Morgunblaðið - 21.05.1997, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Lægstu laun og
þjónustugjöld
NOKKRAR um-
ræður virðast hafa
orðið um túlkun mína
á nýlegri rannsókn um
læknisleit og lyfja-
kaup þeirra lægst
launuðu í samanburði
við þá sem hærri laun
hafa.
Spurningar voru
teknar með að beiðni
minni í rannsókn á
högum barnafjöl-
skyldna er Matthías
Halldórsson aðstoðar-
landlæknir hafði gert
og kostuð er að veru-
legu leyti af embætt-
inu án sérstakrar fjárveitingar.
Samanburður var ekki gerður við
samskonar rannsókn er gerð var
fyrir tíu árum, enda ekki hægt. í
erindi mínu á BSRB-þingi vitnaði
ég meðal annars í hóprannsókn
Þjónustugjöld eru
ekki, að mati Olafs
Ólafssonar, sniðin að
ffl,eiðslug,etu hinna
lægst launuðu.
Hjartaverndar, en sú rannsókn
hófst 1967 pg hefur síðan verið
framhaldið. I þeirri rannsókn, er
náði til karla og kvenna á höfuð-
borgarsvæðinu á aldrinum 22—85
ára, vitnaði ég í svör 1500—2000
karla og kvenna á aldrinum 34—44
ára á árunum 1983—1985 við eftir-
farandi spurningum:
1. Hafið þér leitað læknis vegna
sjúkdóms eða gruns um sjúk-
dóm?
2. Eruð þér nú undir læknishendi?
3. Farið þér reglulega í læknis-
skoðun?
4. Takið þér reglulega einhver lyf?
Ekki kom fram marktækur
munur á svörum milli stétta, t.d.
á milli ófaglærðra og atvinnu-
rekenda
Ekki var talin ástæða til að
spyija hvort viðkomandi hefði orð-
ið að fresta eða hætta við læknis-
leit eða lyfjakaup vegna þess að
þjónustugjöld voru, á þeim tíma,
lág. Árið 1974, áður en hlutur
sjúklings var lækkað-
ur verulega vegna
lyfjakaupa, bar nokk-
uð á misræmi milli
stétta hvað þetta
varðar.
Rétt fyrir 1980 fór
fram könnun á vegum
landlæknis og prófess-
ors Margrétar Guðna-
dóttur vegna rauð-
hunda-rannsóknar
meðal 6000 kvenna á
Norður- og Austur-
landi. Þátttaka var yfir
95%. Meðal annars var
spurt: Þurftir þú að
leita heilsugæslulækn-
is eða sérfræðings vegna þín sjálfs
eða barns þíns á sl. ári?
Ef já, náðir þú fundi læknis án
vandræða?
Nær undantekningarlaust
voru svörin viðunandi, þ.e. fólk
fékk eðlilega þjónustu, sama í
hvaða stétt.
Vegna fjárskorts náðist ekki að
vinna úr spurningum frekar.
Kannanir á tannlæknaþjónustu
hafa áður verið gerðar (próf. Guð-
jón Axelsson) og þá kom í Ijós
mikið misræmi í aðsókn fólks eftir
tekjum.
Fram hefur komið að lyfjakostn-
aður fólks (hlutur kaupenda) væri
svipaður og t.d. í Danmörku. Það
virðist gleymast að lyf eru yfirleitt
dýrari á íslandi en í Danmörku og
laun hér á landi lægri en þar. I
ofanálag hækkaði lyfjakostnaður
að mati Tryggingastofnunar ríkis-
ins um 44% á árunum 1990—1996
og læknisþjónusta, sem áður var
ódýr, hækkaði verulega.
Ályktun mín i framangreindri
ræðu var að flest bendir til þess
að ekki hafi verið stéttarmunur
varðandi læknisleit og lyfjakaup
fólks. Aftur á móti bentu nýrri
niðurstöður til þess að þjónustu-
gjöld væru ekki sniðin að tekjum
þeirra lægst launuðu og fólk í
þeim tekjuflokki hafði orðið að
fresta eða hætta við læknisleit
og lyfjakaup á sl. ári.
