Morgunblaðið - 28.06.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.06.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 41 82 stiga sveifla í þremur spilum BRIPS Montecatini, Ítaiíu EVRÓPUMÓT í SVEITAKEPPNI Evrópumótið í sveitakeppui er haldið í Montecatini Terme á Italíu, dagana 14.-29. júní. ísland tekur þátt í opn- um flokki og kvennaflokki. LUKKUDÍSIRNAR voru víðs fjarri íslendingum í viðureign þeirra við Líbani á fimmtudagskvöldið. í þremur spilum græddu Líbanir samtals 42 imp-stig en ef lukkan hefði verið með Islendingum hefðu þeir getað grætt 39 stig á þessum sömu spilum; umsetningin var því 81 imp-stig. Líbanirnir eru ekkert að láta nútíma sagnvísindi þvælast fyrir sér og í einu spilinu fóru þeir í alslemmu þar sem hiðarlitur var Á7542 á móti DG. Kóngurinn var réttur, blankur meira að segja, svo Líbanirnir græddu 13 stig í stað þess að tapa 17. í öðru spili fóru Líbanir og Ís- lendingar í harða 4 spaða sem voru doblaðir við bæði borð en Líbaninn redoblaði. Sama útspil kom við bæði borð en íslendingun- -um urðu á mistök í vörninni svo Líbaninn vann 4 spaða redoblaða en við hitt borðið fór samningurinn einn niður. Þar græddu Líbanir 15 stig en hefðu tapað 5 ef vörn ís- lendinga hefði ekki brugðist. Þetta var svo þriðja spilið. Austur gefur, NS á hættu Norður ♦ KDIO ¥Á632 ♦ 93 + ÁD93 Vestur Austur ♦ 9872 + Á543 ¥87 ¥94 ♦ 10876 ♦ 54 + KG4 + 108752 Suður + G6 ¥ KDG105 ♦ ÁKDG2 + 6 Við annað borðið sögðu Guð- mundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson 6 hjörtu, sem austur dobl- aði af einhveijum ástæðum. Slíkt dobl gefur venjulega til kynna að austur eigi eyðu í hliðarlit og geti trompað útspilið og þar sem einn ás var úti flúðu Guðmundur og Þorlákur í 6 grönd. Þau vildi aust- ur ekki dobla_ enda unnust þau slétt, 1440 til íslands. Við hitt borið sátu Jón Baldurs- son og Sævar Þorbjömsson AV og Charles Nasr og Nagib Baroudi NS: Vestur Norður Austur Suður JB NB SÞ CN pass 1 hjarta pass 2 grönd pass 3 tíglar pass 3 spaðar pass/ 4 grönd pass 5 hjörtu pass 7 hjörtu! pass pass dobl// 2 grönd sýndu góðan hjarta- stuðning, 3 tíglar sýndu tígullit ög 3 spaðar var gervisögn sem sýndi slemmuáhuga. Suður spurði þá um ása, en ruglaðist í fjöldanum og fannst þeir allir vera til staðar. Þegar 7 hjörtu komu til Sævars vissi hann að Líbanirnir höfðu lent í misskilningi. Algengt útspil gegn alslemmum er tromp, en Sævar vildi að sjálfsögðu fá spaða og doblaði því og bað þannig um óeðli- legt útspil í þeirri von að Jón myndi lesa rétt í spilið. Einhveijir hefðu í sporum NS flúið í 7 grönd, af ótta við stungu í fyrsta slag en Líbanirnir sátu sem fastast og Jón þurfti því að spila út. Frá hans bæjardyrum séð var líklegast að doblið bæði um tígul út, hliðarlit sagnhafa. Hann spilaði því út tígli, og Líbaninn var fljótur að taka trompin, sem lágu 2-2 eins og um var beðið, og henda spöðun- um í borði í