Morgunblaðið - 28.06.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.06.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT ’ BnHUBi Sjaldséður gestur Reuter Óvíst hvenær birgðafar kemur til Mír Bíður í flótta- fari meðan hinir gera við Koroljov. Reuter. Sögulegt samkomu- lagí Tajikistan Moskvu. Reuter. FORSETI Tajikistan, Imomali Rak- hmonov og leiðtogi stjórnarand- stöðu múslima, Sayid Abdullo Nuri, skrifuðu í gær undir sögulegan frið- arsamning, sem binda á endi á fjög- urra ára borgarastyrjöld, sem kost- að hefur tugi þúsunda lífið. Upplýsingaþjónusta rússneska forsetaembættisins greindi frá því í gær að undirritunin hefði farið fram að Borís Jeltsín, forseta Rúss- lands, viðstöddum og öðrum, er- lendum embættismönnum. „Þessa dags ætti að minnast sem merks þáttar í sögu Tajikistan. Nú lýkur einhveiju lengsta ófriðartímabili og friður færist yfír hið langþjáða land, Tajikistan," var haft eftir Rússlandsforseta. Vopnahlé í sjö mánuði Vopnahlé hefur að mestu verið virt í sjö mánuði, en samningurinn, sem verið hefur í smíðum svo mán- uðum skiptir, hefur kostað erfiðar viðræður. íranir, Rússar og Sam- einuðu þjóðirnar komu friðarvið- ræðunum á. Tajikistan var áður hluti af Sov- étríkjunum og á landamæri að Afg- hanistan og Kína. Samkvæmt frið- arsamkomulaginu skulu deiluaðilar koma sér saman um valdaskiptingu áður en efnt verður til kosninga á næsta ári. Þeir þurfa að endurreisa efnahag, sem er illa haldinn af verðbólgu, og hafa hendur í hári vopnaðra glæpaflokka. RÚSSNESKI tundurspillirinn Vínogradov aðmíráll kom til Tókýó í gær og er hann fyrsta herskipið, sem kemur í japanska NORÐURLANDARÁÐ hefur varað Ole Vig Jensen, menntamálaráð- herra Danmerkur, við því að segja upp samningi Norðurlandanna um fijálsan aðgang Norðurlandabúa að menntun í löndunum. Jensen hefur hótað því að segja samningnum upp vegna deilna við Norðmenn en fjöldi norskra námsmanna stundar dýrt háskólanám í Danmörku, t.d. í lækn- isfræði og bera Danir kostnaðinn. Fram kemur í Jyllands-Posten að Vig Jensen hefur krafist þess að norska menntamálaráðuneytið fall- ist á fjöldatakmarkanir sem Danir hafa sett norskum námsmönnum, höfn í meira 100 ár. Skipið, sem er 7.600 tonn, er í Kyrrahafsflota Rússa og átti heimsóknin að standa í fjóra daga. og sagst munu segja norræna samn- ingnum upp ella. Kjell Magne Bondevik, formaður samstarfsnefndar Norðurlandaráðs, segir slíkt myndu verða mikla aftur- för í norrænu samstarfi. Þá hefur formaður félags norskra námsmanna erlendis, sagt að það yrði skammar- legt að segja upp samningi sem tek- ið hefði þijú ár að semja. Formaður- inn, Steinar Bie, viðurkennir þó að fjöldatakmarkanir kunni að vera nauðsynlegar, enda sé markmið samningsins ekki eingöngu að veita hundruð norskra læknanema aðgang að dönskum skólum. MEÐAN rússnesku geimfararnir tveir um borð í Mír-geimstöðinni freista þess að gera við gat á Spektr-rannsóknarstofunni verður bandaríski geimfarinn Michael Foale í öryggisskyni látinn dveljast í flótt- afarinu, sem tengt er geimstöðinni, að sögn Sergei Kríkaljovs, aðstoðar- stjórnanda