Úr þessu þarf að bæta hið bráð-
asta því að þeir lægst launuðu
bera þyngsta sjúkdómskrossinn.
Höfundur er landlæknir.
Ólafur
Ólafsson
Einstakt tækifæri
Til sölu af sérstökum ástæðum ísbúð með grilli. Nýinnréttaður staður
á einum fólksflesta stað borgarinnar. Eftir er að markaðssetja staðinn
enda nýbúiö að breyta honum. Einstök kjör í boði. Selst á 7 ára
skuldabréfi með fyrstu greiðslu eftir 1 ár. Auk þess er verðið frábært
3,9 millj. Upplýsingar á staðnum.
F.YRIRT/EKIASALAN
SUÐURVERI
SÍMAR581 2040 OG 581 4755. REYNIR ÞORGRlMSSON.
Frábær fyrirtæki
Hársnyrtistofa á frábærum stað miðsvæðis í góðu
íbúðahverfi nál. Kringlunni. Næg verkefni.
Einn þekktasti matsölu- og vínveytingastaður landsins v.
miðborg Rvíkur. Mikil viðskipti framundan.
Mjög gott verð. Góð kjör. Sérhæfur staður.
Mjög þekktur og vinsæll pizzastaður til stölu. Góður
veitingasalur fylgir með. Gullnáma á staðnum.
Sannkölluð gullnáma fyrir réttan aöila.
Einn þekktasti hamborgarastaður (borginni til sölu á fráb.
stað. Laus strax. Verð 6,0 millj.
Vélaverkstæði í sjávarþorpi á Noröurlandi. Mikil verkefni
og ávallt vel rekiö með hagnaöi. Stórt og gott húsnæði
fylgir með. Vel tækjum búið og reynt starfsfólk. Laust strax.
Famleiðslufyrirtæki í plastiðnaði fyrir sjávarútveg. Mikið af
vélum sem eru flytjanlegar hvert sem er. Framleiðslan er
einnig notuð fyrir byggingariðnað.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni
F.YRIRTÆKIASAIJIN
SUÐURVE R I
SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRlMSSON.
Óhrein orð!
ÉG ÆTLA í grein þessari að
gera tvær blaðagreinar að umtals-
efni og fjalla einkum um orðaval
í þeim. Greinarnar fjalla báðar um
álver á Grundartanga og mótmæli
gegn þeim, önnur birtist í Morgun-
blaðinu og hin í DV. Ég tek alls
ekki afstöðu til skoðana greinar-
höfunda um álverið sem slíkt, held-
ur reyni ég að fjalla ofurlítið um
viðhorf þeirra, þau orð og heiti er
þeir gefa íbúum Kjósarhrepps,
Kjósveijum.
Fyrri greinina ritar Helgi Þór
Ingason, verkfræðingur, í Mbl. 25.
janúar sl. Yfirskriftin er „Staðlaus-
ir stafir“. Þar beinir hann einkum
orðum sínum til Arnórs Hannibals-
sonar, prófessors, og læt ég þau
mér í léttu rúmi liggja. Arnór svar-
ar auðveldlega fyrir sig sjálfur.
Ummælin, sem Kjósveijar hljóta
í greinarlok, eru þessi:
1. „Hins vegar hefur mér allöft
súrnað í augum, er ég hef ekið
gegnum reyk af sinubrunum í Kjós
á vorin.“
Nú er því þannig farið, að bænd-
ur víða um land brenna sinu á
ákveðnum tíma á vorin eftir að
mestu snjóa leysir. Gilda um sinu-
bruna ákveðnar reglur og skal
þeim hlýtt, ella taka viðkomandi
yfirvöld til sinna ráða. Ég veit
ekki til þess, að neinar mælingar
hafi farið fram á tíðni eða stærð
sinubruna eftir sveitarfélögum og
hef heldur aldrei séð kvartað yfir
því opinberlega, að fólki súrni í
augum af slíkum reyk. Hins vegar
súrnaði Skarphéðni nokkuð í aug-
um er Bergþórshvoll brann, en það
var annar eldur, annar reykur og
önnur saga. Ég fæ ekki séð, að
sinubrunar þeirra Kjósveija séu
meiri en almennt gengur og gerist
í sveitum landsins á vorin og aug-
Ijóst, að greinarhöfundur gerir ekki
víðreist um landið á þeim árstíma.
