Morgunblaðið - 21.05.1997, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 37
an. Það er erfitt að hugsa um sum-
arið og framtíðina, þar sem hann
er ekki þátttakandi.
En, elsku afí. Hugur okkar verður
hjá þér, þótt þú sért farinn frá okk-
ur. Og við erum viss um, að þú
verður með einhveijum hætti ná-
lægur okkur í leik og starfí, enda
þótt við sjáum þig ekki.
Við eru rík að hafa átt þig að.
Við munum og gleymum ekki. Við
kveðjum þig með þökk fyrir allt, sem
þú varst okkur. Þótt þú sért dáinn,
þá lifir samt margt af þér og frá þér
í okkur sjálfum - í því sem við hugs-
um, gerum og segjum. Lífíð heldur
áfram að vera til, þótt dauðinn komi
í heimsókn.
Það fannst Iítið bréf í vösunum í
fötunum hans afa, þegar hann var
dáinn. Það sýnir að honum þótti
vænt um þetta bréf.
Bréfíð er frá Bjarka Frey bróður
okkar, skrifað síðastliðið haust. Það
sýnir vel hug okkar og tilfinningar
til afa, hvemig hann fléttaðist inn
í hugsanir okkar, drauma og fram-
tíðaráætlanir. Bréfíð er svona:
„Bjarki er besti vinur afa síns.
Ég vil vera með honum afa mínum
og fara með honum á Hól í sumar.
Þar ætlum við að skoða landið og
leika okkur í fjósinu. Ég ætla svo
að sofa hjá honum afa mínum á
Hóli. Kannski að við afi göngum
upp á fjall og rekum kindurnar úr
túninu."
Elsku afí. Það er gott að þú ert
laus við veikindi þín og þjáningar.
Við þökkum þér allt, sem þú varst
okkur og gerðir fyrir okkur. Þú
varst svo sannur og góður. Nú ferð
þú einn í ferðalagið. Við kveðjum
þig með þakklæti og sorg í huga.
Vertu sæll, elsku afí, og góða ferð.
Börn Bjarna og Bessu.
Með þessum örfáu línum vil ég
minnast móðurbróður míns og góðs
frænda. Þó ég hafí vitað að hveiju
stefndi þá var mér mikið brugðið
laugardaginn 10. maí sl. þegar ég
kom í Kópavoginn til að hitta Sigga
og hans yndislegu fjölskyldu, hvað
þá var af honum dregið, svo það
kom ekki á óvart þegar tilkynnt var
um andlát hans. Þegar ég sit og
ri§a upp þær mörgu góðu stundir
sem við áttum saman þá kemur
margt upp í hugann.
Siggi var mjög svo frændrækinn
og var duglegur að koma ásamt
konu sinni til Keflavíkur, aldrei var
sú veisla haldin að það væri ekki
hringt til „Sigga og Fjólu“ en það
er í mínum huga bara eitt orð, þau
voru sjálfsögð í fermingarveislum
bama minna og brúðkaupi. Þessi
hægláti, stórbrotni maður með sinn
vægðarlausa húmor sem öllum þótti
svo vænt um og hitti alltaf beint í
mark. Ekki var leiðinlegra að lenda
nokkra daga með honum á þeim
stað sem var honum kærastur, en
það er ættaróðalið „Hóll“ í Ólafs-
firði en þar ólst hann upp og þar
bjó hann ásamt fjölskyldu sinni í
nokkur ár og ég held að öruggt sé
að hann hafi farið þangað hvert
einasta sumar, því meðan verið var
að endumýja og gera Hólinn fínan
og flottan þá var bæði hugurinn og
hann sjálfur á staðnum.
Hafðu, Jesús, mig í minni
mæðu og dauðans hrelling stytt,
böm mín hjá þér forsjón fínni,
frá þeim öllum vanda hritt,
láttu standa á lifsbók þinni
líka þeirra nafn sem mitt.
(H.P.)