Mír-áætlunarinnar. „Drengir, það lítur út fyrir að þið verðið að fara inn í Spektr... og, Mike, komi til þess verður þú að fara í flóttafarið á meðan,“ sagði Kríkaljov er hann ræddi við áhöfn Mír í gær. Fréttamenn heyrðu þá annan Rússann um borð svara: „Þetta er mjög vafasamt." Kríkaljov sagði mikilsvert að fá álit Vasílý Tsíblíjevs leiðangursstjóra og Alexanders Lazútkíns flugvél- stjóra á möguleikum þess að gera við bilaðar sólarrafhlöður geimstöðv- arinnar. Bandaríska geimferðastofn- unin (NASA) hefur boðið efni og aðstoð til viðgerðarinnar en Rússar sögðust vera sjálfum sér nógir og afþökkuðu boðið. Gert er ráð fyrir að birgðageim- fari verði skotið áleiðis til Mír eftir um 10 daga með sérstakan búnað til að gera Tsíblíjev og Lazútkín kleift að fara inn í Spektr, m.a. svo geimgöngubúningur skemmist ekki vegna súrefnis sem er þar inni. Upphaflega átti að skjóta birgðafar- inu frá Bajkonúr-stöðinni í Kaz- akhstan í gær en því var frestað vegna slyssins. Hefur geimskotið ekki verið tímasett þar sem áður þarf að fá varahluti framleidda hjá hinum ýmsu fyrirtækjum í Rússlandi en rússneskur embættismaður sagði í gær, að það væri flókið mál og erfitt að leysa. Gæti geimskot Progr- ess-birgðafarsins því dregist enn frekar. Frestist það um meira en 10 | daga kemur nokkurra daga frekari frestun sjálfkrafa til þar sem þá þarf að endurnýja eldsneytisbirgðir geimfarsins og framkvæma margs- konar skoðanir á því. Júrí Semjonov, forseti Energíja- geimferðastofnunarinnar, sagði við fréttamenn í stjórnstöð rússnesku geimferðastofnunarinnar í gær, að áhöfn Mír hefði verið undir miklu andlegu og líkamlegu álagi frá því ómannað birgðafar rakst á geim- stöðina á miðvikudag og olli á henni skemmdum. Af þeim sökum hefði áhöfninni verið skipað að hvílast í dag og á morgun. „Við okkur blasir tvíþættur vandi; öryggi geimfaranna annars vegar og hins vegar að geta gert við geimstöðina svo flugbúnað- ur hennar komist í samt lag aftur,“ sagði Semjonov. I gærmorgun hafði Tsíblíjev leið- angursstjóri samband við stjórnstöð | rússnesku geimferðastofnunarinnar í Karoljov fyrir utan Moskvu og ' sagði að ástandið um borð væri loks komið í jafnvægi hvað varðaði loft- þrýsting, hitastig og raka. Deilt um menntun Norðmanna í Danmörku Danir varaðir við Nýjar hugmyndir og nýjar aðferðir þurfa að koma til Friðarferlið í Mið-Austurlöndum er í hnút, það er kunnara en frá þurfí að segja. Daglega berast slæmar fréttir um átök og skærur. Þrátt fyrir það telur sendiherra Egyptalands, dr. Magdy Hefny, í samtali við Jóhönnu Kristjónsdóltur að lausn fínnist ef menn hugsi allt upp á nýtt. ÉG HEF trú á því að bandaríska stjómin reyni að beita ísraelsku ríkisstjómina þeim þrýstingi sem dugar til þess að friðarferlið í Miðausturlöndum og þar á ég náttúrlega fyrst og fremst við samninga ísraela og Palestínumanna, komist úr þeirri sjálfheldu sem það er í og hefur verið nú um alllanga hríð. Því er auðvitað ekki að neita að ósveigjanleiki ríkisstjómar Benyamins Netanyahus vekur ekki beinlínis bjartsýni á snögga lausn. En Net- anyahu getur ekki viljað að stríð