Morgunblaðið - 21.05.1997, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1997 41
náunganum og eyða misrétti,
sprottin úr íslenskum veruleika í
dögun aldarinnar.
Strandseljafólkið var ekki fátækt
á þennan mælikvarða, en þar var
ekki heldur mikið veraldlegt ríki-
dæmi. Foreldrar ömmu hófu búskap
á Strandseljum með sex ær, loðnar
og lembdar og að auki áttu þau
eina kú í hlutafélagi með öðrum
bónda. Amma nam á Núpi í Dýra-
firði og á Blönduósi, en á öðrum
tíma við aðrar aðstæður hefði Sól-
veig amma kannski fetað frekar
menntaveginn. Til þess hafði hún
greind og fróðleiksþorsta, en efnin
og aðstæðurnar hvöttu ekki til þess.
Sólveig amma okkar lést á
mæðradaginn. Dánardagurinn var
táknrænn - hún amma mat móður-
hlutverkið framar öllu og gegndi
því af stakri prýði. Sólveig amma
var ættmóðirin mikla, afkomend-
urnir farnir að nálgast fimmta tug-
inn. Við systkinin bárum til þess
gæfu að kynnast Sólveigu ömmu
og Hannibal afa í Selárdal við allt
aðrar aðstæður en amstur hvers-
dagsins í höfuðborginni. Amma stóð
í ströngu við að elda, þvo og baka
og hafa stjórn á stóru krakkastóði,
en þó gafst tími til að segja sögur
af fyrri tíð. Frásagnargáfan var
slík að erfitt reyndist að slíta sig
frá ömmu þegar hún minntist lið-
innar tíðar.
Nú er hún horfin úr þessari jarð-
vist og við systkinin og Anna móð-
ir okkar þökkum henni samvistina.
Ef það er til Ögurhreppur handan
djúpsins mikla þá er ömmu fagnað
þar vel nú, en hún lifir einnig í
bijóstum okkar sem kynntumst
henni á langri og farsælli ævi.
Hugi, Sólveig, Kristín.
Það var alltaf einhver ævintýra-
ljómi yfir Sólveigu frænku. Hún var
13 árum eldri en faðir okkar systk-
inanna og hún bar sérstaka um-
hyggju fyrir þessum yngsta bróður
sínum. Það var til merkis um að
hann endurgalt þá umhyggju, að
þegar foreldrar mínir eignuðust
sína fyrstu dóttur, ákváðu þau að
hún skyldi skírð nöfnum Guðríðar
móður hans og Sólveigar systur.
Hvort sem við heimsóttum Sól-
veigu og fjölskyldu hennar á ísafirði
eða þegar þau bjuggu í Reykjavík
og við hittumst, varð úr því eftir-
minnilegur mannfögnuður. Börnin
settust við spil og leiki og fjörugar
umræður urðu með fullorðna fólk-
inu um málefni dagsins. Sólveig var
þar ávallt í miðpunkti með skop-
skyni sínu og skörpum athuga-
semdum og frá henni geislaði stöð-
ugt hlýja til allra viðstaddra. Þess-
um eiginleikum sínum hélt hún til
síðasta dags. En hún gat líka verið
stríðin. Ég minnist þess enn er ég,
5 ára gömul, var á ferð um ísafjarð-
ardjúp með Guðríði ömmu minni
og kom til Sólveigar á ísafirði. Hún
kallaði mig þá „Veigu litlu vestan“
mér til ómældrar armæðu.
Það hefur vafalaust oft verið erf-
itt hlutskipti Sólveigar að stýra
stóru heimili meðan Hannibal, eig-
inmaður hennar, dvaldi langdvölum
að heiman, upptekinn við að sinna
öðrum málefnum i þágu þeirra, sem
falið höfðu honum forystu á opin-
berum vettvangi. En þetta hlutverk
leysti hún aðdáanlega með einbeitni
sinni og léttri lund.
