Morgunblaðið - 21.05.1997, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Tónlistarhátíð
Hvergerðinga
HVERAGERÐISKIRJA
Morgunblaðið/Aldís
Ný og gömul rómantík
TÓNLIST
Hvcragerðiskirkja
KAMMERTÓNLEIKAR
Anna Guðný Guðmundsdóttir,
Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar
Kvaran, Peter Máte, Rannveig Fríða
Bragadóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir,
Sigurður Ingi Snorrason og Unnur
Sveinbjamardóttir opnuðu tónlistar-
hátíð í Hveragerði og fluttu verk
eftir Brahms, Schubert og Mozart
Föstudagurinn 16. mai 1997.
MENNINGARMÁLNEFND og
Tónlistarfélag Hveragerðis hrintu
af stokkunum tónlistarhátíð undir
nafninu „Bjartar nætur“ og verða
að þessu sinn haldnir þrennir tón-
leikar, en framkvæmdaaðilar
hyggjast halda slíka hátíð á hverju
ári, ef vel tekst til. Ekki verður
annað sagt en að fyrstu tónleikarn-
ir hafi verið nyög góðir, auk þess
voru þeir vel sóttir, svo að vel má
eiga von í framhaldi á tónlistarhá-
tíð í Hveragerðisbæ.
Fyrsta verk tónleikanna var
Scherso í c-dúr eftir Johannes
Brahms. Verkið samdi Brahms í
Diisseldorf árið 1853 og tileinkaði
það ungverska fiðluleikaranum Jos-
eph Joachim. Robert Schumann,
Albert Dietrich (1828-1908) og
Brahms sömdu saman sónötu, sem
ekki var gefin út, og schersóið, sem
Brahms lagði til þessa samvinnu-
verkefnis, var fyrst gefið út 1906.
Þetta er hressileg tónsmíð, er Sig-
rún Eðvaldsdóttir og Peter Máte
léku aldeilis glæsilega.
Rannveig Fríða Bragadóttir og
Anna Guðný Guðmundsdóttir fluttu
sex ljóðasöngva eftir Schubert,
Friihlingsglaube, Nahe des Geliebt-
en, Liebe Schwármt auf alle Wegen,
Der König in Thule, Der Zwerg og
Litanei. 011 söngverkin voru mjög
vel flutt en sérstaklega var flutning-
ur Rannveigar tilfínningaþrunginn
í hinu sérkennilega lagi Der Zwerg
og innilegur í hinni frægu og við-
kvæmu ljóðaperlu, Litanei. Rann-
veig Fríða er frábær söngkona og
túlkun hennar var sérlega sannfær-
andi. Glæsileg rödd hennar naut sín
mjög vel í Líeder-söngvum en ekki
var söngur hennar síðri í aríunni
Parto, parto ma tu, ben mio, úr
fyrsta þætti óperunnar La Clemenza
di Tito, eftir Mozart. Með henni lék
Sigurður Ingi Snorrason á klarinett
og féll leikur hans mjög vel að söng
Rannveigar. Anna Guðný var sam-
leikari Rannveigar og var leikur
hennar mjög vel mótaður, sérstak-
lega í Der Zwerg, sem er tilfínninga-
þrungið verk og Litaníunni, sem
Anna Guðný lék með perluhreinum
tóni.
Tónleikunum lauk með A-dúr
Klarinettukvintettinum fræga eftir
Mozart og var flutningur verksins
sérlega góður, enda hvert sæti skip-
að þeim tónlistarmönnum er
fremstir standa í flokki okkar bestu
tónlistarmanna. Fyrir strengja-
kvartettinum fór Guðný Guð-
mundsdóttir og með henni voru
Sigrún Eðvaldsdóttir, Unnur Svein-
bjamardóttir og Gunnar Kvaran,
en á klarinettið lék Sigurður Ingi
Snorrason.
Fá kammerverk eftir Mozart eru
vinsælli en þessi kvintett, enda
gulli sleginn og svo í eitt ofínn, að
hvergi er enda eða samskeyti að
finna. Fyrsti kaflinn var glæsilega
fluttur, hægi þátturinn dreginn fín-
legum línum. Menúettinn, með sín-
um tveimur tríóum, var hátíðlegur,
er hæfir hinum virðulega menúett-
dansi og lokakaflinn, sem eru til-
brigði, voru leikin af glettni, með
smá dapurlegu innskoti (Adagio).
