Morgunblaðið - 21.05.1997, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 21.05.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 25 LISTIR Arabísk tónlist að ryðja sér braut í Bandaríkjunum FÉLAGAR í Kan Zaman. Arabísk þjóðlagatónlist er ekki að allra smekk utan arabalandanna.í Bandaríkjunum hefur jórdanskur tónlistar- maður lyft grettistaki í að kynna arabíska tón- list, skrifar Jóhanna Kristj ónsdóttir. WAEL Kakish er jórdanskur að uppruna og kom til Bandaríkjanna fyrir ellefu árum. Hann stjórnar nú Kan Zaman, 34ra manna hljómsveit sem einbeitir sér að því að flytja klassíska arabíska tónlist og þjóð- lagamúsík. Bókstaflega þýtt merkir Kan Zaman Einu sinni var og vísar þar með til fortíðar. Það vakir ein- mitt fyrir hljómsveitarstjóranum sem vill að bandarískir arabar eða arabískir Bandaríkjamenn haldi í heiðri tónlist menningarsvæða sinna og föðurlanda þótt þeir búi í Banda- ríkjunum. Kakish stofnaði hljómsveitina af miklum metnaði en rak sig fljótt á aðskiljanlegar hindranir. Fordómar eru ekki aðeins í garð araba heldur og arfleifðar þeirra. En smám saman hefur hljómsveitin fest sig í sessi og um þessar mundir virðist arabísk tónlist og tónlist undir sterkum arab- ískum áhrifum vera að öðlast miklar vinsældir vestanhafs. Það er eftirtektarvert að meiri- hluti áheyrenda á tónleikum Kan Zaman nú orðið er ekki arabar eða fólk af arabískum uppruna og þó hljómsveitin sér- hæfi sig í flutningi arabískrar tónlist- ar er þó fleira á verkefnaskránni. Wael Kakish segir að flestir hafi mjög takmarkaða þekkingu hvað þá heldur skilning á arabískri tónlist og tengi hana oft- ast við dillandi magadansmeyjar en slíkt sé íjarri öllum sanni. Kan Zaman hljómsveitin heldur fjölda tónleika árlega og leikur einn- ig í háskóium og kemur fram á bandarískum tónlistarhátíðum. Einnig leika minni hópar úr hljóm- sveitinni við sérstök tækifæri. Tónleikar Kan Zaman skiptast venjulega í þijá hluta. Fyrst er muw- ashahahat-tóiúist frá ll.öld sem leikin var í Andalúsíu. Annar hlutinn er verk eftir klassísk tónskáld eins og Sayyid Darwidh, Mohammed Abdul Wahab og Um Khalthum. Að síðustu er svo flutt sh’bisem er þjóð- \aga-, bedúína- og sveitatónlist. Ýmis hljóðfæri sem lítt eru þekkt á Vesturlöndum skipa stærstan sess í hljóðfæraskipan Kan Zaman. Ber þá fyrst að nefna qanum sem er strengjahljóðfæri með 73 strengjum. Einnig er leikið á ud, nay, riqq og fiðlu en öll þessi hljóðfæri eru nauð- synleg til að ná fram svokölluðum takh hljómi. Takh er jafnsjálfsagður í arabískri tónlist og gallabia- serk- urinn er fyrir arabískan klæðaburð. Með tímanum hefur hljómsveitin fært út kvíarnar og leikið er á þijú uds, sex fiðlur, eitt selló, eitt nay og fjögur slagverkshljóðfæri auk qanum. Þá er 18 manna kór. Hefðin í arabísk- um tónlistai’flutningi er að takh hafi einum söngvara á að skipa og kórinn syngur því einraddað. Kakish segir að sér sé mikilvægt að kynna það besta úr arabískri tón- list og hafi ekki verið vanþörf á því og þyrfti að gera það víðar og í meiri mæli. Hann hefur látið hafa það eftir sér að í fyrstu hafi fólk talað hástöfum og spjallað á tónleik- um hljómsveitarinnar, krakkar hafi hlaupið um með ærslum og látum. Einhveiju sinni hafi hann þurft að bíða í