Morgunblaðið - 21.05.1997, Page 8

Morgunblaðið - 21.05.1997, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ■ Guðmudnur Árni Stefánsson um utan- dagskrárumræöu um breytingar á skipan SVONA, ekkert múður ég ræð í hvaða skóla þú ferð. Við Dabbi hækkuðum sjálfræðisaldur krata verulega góði . . . Fiskiðjusamlag Húsavíkur sinnir ferðaþjónustu Frystihúsinu breytt fyrir ferðamenn „FERÐAMÖNNUM á Húsavík fjölg- ar ört og við reiknum með að um tíu þúsund manns leggi leið sína hingað í sumar. Stór hluti þessa hóps er erlendir ferðamenn, sem sækja í hvalaskoðunarferðir. Eg veit af fenginni reynslu að ferðamenn vilja gjarnan kynna sér atvinnulífið og þess vegna höfum við ákveðið að bjóða upp á reglulegar skoðunar- ferðir um frystihúsið í sumar. Um áramót ráðumst við svo í breytingar á húsinu og setjum upp vegg úr plexígleri, svo ferðamenn geti skoð- að framleiðslulínuna," sagði Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fisk- iðjusamlags Húsavíkur, í samtali við Morgunblaðið. Einar sagði að hann hefði oft skoðunarferðir, þar sem ekki hefði verið hægt að taka á móti hópum hingað til. „Nú höfum við gert nokkrar breytingar á húsnæðinu og ætlum að prófa þetta í sumar. Ef tilraunin gefst vel, þá reisum við glervegg meðfram endilöngum vinnslusalnum." Góð kynning á íslenskum fiski Einar sagði að aðilum í ferðaþjón- ustu litist vel á framtakið og þeir bjartsýnustu teldu jafnvel að heim- ingur erlendra ferðamanna til Húsa- víkur myndi þiggja skoðunarferð af þessu tagi. „Ég set nú markið ekki hærra en 10% til að byija með. Ferðaþjónustan sér um bókanir og við höfum þegar kynnt þennan möguleika í bæklingum hjá Knerr- inum, sem er með hvalaskoðunar- ferðir. Hingað koma oft fullar rútur af ferðamönnum og þurfa að skipta liði í hvalaskoðun. Þeir, sem ekki eru úti á sjó, geta þá litið við hjá okkur á meðan.“ Miðað er við að skoðunarferð um Fiskiðjusamlagið kosti 4-500 krónur á mann. Gestimir fá hlífðarföt, ýms- ar upplýsingar um vinnsluna, kynn- ast heimasíðu fyrirtækisins og fá að bragða á sjávarréttum. „Við ætl- um ekki að græða á þessu, heldur aðeins ná inn fyrir kostnaði. Við lít- um svo á að þetta verði mjög góð kynning fyrir íslenskan fisk. Þannig munum við leggja áherslu á það við útlendingana hvar þeir geta keypt fiskinn okkar. Frakkar fá íslenskan fisk til dæmis á McDonald’s veit- ingastöðum þar í landi og Bretar geta keypt fiskinn okkar í Marks- & Spencer. Við höfum sagt við- skiptavinum okkar í útlöndum frá þessari hugmynd og þeir hafa lýst ánægju sinni.“ „Túnfisk- veiðar“ MENN frá Skógræktarfélagi Rangæinga breiddu gamla loðnunót á tún austan við Hvols- völl í liðinni viku. Elías Eyberg, Kristþór Breiðfwjörð og Garðar Halldórsson harðneituðu því að þær væru að reyna túnfískveið- ar en gáfu þá skýringu að þeir væru að skera nótina í sundur og ætluðu að nota bútana til að binda sand í varnargörðum sem verið er að setja upp við Þverá sem þarna rennur hjá. Með því að þrengja farveg árinnar fær Skógræktarfélagið töluvert land til ræktunar auk þess sem meiri möguleikar eru til fiski- ræktar í ánni. Morgunblaðið/RAX Öryggisstaðlar yfir leikvallatæki Island verður við stórauknum öryggiskrö fum Herdís Storgaard STAÐLARÁÐ íslands gengst fyrir ráð- stefnu nk. föstudag í Háskólabíói þar sem kynntir verða Evrópustaðl- ar sem ná yfir öryggi á leiksvæðum barna. A ráð- stefnunni eru átta fyrirles- arar og eru þrír þeirra er- lendir. Herdís Storgaard er annar af tveimur skipu- leggjendum ráðstefnunnar. Skyldi öryggi þarna á leik- svæðum á íslandi vera ábótavant samkvæmt um- ræddum Evrópustöðlum? „Það er mjög upp og ofan. Nokkur sveitarfélög á íslandi hafa þegar byijað að nota drögin að þessum stöðium við nýjar fram- kvæmdir við leiksvæði og endurnýjun gamalla leik- svæða fyrir börn. Önnur sveitarfé- lög eru ekkert farin að kynna sér þetta en þurfa að gera það, og er þá þessi ráðstefna mjög góður vettvangur til þess.