En aldrei stóð Siggi minn einn
því hans frábæra eiginkona, Fjóla,
stóð alltaf eins og stytta við hans
hlið, það sýndi hún best núna síð-
ustu mánuði ásamt bömum sínum
og tengdabömum sem sameigin-
lega gerðu honum kleift að fá að
vera heima þangað til yfir lauk því
í rúminu sínu fékk hann að sofna,
og eiga þau öll þakkir skildar svo
og heimahlynning Krabbameinsfé-
lagsins sem þau lofsungu í hástert
fyrir fómfúst og óeigingjamt starf.
Að lokum sendi ég þeim öllum,
ásamt fjölskyldu minni allri, okkar
dýpstu samúðarkveðjur og við biðj-
um góðan guð að styrkja þau öll á
þessari stund.
í hugum okkar lifír minning um
góðan frænda, bróður og mág. Guð
blessi ykkur öll.
Ingibjörg Magnúsdóttir
og fjölskylda.
Hann afí okkar hefur nú yfírgef-
ið þennan heim. Loks hefur hann
fengið hvíld frá erfíðum veikindum
og er kominn á nýjan og betri stað.
Afí var alltaf svo hraustur og dug-
legur en af einhveijum ástæðum
hefur hann verið tekinn frá okkur
alltof snemma.
Síðustu vikur hafa verið erfiðar,
bæði fýrir afa og ömmu og alla fjöl-
skylduna en það em allar góðu og
skemmtilegu stundirnar sem lifa í
minningunni. Þegar afí var að vinna
í Straumsvík kom hann alltaf heim
klukkan fimm og þá biðum við úti
þangað til við sáum í húfuna hans
og í því sama hlupum við á móti
honum og hoppuðum upp um háls-
inn á honum og hann varð alltaf
jafn glaður. Stundum fórum við
norður á Ólafsfjörð með ömmu og
afa. Afa leið alltaf svo vel á Hóli
og hann sagði okkur margar sögur
um það hvemig lífíð var í sveitinni
í gamla daga. Afí lifði tímana
tvenna, allt frá því að búa í torfbæ
við kröpp kjör og fram á þessa tíma
tækninnar. Afí hélt þó mörgum
gömlum venjum og við munum eft-
ir honum þar sem hann var að slá
með orfí og ljá.
Það er margs að minnast og
margt sem hægt væri að segja frá
en engin eru þau orð sem lýsa því
hve okkur þykir vænt um, þig elsku
afí og hversu mjög við söknum þín.
Með söknuð í hjarta og þakklæti
fyrir öll yndislegu árin sem við átt-
um með þér kveðjum við þig, elsku
afí.
Fjóla og Aðalsteinn, Helga
og Sigurður, Berglind og
Lárus og Freyja litla.
Þegar árin færast yfir heltast úr
lestinni æ fleiri úr þeirri kynslóð á
undan mér sem ég mat svo mikils
og tel mikla eftirsjá í. Sú kynslóð
sem man tímana tvenna, kynslóð
sem flutti þjóðina úr fátækt til hag-
sældar.
Þriðjudaginn 13. maí var frá
okkur tekinn Sigurður Halldór,
tengdafaðir minn, sem þá hafði af
miklum hetjuskap tekist á við
krabbamein en varð að lokum að
lúta í lægra haldi. Þessi sterki mað:
ur var sigraður af æðri mætti. í
hjarta mínu er mikill söknuður. Það
er ómetanlegt veganesti fyrir ungan
mann, sem er að byija lífíð, að
kynnast slíkum manni og umgang-
ast hann. Ég var svo lánsamur að
verða þeirrar gæfu aðnjótandi.
Sigurður var einstakur maður,
hljóðlátur og hægur en eigi að síður
mjög fastur fyrir. Störf hans voru
misjöfn og margvísleg bæði til sjós
og lands. Hann var afbragðs verk-
maður hvað svo sem hann tók sér
fyrir hendur. Ég skynjaði fljótt
áhuga hans á náttúrunni, hann
elskaði og virti fegurð landsins.
Æskuslóðimar norður á Ólafsfírði
voru honum afar kærar, þar leið
honum vel í faðmi ijallanna, um-
kringdur ijölskyldunni. Hann naut
þess að ganga um jörðina, niður
að á eða upp í fjall, þar sem hann
þekkti hveija þúfu, segja sögur frá
bemskuárunum og þeim breyting-
um sem átt höfðu sér stað í tímans
rás. Hóll var aldrei langt undan í
huga hans.