A fullorðinsárum okkar systkina
rofnuðu hin nánu tengsli við heim-
ili Sólveigar, þegar við héldum til
fjarlægra staða við nám og störf
og þegar hún fluttist um tíma vest-
ur í Selárdal. En í hvert sinn sem
við hittumst rifjaðist upp sá ævin-
týraljómi sem hún enn ber í minn-
ingunni. Það var enn jafn ánægju-
legt að hittast. Ellin fór um hana
mildum höndum, hún hélt fullum
sálarstyrk og vísdómur hennar hélt
áfram að vaxa.
Ég mun ávallt minnast Sólveigar
frænku með stolti, þegar hún kom
fram í sjónvarpsþætti í vetur með
Jóni Baldvin syni sínum. Þar var
kona sem geislaði af glettni.og bar
aldur sinn með reisn.
Þegar við systkinin að leiðarlok-
um lítum yfir langan æviferil Sól-
veigar frænku okkar er okkur efst
í huga þakklæti og virðing til mikil-
hæfrar konu sem auðgaði líf okkar
og skiiur eftir sjóð góðra minnn-
inga.
Guðríður Solveig
Friðfinnsdóttir.
Sólveig Ólafsdóttir frá Strand-
seljum í Ögursveit við ísafjarðar-
djúp andaðist á Landspítalanum að
morgni sunnudagsins 11. maí sl.,
93 ára gömul. Sólveig varð ekkja
við andlát Hannibals Valdimarsson-
ar 1. september 1991, en sambúð
þeirra hafði þá staðið í rúm 57 ár.
Upphafleg kynni mín af Sólveigu
má rekja til þess tíma er ég varð
ástfanginn af eldri dóttur hennar,
Elínu. Þá voru þau Sólveig og
Hannibal í blóma lífsins. Þau höfðu
flutt heimili sitt frá ísafirði til
Reykjavíkur og bjuggu á Marargöt-
unni í Vesturbænum ásamt bömun-
um sínum fimm, öllum uppkomnum,
þremur sonum og tveimur dætrum.
Þangað vandi ég komur mínar og
kynntist vestfirsku viðmóti, vest-
firskum framburði, framandi orða-
tiltækjum og orðaleikjum og ýmsum
öðrum skemmtilegheitum. Innan
fjölskyldunnar ríkti samheldni og
lífsgleði og það var vissulega stolt
húsfreyja og móðir sem stýrði þar
búi.
Við Elín gengum í hjónaband og
eignuðumst börnin okkar fjögur,
Sólveigu, Hannibal Júlíus, Guð-
björgu Sif og Harra. Við það urðu
tengslin milli fjölskyldnanna ennþá
nánari. Sameiginleg gleði yfir börn-
um okkar og barnabörnum þeirra.
Nú var farið í heimsókn til Sólveig-
ar ömmu og Hannibals afa á Laug-
arnesveginum eða til Júlíusar afa
og Guðbjargar ömmu á Freyjugöt-
unni og enn síðar vestur í Selár-
dal. A þessum tíma kynntist ég
ýmsum mannkostum Sólveigar
Ólafsdóttur betur en áður þ.á m.
ættrækni hennar, barnelsku, um-
burðarlyndi, æðruleysi og ljúf-
mennsku.
Arin liðu og að því kom að leiðir
okkar Elínar skildu. Við það rofn-
aði samband mitt við Sólveigu að
mestu en slitnaði þó aldrei alveg.
Ég fékk fregnir af heilsu hennar
og líðan í Bogahlíðinni og af og til
urðu endurfundir austur á Flúðum
í tilefni af merkisatburðum í lífi
barna minna og barnabarna sem
búsett eru þar. Nú verða þeir endur-
fundir ekki fleiri.
Ég kveð fyrrverandi tengdamóð-
ur mína með virðingu og þakklæti
og vel sama sálminn að leiðariokum
og Elín Hannibalsdóttir valdi stjúp-
móður minni á útfarardegi hennar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Kjartan S. Júlíusson.
Móðurástin er himnesk. Hún leið-
ir okkur og verndar og er alltaf svo
góð. Hún fyrirgefur allt og fínnur
alltaf rétta augnablikið til uppörv-
unar. Systir ljóssins, sem glæddi
lífið og vonina í mannkyninu.
