Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 33
32 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 33 JHffltypniÞIfifetfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STAÐANA VESTFJÖRÐUM VINNUDEILAN milli Alþýðusambands Vestfjarða og vinnuveitenda á Vestfjörðum er í algjörum hnút, sem virðist vera illleysanlegur. Verkföll þar vestra hafa nú staðið á 5. viku og eru vestfirzkir verkfallsverðir á ferð um landið til þess að koma í veg fyrir landanir vest- firzkra fiskiskipa utan heimahafna. Verkalýðsfélög utan Vestfjarða hafa og boðað samúðarvinnustöðvanir til þess að styðja við baráttu félaga sinna fyrir vestan. Sáttasemj- ari ríkisins hefur látið í ljós þá skoðun, að tilgangslaust sé að leggja fram sáttatillögu, svo mikið beri í milli deilu- aðila. Deilurnar fyrir vestan bera merki fortíðar. Forystu- menn ASV virðast telja, að vestfirzk fiskvinnslufyrirtæki og útgerðir geti borið mun hærra kaupgjald en önnur sambærileg fyrirtæki í landinu, með kröfum sínum um mun hærri laun þar en um samdist annars staðar. Sann- leikurinn er sá, að um árabil hafa vestfirzk sjávarútvegs- fyrirtæki staðið mun verr en útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tæki annars staðar á landinu. Sú var tíðin, að fyrirtækin fyrir vestan voru hin öflugustu á landinu. Það er löngu liðin tíð. Ástæður þess hafa verið margræddar. Það er fyrst á síðustu misserum, sem forráðamenn sjávarútvegs- fyrirtækja á Vestfjörðum hafa hafizt handa um endur- skipulagningu atvinnugreinarinnar, með sameiningu fyr- irtækja og myndun stærri heilda, sem gefizt hefur vel annars staðar. Árangur þessarar endurskipulagningar er ekki kominn í ljós. Þau áföll, sem fyrirtækin eru að verða fyrir vegna langvarandi vinnustöðvunar geta riðið sumum þeirra að fullu og valdið því, að önnur verða mun lengur að ná sér á strik en ella. Vinnustöðvunin er því ekki til þess fallin að bæta hag verkafólks á Vestfjörðum heldur getur hún auðveldlega orðið til að veikja fyrirtækin enn frekar. Það er raunveruleg hætta á að óbreyttu, að vinnudeilan nú verði upphafið að því að byggð dragist enn frekar saman á Vestfjörðum Það þjónar ekki hagsmunum neinna, og allra sízt verka- fólks, að eyðileggja grundvöll undirstöðuatvinnuvegar heils landsfjórðungs. Forysta ASV er greinilega komin í blindgötu, sem aðeins endar með ósköpum, ef svo fer fram sem horfir. Ábyrgð samningamannanna vestra er mikil. Þessa deilu verður að leiða til lykta strax. MISSMÍÐ Á VELFERÐARKERFINU ASTA R. Jóhannesdóttir, alþingismaður, rakti athyglis- verða reynslusögu atvinnulauss íslendings í ræðu í eldhúsdagsumræðum á Alþingi fyrir fáeinum dögum. Um er að ræða fjölskylduföður með eitt barn á framfæri, sem hafði misst vinnu sína og fékk af þeim sökum um fimm- tíu þúsund krónur á mánuði í atvinnuleysisbætur. Þegar hann gréindist með kransæðastíflu og fór á biðlista eftir tilheyrandi aðgerð missti hann atvinnuleysisbæturnar og fór á sjúkradagpeninga. Þeir eru aðeins tuttugu þúsund krónur á mánuði, að sögn þingmannsins, og væru fjórð- ungi lægri, ef viðkomandi hefði ekki barn á framfæri. Stjórnvöld hafa ekki borið brigður á þessa frásögn með sannfærandi hætti. Það er óviðunandi gloppa í íslenzka velferðarkerfinu, ef