Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
132. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR14. JÚNÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Árangur en ekki samkomuiag á EMU-fundi
Frakkar sagðir
hverg’i vilja hvika
Poitiers. Reuter.
LEIÐTOGAR Frakklands og
Þýskalands náðu árangri en
komust ekki að endanlegu sam-
komulagi í gær um samræmingu á
stefnu, hagvöxt og atvinnumál í
ríkjum Evrópusambandsins, sem
miðar að því að sameiginlegur
gjaldmiðill sambandsríkjanna,
evró, verði tekinn í notkun á tilsett-
um tíma.
Að sögn embættismanna varð
þetta niðurstaðan á fundi Jacques
Chiracs, Frakklandsforseta, Lion-
els Jospins, forsætisráðherra
Frakklands, og Helmuts Kohls,
kanslara Þýskalands, í borginni
Poitiers í Frakklandi í gær.
Fundurinn miðaði að því að finna
sameiginlegan grundvöll að stöðug-
leikasáttmála Efnahags- og mynt-
bandalags Evrópusambandsins,
EMU, til þess að fullgilda mætti
hann á leiðtogafundi sambandsins í
Amsterdam í byrjun næstu viku.
Frakkar vilja að aukin áhersla
verði lögð á hagvöxt og aðgerðir
gegn atvinnuleysi. Stöðugleikasátt-
málinn kveður á um efnahagsskuld-
bindingar aðildarríkjanna og refs-
ingar sé ekki staðið við þær.
Hagfræðingar segja að þótt ekki
sé alveg útilokað að samkomulag
náist í Amsterdam séu horfurnar
ekki góðar í ljósi þess sem þegar
hefur orðið. Eric Chaney, hagfræð-
ingur hjá fjárfestingafyrirtækinu
Morgan Stanley, sagði að sér hefði
virst sem Jospin hygðist hvergi
hvika.
„Ekkert af því sem [Dominique]
Strauss-Kahn [fjármálaráðherra
Frakklands] eða Jospin sögðu benti
sérstaklega til þess að þeir hefðu í
hyggju að breyta afsöðu sinni. Þeir
standa fast á sínu,“ sagði Iain
Lindsay, sérfræðingur í verðbréfa-
viðskiptum hjá franska bankanum
Credit Lyonnais.
[ 'II Knlájfrr |HL ' gúvjr
- i
Reuter
FRANSKIR göngumenn fögnuðu komu sinni til Amsterdam í gær, en með göngunni vilja þeir vekja athygli á
bágu atvinnuástandi og óöryggi á atvinnumarkaði í Evrópu. Vonast þeir eftir því að hátt í 20 þúsund manns
frá öllum Evrópusambandsríkjunum komi saman til mótmæla í borginni um helgina og hvetji stjórnvöld til að
sýna hlutskipti vinnandi fólks meiri athygli.
Frakkar og Þjóðverjar á öndverðum meiði við Bandaríkjamenn um stækkun NATO
Kohl og Chirac styðja inn-
göngu Rúmena og Slóvena
Bonn, Washington, Poitiers, Brussel. Reuter.
Ekki
haggað
Reuter
ÁSTRALSKIR skólapiltar fá ekki
haggað hinum tröllaukna japanska
súmókappa Konishiki á skemmti-
svningu, sem haldin var í Sydney í
Ástralíu í gær en þar stendur fyrir
dyrum stórmót í súmógh'mu með
þátttöku 40 súmókappa frá Japan.
JACQUES Chirac, forseti Frakk-
lands, og Helmut Kohl, kanslari
Þýskalands, sögðu í gær að þeir
vildu að Rúmenum og Slóvenum
yrði boðin innganga í Atlantshafs-
bandalagið (NATO) í upphafi
stækkunar bandalagsins þrátt fyr-
ir mótbárur Bandaríkjamanna.
Afstaða Chiracs og Kohls geng-
ur þvert á yfirlýsingu Bandaríkja-
manna á fimmtudag um að þeir
vildu aðeins hleypa þremur fyrr-
verandi Varsjárbandalagsríkjum,
Tékklandi, Ungverjalandi og Pól-
landi, inn í NATO í íyrstu.
Chirac sagði á blaðamannafundi
að Frakkar myndu „vissulega
styðja umsókn Rúmeníu" þrátt fyr-
ir afstöðu Bandaríkjamanna.
„Það er enginn vafi um inngöngu
landanna þriggja," sagði Kohl. „Nú
er umræða um það hvort þrjú eða
fimm ríki komist að, þar á meðal
Rúmenía og Slóvenía “
Kohl vill skýr boð
Kvaðst kanslarinn vilja að öllum
ríkjunum fimm yrði gefið skýrt til
kynna á leiðtogafundi NATO í Ma-
dríd í júlí að þau væru hluti af þró-
un bandalagsins.
ítalar ítrekuðu í gær að þeir
styddu að Rúmenar og Slóvenar
gengju í NATO og sögðu að núver-
andi aðildarríki NATO yrðu að
taka einróma ákvörðun um málið.
Rúmenar og Slóvenar eru ekki
ánægðir með yfirlýsingu Banda-
ríkjamanna. Rúmenar reyndu að
líta á björtu hliðarnar og sagði fjár-
málaráðherra landsins, Mircea
Ciumara, að þótt þetta væru von-
brigði myndu Rúmenar að minnsta
kosti spara peninga.