Sólveig var yndislegur fulltrúi
móðurástarinnar. Hún fylgdist með
börnum sínum og barnabörnum,
studdi þau í blíðu og stríðu og
gladdist með þeim á góðri stundu.
Andstreymið brotnaði á henni, hún
var skjóiið, þar sem sprotarnir döfn-
uðu.
Ég kynntist Sólveigu fyrst fyrir
nær aldarfjórðungi, þegar við Frið-
finnur heitinn bróðir hennar, heim-
sóttum þau Hannibal í Bogahlíðina.
Vorum reyndar að hvetja kempuna
miklu og heimilisföðurinn , að
mynda ríkisstjórn. Sólveig tók á
móti okkur með kankvísu brosi og
innti okkur eftir því, hvort Alþýðu-
flokkurinn hefði jú virkilega áhuga
á pólitík. Við drukkum kaffi og
borðuðum kökur, milli þess, að Frið-
finnur sagði mági sínum ótæpilega
álit sitt á viðmælendum hans, en
síminn þagnaði ekki allan tímann,
sem við vorum, — stóðu greinilega
öll spjót á Hannibal, sem oft áður.
Sólveig var Vestfirðingur að ætt
og uppruna, þeirrar gerðar, sem
gaf okkur frelsishetjuna Jón Sig-
urðsson og Kristrúnu í Hamravík.
Gullkistan í Djúpinu brást aldrei
íslendingum og öldum saman sóttu
stórveldi Evrópu, Bretar og Frakkar
björgina í Vestfjarðamið.
Sólveig bar glögg merki sins
fagra og gjöfula héraðs, sem þó
hefur mætt svo miklu andstreymi
vegna breyttra atvinnuhátta þjóðar-
innar. Sjálfsagt hefur það ekki ver-
ið tekið út með sitjandi sældinni
að vera þingmaður Vestfjarða og
forseti ASÍ, að auki, eins og
Hannibal. Dugnaður og staðfesta
verður aðall eiginkvenna slíkra
manna, drengskapur og hlýtt við-
mót dagfarið.
Yngsti sonurinn á heimilinu helg-
aði sig stjómmálum. Jón Baldvin
varð formaður Alþýðufiokksins,
eins og faðir hans hafði verið, og
nú vissi Sólveig aftur, að Alþýðu-
flokkurinn hefði áhuga á pólitík.
Sonurinn varð þjóðhetja í mörgum
löndum og lét ekki hótanir eða
skriðdreka alræðisins stöðva sig
frekar en Jeltsín, Rússlandsforseti.
Sáu menn svipmikil vestfirsk fjöll
í traustri skapgerð og göfuglyndi
elskandi móður.
Gömlu stórveldin í Evrópu
ákváðu líka að hætta að hatast og
fara að vinna saman. Þrátt fyrir
tvær heimstyijaidir á öldinni var
hið evrópska efnahagssvæði stofn-
að um frið og framfarir. Hverj'ir
gáfu tóninn á stofnfundum? Delors,
— faðir Evrópusambandsins, gest-
gjafinn, utanríkisráðherra Portúgal
og sonur Sólveigar, íslenski utan-
ríkisráðherrann, Jón Baldvin
Hannibalsson, talsmaður EFTA-
ríkjanna.
Islendingar hafa átt sínar stóm
stundir á alþjóðavettvangi, sem
eðlilegt er. Upplag þjóðarinnar,
saga og menning lýtur svo ákveðið
í þá átt. Stofnun EES er vissulega
ein þessara stóm stunda. Forustu-
hlutverk Jóns Baldvins þar sannar
það, eins og svo margt annað, að
smæð og fámenni þjóðar skiptir
engu máli, þegar hæfileikar, dugn-
aður, kjarkur, agi og góður hugur
einstaklingsins eru til staðar. Þá
hrynja múrarnir og landamærin
eins og óttinn og efasemdirnar í
æsku sem ást og umhyggja góðra
foreidra blæs útí buskann.
