Morgunblaðið - 14.06.1997, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NATS gerir hættumat við Reykjavíkurflugvöll
Lítil hætta af flug-
umferð við völlinn
AÐ MATI National Air Traffic
Services Ltd. (NATS) stafar byggð
við Reykjavíkurflugvöll lítil hætta
af flugumferð við völlinn. Áhættan
er vel innan þeirra marka, sem
miðað er við á öðrum sviðum þjóð-
lífsins.
Ekkert tilefni er til að rýma
byggingar við flugvöllinn eða
breyta nýtingu þeirra. Þá fylgir
lítil áhætta notkun svokallaðrar
NA/SV flugbrautar.
Mat NATS er byggt á gögnum
um flugumferð um Reykjavíkur-
flugvöll árið 1996. Tvö líkön eru
notuð við gerð áhættumatsins,
bandarískt og breskt, en breska
líkanið byggist m.a. á rannsóknum
á 464 flugslysum sem urðu við
flugvelli i þróuðum löndum á árun-
um 1970-1995. Tekið er tillit til
stærðar og gerða flugvélanna sem
fara um Reykjavíkurflugvöll.
Heildarflugumferð um Reykja-
víkurflugvöll er skipt eftir notkun-
arhlutfalli hverrar flugbrautar fyr-
ir sig og þá einnig eftir hlutfalli
lendinga og flugtaka fyrir viðkom-
andi braut. Auk þess er hlutfall
véla yfir 4 tonnum á móti vélum
undir 4 tonnum fundið fyrir hveija
braut. Með þessu móti er tekið
tillit til þeirra takmarkana sem eru
á notkun norðaustur/suðvestur
flugbrautarinnar. Þetta er gert á
grundvelli gagna um notkunar-
hlutfall flugbrauta á tímabilinu
apríl 1996 til janúar 1997.
Beðið var um mat á líkum á
því að maður léti lífið á jörðu niðri
miðað við líkindamörkin 1:10.000,
1:100.000 og 1:1.000.000. í ljós
kom að hvergi við flugvöllinn er
áhættan það mikil að hún næði
til 1:10.000 markanna, en sterk
rök eru talin fyrir því að tæma
hús eða svæði sem notuð eru mik-
inn hluta dagsins ef þau eru innan
þessara marka. Þess vegna var
NATS beðið að reikna í staðinn
út 2:10.000, en það eru þau mörk
sem skilgreind eru í snjóflóðamati
Veðurstofu íslands sem viðunandi
áhætta af völdum snjóflóða. Nokk-
ur hús syðst í Kópavogi og óbyggð
svæði í miðbænum og við Suður-
götu falla undir þessi mörk. Þess
ber að geta að dánarlíkur vegna
slysa í umferð á vegum eru
8:10.000 eða ijórum sinnum hærri
en viðunandi áhætta af völdum
snjóflóða.
Ahættusvæði uppa
1:1 000 000
Ahættusvæði uppa
1:100000
Þungt hald-
inn eftir
umferðarslys
UMFERÐARSLYS varð á Höfn á
Hornafírði um sexleytið í gærkvöldi
þegar 10 ára drengur á reiðhjóli lenti
á vörubíl.
Drengurinn lærbrotnaði og hlaut
höfuðhögg og kviðáverka. Hann var
fluttur með sjúkraþyrlu á Sjúkrahús
Reykjavíkur og var án meðvitundar
um ellefuleytið í gærkvöldi. Hann
var talinn alvarlega slasaður, en
ekki í lífshættu.
Slysið átti sér stað á Hafnar-
braut. Drengurinn lenti á hjólbretti
við afturdekk vörubílsins, kastaðist
frá bílnum og missti meðvitund á
slysstað. Vörubíllinn var á mjög
hægri ferð þegar slysið átti sér stað.
------------------
Fyrsta um-
ferðaróhappið
í göngunum
ÖLVAÐIR menn á bíl keyrðu ofan
í Hvalíjarðargöngin að norðanverðu
í gærmorgun. Þegar þeir voru
komnir um 150 metra ofan í göng-
in lentu þeir ofan í frárennslis-
skurði sem grafinn er meðfram
veggjunum til að hleypa burt vatni.
Bíllinn sat fastur þar.
Þá tóku þeir vinnuvél traustataki
og ætluðu að losa bílinn, en hún
lenti ofan í skurði líka. Starfsmenn
komu að þeim, stoppuðu þá af og
hringdu á lögregluna. Þetta er
fyrsta umferðaróhappið í göngun-
um, samkvæmt upplýsingum lög-
reglu, og varð engum meint af.
Hæsta lokaeinkunn úr hagfræðiskor HI frá upphafi
Gat valið úr tilboðum
um framhaldsnám
GAUTI Bergþöruson Eggerts-
son útskrifast úr Háskóla ís-
lands 17. júní nk. og verður
fyrstur nemenda til að útskrif-
ast úr hagfræðiskori með ágæt-
iseinkunn.
Gauti fékk 9,11 lokaeinkunn.