takmarkaður framfærslueyrir atvinnulauss samborgara skerðist um meira en helming við það eitt að hann grein- ist með alvarlegan sjúkdóm og fer á biðlista eftir nauðsyn- legri aðgerð á sjúkrahúsi. Þegar slík missmíð á sameigin- legu öryggisneti landsmanna kemur í ljós þurfa viðkom- andi stjórnvöld að bæta úr með eins skjótum hætti og aðstæður frekast leyfa. Heilbrigðis- og tryggingakerfið er langstærsti útgjalda- þáttur á fjárlögum ríkisins. Það sækir kostnaðarlega undirstöðu sína til atvinnulífsins - í skattfé fólks og fyrir- tækja. Ekkert er eðlilegra en það sæti viðvarandi að- haldi, eins og aðrir útgjaldaþættir í ríkisbúskapnum. En það á einmitt að vera verkefni velferðarkerfisins að koma í veg fyrir, að fólk geti staðið jafn höllum fæti í lífsbarátt- unni og þetta dæmi sýnir. Það er til marks um himinhróp- andi misrétti, sem ekki verður við unað. Þessu þarf að breyta tafarlaust. 4- Mynd/Pressens Bild DAVÍÐ Oddsson og Göran Persson héldu blaðamannafund í Stokkhólmi í gær í stjórnarráðsbyggingunni, sem gengur undir nafninu Rosenbad. Opinber heimsókn í góð- um anda og góðu veðri ÁSTRÍÐUR Thorarensen og Annika Persson ferðuðust um Smálöndin í gær og heimsóttu m.a. glerverksmiðju. ÞINGMENNIRNIR Jón Baldvin Hannibalsson, Þingflokki jafnaðarmanna, og Guðjón Guðmundsson, Sjálfstæðisflokki, kveðjast að loknu 121. löggjafarþingi íslendinga. 123 frumvörp að lög- um á nýafstöðnu þingi Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og Ástríður Thorarensen kona hans eru í Svíþjóð í opinberri heimsókn. Sigrún Davíðsdóttir fylgdist með fyrri degi heim- sóknarinnar í Stokkhólmi MORGUNGANGA Davíðs Oddssonar í gær var frá konungshöllinni, þar sem hann hitti Karl Gústaf Svíakonung að máli, og að þinghús- inu, þar sem Birgitta Dahl þingfor- seti kynnti honum þingstörfin. I há- deginu snæddi forsætisráðherra í ráðhúsinu. Eftir hádegi ræddi hann við Göran Persson forsætisráðherra og formann Jafnaðarmannaflokksins og þó þeir starfsbræðurnir séu ekki flokksbræður virtist það ekki koma i veg fyrir að vel færi á með þeim. Síðdegis hélt Davíð fyrirlestur í sænsku utanríkisstofnuninni, sem er virt rannsóknarstofnun á sínu sviði og í gærkvöldi sátu forsætisráðherra- hjónin kvöldverð Persson-hjónanna. Meðan eiginmaðurinn sinnti stjórn- málarekstri ferðaðist Ástríður Thor- arensen forsætisráðherrafrú um Smálöndin með Anniku Persson. Norræn samvinna grundvöllurinn Þótt dagskrá opinberrar heimsókn- ar sé að öllu jöfnu ströng og henni fylgi öryggisverðir og bílalestir brá Davíð Oddsson þó út af dagskránni og gekk í vorveðrinu frá konungshöll- inni að þinghúsinu og lagði þá ieiðina um gamla bæinn, eina af perlum Stokkhólms. Með honum gekk Pár Kettis sendiherra Svía á Islandi, á undan fór einkennisklæddur lög- regluþjónn og á eftir óeinkennis- klæddur öryggisvörður, en ekki fór meira fyrir fylgdarliðinu en svo að óbreyttir vegfarendur tóku vart eftir þessari óvenjulegu morgungöngu. Birgitta Dahl er ein af helstu frammámönnum Jafnaðarmanna- flokksins og skipar nú stöðu þingfor- seta, sem er virðingarstaða í sænska þinginu eins og annars staðar. Hún tók á móti forsætisráðherra og föru- neyti hans ásamt öðrum starfsmönn- um þingsins og ræddi við gestina í virðulegu