tíglana heima. Slétt staðið og 14 impar til Líbanon í stað 17 til íslands. Líbanir unnu leikinn á endanum með 38 stiga mun, eða 22-8 í vinn- ingsstigum Þetta er í annað skipti sem íslendingar fá slíka útreið hjá Líbönum á lokaspretti Evrópumóts í brids. Það gerðist einnig fyrir tveimur árum og við það misstu íslendingar af lestinni í baráttinni um verðlaunasætin. Spilað undan spaðaásnum íslenska kvennaliðið náði aðeins að rétta hlut sinn á lokaspretti Evrópumótsins í kvennaflokki eftir afleita byijun. Liðið vann alla leiki sína á fimmtudeginum, þar á meðal gegn Grikkjum og þar kom þetta spil fyrir í fyrri hálfleik: Norður gefur, AV á hættu Morgunblaðið/GSH ÞÆR Esther Jakobsdóttir og Valgerður Kristjónsdóttir eru leik- reyndustu spilarar íslenska kvennaliðsins í brids. Hér spila þær við sænsku konurnar Lindu Langström og Mary Ryman. Norður + G32 ¥ K872 ♦ K5 ♦ ÁD72 Austur ♦ Á86 ¥ Á53 ♦ 10863 + K95 Suður + K1075 ¥ D964 ♦ ÁDG + 86 Lokasamningurinn varð 4 hjörtu við bæði borð, spiluð í suður. Við annað borðið, þar sem Anna ívars- dóttir og Guðrún Óskarsdóttir sátu AV, valdi Anna að spila út hjarta- gosanum sem sagnhafi hleypti á drottninguna. Hún svínaði laufa- drottningu í 2. slag og Guðrún drap með kóng og spilaði litlum spaða að bragði. Sagnhafi hleypti á gosann í borði svo Anna fékk á drottningu og vömin fékk síðan tvo slagi á hálitaásana í viðbót. 1 niður og 50 til íslands. Við hitt borðið, þar sem Esther Jakobsdóttir og Valgerður Krist- jónsdóttir sátu NS varð Esther sagnhafi í suður. Vestur spilaði út laufagosa og Esther svínaði drottningunni en austur drap á kóng og spilaði litlum spaða. En Esther hefur séð þessa stöðu áður. Hún stakk upp kóng, sem hélt, henti síðan spaða í tígul og gaf aðeins tvo slagi í viðbót á hálitaás- ana. Slétt staðið og 420 til íslands. Guðm. Sv. Hermannsson Vestur ♦ D96 ¥ G10 ♦ 9742 + G1043 RAQAUGLÝSI 1 1 M Q A R AT V IIM ISI U - AUGLÝSINGAR Trésmiðir Nokkrir trésmiðir óskast til starfa við áhuga- verð verkefni. Upplýsingar gefa Grettir, s. 893 4388 og Karl, s. 892 4509. Refti ehf., Ármúla 19, sími og fax 588 7645. Sundþjálfari Sundfélagið Vestri á ísafirði óskar eftir að ráða yfirþjálfara fyrir næsta tímabil (1. sept. 97 — 1. sept. 98). Upplýsingar veita Halldór í síma 456 4759 og Kristján í síma 456 4546. Vélstjóri Oskum að ráða vélstjóra til afleysinga. Upplýsingar í símum 421 2305 og 893 1691. BATAR SKIP Óska eftir að kaupa bát Óska eftir að kaupa 4 til 15 brúttólesta bát úr stáli, áli eða plasti, helst Gáska, Viking eða Sóma. Báturinn verður fluttur úr landi og má því gjarnan vera úreldingarbátur. Þeir, sem áhuga hafa á þessu, eru vinsamleg- ast beðnir um að hafa samband við Sámal Joensen, Bátasolan, Sundsvegi 11, FR-IOO Tórshavn, Færeyjum, símar OO 298 17789 og 00 298 14842, bréfsími 00 298 16789. TILKYNNIIMGAR Orlof Félags eldri borgara í Hafnarfirði Dagana 18.