Ekki virðist hann heldur eiga leið
um Elliðaárdalinn er unglingar
missa stjórn á eldi og kalla þarf
til lögreglu og jafnvel slökkvilið.
Slíkir brunar eru tíðum fréttaefni
í fjölmiðlum.
2. „Einnig hef ég oft á tíðum
átt nokkð erfitt með andardrátt
vegna stækrar ólyktar af skarna
á túnum í Kjós.“
Ekki bendir þessi setning til að
greinarhöfundur hafi gert víðreist
um landið, því það er næsta víða,
að bændur bera húsdýraáburð á
tún sína auk tilbúins áburðar. Þetta
hafa íslenskir bændur gert frá
aldaöðli. Telja má nokkuð víst að
ÞAK-0G
VEGGKLÆDNINGAR
ISVAL-ðORGA ErlF.
HÖFÐABAKKA 9, 1 12 REYKJAVÍK
SÍMI 587 8750 I AX 587 8751
elsta dæmið á bók sé
að finna í Njálu, en
Náll, faðir áðurnefnds
Skarphéðins, lét hús-
karla sína aka skarni
á hóla. Slíkur áburður,
skarn (hvorugkyns-
orð) á ekkert skylt við
skarna (karlkynsorð),
sem var frekar illa
lyktandi og var hér
áður fyrr borinn á
umferðareyjar í
Reykjavík.
3. „Loks stingur í
augun að sjá aflóga
vinnuvélar, jafnvel
ryðgaða rútukláfa, í
Bernharð
Haraldsson
túnfótum og heimreiðum á ein-
staka bæ í Kjós.“
Ég hef ekið um Kjósina marg-
sinnis á hveiju sumri í 30 ár og
oft dvalið þar í lengri eða skemmri
Eitt er að vera
lærður, segir Bernharð
Haraldsson. Annað
menntaður.
tíma. Ég kannast ekki við þessa
lýsingu verkfræðingsins, sem virð-
ist eiga sér þann tilgang einan að
sverta íbúa Kjósarhrepps. Getur
verkfræðingurinn nefnt mér eina
sveit á íslandi þar sem ekki má,
ef grannt er skoðað, finna gömul
landbúnaðartæki, sem hafa löngu
lokið hlutverki sínu? Einnig þætti
mér og vísast fleirum akkur í að
vita nöfn þeirra bæja í Kjósinni,
þar sem finna má „ryðgaða rútu-
kláfa í túnfótum".
Verkfræðingurinn segist í grein
sinni hafa „ekið fyrir Hvalfjörð
tvisvar á dag, allflesta vinnudaga
ársins, síðastliðin 5 ár“. Þetta er
mikill akstur. Mér þykir því lík-
legt, að verkfræðingurinn hafi
hvorki ekið Eyrarfjallsveg né Með-
alfellsveg daglega, enda lengdi
hann þá akstursvegalengdina um
60 km á dag ef hann tæki á sig
þennan krók á báðum leiðum. Sjón-
arhorn hans hlýtur því að einskorð-
ast við hringveginn og af honum
sér ekki sómasamlega til allrar
sveitarinnar.
Verkfræðingurinn lýkur grein-
inni með því að grafa sína eigin
gröf: „Að lokum þetta: Opinská
umræða um umhverfismál er holl
og nauðsynleg..." Síðar segir hann:
„Ef árangur á að nást verður sú
umræða að grundvall-
ast á staðreyndum,
sanngirni og ærlegum
málatilbúnaði af allra
hálfu.“ Þar heggur sá
er hlífa skyldi.
