Morgunblaðið - 28.06.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.06.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞÉR verður ekki lengi að batna núna, karlinn minn, ég er komin með alla hómópataflór- una eins og hún leggur sig... Varnaræfingin Norður-Víkingur hefst í lok júlí 3.500 manns taka þátt í æfingunni 3.500 manns munu taka þátt í vamaræfingunni Norður-Víking- ur, sem haldin verður á Islandi 30. júlí til 5. ágúst í sumar. Þar af koma 1.200 manns frá Banda- ríkjunum. Þetta var meðal þess sem kom fram þegar dagskrá æfinganna var kynnt í utanríkis- ráðuneytinu í gær. Æfing af þessu tagi hefur verið haldin annað hvert ár síðan 1983 og er það liður í framkvæmd varnarsamningsins. Gert er ráð fyrir að æfingin muni kosta Bandarikjamenn um 6 milljónir dollara eða ríflega 400 milljónir króna. Tilgangur æfingarinnar er að samræma æfingu varna Islands í lofti, á láði og á legi í því skyni að gefa varnarsveitum tækifæri til að kynnast staðháttum á ís- landi, landslagi og veðurfari. Liðsaflinn kemur til landsins 28. júlí og lýkur brottflutningi her- manna 10. ágúst. Bandaríkjamenn munu bera hitann og þungann af æfingunni. Auk herliðs munu þeir m.a. senda þyrlusveitir og tvær B-1 og tvær B-52 sprengjuflugvélar. Einnig mun sérsveit norska hersins taka Morgunblaðið/Amaldur HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra kynnti fjölmiðlum í gær varnaræfinguna Norður-Víking, sem haldin verður hér á landi í sumar. Til vinstri á myndinni er Þórður Ægir Óskarsson, skrifstofu- stjóri varnamálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og í baksýn sést Arnór Sigurjónsson sendiráðunautur. þátt, ásamt norskum kafbát, og Hollendingar munu senda sjö F-16 orrustuþotur. Þá verða kafbátale- itarvélar frá Hollandi og Kanada og Awacs-flugvél frá NATO með í æfingunni. Þyrlur í sérverkefnum „Sérstök verkefni" verða unnin fyrir íslendinga í tengslum við æfinguna með þremur CH-47 Chinook flutningaþyrlum þjóð- varðliðsins í Pennsylvaniu. Er þar um að ræða flutning neyðarskýla á Vestfjörðum fyrir Slysavarnafé- lagið og fjarskiptaendurvarpa upp á fjallstinda á Norður- og Austur- landi fyrir björgunarsveitir. Einnig flutning á möl í gang- stíga í Skaftafelli fyrir Náttúru- vemdarráð og göngubrúarefni inn í Morsárdal, í Lónsöræfi og Eyja- fjörð fyrir ferðafélög. Þá verður flugvélabrak fjarlægt af Gígju- jökli fyrir umhverfisráðuneytið. Með tilliti til þess að æfingin á sér stað um mestu ferðahelgi árs- ins er hún sérstaklega skipulögð með það fyrir augum að hún valdi sem minnstum óþægindum fyrir ferðamenn og íbúa þeirra svæða sem hún tekur til. Sameigínleg stefna Evrópuríkja í orkumálum Tómas Ingi Olrich vinnur að skýrslu Evrópuþingsráðsins TÓMAS Ingi Olrich alþingismaður var í gærmorgun útnefndur á fundi vísinda- og tækninefndar Evrópu- þingsráðsins til að vinna að skýrslu um sameiginlega stefnu Evrópuríkja í orkumálum. í frétt frá Alþingi kemur fram að markmið þeirrar vinnu sé að gera úttekt á mismun- andi orkugjöfum, meta áhrif orku- vinnslunnar á umhverfið eftir því hvaða orkugjafar eiga í hlut og marka stefnu í málaflokkum. Skýrsla um orkusamning Evrópu, sem Tómas Ingi er höfundur að, var samþykkt á þingi Evrópuráðsins sem lauk í gær. Tuttugu ríki hafa þegar undirritað orkusamninginn sem er lagalega bindandi, en undirskrift þrjátíu ríkja þarf til þess að hann taki gildi. Tómas Ingi kynnti niður- stöður skýrslunnar í gærmorgun og lagði áherslu á að samþykkt orku- samningsins væri mikilvæg forsenda efnahagslegrar uppbyggingar, eink- um í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu. Gríðarleg uppbygging væri framund- an í orkumálum þessara ríkja og samningurinn mundi greiða götu er- lendra fjárfestinga með því að skapa þeim öruggan lagalegan grundvöll. „íslendingur" við stríðsglæpadómstól Frá Peking um Kópavog og Oxford tii Haag Bing Bing Jia HJÁ alþjóðlega stríðs- glæpadómstólnum í Haag, þar sem réttað er yfir mönnum sem ákærðir eru fyrir að hafa framið stríðsglæpi í borga- rastríðinu í fyrrum Júgó- slavíu, starfar nú sem að- stoðarmaður eins ellefu dómara við réttinn ungur maður, sem dvaldi einn vet- ur á Islandi eftir að kín- versk stjórnvöld létu til skarar skríða gegn náms- mönnum á Torgi hins him- neska friðar í Peking sum- arið 1989. Ættarnafn hans er Jia en skírnarnafnið Bing Bing. Á kínversku þýðir Bing hermaður, og hafa því ís- lenzkir vinir hans tíðkað að kalla hann Hermann. