Morgunblaðið - 28.06.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.06.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 37 GUÐMUNDUR HELGASON Guðmundur Helgason húsa- smíðameistari fæddist á Strand- seljum við Isa- fjarðardjúp 6. jan- úar 1920. Hann Iést á elliheimilinu Ljós- heimum á Selfossi 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Ólafs- dóttir, f. 3. júlí 1897, d. 24. nóv 1987, og Helgi Guðmunds- son f. 18. sept. 1891, d. 8. okt 1945. Guðmundur var elstur 16 systkina sem eru Guðbjörn sem er látinn, Ólafur, Steingrímur, Guðríður, Kjartan, Guðbjörg, Jón, Sig- urborg, Hannibal, Matthías, Sigurlína, Haukur, Lilja, Auð- unn og Lára. Guðmundur kvæntist 2. júní 1945 Margréti Guð- mundsdóttur, f. 10. apríl 1921, frá Tan- draseli í Borgar- firði. Þau eignuðust fimm börn sem upp komust. Þau eru: Ólöf, f. 2. jan. 1946, Helga Guðrún, f. 24. mars 1947, Helgi, f. 19. feb 1950, Guðmundur, f. 5. nóv. 1953, og Edda, f. 22. nóv. 1957. Með virðingu langar mig til að minnast Guðmundar tengdaföður míns með fáeinum línum. Okkar kynni hófust vorið 1964 er ég kynntist Helgu Guðrúnu. Það var í apríl og Guðmundur var að rífa stóran trékassa í heimkeyrslunni sem hafði verið utan um bíl sem hann keypti. En það þótti mikill fengur í þessum kössum og Guð- mundur kom öllu timbrinu hagan- lega fyrir uppi á lofti. Það gat verið gott að grípa til þess seinna meir. Alltaf var nýtnin í fyrirrúmi. Honum féll sjaldan verk úr hendi og var hann mikill listasmiður eins og við fengum að kynnast. Þegar við, börn hans og tengdaböm, fór- um að koma upp húsi hjálpaði hann okkur mikið við það. Við Guðmundur störfuðum saman hjá Trésmiðju K.Á. í nokkur ár og margar ferðirnar fórum við til Reykjavíkur um helgar til að smíða fyrir ættingja og vini Guðmundar. Oft voru þetta fjörugar ferðir því Guðmundur var léttur og skemmti- legur félagi. Eins var gaman að ferðast með honum um landið en sérstaklega þegar við fórum vestur í ísafjarðardjúp á hans æskuslóðir. Þá varð maður var við það að hann fór að bæta við hraðann þegar við fórum að nálgast heimahagana, við kölluðum það hlaðsprettinn. En margar ferðir voru farnar vest- ur í Unaðsdal, það var oft skropp- ið á föstudagskvöldi sem þótti ekki mikið mál svona stuttar helgar- ferðir. Stundvísi var aðalsmerki Guð- mundar, það var sama hvort það var í starfi eða leik. Mér eru öll ferðalögin sérstaklega minnisstæð. Matar- og kaffitímar urðu að vera í föstum skorðum og gekk hann fast eftir að það væri haldið. Það líkaði undirrituðum vel. Ekki dugði það að hafa máltíðir á réttum tíma, það varð líka að vera eitthvað að borða. Þá kom til kasta tengda- móður minnar sem var eins og klettur við hlið Guðmundar alla tíð. Alltaf tilbúin að sinna honum og heimilinu, börnunum og bama- bömunum. Dugnaðurinn og æðm- leysið hjá Margréti að hjúkra Guð- mundi síðustu árin sem hann gat verið heima eftir að veikindi fóra að gera vart við sig var einstakur. En það hefur verið upp úr 1988 sem vart varð við gleymsku hjá honum. En hann vann í trésmiðju K.Á. þar til um sumarið 1992, þá fékk hann vægt heilablóðfall og upp úr því hrakaði honum stöð- ugt. Margrét hjúkraði honum heima í þrjú ár, þar til í september 1995 að hann fékk pláss á Ljós- heimum á Selfossi. Þar fékk hann frábæra umönnun og starfsfólk Ljósheima á þakkir og heiður skil- ið fyrir störf sín sem unnin eru við erfiðar aðstæður. Ég kveð nú tengdaföður minn með þakklæti í huga. Okkar sam- starfi er lokið í bili. Guð stýrir því sem seinna á eftir að verða. Ég færi Margréti og allri fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Guðmundar Helgasonar. Jón Gunnlaugsson. Guðmundur Helgason kom til Selfoss 1944. Hann hafði þá lokið búfræðinámi frá Hvanneyri. Það hittist svo á þegar hann kom að brúin lá niðri. Guðmundur hóf störf hjá Guðmundi Eiríkssyni húsa- smíðameistara, meðal annars