herbergi í þinginu, sem áður var stjórnarherbergi sænska seðlabankans. Þarna héngu því áður á veggjum málverk af stjórnarfor- mönnum bankans, þar á meðal Dag Hammarskjöld, síðar aðalfram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Úr þinghúsinu lá leiðin í ráðhúsið, gamlar slóðir fyrir fyrrum borgar- stjóra, enda sagði Mats Hulth borgar- stjóri í ávarpi sínu að Davíð væri ekki að koma í húsið í fyrsta skipti og húsið og starfsemi þess þyrfti ekki að kynna honum. Hulth minnti á að mikið hefði gerst síðan Davíð hefði komið þarna sem borgarstjóri, þar sem aðild Svíþjóðar að Evrópu- sambandinu hefði einnig haft sín áhrif á starfsemi og stöðu borgarinn- ar. Með aukinni alþjóðavæðingu keppti borgin líka við aðrar stórborg- ir um athygli og fjárfestingar, auk þess sem sjónum væri beint að sam- starfi við Eystrasaltslöndin, Sankti Pétursborgarsvæðið og Sarajevo. Öll þessi erlendu umsvif breyttu því þó ekki að norræn samvinna væri undir- staðan og á því sviði væri metnaður- inn ekki minni en áður. Ráðhúsið gegnir miklu hlutverki í opinberum umsvifum borgar og ríkis og er iðulega notað fyrir innlendar og alþjóðlegar samkomur. Það er til dæmis í ráðhúsinu, sem hin árlega og glæsilega Nóbelshátíð er haldin, þegar mörg hundruð manns eru boðnir í kvöldverð og dansleik til að fagna úthlutun Nóbelsverðlaunanna. Kokkar hússíns eru greinilega í góðri æfingu og árangurinn eftir því. Á matseðlinum í gær voru léttreyktar hreindýralundir með kryddaðri beija- sultu og Nóbelsbrauði, rauðspretta með grænmetisvendi, humarsósu og pressuðum kartöflum og í eftirrétt var kaka með súkkulaðifrauði og nýjum betjum. í ávarpi sínu rifjaði Davíð upp fyrra samband sitt við borgina, sem hefði verið mikið og gott þau tuttugu ár sem hann sat í borgarstjórn og var borgarstjóri. Hann hélt því fram að starf að borgarmálefnum væri hinn besti skóli fyrir störf á landsvett- vangi og sagðist hvorki vilja vera án þeirrar reynslu, sem það hefði fært honum né þeirra tengsla, sem þau störf hefðu aflað honum. Tveir forsætisráðherrar upprunnir í bæjar- og borgarstjórn Þeir Davíð Oddsson og Göran Pers- son eiga ekki sameiginlegan pólitísk- an bakgrunn, en stjórnmálauppruni beggja er hins vegar í bæjarstjórnar- málum. Persson var bæjarstjóri í Katrínarhólmi í Suður-Svíþjóð og hafði þar viðurnefnið „konungurinn af Katrínarhólmi". Innreiðina í lands- málin hélt hann fyrir fímm árum er hann varð fjármálaráðherra og þótti hann taka það starf með sömu föstu tökunum og bæjarstjóraembættið. Tökin þykja hins vegar hafa linast heldur eftir að hann varð flokksfor- maður og forsætisráðherra í fyrra og þar sem hann er nú einn óvinsæl- asti forsætisráðherra sem Svíar hafa lengi haft hefur hann kannski spurt Davíð Oddsson ráða á vinsældasvið- inu. Það virtist fara einkar vel á með þeim starfsbræðrunum og á blaða- mannafundinum fóru þeir báðir mörgum orðum um gagnsemi þess að hittast og eiga stundir saman utan strangrar fundardagskrár. Persson mætti á blaðamannafundinn sólbrúnn og sumarlega klæddur, þó vorið sé varla komið til Stokkhólms. Hann var áberandi sportlega klæddur, í himin- bláum jakka, ljósum buxum, blárri skyrtu og með gult smámynstrað bindi, en mætti að öllum líkindum taka sér