Ivo Vajgl, aðstoðarutanríkisráð-
herra Slóveníu, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að Slóvenar
litu svo á sem ákvörðun hefði ekki
verið tekin um fjölda ríkja, sem
boðin yrði innganga í Madríd, og
lagði áherslu á að Slóvenía upp-
fyllti öll skilyrði um fjárhagsstöðu
og lýðræðisþróun. „Eg vona að við
verðum með í fyrstu umferð," sagði
hann og kvaðst vita af stuðningi á
Bandaríkjaþingi og í Bandaríkja-
stjórn.
Albright nefnir Lettland
í næstu atrennu
Rúmenar og Slóvenar eru ekki
einir um að reka áróður fyrir því að
verða veitt innganga í NATO um
þessar mundir. Eystrasaltsríkin
hafa einnig verið ötul og í gær lýsti
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, yfir því að
miklar líkur væru á því að þeim
yrðiveitt innganga þegar hugað
yrði að frekari stækkun NATO eft-
ir að hafa átt fund með Valdis
Birkavs, utanríkisráðherra Lett-
lands, í Washington. Rússar hafa
lagt áherslu á að Eystrasaltsríkj-
unum verði ekki veitt innganga í
NATO.
Bandaríkjamenn sögðu í gær að
ákvörðunin um að segja að aðeins
þremur ríkjum yrði veitt innganga
væri sprottin af vaxandi andstöðu í
röðum repúblikana, sem eru í
meirihluta á Bandaríkjaþingi, við
að stækka NATO af ótta við kostn-
að.
Pol Pot sagð-
ur hafa flúið
Phnom Penh. Reuter.
POL Pot, leiðtogi Rauðu kmeranna í
Kambódíu, myrti yfirmann skæru-
liða maóistahreyfingarinnar og ell-
efu ættingja hans áður en hann flúði
síðasta vígi hreyfmgarinnar, að sögn
annars af forsætisráðherrum lands-
ins, Norodoms Ranariddhs, í gær.
Hann sagði að Pol Pot hefði einnig
tekið annan af forystumönnum
Rauðu kmeranna í gíslingu.
Forsætisráðherrann sagði að
stuðningsmenn leiðtogans illræmda
hefðu þurft að bera hann á flóttanum
vegna þess að hann væri of veikur til
að ganga greitt. Pol Pot er 69 ára
gamall og talið er að hann sé haldinn
malaríu.
„Pol Pot hafði sakað Son Sen [yfir-
mann skæruliðasveitanna] um að
hafa gengið til liðs við Hun Sen, ann-
an forsætisráðherra. Hinn 10. þessa
mánaðar myrti hann síðan Son Sen
og ellefu ættingja hans á mjög
grimmilegan hátt, skaut þá og ók
síðan yfir líkin á vörubíl," sagði
Ranariddh.
Pol Pot flúði síðan ásamt stuðn-
ingsmönnum sínum í frumskóg ná-
lægt vígi Rauðu kmeranna í Anlong
Veng í norðurhluta landsins og held-
ur Khieu Samphan, öðrum leiðtoga
hreyfingarinnar, í gíslingu, að sögn
forsætisráðherrans.
Ekki er vitað hvert Pol Pot fór.
Yfirvöld í Kambódíu og Tælandi hafa
lokað landamærum ríkjanna til að
hindra að hann komist undan. Tæ-
lenska stjórnin lofaði að aðstoða
Kambódíumenn við að hafa hendur í
hári hans. Fyrr í vikunni voru sögu-
sagnir um að hann væri þegar kom-
inn til Tælands á leið í útlegð i Kína.
Pol Pot er á meðal illræmdustu
manna aldarinnar og var við völd í
Kambódíu 1975-79 þegar harð-
stjórn og kúgun Rauðu kmeranna
varð rúmlega milljón manna að bana.
Áður hafði verið skýrt frá því að
klofningur hefði komið upp meðal
leiðtoga Rauðu kmeranna. Til átaka
kom í Anlong Veng í gær milli 200
harðlínumanna, sem styðja Pol Pot,
og hartnær 2.000 annarra skæruliða
sem taldir eru hafa gengið til liðs við
stjórnarherinn.
Maóistahreyfingin tók að leysast
upp í ágúst þegar einn af forystu-
mönnum hennar, Teng Sary, sagði
skilið við Pol Pot og friðmæltist við
stjórnina. Síðan hafa þúsundir
skæruliða gengið til liðs við stjórnar-
herinn.
Dæmdur
til dauða
Denver. Reuter.
TIMOTHY McVeigh, fyrrver-
andi hermaður, var dæmdur til
dauða í gærkvöldi fyrir
sprengjutilræði í stjórnsýslu-
byggingu í miðborg Oklahoma-
borgar 19. apríl 1995.
Það tók kviðdóm 11 klukku-
stundir að komast að niðurstöðu.
Alls vai-ð McVeigh 168 manns að
bana í sprengjutilræðinu og
rúmlega 500 slösuðust, en við
réttarhöldin var hann einungis
sóttur til saka fyrir morð á 11
fórnarlambanna.