Kvintettinn er að stórum hluta víxl-
leikur fyrstu fíðlu og klarinettsins
og var leikur Guðnýjar og Sigurðar
einkar glæsilegur. Fallegur klari-
nettutónn Sigurðar átti undarlega
samleið með strengjunum. Sam-
leikurinn var einstaklega góður og
margvíslegar undirleiks tónhug-
myndir Mozarts sérlega mjúklega
leiknar en þó brá fyrir í einstaka
tónhendingum, að Sigrún, Unnur
og Gunnar „fengu orðið“, eins t.d.
lágfiðlan, í einu tilbrigðanna (nr.
III), en þar gat að heyra sérlega
tónfagran leik Unnar Sveinbjarnar-
dóttur.
Fyrsta tónlistarhátíð Hveragerð-
is fer vel af stað og vonandi er hér
sáð til meiri uppskeru í framtíðinni
og þá er ástæða til að samfagna
Hvergerðingum.
Jón Ásgeirsson
TÓNIIST
Hverageröiskirkja
KAMMERTÓNLEIKAR
Verk eftir Schumann, Atla Heimi
Sveinsson og Brahms. Anna Guðný
Guðmundsdóttir, píanó; Guðný
Guðmundsdóttir, fiðla; Gunnar
Kvaran, selló; Peter Máté, píanó;
Rannveig Fríða Bragadóttir
mezzosópran; Sigrún
Eðvaldsdóttir, fiðla; Sigurður
Ingi Snorrason, klarínett; Unnur
Sveinbjarnardóttir, víóla.
Hveragerðiskirkju,
laugardaginn 17. maí kl. 17.
Á ANNAN í „Björtum nótt-
um“, nýstofnaðri tónlistarhátíð
Hvergerðinga, voru flutt Márc-
henbilder Op. 113 eftir Schumann
fyrir víólu og píanó, níu lög úr
Jónasarlögum Atla Heimis
Sveinssonar við ljóð Jónasar Hall-
grímssonar og Tríó nr. 1 Op. 8 í
H-dúr eftir Brahms. Aðsókn var
prýðisgóð, og hljómburður kirkj-
unnar, að svo miklu marki sem
tækt er eftir eina upplifun, virtist
í mörgu hagstæður, þó að skýr-
leiki einstakra radda í hópsamleik
hefði e.t.v. mátt vera meiri, því
húsið blett flestu saman þegar
hljóðið barst til öftustu bekkja. Á
hinn bóginn gæti heyrðin líklega
verið kjörin fyrir kórsöng.
Rannveig Fríða Bragadóttir
söng fjórar „ævintýramyndir"
(Márchenbilder) frá 1851 eftir
meistara Schumann við undirleik
Unnar Sveinbjarnardóttur á víólu
og Peters Máté á píanó með til-
þrifum sem sýndu glöggt hversu
hagvön hún er þýzku rómantík-
inni. Burtséð frá því að píanóið
hefði mátt móta aðeins ákveðnar,
og óvæntu hiki í víólu í öðru lag-
inu, tókst flutningur með ágæt-
um.
Hljóðfæraundirleikur við úrval
úr „Jónasarlögum" Atla Heimis -
þ.e. á fíðlu (Sigrún Eðvaldsdótt-
ir), selló, klarinett og píanó (Anna
Guðný Guðmundsdóttir) var í einu
orði sagt frábær. Tónskáldið hef-
ur valið n.k. „nýrómantískan" stíl
við hæfí tilurðartíma ljóðanna
sem Jónas hefði án efa kunnað
að meta, þ.e.a.s. í námunda við
Schubert, Schumann, Mend-
elssohn og Chopin; hvergi ofhlað-
inn á kostnað textans, heldur
þvert á móti léttan og gegnsæjan,
sem gat jaðrað við hljómskála-
músík fyrri tíma (eins og í La
Belle), enda þótt einnig væri tæpt
á kontrapunktískum vinnubrögð-
um. Hér fannst undirrituðum aft-
ur á móti voldug raddbeiting
Rannveigar Fríðu ekki alltaf eiga
jafn vel við. Hefði að hans smekk
mátt gæða sum lögin meiri birtu
og færa nær vísnasöng en fjær
óperu, auk þess sem textafram-
burður virtist oft full afturstæður
og barst misvel. En eftir undir-
tektum að dæma víluðu fáir
áheyrendur það hins vegar fyrir
sér, því túlkun söngkonunnar var
tekið með kostum og kynjum, að
meðtöldum sýnilegum viðbrögð-
um tónskáldsins.
