Morgunblaðið - 21.05.1997, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 15
IL HWA
Morgunblaðið/Kristján
Vorsýning Fimleika-
ráðs Akureyrar
VORSÝNING Fimleikaráðs
Akureyrar var haldin í KA-
heimilinu um síðustu helgi.
Þetta var jafnframt afmælis-
sýning en FRA fagnar 20 ára
afmæli um þessar mundir.
Starfið hjá FRA er með mikl-
um blóma og voru tæplega 200
börn og unglingar á aldrinum
4-16 ára við æfingar í vetur.
Tóku þau flest þátt í sýning-
unni og stóðu sig með miklum
sóma. Þau yngstu voru máluð
í framan eins og mýs eða
kisur, sem lífgaði skemmti-
lega upp á þeirra sýningar-
atriði.
Með vorsýningunni lauk
vetrarstarfinu formlega. Einu
verkefni er þó ólokið, því vina-
bæjarmót verður haldið á Ak-
ureyri í lok júní en þá kemur
í heimsókn fimleikafólk frá
vinabæjum Akureyrar á hin-
um Norðurlöndunum og tekur
þátt í dagskrá mótsdagana.
Stak og ríkið
Samningur
samþykktur
KJARASAMNINGUR Starfs-
mannafélags Akureyrarbæjar og
fjármálaráðherra fyrir hönd ríkis-
sjóðs hefur verið samþykktur með
82% greiddra atkvæða, 16% voru á
móti en kjörsókn var 49%.
Samningurinn giidir frá 1. apríl
1997 til 30. apríl árið 2000. Hann
felur í sér 16,7% launahækkun á
þessum þremur árum. 1. apríl á
næsta ári verður tekið upp nýtt
launakerfi sem nánar varður útfært
fyrir næstu áramót, en stofnun og
STAK munu koma sér saman um
þær forsendur. Þær stofnanir sem
STAK semur við hjá ríkinu eru
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri,
Heilsugæslustöðin á Akureyri og
Verkmenntaskólinn á Akureyri.
----»■■ ♦■■■»-
Búnaðarsamband
Eyjafjarðar um
viðræður KEA og KÞ
Breytingar á
fyrirkomulagi
rekstrar kann-
aðar til hlítar
Á AÐALFUNDI Búnaðarsambands
Eyjafjarðar sem haldinn var fyrir
skömmu var samþykkt að beina því
til stjórnar sambandsins að þrýsta á
um áframhaldandi viðræður milli
Kaupfélags Eyfirðinga og Kaupfé-
lags Þingeyinga þar sem kannað
verði til hlítar hvort hagkvæmt sé
að breyta rekstrarfyrirkomulagi af-
urðastöðva í umsjón þeirra, þannig
að þau verði aðskilin frá annarri
starfsemi félaganna og stjórnir
þeirra verði skipaðar fulltrúum
bænda og kaupfélags.
Markmið með sameiningu í sam-
bærilegum rekstri hjá KEA og KÞ
er að ná fram hagkvæmari rekstri
sem skili sér til bænda.
Á fundinum var gerð grein fyrir
viðræðum sem staðið hafa milli
stjórnar KEA og búnaðarsambands-
ins um bætt samskipti og viðskipta-
kjör og hvernig koma mætti á nán-
ari samvinnu þeirra á milli þegar
fjallað væri um málefni bænda.
Kóreu ginseng
Hverjum pakka fylgir lotunúmeraður seðill,
sem er gæðastaðfesting yfirvalda.
Valdar fullþroska 6 ára rætur. Lífræn ræktun.
Háþróuð framleíðslutækni: Lághitastig, stöðluð
framleiðsla. Hvert eitt hylki er 500 mg.
Helstu sölustaðir eru:
Apótek, heilsubúðir og heilsuhorn verslana.
Heildsölubirgðir Logaland ehf.
■'w t Wl T M
LAWIM-BOY
Garðsláttuvélar
Margreyndar við
íslenskar aðstæður,
nú með nýjum 4,5
HP tvígengismótor,
einfaldri og öruggri
hæðarstillingu, 48
cm sláttubreidd,
styrktum
hjólabúnaði, 60 I.
grassafnari fylgir
ÞÓR HF Reykjavfk - Akureyri
Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 56B-1500 - Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070
IFiiI bði af nf|iaifij @§ spennandi wiraiu
M
Málaðir
mahóní
skáparog
smavorur
Skartgripaskrín
Suöurlandsbraut 22 Simi 553 6011