við byggingu Selfossbíós. Guðmundur hóf fljótlega nám í húsasmiði hjá Þorsteini Sigurðsyni, sem starfaði fýrir Kaupfélag Ámesinga. Hann var reyndar fyrsti nemandi í húsa- smíði hjá KÁ. Þetta var á fyrstu áram trésmiðjunnar, þeir vora framherjar. Trésmiðjan var fljót- lega staðsett í bragga á móti gamla iðnskólanum. Hann var verkstjóri um tíma í bekksalnum þegar Sig- urður Ingimundarson stjómaði tré- smiðjunni. Guðmundur tók því þátt í byggingu margra sögulegra húsa, þar á meðal Landsbankans á Sel- fossi 1950. Á þessum áram var lítið um efni til bygginga. Guðmundur hóf þó byggingu íbúðarhússins í Smára- túni 5 sem varð síðan heimili þeirra hjóna Margrétar Guðmundsdóttur og hans. Þau hjálpuðust mikið að. M.a. var Margrét að tví- og þrí- rétta notaða nagla. Vinnudagurinn var langur, efni viðað að, húsið steypt í áföngum, jámið á þakið upprétt braggajárn, nýtni var dyggð á þessum áram. Húsið við Smáratún er reisulegt og þarf enn þann dag í dag lítið viðhald enda vandað til verka. Sumarið 1956 brann bragginn með trésmiðjunni. Þá var flutt í nýtt húsnæði aust- urfrá þar sem trésmiðja KÁ er nú. Vinnuaðstaðan breyttist mikið frá því að vera í bragganum sem var að hluta á tveimur hæðum þar sem samsetningin fór fram á efri hæð. I nýja húsnæðinu var rýmið mikið og mikið framleitt, m.a. innrétting- ar í hótelin í Reykjavík, Bændahöl- lina, Hótel Esju og fleiri. Guðmundur Helgason vann nær allan sinn starfsferil á Selfossi hjá trésmiðju KÁ að undanskildum fjór- um áram sem hann starfaði fyrir Selfosshrepp. Guðmundur hætti störfum hjá trésmiðju KÁ 1992, þá 72 ára, þegar lasleikinn fór að gera vart við sig. Þá reyndust sam- starfsmenn hans honum vel og má þar sérstaklega telja Magnús Þor- bergsson. Sem dæmi um það hvað Guðmundur gekk skipulega til verks er þegar Guðmundur starfaði hjá hreppnum alltaf undirbúinn með tilsniðin spjöld og annað sem reikna mátti með að bilaði í útköllum. Á starfsferli sínum hjá KÁ vann hann mikið að félagsmálum starfs- manna, tók þátt í að skipuleggja ýmsar skemmtanir, t.d. sumarferð- ir, þorrablót og fleira. Samstarfs- menn hans minnast þessara daga með gleði og söknuði. Guðmundur skrifaði alltaf dagbækur. Hann var mikill jafnað- armaður, vann ötullega að fram- fara- og kjaramálum byggingariðn- aðarmanna í Ámessýslu. Hann var einn af stofnfélögum Félags bygg- ingariðnaðarmanna í Árnessýslu, handhafi félagsskírteinis númer 1, var kjörinn ritari 2. stjórnar F.B.Á. og starfaði nánast alla tíð í trúnað- arráði. Hann var talinn góður og nákvæmur samningamaður og tók þátt í fjölda kjarasamningagerða og naut mikils trausts til þess. Guðmundur var gerður heiðursfé- lagi á 30 ára afmæli félagsins 1989. Hann sat þing ASÍ, Sambands byggingarmanna og Alþýðusam- bands Suðurlands fyrir félagið sitt. Fyrram formenn minnast þess hve hann vann af miklum heilindum og samviskusemi. Hann mætti alltaf á fundi ef mögulegt var, var í öngum sínum ef hann gat ekki látið for- mann vita ef út af brá. Ég kynntist Guðmundi sem ein- örðum jafnaðarmanni og verkalýðs- sinna. Hann bar virðingu fýrir bar- áttu verkafólks og fyrir réttlátum kjöram. Hann var ættaður af Vest- fjörðum líkt og ég. Hann hreifst af Hannibal og þeirri stefnu. Árið 1995 var stofnað Sunnlenska iðnfé- lagið, þegar Félag byggingariðnað- armanna í Ámessýslu og Iðnaðar- mannafélag Rangæinga sameinuð- ust og Austur-Skaftfellingar komu með. Þá gerðist hann sjálfkrafa félagi þar líkt og aðrir og heiðurs- nafnbót Guðmundar Helgasonar fylgdi með. Við yngri mennimir minnumst Guðmundar Helgasonar sem klettsins sem stóð alltaf við bakið á okkur, hann var hinn full- orðni maður, hæglátur, yfirvegaður og ráðagóður. Hann gaf félaginu virðulegan blæ. Kæra Margrét Guðmundsdóttir og íjölskylda. Við þökkum ykkur fyrir þann tíma sem Guðmundur eyddi frá ykkur á fómfúsan hátt fyrir byggingariðnaðarmenn. Stjóm