grannt holdafar Davíðs Oddssonar til fyrirmyndar. Það sá á að Davíð kom af norðurslóðum, þar sem hann var í grábrúnum fötum, hvítri skyrtu og með brúnt og rautt bindi. Fundur forsætisráðherranna var haldinn í reisulegri stjórnarráðsbygg- ingunni, sem gengur undir nafninu Rosenbad. í tilefni dagsins var ís- lenski_ fáninn við hún við bygging- una. í dag halda forsætisráðherra- hjónin til Lundar og með í förinni verða sænsku forsætisráðherrahjón- in, sem þar eru á heimaslóðum. Þótt Sageska höllin í Stokkhólmi, stein- snar frá þinghúsinu, hafi nýlega ver- ið gerð upp sem forsætisráðherraíbúð hafa Persson-hjónin haldið því til streitu að búa í Málmey, þar sem Annika Persson starfar og börn þeirra ganga í skóla. í Lundi heim- sækja þau háskólann og heyra af rannsóknum þar. Meðal annars mun Úlfur Árnason prófessor í sameinda- líffræði kynna merkar rannsóknir á þeirri stofnun, sem hann hefur um- sjón með. Heimsókninni Iýkur í kvöld, en þó tveggja daga heimsókn þyki kannski ekki löng þá er þetta óvenju- löng opinber heimsókn forsætisráð- herra og'er hún til endurgjalds heim- sókn Perssons til íslands í fyrra. Meðal nýrra laga eru lög um fjárreiður ríkisins, lög um stöðu þjóðkirkjunnar, um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði og álbræðslu á Grundartanga. ALLS urðu 123 frumvörp að lögum á 121. löggjafar- þingi sem lauk á laugar- daginn. Þar af voru 106 stjórnarfrumvörp og 17 þingmanna- frumvörp. Samtals voru lögð fram á þinginu 218 frumvörp. Af þeim voru 132 stjórnarfrumvörp og 86 þing- mannafrumvörp. Þetta kom fram í máli Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis, þegar þingi var frestað. Lagðar voru fram 111 þingsálykt- unartillögur, þar af 13 stjórnartillögur og 98 þingmannatillögur. Af þeim voru 32 samþykktar sem ályktanir Alþingis, fimm var vísað til ríkis- stjórnarinnar en 74 eru óútræddar. Meðal þess sem samþykkt var á þinginu voru lög um fjárreiður ríkis- ins sem miða að því að einfalda og skýra reikningsskil ríkisins og færa þau nær alþjóðlegum viðmiðum. Einn- ig voru samþykkt lög um stöðu þjóð- kirkjunnar, um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði, álbræðslu á Grundar- tanga, um Lánasjóð íslenskra náms- manna, lög um samningsveð og iög um Tryggingasjóð sjálfstætt starf- andi einstaklinga. I tengslum við kjarasamninga voru samþykkt lög um tekju- og eignaskatt. Á síðustu dögum þingsins var ákveðið að breyta lögum um sjálfræð- isaldur og hækka hann úr sextán árum í átján. Sú breyting mun taka gildi um næstu áramót og því munu allir þeir sem verða sextán ára á þessu ári fá sjálfræði. Breytingin var harð- lega gagnrýnd við aðra umræðu um málið og greiddu þar tuttugu þing- menn atkvæði gegn henni. Frumvarp- ið var þó að lokum samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Brestir í liði stjórnar og stjórnarandstöðu Á síðustu starfsdögum þingsins voru samþykkt sem lög stjórnarfrum- vörp sem fela í sér verulegar breyting- ar á fjármálastofnunum í eigu ríkisins en þar er um að ræða lög um stofnun hlutafélaga um Landsbanka íslands og Búnaðarbanka íslands, lög um stofnun Fjárfestingabanka atvinnu- lífsins og Nýsköpunarsjóðs atvinnu- lifsins og loks lög um Lánasjóð land- búnaðarins. Við