Ég votta börnunum, barnabörn-
unum, ættingjum og vinum öllum
mína dýpstu samúð. Sólveigu þakka
ég fögur orð og stuðning. Algóður
Guð, ástar og gleði, taki hana sér
að hjarta og veiti henni sinn frið.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Sunnudaginn 11. maí sl. lést á
Landspítalanum Sólveig Ólafsdótt-
ir, ekkja stjórnmálaskörungsins
Hannibals Valdimarssonar. Sólveig
fæddist að Strandseljum við Isa-
fjarðardjúp árið 1904 og var á 94.
aldursári þegar hún lést. Hún
stundaði nám við Núpsskóla í Dýra-
firði, sem var fræðasetur vestfir-
skra ungmenna þá og lengi síðan
og að dvölinni þar lokinni við
Kvennaskólann á Blönduósi. Þrítug
að aldri stofnaði Sólveig heimili á
ísafirði með Hannibal Valdimars-
syni, síðar alþingismanni og ráð-
herra. Þá strax gerðist hún virkur
þátttakandi í verkalýðs- og stjórn-
málabaráttu mannsins síns og var
ávallt síðan manni sínum, heimili
og börnum skjól og vörn.
Verkalýðs- og stjórnmálaátökin
á þessum árum voru svo hatrömm
og persónuleg, að fáir af yngri kyn-
slóðum fá ímyndað sér. Verkalýðs-
og stjórnmálaforingjar eins og
Hannibal voru skotspónar, dýrkaðir
af fylgismönnum og hataðir af and-
stæðingum. Atökin voru ekki aðeins
við andstæðinga í öðrum herbúðum
heldur einnig við suma þeirra, sem
samheijar áttu að teljast; enda riðu
þá húsum jafnhliða átökunum við
pólitíska andstæðinga og atvinnu-
rekendavaldið alvarleg innanmein
og uppgjör í röðum samtaka launa-
fólks og jafnaðarmanna. Sú heift-
rækni og óvild, sem fylgdi þessum
átökum, beindist ekki bara gegn
þeim einstaklingum, sem áttust við,
heldur líka fjölskyldum þeirra.
Heimili Hannibals og Sólveigar
fór ekki varhluta af því. Meðan
Hannibal háði orrustur sínar á hin-
um haslaða velli kom það í hlut
Sólveigar að veija heimavígstöðv-
arnar. Það hlutverk rækti hún af
mikilli alúð. Gamall ísfírðingur og
baráttufélagi Hannibais sagði um
Sólveigu, þegar ég spurði hvað hon-
um kæmi fyrst í hug, þegar á hana
væri minnst: „Hún var mikil móð-
ir.“ Það mun ekki ofmælt. Sá sonur
hennar, sem ég er kunnugastur, bar
fyrir henni mikla virðingu og ástúð.
Sama mun einnig vera að segja um
hin börnin. Það mun ekki hafa ver-
ið að ástæðulausu. Hannibal hafði
marga og góða kosti, en hann var
mikið fjarvistum frá fjölskyldunni
starfa sinna vegna og hvorki safn-
aði hann skotsilfri né eignum á ferli
sínum. Það var því fremur Sólveig
en hann, sem sá um upþeldi barn-
anna og fjölskyldulífíð og hafði oft
ekki úr þeim efnum að spila, sem
mölur og ryð fá grandað.
Þó vettvangur Sólveigar væri
fyrst og fremst heimilið og varð-
staða um velferð íjöskyldunnar
skoraðist hún ekki undan því að
ganga fram fyrir skjöldu, þegar hún
taldi að þess þyrfti við. Hún var
virk í starfi Alþýðuflokksins á
Isafirði og gegndi m.a. formennsku
í Kvenfélagi Alþýðuflokksins þar.