Sunniðnar sendir þér, böm- um þínum og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Megi gæfan vera með ykkur. Ármann Ægir Magnússon, formaður Sunniðnar. Kveðja frá Alþýðuflokks- félagi Selfoss Alþýðuflokksfélag Selfoss á fimmtíu ára afmæli nú á þessu ári, en það var stofnað 12. janúar 1947 og er því jafn gamalt sveitar- félaginu. í fundargerð stofnfundar kemur fram að frumkvæðið að stofnun félagsins og undirbúningur stofn- unarinnar hafi verið í höndum þeirra Guðmundar Jónssonar, Guð- mundar Helgasonar og Bjarna Ól- afssonar. Nú kveðjum við Guðmund Helgason, síðastan þeirra þre- menninga. Á þessum fimmtíu árum hefur margt breyst í landinu og sveitarfélagið vaxið úr fámennu þorpi í blómlegan bæ með á fimmta þúsund Sbúa. Guðmundur var vakandi þátt- takandi í þessari framfarasókn á ýmsum sviðum, m.a. á sviði hreppsmála, en hann sat í hrepps- nefndum á árunum 1950-1958 fyrir lista samvinnumanna. Fyrir Alþýðuflokksfélagið hafa skipst á skin og skúrir eins og gengur og flokkurinn oft haft vind- inn í fangið í kjördæminu, en Guð- mundur lá ekki á liði sínu og var starfsamur innan félagsins og lagði gott til mála. Ekki lét hann heldur sitt eftir liggja þegar sér- staklega mikið lá við eins og við undirbúning kosninga. Munaði þá um þennan vestfirska víking. Nú er þessi góði og ötuli félagi fallinn eftir langa og stranga sjúkralegu. Ekki er þó merkið fall- ið því bæði sonur hans og tengda- dóttir halda áfram starfi hans í félaginu. Við sem eftir stöndum vottum minningu Guðmundar Helgasonar virðingu og sendum Margréti, börnum þeirra og öðrum aðstand- endum samúðarkveðjur. Steingrímur Ingvarsson. + Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG RAGNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR, andaðist á Landspítalanum að morgni miðvikudagsins 25. júní sl. Jarðarförin auglýst síðar. Heiðar Albertsson, Ingibjörg Þóra Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og barnabarn. t Kveðjuathöfn vegna andláts JÓHANNS GEORGS MÖLLER, Laugarvegi 25, Siglufirði, er lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikuda- ginn 25. júní, fer fram í Fossvogskirkju mánu- daginn 30. júni kl. 11.00 f.h. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 5. júlí kl. 14.00. Helena Sigtryggsdóttir, Ingibjörg Möller, Alda B. Möller, Jóna Möller, Kristján L. Möller, Alma D. Möller, Barði Þórhallsson, Derek K. Mundell, Sveinn Arason, Oddný H. Jóhannsdóttir, Torfi F. Jónasson, Karl H. Sigurðsson og barnabörn. + ÞORGEIR KR. MAGNUSSON, Skúlagötu 76, Reykjavik, lést af slysförum þann 23. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðviku- daginn 2. júlí kl. 10.30. Vinir hins látna. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu, ELÍNAR SIGRIÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Kistufelli, Lundarreykjadal, Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Dvalar- heimilis aldraðra, Borgarnesi, og starfsfólki A- deildar á Sjúkrahúsi Akraness fyrir þeirra kærleiksriku umönnun. Kristján Árnason, Sigrún Árnadóttir, Fríðjón Árnason, Steingrímur Árnason, Elín Árnadóttir, Þóroddur Árnason, Helga Árnadóttir, Tómas Árnason, Jón Árnason, Kolbrún Anderson, Ebba Ásgeirsdóttir, Sigurður Hermannsson, Magna Ásmundsdóttir, Pálmi Jónsson, Kristjana Liiliendahl, Eva Vilhjálmsdóttir, barnabörn, barnabarnaböm og barnabarnabarnabarn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og útför bróður okkar, GRÉTARS THEODÓRS JÓNSSONAR, Sólheimum 23. Halldóra S. Jónsdóttir, Stefanía Jónsdóttir. + Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, PÁLS RAGNARS ÓLAFSSONAR, Köldukinn 4, Hafnarfirði. Emilfa Þórðardóttir, Pálína Pálsdóttir, Jóhannes Einarsson. Ragnheiður Pálsdóttir, Þorsteinn Auðunn Pétursson, Ólafur Ragnar Pálsson, Þorbjörg Þórísdóttir, Þórður Pálsson, Þorbjörg Guðbrandsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.