Eftir hlé flutti Tríó Reykjavíkur
(Guðný, Gunnar og Peter) hið
mikla tríó í H-dúr eftir Brahms
sem hópurinn lék nýverið í Hafn-
arborg í Hafnarfirði. Nú kom
fram af kynningum Gunnars
Kvaran sú fróðlega viðbótarvitn-
eskja, að II., III. og IV. þáttur
hefðu allir verið frumsamdir frá
grunni við endurskoðun tón-
skáldsins 1891 á þessu æskuverki
sínu frá 1854, en engu að síður
var með sanni hægt að segja, að
viðamikill fyrsti þátturinn hafí
verið ótrúlegt afrek fyrir rétt tví-
tugan pilt, og ekki minnkaði það
við að hinn alræmt sjálfsgagnrýni
tónsmiður skuli hafa látið hann
standa óhaggaðan að mestu 37
árum síðar.
Flutningurinn tókst að mínu
viti ekki alveg með sama glæsi-
brag og í fyrra skiptið. Kannski
var það að hluta vegna þess hve
hljómburður Hafnarborgar dró
skýrar fram ferli einstakra radda
en akústík Hveragerðiskirkju, og
mætti skjóta á að spilendur hafí
e.t.v. heyrt hlutfallslega verr
hvert í öðru hér en þar, án þess
þó að megi fullyrða um það. Engu
að síður var margt vel gert, sér-
staklega í ægifögru kyrrlátu
Adagióinu.
Einn lítill galli á tónleikaskrá:
flytjendur einstakra verka voru
ekki nafngreindir, og því nokkur
hætta á samruglingi milli píanist-
anna tveggja annars vegar og
fíðluleikaranna hins þegar frá líð-
ur. Munnlegar kynningar þeirra
Sigurðar I. Snorrasonar (í Jónas-
arlögum) og Gunnars Kvaran
bættu að nokkru fyrir með lát-
lausum fróðleik, og tónleikagestir
þökkuðu hlýtt fyrir ánægjulega
síðdegisstund að leikslokum.
RíkarðurÖ. Pálsson
Bjartar
hátíðarhorfur
TONOST
Hveragcröiskirkja
KAMMERTÓNLEIKAR
Verk eftir Milhaud, Sarasate,
Brahms og Dvorák. Anna Guðný
Guðmundsdóttir, pianó; Guðný
Guðmundsdóttir, fíðla; Gunnar
Kvaran, selló; Peter Máté, píanó;
Rannveig Fríða Bragadóttir
mezzosópran; Sigrún Eðvaldsdótt-
ir, fiðla; Sigurður Ingi Snorrason,
klarínett; Unnur Sveinbjamar-
dóttir, víóla. Hveragerðiskirkju,
sunnudaginn 18. mal kl. 20.30.
ÞRIÐJU og síðustu tónleikar
Bjartra nótta í Hveragerði fóru
fram á hvítasunnudag við slíkt
aðstreymi, að við lá að færri
kæmust að en vildu. Viðfangs-
efnin voru Svíta fyrir fíðlu, klarí-
nett og píanó eftir Darius Mil-
haud, „Navarra" fyrir fíðludúó
og píanó eftir Pablo de Sarasate,
Geistliche Lieder Op. 91 fyrir
mezzosópran, víólu og píanó auk
5 þýzkra þjóðlaga fyrir rödd og
píanó eftir Johannes Brahms og
Kvintett í A-dúr Op. 81 fyrir
píanó og strengjakvartett eftir
Antonin Dvorák.