lokaatkvæðagreiðslu um þessi frumvörp komu fram brest- ir í bæði stjórnarliði og þingflokkum stjórnarandstöðu í afstöðu til frum- varpanna. Lögin um Landsbankann og Bún- aðarbankann voru samþykkt með 40 samhljóða atkvæðum stjórnarþing- manna, sjö þingmanna þingflokks jafnaðarmanna og atkvæði Kristins H. Gunnarssonar Alþýðubandalagi. Aðrir þingmenn Alþýðubandalags, Kvennalista og þingflokks jafnaðar- manna sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una. Lögin öðlast þegar gildi en undir- búningsnefndum verður falið að ann- ast undirbúning að stofnun hlutafé- laganna sem á að ganga í garð 1. janúar á næsta ári. Annarri nefnd verður falið að leggja mat á stofnhlut- afé bankanna. Skv. lögunum verður allt hlutafé bankanna í eigu ríkissjóðs og er sala á því óheimil án samþykk- is Alþingis. Úndantekningu er þó að finna í lögunum sem kveður á um að ráðherra geti til að styrkja eiginfj- árstöðu bankanna heimilað útboð á nýju hlutafé og varð niðurstaðan inn- an ríkisstjórnarmeirihlutans sú að samanlagður eignarhlutur annarra mætti ekki vera hærri en 35% af heildarfjárhæð hlutafjár í hvorum bankanna um sig. Breytingartillögur stjórnarand- stæðinga við frumvarpið, m.a. um að aðeins einn bankastjóri skyldi vera við hvorn banka, voru felldar. Einn stjórnarþingmaður á móti fjárfestingarbankanum Lög um Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins voru samþykkt með 31 atkv. gegn átta. Pétur H. Blöndal Sjálfstæðisflokki greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og það gerðu einnig þing- menn Álþýðubandalags og óháðra. Aðrir stjórnarandstöðuþingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Hlutverk bankans er að veita ís- lensku atvinnulífi fjármálaþjónustu. Stofnað verður hlutafélag um ’oank- ann á stofnfundi, sem á að halda í síðasta lagi 1. júlí næstkomandi. Um næstu áramót tekur bankinn við öllum eignum, skuldum og skuldbindingum Fiskveiðasjóðs, Iðnlánsjóðs, Útflutn- ingslánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs að fjórum milljörðum undanskildum sem verða teknir af sameiginlegu eigin fé þessara sjóða og lagðir sem stofnfé til Nýsköpunarsjóðs. Ríkissjóður er eigandi alls hlutafjár bankans við stofnun hans en heimilt er að selja allt að 49% hlutafjár bankans og eiga iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráð- herra þegar í stað að hefja undirbún- ing að sölu hlutafjár eftir að lögin hafa tekið gildi. Ný lög um Nýsköpunarsjóð at- vinnulífsins voru samþykkt með 37 samhljóða atkvæðum. Gengu sex þingmenn Alþýðubandalags til liðs við stjórnarmeirihlutann í atkvæða- greiðslunni og greiddu atkvæði með frumvarpinu. Einn þingmaður Al- þýðubandalags, Bryndís Hlöðvers- dóttir, þingmenn þingflokks jafnað- armanna og kvennalistakonur <<• greiddu ekki atkvæði. Þá sat Pétur H. Blöndal Sjálfstæðisflokki einnig hjá við lokaafgreiðslu frumvarpsins. