Morgunblaðið - 28.06.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.06.1997, Blaðsíða 22
BlKINÍ úr Knickerbox, með því er hægt að kaupa pils til að bregða um sig. Verð buxur 1.999, toppur 2.599, pils 2.199 5UNOBDLUR úr Stefanel, verð 5.500, skórnir eru úr Sautján og kosta 4.900, sólgleraugu úr Oas- is 1.195. BlKINÍ úr Knickerbox. Verðið á settinu er 3.299 en í Knickerbox er hægt að kaupa topp og buxur af mismunandi stærð. SUIMDBOLUR úr Sautján, verð 3.900, sólgleraugu úr Oasis 1.195. SUIMDBOLUR úr verslunni Noi sem kostar 5.900, sólgleraugun eru úr Oasis, verð 1.195. SUMARTÍ5KAN f 5UNDFA TNADI sér það nýjasta í sundfatatískunni. imasdóftir -------m og kannaði hvað er á boðstólum. Hún komst að því að iitagleðin er ailsróðandi og tískan er undir óhrif- um fró sjöunda og áttunda ára- tugnum. Fyrirsæta Linda Einarsdðttir/Eskimó módel, forðun Sigga Dög©1 Face, hárgreiðsla Baldur Rafn/ Kompaníið. IIIP® * j / f SUIMDBOLUR úr Frisport, verð 4.890. Hvaðertil ráða við bólgnum blöðruhálskirtli MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spumlng: Ég er með bólginn blöðruhálskirtil. Hverjar eru bata- horfur og eru til lyf við þessum kvilla? Svar: Hér getur einkum verið um að ræða sýkingu í blöðru- hálskirtlinum vegna baktería eða annarra sýkla eða góðkynja stækkun á kirtlinum sem kemur oft þegar menn eldast (ég mun fjalla um það síðar). Sýkingum í blöðruhálskirtli er venjulega skipt í nokkra flokka: Bráð bakteríusýk- ing, langvinn bakteríusýking, lang- vinn sýking sem stafar ekki af bakteríum og með þessu er venju- lega flokkaður blöðruhálskirtils- verkur, sem ekki er talinn stafa af sýklum. Bráð blöðruhálskirtils- bólga sem stafar af bakteríum er sjúkdómur sem kemur skyndilega með sótthita, erfiðleikum og óþæg- indum við þvaglát, verkjum íyrir ofan eða neðan lífbein og bakterí- um í þvaginu. Þessi sjúkdómur kallar á skjót og ákveðin viðbrögð, Blöðruháls- kirtill sjúklingurinn er oft lagður inn á sjúkrahús og meðhöndlaður með stórum skömmtum sýklalyfja. Oft- ast gengur vel að lækna slíkar sýk- ingar. Stundum fá menn langvinna blöðruhálskirtilsbólgu af völdum baktería í kjölfar bráðrar sýkingar en aðrir hafa ekki fengið sýkingar áður. Langvinn bakteríusýking í blöðruhálskirtli lýsir sér með óþægindum við þvaglát, óþægind- um eða verk ofan eða neðan við líf- bein, sem getur leitt aftur í bak eða niður í eistu, og úr blöðruháls- kirtlinum ræktast bakteríur. Þess- ar sýkingar eru meðhöndlaðar með sýklalyfjum en gallinn er sá að flest sýklalyf komast illa inn í blöðruhálskirtilinn vegna þess hve vefurinn er þéttur og blóðrásin lít- il. Sum sýklayf gera þó gagn en þessi sjúkdómur hefur tilhneig- ingu til að koma aftur og aftur. Al- gengasti sjúkdómurinn í þessum flokki er langvinn sýking sem ekki stafar af bakteríum. Einkennin eru þau sömu og lýst var hér á undan en engar bakteríur ræktast og sjúklingarnir hafa yfirleitt ekki fengið þvagfærasýkingar. Þessi sjúkdómur hefur flest merki sýk- ingar að því undanskyldu að ekki finnst neinn sýkill. Sjúkdómurinn er talsvert alvarlegt heilbrigðis- vandamál vegna þess að hann er algengur hjá karlmönnum á öllum aldri og engin góð lækning er til. Oft er reynt að gefa sýklalyf en þau hjálpa yfirleitt lítið sem ekk- ert. Heit setböð og verkjalyf hjálpa mörgum en þessi sjúkdóm- ur gengur oft í bylgjum, kemur og fer. Sumum versnar ef þeir drekka áfengi eða kaffi eða neyta vissra fæðutegunda. Mörgum þessara a Fjölvöðvagigt sjúklinga líður betur ef þeir vita að þetta er algengur sjúkdómur sem hefur ekki neinar alvarlegar afleið- ingar í för með sér. Arið 1994 var stofnaður stuðningshópur á Net- inu við sjúklinga með langvinna blöðruhálskirtilsbólgu sem ekki stafar af bakteríum. Þetta leiddi til stofnunar félagasamtaka í nokkrum löndum sem einkum beina kröftum sínum að fræðslu um sjúkdóminn. Meira um fjölvöðvagigt Fyrir skömmu var svarað spurningu um fjölvöðvagigt. Af því tilefni hafði gigtarlæknir samband við undirritaðan og vildi koma á framfæri skoðunum varðandi ís- lenskar nafngiftir þeiiTa sjúk- dóma sem fjallað var um. Taldi hann almennt ríkja nokkurn rugl- ing varðandi þessar nafngiftir og þess vegna hætt við að ólíkum sjúkdómum sé ruglað saman. Samkvæmt þessum ábendingum ber að kalla fjölvöðvagigt einungis það sem heitir á erlendum málum polymyalgia rheumatica. Varast ber að rugla þessu saman við sjúk- dóma eins og vefjagigt (fibromyal- gia), festumein og síþreytu (chron- ic fatigue syndrome). Hjá Gigtar- félagi Islands má fá bæklinga um suma af þessum sjúkdómum. 0Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréf- um merkt: Vikulok, Fax: 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.