“ Hvar verða flest slys á leiksvæð- um barna hér? „Skólalóðimar em verstu stað- imir og þar á eftir opnu leiksvæðin en fæst em slysin á leikskólunum." Hefur mikið verið gert í sam- bandi við slysavarnir á leiksvæðum barna undanfarin ár? „Já, það hefur verið gert_og þar hefur Slysavarnafélag íslands komið talsvert við sögu. Ég hef farið, í samstarfi við deildir og sveitir félagsins, um nánast allt land og skoðað leiksvæði með tæknimönnum sveitarfélaga, skólastjómm og leikskólastjórum og komið með ábendingar og kynnt þessum mönnnum hvers ber að vænta í framtíðinni samkvæmt hinum nýju Evrópustöðlum. Útfrá þessum heimsóknum hefur verið hafin vinna á ákaflega mörgum stöðum til þess að lagfæra slysa- gildrur og auka öryggi barna." Er komið mikið inn á slysavarn- ir á fyrirhugaðri ráðstefnu? „Já, einn fyrirlesarinn t.d. hefur mikla þekkingu á leik barna og hvaða umhverfi er æskilegt þegar verið er að hanna leiksvæði. Sá fyrirlesari ætlar í tvískiptum fyrir- lestri sínum að taka fyrir annars vegar leikþörf lítilla bama og hins vegar leikþörf eldri bama og ungl- inga. Einnig emm við með fyrirles- ara sem hefur mikla reynslu af að vinna eftir stöðlum og hann ætlar að fara í gegnum það, lið fyrir lið, hvað felst í hveijum staðli.“ Eigum við að útskýra hvað stað- all þýðir í þessu sambandi? „Staðall er í raun leiðbeiningar um hvernig viðkomandi hlutur eigi að vera búinn til og skuli notaður." Þarf að breyta miklu þegar þessi Evrópustaðall verður tekinn upp hér á landi? „Á eldri svæðum, sem lítið hefur verið gert fyrir, verða miklar breytingar en á nýrri svæðum eru þegar komin tæki sem upp- fylla þessa staðla sem unnið verð- ur eftir og þar verða breytingar sáralitlar." Hvaða breytingar eru helstar? „Hvert og eitt tæki þarf ákveð- ið svæði í kringum sig og það eru gerðar kröfur samkvæmt Evrópu- staðli um sérstakt öryggisundirlag kringum tækin sem á að hindra alvarleg slys ef barn fellur úr tæk- inu. Ef við tökum sem dæmi svo- kallaðan kastala sem börn klifra ► Herdís Storgaard er fædd í Reykjavík árið 1953, hún lauk prófi sem hjúkrunarfræðingur og hefur tekið þrenns konar sérnám til viðbótar, slysa- og bæklunarhjúkrun, svæfingar- hjúkrun og kennslu- og uppeld- isfræði. Hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur, lengst af á Slysadeild Borgarspítalans en einnig á sams konar deildum á sjúkrahúsum í Bretlandi og Danmörku. Herdís hóf störf hjá Slysavarnafélagi íslands fyrir sex árum og gegnir nú starfi barnaslysavarnafulltrúa félags- ins. Hún er gift Kai Storgaard og eiga þau einn son, Sebastian Storgaard að nafni. í, þá þarf samkvæmt Evrópustaðli að vera undirlag sem hindrar að barn sem fellur niður hljóti alvar- leg höfuðmeiðsli, hins vegar er ekki gert ráð fyrir að hægt sé að hindra að börn fái skrámur eða marbletti af vægara tagi.“ Er óhætt fyrir lítil börn að leika sér ein í tækjum á leiksvæðum „Nei, það er full ástæða til að benda foreldrum og þeim sem gæta bama undir þriggja ára aldri á að það er ekki óhætt að láta þau Ieika sér ein í leiktækjum á leik- svæðum og verður ekki þótt Evr- ópustaðlar verði alls staðar teknir upp. Bömin eru einfaldlega of ung til þess að ráða við leiktæki og hafa ekki þroska til þess fyrr en eftir þriggja ára aldur. Stundum fæ ég upphringingar frá fólki sem kvartar yfir nýjum leiktækjum sem það telur mjög hættuleg. Þegar tækin eru skoðuð kemur í Ijós að þau eru þannig úr garði gerð að lítil börn ráða ekki við þau og það þýðir einfaldlega að fólk á ekki að láta sér detta í hug að láta lítil böm vera ein að leika sér í þeim, fólk þarf að gæta lítilla barna og vera með þeim í þessum tækjum og kenna þeim að nota þau.“ Eru til lög eða reglur sem segja sveitarfélög- um hvernig leiksvæði skuli hönnuð? „Nei, en það eru komin drög að slíkri reglugerð sem kynnt verða á ráðstefnunni. Á öðrum Norðurlönd- um eru hins vegar slíkar reglugerð- ir og staðlar löngu komin til sög- unnar. Þess vegna verður miklu meira stökk hér hvað varðar hönn- un og endurhönnun leiksvæða held- ur en í nágrannalöndum, við erum nú að verða við stórauknum kröfum í þessum efnum en höfum nánast engar slíkar haft fram að þessu.“ Gæta þarf lítilla barna í leiktækjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.