—25. ágúst verður dvalið á Eddu- hótelinu, Núpi, Dýrafirði. Farin verður dagsferð til ísafjarðar, Bolungar- víkur og Vigurs og tvær hálfsdagsferðir. Upplýsingar í símum 555 1020, Ragna, 555 0176, Kristín, og 555 2276, Elsa, mánudag- inn 30. júní eftir kl. 10.00 f.h. Stjórnin. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Kynningarfundur Félagsfundur, til að kynna nýgerðan kjara- samning verður haldinn sunnudagskvöldið 29. júní í Ingólfsstræti 5, 6. hæð, kl. 20.00 og á Hótel KEA, Hafnarstræti 87—89, Akureyri á sama tíma. Stjórn og samninganefnd. ATVINNUHUSNÆÐI Skipholt 70 Vinnuaðstaða til leigu fyrir arkitekt, tæknifræð- ing eða verkfræðing. Nánari upplýsingar veitirTryggvi í síma 553 6282 eða 567 0019. T.V. tækniþjónusta, verktakar ehf. SMAAUGLYSINGAR FELAGSLIF HallvcigBrslíg 1 • sími 561 4330 Jeppaferð í dag laugardaginn 28. júní. Haukadalsheiöi. Gróðursetning og skemmtiferð. farið verður frá Geysi i Haukadal kl. 10.00 í dag Fararstjóri er Jón Bjarnason. Frítt fyrir alla. Dagsferðir Sunnudaginn 29. júní. Reykja- vikurvegurinn 5. áfangi. Blá- fjöll—Grindarskörð. Brottför frá BSÍkl. 10.30. Verðkr. 1.000. Nýtt göngukort af Þórsmörk og Goðalandi komið út. Skemmtilegar lýsingar á göngu- leiðum um stórbrotna náttúru á ensku og íslensku. Kortið fæst á skrifstofu Útivistar fyrir aðeins kr. 300. Kynnið ykkur sumarferiðir Úti- vistar á netinu: centrum.is/utivist FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Hressandi sunnudagsferðir 29. júní. Kl. 08.00 Þórsmörk, dagsferð. Strákagil — Langidalur — Steins holt. Afmælisverð 2.500 kr. Kl. 10.30 Reykjavegur 5. áfangi: Gengið frá Bláfjöllum í Vatnsskarð. Verð 1.000 kr. Kl. 13.00 Gönguferð á Heng- ilssvæðinu: Reykjakot — Grænidalur. Verð 1.200 kr. Brottför frá BS(, austanmegin (sunnanmegin í Reykjaveginn) og Mörkinni 6. Styrkur unga fólksins Richard Perinchief ásamt 30 manna hópi frá USA sér um samkomur í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20.00. Dans, drama og kröftug tónlist. Láttu sjá þig. KRISTIÐ SAMFÉLAG Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir. TILKYNNiNGAR Þingvellir þjóðgarður Dagskrá helgarinnar. Sumardagskráin á Þingvöllum er nú komin í fullan gang og þvi verður af nógu að taka og eitt- hvað fyrir alla í þjóðgarðinurr um helgina. Laugardagur 28. júní. Kl. 13.00 Lambhagi. Róleg og auðveld náttúruskoð- unarferð. Gengið verður með vatnsbakka Þingvallarvatns þai sem gróðurfar og dýralíf verður skoðað i „samhengi alls sem er". Farið verður frá bílastæði við Lambhaga og tekur ferðin um 3 klst. Verið vel búin og hafið með ykkur nestisbita. Kl. 15.00. Leikið og litað i Hvannagjá. Barnastund fyrir alla krakka. Farið verður i létta leiki og málað með vatnslitum. Hist verður á bílastæði við Hvannagjá og gengið saman upp eftir. Barna- stundin tekur um 1 1/2 klst. og nauðsynlegt er að vera vel búinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.