Svítu Milhauds, eins frönsku
sexmenninganna (1892-1974),
kynnti Gunnar Kvaran sem
„skemmtitónlist af beztu gerð“,
og voru það orð að sönnu. Ekki
fylgdi sögu frá hvaða tíma, en
svellandi tangórytmi I. þáttar
benti óneitanlega til áranna eftir
1913, þegar hinn djarfí dans frá
Buenos Aires setti betri borgur-
um Parísar kinnroða. Divertisse-
ment-þátturinn var laufléttur en
á lágstemmdum nótum. III. þátt-
ur benti til að höfundur hafí
kunnað að meta þjóðlega dreif-
býlishlið Bartóks (og Petrouchka
Stravinskys), og lokaþátturinn
(IV) var enn nútímalegri og
bryddaði upp á stélsperrandi
„vampi“ frá jassi sveifluáranna á
4. áratug. Þau Sigrún Eðvalds-
dóttir, Peter Máté og Sigurður
I. Snorrason léku með elegans
og viðeigandi gallískri andagift.
Guðný Guðmundsdóttir og
Sigrún vöktu ómælda kátínu með
bravúra-stykki Sarasates, „Na-
varra“, við píanóundirleik Mátés,
og mátti jafnvel gera sér í hugar-
Iund, að spænski fíðluvirtúósinn
hafí í aðra röndina ætlað að skop-
stæla algeng uppklöppunarnúm-
er sinnar samtíðar með þessu
flugeldastykki, sem þrátt fyrir
takmarkað músíklegt inntak út-
heimti verulega fíngrafími og
samstillingu fiðluraddanna.
Rannveig Fríða Bragadóttir
söng Andleg ljóð Brahms Op. 91
meistaralega vel við undirleik
Unnar Sveinbjarnardóttur og
Peters Máté, og sýndi óvenju-
mörg blæbrigði í þjóðlagaútsetn-
ingum sama höfundar, eins og
reyndar ólíkir textamir buðu upp
á. Að smekk sumra var röddin
e.t.v. í stærra lagi fyrir einföld
alþýðulög, en í síðasta lagi, við
texta á thuringer-mállýzkuf?]
(„Och Mod’r, ich will ein Ding
han“) kom fram, að enn væri
eitthvað eftir af telpusyngjandi
unglingsáranna, þegar söngkon-
an brá sér til skiptis í hlutverk
móður og dóttur. Undirtektir
áheyrenda voru firnagóðar.
Eftir hlé fluttu þau Sigrún,
Guðný, Unnur og Gunnar ásamt
Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur
við píanóið Á-dúr píanókvintett
Dvoráks. Slaghörpuröddin fékk
sannarlega ekki að liggja á liði
sínu í funheita fyrsta þættinum,
en píanistinn lék sitt hlutverk af
miklu öryggi og blandaðist einkar
fallega út í gegn við strokleikinn.
Hið seiðandi flauilsdimma lágsvið
víólunnar - líklega eitt mesta
djásn í litrófi strengjafjölskyld-
unnar - lék stórt hlutverk í
Dumkunni (II), og sérstök unun
var að svífandi bordúnsstaðnum
í Furiantinum. Dvorák brá á smá
kaffíhúsastemmningu í hressi-
legum lokaþættinum, og skartaði
leikur þeirra félaga áhrifamikilli
dýnamík og smellandi samstill-
ingu, sem skilaði drifmiklu fú-
gatói undir lokin, að ekki sé talað
um einstaklega fallega ögurstund
tranquilissimo senza vibrato rétt
fyrir bláenda.
Fagnaðarlátum ætlaði að von-
um seint að linna, og urðu flytj-
endur með Rannveigu Fríðu
fremsta í flokki að flytja auka-
lag, Álfareið þeirra Atla Heimis
og Jónasar, nýsamið og tileinkað
Björtum nóttum í Hveragerði.
Það er óhætt að segja að þessi
fyrsta tónlistarhátíð Hvergerð-
inga hafí farið vel af stað. Við-
fangsefnin hafa verið bæði
skemmtileg og metnaðarfull, og
eftir undirtektum að dæma virð-
ist mega horfa til framtíðar með
bjartsýni.
Ríkarður Ö. Pálsson