Hann hefur fengið tilboð um
doktorsnám frá mörgum virt-
um háskólum í Bandaríkjunum
eins og Yale, Duke, MIT, Col-
umbia og Johns Hopkins. Hann
kaus Princeton. „Mér skilst að
fimm háskólar séu hæst metnir
í hagfræðinámi í Bandaríkjun-
um,“ segir Gauti.
„Princeton reyndist vera
besti kosturinn í alþjóðahag-
fræði sem ég ætla að sérhæfa
mig í. Það var því ekkert sér-
lega erfitt að ákveða sig. Það
hafði að sjálfsögðu líka mikil
áhrif að ég þarf ekki að reiða
fram 1,7 milljón á ári í skóla-
gjöld og að mér var boðinn
framfærslulífeyrir að auki. Á
síðari stigum býðst mér svo að
aðstoða við kennslu."
Lausnir að finna
í hagstjórn
Gauti segir að áhugi sinn á
hagfræði hafi kviknað strax í
menntaskóla: „Hagfræðin glím-
ir við spurningar sem skipta
máli. Hvernig stendur til dæmis
á því að sumar þjóðir búa við
allsnægtir en aðrar við ör-
birgð? Ég fylli ekki hóp þeirra
sem trúa því að okkur líði svona
vel því að öðrum líði illa. Gróði
eins þarf ekki að vera á kostn-
að annars. Ef til vill felst svar-
ið að hluta til í rangri umgjörð
efnahagslífsins í fátækari ríkj-
um og litlu athafnafrelsi.
Kannski hefur hagfræðin ein-
hver svör við spurningum af
þessu tagi, þótt ég ætli mér nú
ekki að frelsa heiminn." Hann
hlær og bætir við: „Að minnsta
kosti ekki einn míns liðs.“
Næst er það heimspekin
Þegar Gauti er spurður að
því hvað hann ætli að taka sér
fyrir hendur að loknu doktors-
GAUTI Bergþóruson Eggertsson segir áhugann
á hagfræði hafa kviknað í menntaskóla.
námi brosir hann út í annað.
„Ef farið verður að niðurstöð-
um lokaritgerðar minnar vill
reyndar svo óheppilega til að
hugsanlegum framtíðarvinnu-
stöðum mínum á íslandi fækkar
úr þremur í tvo,“ segir hann.
„I ritgerðinni reyni ég að
meta kosti og galla þess að ís-
lendingar verði með í samevr-
ópusku myntinni, evró, og sýn-
ist kostirnir vega þyngra. Mun
minna hlutverk stæði þá eftir
fyrir íslenskan seðlabanka og
litla vinnu þar að fá. Þá eru
aðeins Þjóðahagsstofnun og
Háskólinn eftir. En auðvitað
veit maður aldrei hvað verður.
Ég reikna reyndar með að ég
ílengist erlendis.“
Sextíu ára flugsaga
OPNUÐ verður í Perlunni í dag sýningin „60 ára samfelld sókn til
framfara" þar sem Flugleiðir kynna atriði úr sögu félagsins og fyrir-
rennara þess. Verður hún opin milli klukkan 14 og 18 til 17. júní.
Á myndinni er Stinson Reliant, flugvél sömu gerðar og Loftleiðir
notuðu á fyrstu árunum.
Þýskt fhigfélag með vikuiegt flug til Islands
Samkeppni harðnar á
Þýskalandsmarkaði
ÞYSKA flugfélagið Aerolloyd verð-
ur með vikulegar ferðir til íslands
í sumar og lendir fyrsta vélin á
Keflavíkurflugvelli í kvöld. Aerollo-
yd sérhæfir sig í leiguflugi og er
það þýska ferðaskrifstofan Arktis
Reisen Schehle, þ.e. ARS, sem
stendur fyrir þessum ferðum.
Aerolloyd er fjórða flugfélagið
sem býður upp á ferðir á þessari
leið. Hin eru LTU, Atlanta og Flug-
leiðir. ARS er einn af stærstu
ferðaheildsölum fyrir Island á
þýska markaðnum. Vestfjarðaleið
er umboðsaðili ferðaskrifstofunnar
hérlendis. Sævar Skaptason hjá
Vestfjarðaleið segir að ástæðan
fyrir því að ARS hafi farið út í
eigið leiguflug í sumar hafi verið
sú að þannig gæti ferðaskrifstofan
styrkt stöðu sína á þýska markaðn-
um, verið óháð og boðið upp á
hagstæðari verð. Einnig sé hag-
kvæmara að bjóða upp á ferðir
með einu flugfélagi en að dreifa
þeim á mörg.
Hann vill þó taka fram að ARS
muni fljúga töluvert með Flugleið-
um utanlands og eins með Flugfé-
lagi íslands innanlands. Þá muni
ARS ekki einvörðungu bjóða upp
á ferðir með Vestfjarðaleið heldur
einnig öðrum ferðaskrifstofum í
umboðssölu. Vestfjarðaleið mun
sjá um sölu á uppfyllingarsætum
í ferðir til Frankfurt.
i:
i
I
I
:
l
I
I
!
li