Bömin vom honum afar kær,
enda elskuðu þau hann og dáðu.
Sigurður var 73 ára gamall þegar
hann lést. Hans verður sárt saknað
af fjölskyldunni og öllum þeim sem
til hans þekktu.
Um leið og ég kveð elskulegan
tengdaföður minn og bið góðan guð
að blessa og styrkja Fjólu Valdísi
tengdamóður mína, vil ég senda
Heimahlynningu Krabbameinsfé-
lagsins sérstakar þakkir fyrir ómet-
anlegt starf.
Helgi Eiríksson.
0 Fleiri minningargre'mar um
Sigurð Halldór Gíslason bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
JÓNAS EGGERT
TÓMASSON
+ Jónas Eggert
Tómasson
fæddist í Sólheima-
tungu í Stafholtst-
ungum 9.
1928. Hann andað-
ist á heimili sínu í
Sólheimatungu 12.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Sigríður Sig-
urlín Sigurðardótt-
ir, húsfreyja, fædd
á Hólmlátri á
Skógarströnd 26.
janúar 1892, dáin
13. nóvember 1974,
og Tómas Jónasson, bóndi í
Sólheimatungu, fæddur 2. des-
ember 1881 í Örnólfsdal í
Þverárhlíð, dáinn 5. nóvember
1954. Systkini Jónasar eru
Guðrún María, f. 31. ágúst
1929, maki Jóhannes Guð-
mundsson, þau eiga fjögur
böm. Sigurður, f. 5. febrúar
1931, maki Rita Elisabeth
Larsen, þau eiga tvær dætur.
3) Guðríður, f. 7. maí 1933,
maki Bjöm Stefánsson, þau
eiga þijá syni.
Jónas var ókvæntur og
barnlaus.
Eftir fullnaðarpróf stundaði
Jónas nám við Reykholtsskóla
í einn vetur, síðan tvo vetur
við Flensborgarskóla í Hafn-
arfirði og lauk þaðan gagn-
fræðaprófi vorið
1948. Vorið 1951
lauk Jónas prófi
sem smíðakennari
frá kennaradeild
Handíða- og mynd-
listaskólans. Þar á
eftir stundaði hann
nám við handa-
vinnudeild Kenn-
araskóla íslands,
prófi þaðan lauk
hann vorið 1953 og
öðlaðist þar með
full kennslurétt-
indi i handavinnu í
barnaskólum og
skólum gagnfræðastigsins. Að
námi loknu stundaði hann
kennslu í heimasveit sinni í
nokkur misseri, en sneri sér
síðan að búskap með Sigurði
bróður sínum á föðurleifð
þeirra eftir andlát Tómasar
síðla árs 1954. Sinnti hann
bústörfum í Sólheimatungu til
dauðadags. Jónas gegndi
margvíslegum félags- og trún-
aðarstörfum svo sem hrepps-
nefndarmaður en það höfðu
áður verið faðir hans og afí,
Jónas Eggert Jónsson. Jónas
var formaður stjórnar Veiði-
félags Gljúfurár frá stofnun
til dánardægurs.
Útför Jónasar fer fram frá
Stafholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Jónas Eggert Tómasson, bóndi
í Sólheimatungu, verður borinn til
grafar í dag. Allir sem þekktu
hann minnast hans með þakklæti
og virðingu. Hann var einkar góð-
viljaður, hjálpsamur og vandaður
maður. Banamein hans var hjarta-
slag. Daginn áður en hann lést
hafði hann sinnt bústörfum án
þess að kvarta um óþægindi, en
að morgni var hann látinn.
Eins og greint er frá í inngangi
þessara minningarorða lagði Jónas
stund á handavinnukennaranám í
Handíða- og myndlistaskólanum.
Þá voru í málaradeildinni margir
myndlistarnemar sem síðar urðu
þekktir myndlistarmenn, t.d.