brjótist út, stríð er ekki lausn á nein- um vanda. „Land fyrir frið“ er það sem nútímasamfélög byggjast á, þar með málamiðlunum og samningum. Þetta sagði dr. Magdy Hefny, nýr sendiherra Egyptalands hér, með aðsetur í Osló. Dr. Hefny afhenti forseta íslands trúnaðarbréf í apríl en hefur verið hér undanfarna daga vegna sendiherrafundarins í Reykjavík. „Friðarferlið sem oftast er kennt við Ósló hófst vitaskuld með Madrid- ráðstefnunni 1991 þar sem var sam- þykkt að byggja á þeirri meginreglu inu sem ég nefndi „land fyrir frið.“ Óslóarsamkomulagið var vel úr garði gert og allt leit vel út,“ segir hann. „Auðvitað þurftu allir að gera ein- hveijar tilslakanir - á því byggjast samningar náttúrlega. En að því var stefnt að útkoman yrði sú að báðir málsaðilar hefðu hag af samningun- um og að staðið yrði við hann. Raun- in hefur orðið önnur eins og svo sárlega hef- ur komið í ljós síðan Likud-stjórnin tók við fyrir rúmu ári.“ Ef svo er má þá ekki segja að Óslóarsamn- ingurinn sé í reynd að engu orðinn? „Nei, égvil ekkistað- hæfa það,“ segir sendi- herrann. „Þegar forseti okkar, Anwar Sadat, fór til Jerúsalem 1977 í sína frægu för var síð- an áfram unnið og end- aði með því að við vor- um fyrstir til að gera friðarsamning við Isra- ela. Þá var Likud-stjórn við völd og Menachem Begin forsæt- isráðherra var þekktur fyrir annað en þykja sveigjanlegur. Því voru menn bjartsýnir þó svo að Likud tæki við. Það hafði verið afar góð og náin samvinna við forystumenn Verkamannaflokksins en ég held að fáa hafi órað fyrir því að Netanyahu vildi hieypa upp friðarferlinu. Og við trúum því heldur ekki þó útlitið sé ekki skínandi í augnablikinu. Við Egyptar höfum lagt okkar lóð á vogarskálina og einn nánasti ráð- gjafi Egyptalandsforseta, Hozam A1 Waz, hefur verið í stöðugum ferð- um milli Tel Aviv og Gaza að reyna að snúa hjólinu af stað. Því miður hefur ekkert komið út úr því enn en þar með er ekki sagt að allt sé unnið fyrir gíg. Við verðum að vera þolinmóðir og halda bjartsýninni. Það er einlægur vilji Egypta.“ „Ég er sannfærður um að við finn- um leiðina. Kannski er nauðsynlegt að hugsa þetta upp á nýtt, snúa sér að málum sem voru ekki á fyrsta listanum. T.d. framtíð Jerúsalem." Og hefur hann trú á því að takist að semja um framtíðarstöðu Jerúsal- em, fyrst annað, og það sem auð- veldara hefði átt að teljast, er ekki til umræðu? „Umfram allt er okkur ljóst að við verðum að treysta á Bandaríkin. Og því skyldi ekki mega tala um Jerúsal- em núna? Það verður einhvers staðar að byija og ég held að menn verði að gera sér grein fyrir að friðarferl- inu verður ekki snúið af stað aftur nema við hleypum í þær nýju blóði, það er nýjum hugmyndum." „Það er óhugsandi að tala um að friður verði saminn upp á ísraelsk býti, heldur arabísk-ísraelsk býti og byggja á kenningunni um land fyrir frið. Meira að segja Sýrlendingar voru ekki frábitnir þeirri hugmynd og ýmis sólarmerki bentu til að þeir féllust á slíkt. Það virtist sem jarð- vegur væri að myndast til að tækist að koma á varanlegum friði í þessum heimshluta, friði sem allir gætu ver- ið fullsæmdir af. Því er ógemingur að sætta sig við að þetta hafi allt verið unnið fyrir gýg. En auðvitað er staðan afar flókin, viðkvæm og margslungin og koma inn í hana margir þættir sem menn hugsa ekki út í í fljótu bragði. Þar á ég meðal annars við ólík trúarbrögð, þjóðfé- lagskerfi og svo mætti lengi telja.