Sveinn Hannesson,
framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins,
ritar kjallaragrein í
DV 5. febrúar 1997.
Grein hans ber yfir-
skriftina „Molbúarnir
vakna“
Ofan fyrirsagnar-
innar er mynd af fólki
með mótmælaspjöld
og undir henni þessi
Sólar- og öryggisfilman
Stórminnkar sólarhitann
Ver nærri alla upplitun.
Gerir glerið 300% sterkara.
Setjum á bæði hús og bíla.
Skemmtilegt ehf.
< Krókhálsi 3, s. 587 6777
Hjv
^jW^XvcyaiL-- Gæðavara
Gjaíavard — matar og kafflstell. Hcim
| Allir veröílokkar ^ m.a.(
o VERSLUNIN
Lnugnvegi 52, s. 562 4244.
Heimsfrægirhönnuðir
m.a. Gianni Vcrsace.
texti: „Auðvitað gerir það svo sem
ekkert til þótt þessi fámenni hópur
haldi áfram að skemmta sér við
að mótmæla, aðalatriðið er að
stjórnvöld láti þetta sem vind um
eyru þjóta, segir greinarhöfundur
m.a.“
Þar sem mér þótti af lestri grein-
arinnar Ijóst að Sveinn ætti þarna
einkum við Kjósveija, þótti mér
rétt að afla mér upplýsinga um
hvers konar fólk byggði þessa sveit,
Kjósina. í hinn stóru ísiensku al-
fræðiorðabók Arnar og Örlygs
(1990) stendur þetta: „Molbúar:
íbúar á jóska skaganum Mols. I
dönskum þjóðsögum eru M orðlagð-
ir fyrir fáfræði og klaufaskap." Þá
vitum við það. Nú hafa Molbúamir
(Kjósveijarnir?) vaknað.
Síðan segist Sveinn hafa trú á
því að fleirum en honum „sé farin
að blöskra sú einkennilega umræða
sem átt hefur sér stað að undan-
förnu vegna fyrirhugaðrar bygg-
ingar álvers á Grundaitanga." Síð-
ar í greininni verður honum nokkur
fótaskortur, því hann segir: „Ég
hef hvorki haft tíma né áhuga á
að fylgjast með allri þessari um-
fjöllun.“ í þessum hluta greinarinn-
ar talar hann um að „á sjónarsvið-
inu birtist fámennur hópur manna,
nánast eins og út úr hól, sem vill
sameinast undir kjörorðinu:
„Björgum Hvalfirði.“
Orðatiltækið „birtast út úr hól“
þekki ég ekki, en til er annað, sem
Sveinn virðist hafa í huga, nefni-
lega: „vera (koma) eins og álfur
út úr hól“ sem merkir að koma
af fjöllum, vita ekkert í sinn haus
eða heimskingi, flón (íslensk orða-
bók, Almenna bókafélagið, 1993).
Mig og líklega fleiri fýsir að vita
hveijir þessir móðursjúku hænsna-
ræktendur eru, sem hann nefnir
undir lok greinar sinnar. I greinar-
lok segir hann, að það geri ekkert
til þótt þessi fámenni hópur haldi
áfram að mótmæla og nefnir Ár-
bæjarsafnið sem heppilegan stað.
Árbæjarsafnið geymir marga verð-
mæta muni, sýnishorn frá liðnum
tíma. Það er mikil og dýrmæt
menningarstofnun. Seint munu
menn þó hafa Svein Hannesson
þar til sýnis.
Af orðfæri og hugsunarhætti
þessara tveggja manna, sem lík-
lega eru vanir því að eiga sér ein-
tóma jábræður, rifjast upp fyrir
mér, að eitt sé að vera lærður,
annað menntaður.
Höfundur cr skólumeistari
Verkmenntaskólans á Akureyri.
L