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Bing Bing nýlega í Haag, og fékk hann til að skýra frá starfi sínu þar og frá þeim ferli sem leiddi hann úr girð- ingarvinnu á íslandi í það hlut- verk sem hann nú gegnir. - Hvernig kom það til að þú komst tii Islands á sínum tíma? „Um það leyti sem harmleikur- inn á Torgi hins himneska friðar átti sér stað sóttust margir kín- verskir námsmenn eftir því að komast í nám erlendis. Flestir stefndu til Norður-Ameríku. Ég hafði sótt um að komast í fram- haldsnám í Oxford, en skólagjöld- in þar voru slík að það kom ekki til greina. Ég innritaðist þess í stað í mastersnám í lögfræði í háskólanum í Peking. En í kjölfar harmleiksins í júní gripu stjórn- völd til ýmiss konar refsiaðgerða gagnvart stúdentum. Ég var einn margra, sem átti að senda út í sveit í „endurhæfingu", eins og slík vist hefur verið kölluð. Arnór Hannibalsson er gamall vinur föður míns frá því þeir voru saman í námi í Moskvu fyrir 40 árum. Þegar hann frétti þetta stakk hann upp á því í bréfi að ég kæmi til íslands. Eftir samráð við fjölskylduna varð það úr að ég þáði þetta boð og kom til ís- lands í desember 1989 og dvaldi þar í um tíu mánuði. Haustið 1990 hafði tekizt að útvega styrki í Oxford sem svör- uðu öllum skólagjöldunum og gat ég þá hafið framhaldsnám þar. Ég var mjög ánægður á íslandi og það var erfitt fyrir mig að fara þaðan. Þegar ég var kominn til Oxford þjakaði mig snertur af heimþrá til Islands! Mér er landið mjög kært. Ég ferðaðist um það allt og met reynsluna af dvölinni mikils. Síðan varð það hlutskipti mitt að dvelja langdvölum við nám í Oxford. Haustið 1995 varði ég doktorsritgerð mína við skólann." sambandi við, benti mér á að sækja um þessa stöðu aðstoðar- manns kínverska dómarans, Li Haopei. Kennari minn í Oxford, Ian Brownlie, og í Peking, Wang Zjia prófessor, skrifuðu með- mælabréf með umsókn minni og ég var ráðinn um leið.“ - / hveiju felst starf þitt fyrir dómarann? „Það felst í því að stunda rann- sóknir sem tengjast því máli sem dómarinn er að fást við og að ► Bing Bing Jia er fæddur í október 1968 í Peking, þar sem hann ólst upp og hlaut sína skólamenntun. Vorið 1989 lauk hann lögfræðiprófi frá Peking- háskóla. Þá um haustið kom hann til íslands og dvaldi hér fram á haust 1990, þegar hann hóf framhaldsnám í alþjóðalög- fræði við Oxford-háskóla. Það- an lauk hann doktorsprófi 1995. í desember í fyrra hóf Bing Bing störf sem aðstoðar- maður kínverska dómarans í alþjóðlega stríðsglæpadóm- stólnum í Haag. veita honum lögræðilega ráðgjöf, en sú ráðgjöf sem við aðstoðar- mennirnir getum veitt stendur öllum dómurunum jafnt til boða þótt við séum hvert og eitt að nafninu til aðstoðarmenn hvers dómara fyrir sig. Alls starfa um 400 manns af 56 þjóðernum við dómstólinn, þar af þrír Kínveijar. Starf mitt hér er að mínu mati mjög spennandi; það krefst mikils af manni. Ég vinn við að fást við lögfræðileg vandamál í alþjóða- rétti, sem er það sem ég hef béint huga mínum að á undanförnum áratug. Þetta heldur því athygli minni allri. Það sem er krefjandi við að fást við lögfræðileg vandamál í tengslum við stríðsglæpi er eink- um það, að ólíkt hefðbundnum alþjóðalögum eru lögin sem við eiga í þessum málum eru fjarri því að vera skýr. Á öðrum sviðum opinbers alþjóðaréttar er í flestum tilvikum við alþjóðasamninga eða sterka fordæmishefð að styðjast, en slíku er ekki til að dreifa þeg- ar dæma á í ákærumálum eins og þeim sem fjallað er um fyrir stríðsglæpadómstólnum. Það er þetta sem gerir starfíð hér mjög spennandi fyrir lögfræðinga." - Það er sagt að Li dómari sé mjög sérstakur maður. Getur þú sagt mér nánar frá honum? „Það má segja að Li dómari sé goðsögn í Iifanda lífi. Hann er einn fjögurra þekktustu og beztu lögfræðinga í alþjóða- rétti sem Kínvetjar eiga. Hann fæddist árið 1906 og stundaði nám í London í lok fjórða áratugarins. Hann hefur kennt alþjóðalög við háskólann í Peking frá því á fimmta áratugnum og verið ráð- gjafi kínverska utanríkisráðu- neytisins um áratuga skeið.“ - Hann er 91 árs gamall. Hefur hann fullt vinnuþrek? „Já. Það eina sem háir honum er að hann heyrir ekki vel. En hugsun hans er eins skýr og ver- ið getur. Það eru allir sammála um sem vinna með honum, og hann er við hestaheilsu." - En hvernig kom það svo til að þú hófst störf við stríðsglæpa- dómstólinn? ---------- „Það var fyrir hreina tilviljun. Fyrr- um kennari minn við háskólann í Peking, sem ég hafði haldið Við dómstól- innerfólkaf 56 þjóðernum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.