tíu mínútur áður en hann lyfti tónsprotanum. „Þegar við spilum núna gætum við heyrt saumnál detta,“ segir hann. Kirkjulistahátíð Orgel og slagverk KIRKJULISTAHÁTÍÐ hófst á hvítasunnudag með opnun mynd- listarsýningar og tónleikum. í dag, miðvikudag, kl. 17 verða tónleik- ar þar sem Matt- ias Wager og Anders Astrand leika á orgel og slagverk. Verkin sem flutt verða eru Bolero eftir Maurice Ravel og Prelúdía í C- dúr BMV 547, en einnig munu þeir flytja spuna. Mattias Wa- ger er fæddur í Stokkhólmi 1967. Hann stundaði nám í kirkjutónlist og orgelleik við Konunglega tón- listarskólann í Stokkhólmi og lauk þaðan prófi spuna með láði. Mattias Wager Anders Ástrand í orgelleik og Kennarar hans voru Torvald Torén og Anders Bondeman. Hann hefur fengið styrki til náms utan Svíþjóð- ar og nam hjá Johannes Geffert í Bonn og Naji Hakim í París. Wa- ger hefur unnið til Qölda verðlauna fyrir orgelleik sinn og leikið í flest- um löndum Evrópu auk Brasilíu. Hann hefur leikið inn á geisladiska og fyrir útvarp. Þá nýtur hann vaxandi vinsælda sem kennari á námskeiðum og „master classes". Anders Ástrand er fæddur í Vástervik 1962 en hefur búið í Stokkhólmi frá 1985. Hann byijaði snemma að nema tónlist við Fram- násskolan og stundaði síðan nám við Tónlistarháskólan Piteá. Síðan hann iauk námi hefur hann kennt við Tónlistarskólann í Piteá og stjórnað slagverksdeild tónlistar- háskólans þar síðan 1988. Hann hefur einnig kennt slagverk og haldið hljómsveitarnámskeið í Skandinavíu, Evrópu og Banda- ríkjunum. Hann hefur annars veg- ar lagt áherslu á samleik slag- verksleikara og hins vegar á sam- leika slagverks og annarra ein- leikshljóðfæra, auk þess að boða mikilvægi spuna sem túlkunarað- ferðar. Ástrand lék oftsinnis með Sinfóníuhljómsveit sænska út- varpsins á árunum 1982-88. Tvö sumur lék hann á víbrafón með Art van Damme, hinum heims- fræga djassharmonikuleikara og trommuleikaranum Nils-Bertil Da- hlander. Einnig hefur hann leikið með slagverkshljómsveitinni Krou- mata á ferðalögum um heiminn og hefur leikið inn á hljómdiska með þeim, meðal annars Pleiades eftir Xenakis. Hann kennir jafn- framt við Konunglega tónlistar- skólann í Stokkhólmi og hefur fengið tilboð um að kenna við Nortwestern University í Banda- ríkjunum í samvinnu við Michael Burrit, einn fremsta marimbuleik- ara Bandaríkjanna. mismunandi gerðir eigum við til af vönduðum og góðum eldhússtólum. Sparaðu þér sporin og líttu til okkar -það margborgar sig. Heidi kr. 5.940,- Lucca kr. 5.180,- Verið velkomin í stærstu húsgagna verslun landsins. rzsrCW) Adria kr. 4.100,- HÚSGAGNAHÖLUN Bíldshöfði 20-112 Rvfk - S:510 8000 Paloma kr. 4.610,- r Söluleyfi 17. júnf 1997 í Reykjavík Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1997, vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða á skrifstofu ÍTR Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08:20 - 16:15. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi föstudaginn 30.maí fyrir kl. 16:00. Úthlutun verður þriðjudaginn 3. júní kl.16:30 á Fríkirkjuvegi 11. Vakin er athygli á því, að öll lausasala frá tjöldum og á hátíðarsvæðinu er stranglega bönnuð. Gjald v/ söluleyfa er kr. 2.000.-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.