Hringur Jóhannesson málari, og
Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá
veflistarkona. Ég efa ekki að kynni
Jónasar við þessar ungu „listaspír-
ur“ hafi haft örvandi og þroskandi
áhrif á hann. Jónas minntist og
margra kennara sinna með þakk-
læti og virðingu, sérstaklega
Björns Th. Bjömssonar listfræð-
ings og Sveins Kjarvals húsgagna-
arkitekts. í Handíða- og mynd-
listaskólanum smíðaði Jónas hefíl-
bekk, skrifborð og skrifborðsstól.
Bera þessir gripir vitni um sam-
starf þeirra Jónasar og Sveins
Kjarvals og sýna vel handbragð
Jónasar á skólaárunum. Sveinn
Kjarval hélt kunningsskap við Jón-
as og Sigurð bróður hans þar til
hann fluttist búferlum til Dan-
merkur. Voru hann og böm hans
aufúsugestir bræðranna í Sól-
heimatungu og fengu oft að renna
fyrir silung og lax í Gljúfurá og
Norðurá áður en veiðifélög voru
stofnuð um ámar.
Jónas var vel lesinn í bókmennt-
um, sögu og þjóðlegum fræðum
og átti gott bókasafn. Hann tran-
aði sér hvergi fram til mannvirð-
inga, en ef félagar hans töldu að
sínum málum væri vel borgið í
hans höndum þá skoraðist hann
ekki undan að taka slíkt að sér
eins og sést á inngangi þessara
minningarorða. Þegar Jónas var í
hreppsnefnd Stafholtstungna-
hrepps var verið að vinna að upp-
byggingu bamaskólans á Varma-
landi. Jónas bar það mál mjög
fyrir bijósti. Á síðustu árum heyrði
ég hann hafa orð á því hvað mik-
ill myndarbragur væri á starfsemi
staðarins; skóla, félagsheimilis og
sundlaugar.
Ég kveð mág minn með virðingu
og þökk fyrir öll árin sem við átt-
um saman. Aðstandendum votta
ég innilega samúð.
Jóhannes Guðmundsson.
Jónas Eggert Tómasson, bóndi
í Sólheimatungu í Borgarfírði og
móðurbróðir okkar, varð bráð-
kvaddur aðfaranótt mánudagsins
12. maí síðastliðinn. Við systkinin
dvöldumst mikið í Sólheimatungu
á sumrin sem böm og unglingar
og aðstoðuðum Jónas og Sigurð
bróður hans við bústörfín eins og
algengt var með kaupstaðabörn á
þeim árum. Þátttaka í rúningi,
leitum og réttum á sumrin og
haustin var fastur liður í tilveru
okkar. Eftir að við komumst á
fullorðinsár höfum við og börnin
okkar heimsótt Sólheimatungu og
haft ánægju af að komast út fyrir
borgina og taka þátt í sveitastörf-
unum með Jónasi, komast þangað
sem tilveran er róleg og ekki þarf
alltaf að keppa við klukkuna.
Jónas var ætíð notalegur heim
að sækja og hafði ánægju af að
umgangast gesti og ræða við þá
um menn og málefni. Hann var
áhugasamur um bóklestur, einkum
um söguleg efni og náttúrufræði,
og keypti mikið af bókum og tíma-
ritum sem gaman var að blaða í
þegar maður var gestkomandi í
Sólheimatungu. Enda var hann
fróður um margvíslegustu efni og
kom okkur oft á óvart er hann
vakti máls á því sem hann var að
lesa sér til fróðleiks hveiju sinni.
Bækur og annað lesefni má segja
að hafí verið það eina sem Jónas
lét eftir sér, en hann var ákaflega
nægjusamur maður og frábitinn
því að fyrir honum væri haft.
Jónas var bamgóður og átti
auðvelt með að umgangast böm.
Bömin höfðu gaman af að fylgja
honum í fjárhúsin og taka þátt í
gegningum og öðmm verkum með
honum. Hann hafði alltaf nægan
tíma til þess að spjalla við þau og
leyfa þeim að reyna sig við að losa
hey úr stabba eða rogast með fang
inn eftir jötunum. 1 fjárhúsin og
upp í veiðihús óku þau stundum á
Lada-Sport jeppa sem Jónas átti.
Bömin sátu aftur í og hundurinn
Bósi í framsætinu. Þessar bílferðir
vora yngstu bömunum mikil upplif-
un. Ef við foreldramir ræddum um
jeppakaup fannst bömunum ein-
ungis Lada-Sport jeppi, eins og
Jónas frændi átti, koma til greina.