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks at- vinnulífs með þátttöku í fjárfesting- arverkefnum á sviði nýsköpunar og styðja við þróunar- og kynningarverk- efni. Einnig starfrækir sjóðurinn tryggingardeild útflutningslána. Sjóð- urinn á að taka til starfa um næstu áramót en fyrir 1. júlí næstkomandi á viðskiptaráðherra að hafa lokið skipan í fimm manna stjóm sjóðsins, einn að tilnefningu iðnaðarráðherra, einn skv. ábendingum samtaka atvinnufyrir- tækja í iðnaði, einn skv. tilnefningu sjávarútvegsráðherra og annan skv. ábendingum samtaka atvinnufyrir- 5 tækja í sjávarútvegi og loks einn skv. tilnefningu ASÍ. Lánasjóður landbúnaðarins umdeildur Loks var umdeilt frumvarp um Lánasjóð landbúnaðarins samþykkt sem lög undir lok þingsins með 37 atkv. gegn einu atkv. Péturs H. Blön- dal. Egill Jónsson Sjálfstæðisflokki sem gagnrýnt hafði frumvarpið harð- lega við aðra umræðu greiddi at- kvæði með því við lokaafgreiðslu þingsins. Þrír þingmenn Alþýðu- bandalags, Hjörleifur Guttormsson, Kristinn H. Gunnarsson og Sigríður Jóhannesdóttir studdu einnig frum- varpið. Aðrir stjórnarandstöðuþing- 1 menn sátu hjá og það gerði einnig Einar Oddur Kristjánsson Sjálfstæð- isflokki. Með þessum lögum er gerð breyt- ing á starfsemi Stofnlánadeildar land- búnaðarins, sem felst m.a. í því, að hin lögboðnu tengsl Búnaðarbankans og Stofnlánadeildarinnar verða rofin. Hlutverk sjóðsins er að tryggja land- búnaðinum aðgang að iánsfé til fjár- festinga á hagstæðum kjörum „og stuðla þannig að æskilegri þróun at- vinnuvegarins", eins og segir í lög- unum. Sjóðurinn hefur starfsemi um næstu áramót. Ein meginbreyting laganna felst í að horfið verður frá innheimtu 1% neytendagjalds og 1% jöfnunargjaids á heildsöluverð seldra landbúnaðarvara. Þess í stað á hluti búnaðargjalds að renna til sjóðsins eða 1,1% af veltu búvöru og tengdrar þjónustu. Norræna vegabréfa- sambandinu ekki fórnað SCHENGEN, stækkun Nato og norræn skýrsla um efna- hagsbata á Norðurlöndum voru helstu umræðuefni íslenska og sænska forsætisráðherrans í gær. Hinn pólitíski hluti opinberrar heimsóknar Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra fólst í viðræðum við Göran Persson, auk þess sem Dav- íð hélt fyrirlestur í sænsku utan- ríkismálastofnuninni. Engin sér- stök tvíhliða mál eru í deiglunni milli landanna, en fundurinn var liður í almennu samstarfi þeirra. Formúlan í ESB gengur ekkiupp Þegar Göran Persson kynnti 1 1/2 klukkustundar viðræður for- sætisráðherranna á blaðamanna- fundi síðdegis í gær eyddi hann nokkru í að undirstrika hve hin persónulegu kynni væru mikilvæg í stjórnmálum og undir það tók Davíð síðan í ávarpi sínu. Persson sagði að ný norræn skýrsla um efnahagslega stöðu Norðurlandanna fimm væri hin merkasta. Efnahagsframfarir landanna eftir dýfu í lok síðasta áratugar, fyrst íslands og Noregs, síðan Danmerkur, Finnlands og nú Svíþjóðar væru norrænt afrek á heimsmælikvarða. Persson nefndi einnig að Schengensam- starfið hefði verið rætt. Schengensamstarfið er eins og kunnugt er óháð öðru innra starfi ESB, en nú er til umræðu að færa það inn í nýjan sáttmála, er unnið er að á ríkjaráðstefnunni. Sú ráð- stöfun gæti bæði torveldað þátt- töku íslands og Noregs í samstarf- inu, en einnig gert Dönum erfitt um vik, þar sem undanþágur þeirra lúta einmitt að þess konar sam- starfi. Persson sagðist í morgun hafa séð nýjasta uppkastið frá ríkjaráðstefnunni og ekki kæmi til greina af hálfu Svía að fórna nor- ræna vegabréfasambandinu. Þeir myndu því ekki samþykkja neinar breytingar, sem torvelduðu það. Persson sagði ESB