Til stuðnings við mann sinn og
málstað hans tókst hún það verk á
hendur að bjóða sig fram gegn bróð-
ur sínum, Friðfinni, í Norður-ísa-
fjarðarsýslu í átakakosningunum
1956, þegar Hannibal hafði horfið
úr Alþýðuflokknum og gerst forvíg-
ismaður kosningabandalags undir
nafninu Alþýðubandalagið. Ekki
mun Sólveig hafa gengið glöð til
þess leiks, enda segja mér fróðir
menn, að ekki muni hún hafa verið
allskostar sátt við þá atburðarás,
sem á undan var gengin - enda
ef til vill ekki vitað nákvæmlega
um öll málsatvik. En eiginmaðurinn
þurfti á stuðningi hennar að halda
og honum brást hún aldrei.
Sólveig Ólafsdóttir var vel gefin
skýrleikskona, glaðsinna og kát
eins og ættmenni hennar eru orð-
lögð fyrir. Hún átti ýmsum erfið-
leikum að mæta á lífsleiðinni, en
lét þá aldrei buga sig. Tók því með
æðruleysi, sem að höndum bar. Það
hefur vart verið tilhlökkunarefni
fyrir konu á fullorðinsaldri að
hverfa úr þeirri hringiðu mannlífs-
ins, sem hafði svo lengi verið hlut-
skipti hennar og hennar fólks, í
fásinnið í einangraðri sveit vestur
í Selárdal. Draumur Hannibals við
verkalok var að endurreisa það
gamla höfuðból til vegs og virðing-
ar; stunda þaðan útræði, yrkja jörð-
ina og uppfræða æskulýð í róman-
tískum anda hins gamla sveitasam-
félags í dögun upplýsingaaldar. Sá
draumur gat aldrei ræst, enda and-
stæður öllum þeim breytingum, sem
þjóðmálabarátta Hannibals og sam-
ferðamanna hans hafði fengið áork-
að.
Eftir andlát Hannibals Valdi-
marssonar bjó Sólveig að sínu hér
í Reykjavík og gat nú varið öllum
sínum tíma í samfélagi við börn sín
og barnabörn, sem henni var svo
umhugað um. Oft gerast þau atvik
í mannsævinni, sem á óvænt koma.
Fáir myndu hafa spáð því, að yngsti
sonur þeirra Sólveigar og Hannib-
als ætti eftir að verða setjast í
sæti föður síns sem formaður Al-
þýðuflokksins - Jafnaðarmanna-
flokks íslands og sitja í þeim stóli
næstlengst allra þeirra manna, sem
gegnt hafa þar formennsku frá
upphafi. En svo varð nú samt og
Sólveig varð aftur þátttakandi í lífi
og starfi annars glæsilegs stjórn-
málaforingja, sem stríð hefur jafn-
an staðið um.
Nú eru leiðarlok. Eftir aðsvif,
sem Sólveig fékk á heimili sínu, lá
leiðin á Landspítalann og þar lauk
lífi hennar eftir fárra daga sjúkra-
húsvist. Hún fékk hægt andlát.
Flokkurinn hennar gamli, Alþýðu-
flokkurinn, sendir henni kveðjur og
þakkir. Ég ber henni líka kveðjur
frá gömlum vinum_ og samferða-
mönnum vestan af ísafirði.
Börnum hennar, barnabörnum
og barnabarnabörnum sendum við
einlægar samúðarkveðjur. Hún var
ykkur öllum mikil móðir.
Sighvatur Björgvinsson,
form. Alþýðuflokksins -
Jafnaðarmannaflokks
Islands.
Skilafrestur
minningargreina
Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags:
og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í
miðvikudags-, fímmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar-
dag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að út-
för hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
+
Ástkær maðurinn minn,
HJÁLMAR GUNNAR STEINDÓRSSON,
Hvassaleiti 6,
varð bráðkvaddur laugardaginn 17. maí.
Rannveig Magnúsdóttir
frá Völlum.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir amma og
langamma,
BJÖRG ELLINGSEN,
Njörvasundi 32,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtu-
daginn 22. maí kl. 10.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem
vildu minnast hennar, er bent á Parkinson-samtökin á Islandi.
Erna Ragnarsdóttir,
Auður Ragnarsdóttir, Davíð Helgason
Jón Óttar Ragnarsson, Margrét Hrafnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.