Hann komst allt. Bömum sem
koma úr hraða borgarinnar, þar
sem allir era að flýta sér, þótti
gott að kynnast annarri hlið á til-
veranni í „Jónasarsveit“ eins og
þau vora vön að kalla Sólheima-
tungu.
Við eigum eftir að sakna þess
að eiga ekki lengur „alvöru" er-
indi eins og rúning og leitir í Sól-
heimatungu. Fjölskyldurnar munu
þó halda áfram að hittast þar, því
að móðir okkar og móðursystir
hafa breytt hluta gamla hússins í
sumarbústað. Það verður þó skrýt-
ið að koma í gamla húsið að Jón-
asi gengnum, hitta hann ekki og
finna þétt handtakið þegar hann
heilsaði og bauð gesti velkomna.
Það mun heldur enginn Bósi fagna
gestum, en milli þeirra Jónasar
ríkti einstakur vinskapur. Mestur
er þó missirinn fyrir bömin okkar
sem eiga eftir að sakna heimsókn-
anna í „Jónasarsveit“. Hvíl þú í
friði, kæri frændi.
Tómas, Helgi, Sigríður og
Guðmundur Þorri.
í dag verður borinn til hinstu
hvílu í Stafholtskirkjugarði Jónas
E. Tómasson frá Sólheimatungu.
Hann fæddist og ólst þar upp
og þar bjó hann allan sinn aldur.
Á bernskuáram okkar áttum við
marga samfundi, enda náin frænd-
semi og mikill samgangur milli
heimila okkar. í minningum
bemskuáranna era þeir fundir
skýrir og ljósir. Þá var margt með
öðrum brag en nú. í slíkum heim-
sóknum var oft gist, stundum fleiri
en eina nótt. Ýmislegt var brallað
þótt allt væri innan hóflegra
marka. Eftir nám í Reykholtsskóla
og Flensborgarskóla í Hafnarfírði
fór Jónas í handmenntadeild
Kennaraskólans og lauk þar prófi
vorið 1953. Eitthvað mun hann
hafa kennt í sinni heimabyggð, en
það var um skamman tíma, því
eftir lát föður hans tóku þeir bræð-
ur, Sigurður og Jónas, við jörðinni
og þar hafa þeir búið síðan, í lið-
lega 40 ár.
Jónas, frændi minn, var hlé-
drægur maður, rólegur í fasi og
viðræðugóður. Hann tók lífið og
tilveruna ekki of alvarlega, grannt
var á kímninni og þegar hið
spaugilega vakti athygli hans var
því gjarnan komið á framfæri í
þeim gamansama tón, sem honum
var lagið. Þótt hann hefði marga
þá kosti til að bera, umfram aðra,
sem þarf til að standa í forsvari
fyrir sveit sína, sóttist hann ekki
eftir slíkum störfum. En hugurinn
var opinn og fijór. Hann las mik-
ið, fylgdist vel með í þjóðmálaum-
ræðunni og kunni góð skil á mönn-
um og málefnum líðandi stundar.
En hinsta kallið kom óvænt og
skyndilega. Mér er ekki grunlaust
um að það hafí verið honum að
skapi, þótt við hefðum kosið að
það kæmi síðar. En enginn má
sköpum renna.
Og er ég staldra við og lít til
baka kemur í hugann þetta erindi
úr ljóði eftir Jóhannes úr Kötlum:
Að þér mun ég verða undursamlega jðrð:
eins og sveipur mun ég hverfast í stormi
þínum
eins og dropi mun ég falla í regni þínu
eins og næfur mun ég loga í eldi þínum
eins og duft mun ég sáldrast í þína mold.
Og við munum upp rísa undursamlega jðrð.
Með Jónasi er genginn góður
drengur, sem við minnumst með
virðingu og þökk. Og nú er hann
hefur hafíð ferð sína inn á ódáins-
löndin, inn í þann heim sem okkur
jarðneskum er hulinn, fylgja hon-
um hugheilar kveðjur og blessun
um alla eilífð,
Tómas Einarsson.
1
\
(
I
I
c