ekki hafa neina skoðun á norrænu samstarfi, enda mætti það undarlegt heita ef svo væri. í heimi vaxandi alþjóðavæð- ingar og samruna í Evrópu væri nauðsynlegt að eiga einhvers stað- ar heima og það heimili væri hið norræna svið. Davíð Oddsson tók undir orð starfsbróður síns um norræna sam- vinnu og sagði að það hefði komið sér þægilega á óvart hve aðild Svía og Finna hefði bætt miklu við upplýsingaflæðið frá ESB og því komið íslendingum til góða, auk þess sem norrænu ESB-löndin huguðú vel að hagsmunum íslend- inga á vettvangi ESB. Erlendir blaðamenn höfðu áhuga á að heyra hvort aðild íslendinga að Eystra- saltsráðinu hefði nokkra hag- kvæma þýðingu og Davíð undir- strikaði að sá vettvangur væri ís- lendingum mikilvægur og þar gætu íslendingar rekið erindi Eystrasaltsríkjanna, sem þeim væri umhugað um og þá einnig innan Nato. Davíð Oddsson vildi ekki ræða sérstaklega umræður forsætisráð- herranna um Efnahags- og mynt- bandalag Evrópu, EMU, og undir- strikaði að íslendingar hefðu ekk- ert um það að segja, þar sem þeir væru ekki aðilar að ESB. Eins og kunnugt er hefur Göran Persson ekki látið í ljós hvort hann mæli með sænskri aðild eða ekki. Það liggur sá rómur á að hann sé tor- trygginn á aðild, meðal annars vegna þess að það dragi úr stjórn einstakra landa á skattheimtu og þar með tekjuöflun sinni. í samtali við Morgunblaðið sagði Davíð að veigamestu rökin fyrir ESB-aðild væru pólitísks eðlis. Reynslan sýndi áð þar mætti hafa einhver áhrif, en hins vegar hefði það gengið svo fýrir sig undanfarið að Þýskaland og Frakkland kæmu sér saman um hlutina, sem síðan væru samþykktir á leiðtogafundi og fyrir þessu fyndu hin löndin. Því þyrfti að vega og meta hvernig sú formúla horfði við að löndin misstu áhrif á eigin málefni, en fengju lít- il ráð í staðinn. Væri spurningin lögð þannig fyrir Islendinga væri lítill vafí á því hvert svarið yrði. Engin stofnun getur gegnt hlutverki Nato í ávarpi sínu í utanríkismála- stofnuninni lagði Davíð Oddsson áherslu á Atlantshafsvíddina og stöðu íslands innan hennar. Hann undirstrikaði þátt Islendinga, sök- um landfræðilegrar legu, í sigri bandamanna í síðari heimsstyijöld- inni og þátt Nato í friði í Evrópu eftir stríð. Ekkert benti til að nokk- ur stofnun væri í stakk búin til að taka við því hlutverki. Hann minnti á að íslenska stjórnin hefði stutt að öllum áhugasömum ríkjum í Evrópu væri boðið að hefja að- ildarviðræður að Nato í stað þess að nokkur yrðu valin úr, eins og orðið hefði ofan á. Þar sem engin ESB-þjóð virðist jafn tortryggin á ESB og einmitt Svíar eiga orð Davíðs Oddssonar um að áhyggjusamlegt væri ef Evrópusamruninn væri keyrður í gegn án vilja og samþykkis Evr- ópubúa skilningi að mæta í Sví- þjóð. Hann undirstrikaði að meðan ESB stefndi í aukna miðstýringu væri ekki íslenskur áhugi fyrir aðild. Hann kynnti einnig sjónar- mið sín gagnvart hvalveiðum og endurskoðun á úrsögn úr Alþjóða hvalveiðiráðinu, eins og hann hefur áður sagt í ísienskum umræðum. Um áttatíu manns hlýddu á erind- ið og var mestur áhugi fyrirspyij- enda á eftir tengdur afstöðu ís- lands til Nato og þeirra mála, sem þar eru uppi, enda Nato viðkvæmt umræðuefni í Svíþjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.