyndar nýtur heldur ekki
verndar stjórnarskrárinnar.
I
I
►
>
i
I
I
i
I
I
I
!
I
1:
I
[
L
|
I
I
4