“ Talið berst í framhaldi af því að trúmálum og aðgerðum sem öfga- sinnaðir múslimar hafa gripið til viða í múslimskum löndum. Hann benti á að þetta væri að kalla liðin tíð í Egyptalandi og því til sönnunar gæti hann nefnt að 4 milljónir ferða- manna hefðu heimsótt Egyptaland á síðasta ári og það sýndi hvað menn teldu það öruggan stað auk þess að hafa af fleiru að státa en mörg önnur ríki. En öfgasinnaðir múslimar hafa verið mjög aðsópsm- iklir í Alsír og myrt þar fólk svo skiptir þúsundum. Meira að segja nú eftir kosningarnar sem áttu að kveða þá niður hafa þeir komist upp með hin mestu fólskuverk. „Það á sér stjómmálalegar for- sendur," segir hann. „Og það er voða- legt þegar menn misnota trúna á þennan grimmdarlega hátt. Alsírska Sendiherra Egypta- lands, dr. Magdy Hefny. stjómarkerfið er æði ólíkt því egypska og þjóðirnar um margt einn- ig. En samt er verið að færa út kvíarnar til lýðræðisfyrirkomulags og ) vonandi tekst þeim að uppræta þetta. Það er óskiljanlegt að slík hryðjuverk í þessum mæli séu framin nema til komi fjárstuðningur einhvers staðar frá. Það hefur ekki verið upplýst hveijir styðja við bakið á öfgamönn- unum í Alsír. En svo mikið er víst að ég hef ekki trú á því að neitt Evrópuríki komi þar við sögu.“ Dr. Magdy er borinn og barn- fæddur í Kairó, nam hagfræði og hélt síðan til framhaldsnáms í Berlín j og tók þar doktorsgráðu ásamt því | að hann hafði gengið til liðs við utan- . ríkisþjónustuna. Hann starfaði við sendiráðið í Berlín á árunum 1969-73 og tveimur ámm síðar var hann sendur til Wellington á Nýja Sjálandi þar sem hann bjó í fjögur ár. Hann varð fastafulltrúi Egypta- lands í Genf 1981-85 og var yfir- maður sendinefndar lands síns í Addis Ababa 89-91 og skipaður þar sendiherra árið 1991 ogí næstu fjög- ur ár. Hann segir tímann í Eþíópíu hafa verið afar merkilegan og lær- dómsríkan því þegar hann kom þangað var Mengistu einræðisherra við völd og „maður fylgdist svo með þeirri lýðræðisþróun sem við tók þegar honum var steypt af stóli.“ Dr. Magdy hefur ýmis áform á pijónunum til að styrkja og efla samskipti Islendinga og Egypta á sviði viðskipta. Hann telur að Egypt- ar geti mikið Iært af tæknikunnáttu okkar í sambandi við fiskeldi, fisk- veiðar og fiskvinnslu og hefur átt viðræður við ýmsa þar að lútandi. | Þá vonast hann til að með samvinnu ferðamálafrömuða geti Islendingar sótt Egyptaland heim í ríkara mæli og loks gætu Egyptar hugsanlega verið samkeppnisfærir með innflutn- ing hingað á ávöxtum og grænmeti. „Og ef egypskum blaðamönnum væri boðið hingað og skrifuðu síðan um ferðina mætti ætla að áhugi manna vaknaði á að koma hingað sem ferðamenn. Egyptar eru farnir að fara til útlanda sem slíkir en ekki bara í atvinnuleit."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.