Morgunblaðið - 14.06.1997, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
ERLENT
Morgunblaðið/Þorkell
FYRSTU þrír nemendurair sem útskrifast sem meistarar í sjávarútvegsfræðum frá Háskóla Is-
lands era Sigurður Pétursson, Björn Knútsson og Gunnar Ólafur Haraldsson.
Háskóli íslands útskrifar
meistara í sjávarút-
vegsfræðum í fyrsta sinn
MEÐAL þeirra nemenda, sem útskrif-
ast frá Háskóla íslands þann 17. júní
næstkomandi, verða fyrstu þrír nem-
endumir sem útskrifast með meist-
aragráðu í sjávarútvegsfræðum frá
skólanum. Nemendumir, tveir líffræð-
ingar og einn hagfræðingur, hófu
M.Sc.nám í sjávarútvegsfræðum árin
1994 og 1995 og eins og við er að
búast endurspegla rannsóknarverk-
efnin bakgrunn þeirra og áhugasvið.
Sigurður Pétursson, líffræðing-
ur, rannsakaði hvernig auka má
verðmæti flatfisks með því að ala
hann áfram eftir veiði og flytja lif-
andi á markað. Meistararitgerð
Bjöms Knútssonar, líffræðings,
fjallar um arðsemi mismunandi eld-
isaðferða á þorski, kvíaeldis,
strandeldis og fjarðaeldis. Gunnar
Ólafur Haraldsson, hagfræðingur,
rannsakaði kostnaðarföll fyrir ís-
lensk fyrirtæki í frystingu, söltun
og mjölvinnslu og ályktaði um ýmis
hagræn einkenni framleiðslunnar.
Verkefnin ráðast af
áhugasviði nemenda
Meistaranám í sjávarútvegsfræð-
um er tveggja ára, 60 eininga,
þverfaglegt nám, sem að hálfu er
fólgið í námskeiðum en að hálfu í
rannsóknarverkefni, sem nemandinn
vinnur undir handleiðslu eins eða
fleiri kennara. Námskeiðin eru ýmist
sérhönnuð fyrir meistaranámið eða
kennd við ýmsar deildir Háskólans,
svo sem í tengslum við verkfræði,
líffræði, hagfræði, viðskiptafræði,
félagsfræði og lögfræði. Hægt er að
bæta við námskeiðum úr fleiri deild-
um ef áhugi nemanda spannar víðara
svið en hér er talið. Rannsóknarverk-
efnin krefjast að minnsta kosti árs
vinnu og ræðst hver rannsókn af
áhugasviði nemandans. Ekkert er því
til fyrirstöðu að verkefnin séu unnin
í samvinnu Háskólans við fyrirtæki
í sjávarútvegi, sem með þessu móti
geta fengið vel menntað ungt fólk
til að vinna verkefni undir leiðsögn
hæfra fræðimanna á hveiju sviði, að
sögn Guðrúnar Pétursdóttur, for-
stöðumanns Sjávarútvegsstofnunar
HÍ. Áberandi er að nám þetta höfðar
til breiðs hóps, sem sést best á því
að meðal meistaranemenda nú eru
líffræðingar, hagfræðingar, við-
skiptafræðingar, kennarar og stjórn-
málafræðingar. Þessir meistaranem-
ar hafa ýmist nýlokið fyrra háskóla-
námi eða eiga að baki margra ára
störf í sjávarútveginum.
Unnið að yfir 100
rannsóknarverkefnum
Við Háskóla íslands er ekki starf-
rækt sérstök sjávarútvegsdeild, en
fjölmargar deildir skólans sinna sjáv-
arútvegsmálum. Við HÍ er nú unnið
að meira en 100 rannsóknarverkefn-
um, sem varða hafíð, sjávarlíffræði
og fiskifræði, fískeldi, stjóm físk-
veiða, fiskihagfræði, rekstur sjávar-
útvegsfyrirtækja, þróun veiðarfæra
og fiskvinnslubúnaðar, þróun hug-
búnaðar fyrir fískveiðar og vinnslu,
hafrétt, sögu sjávarútvegs, félags-
fræði sjávarplássa og skylda þætti.
Um 40 námskeið tengd sjávarútvegi
eru kennd arlega. Endurmenntunar-
stofnun HÍ býður tveggja missera
nám í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja,
sem er sérstaklega sniðið að þörfum
starfandi fólks í fyrirtækjum. Fjöl-
margir nemendur, m.a. utan af landi,
hafa sótt þetta námskeið með góðum
árangri á undanfömum ánim.
Sjávarútvegsstofnun HÍ er sam-
nefnari fyrir starfsemi Háskólans á
sviðum sjávarútvegs. Stofnunin
stuðlar að samstarfí aðila innan skól-
ans og einnig að samstarfí skólans
út á við. Hún stofnar til og samhæf-
ir rannsóknarverkefni, tekur þátt í
gerð styrkumsókna innanlands og
utan, stuðlar að og tekur þátt í al-
þjóðlegu samstarfí, stendur fyrir
ráðstefnum og fundum og gefur út
bækur og rit. Að auki hefur Sjávar-
útvegsstofnun umsjón með meist-
aranámi í sjávarútvegsfræðum.
Kom Rússum til bjargar
Signrgeir Pétursson, skipstjóri, aðstoðaði rússneska
snekkju suðvestur af Perth í Ástralíu
ÁSTRALSKI togarinn Austral Le-
ader, sem gerður er út frá Perth,
kom rússneskri lystisnekkju til
bjargar eftir að hafa fengið neyðar-
kall frá höfuðstöðvum Slysavarna-
félags Ástrala um að snekkjan væri
stödd í nauðum, þann 28. maí síðast-
liðinn. Togarinn, sem er 86 metra
langur, var að veiðum nærri Heard
Island, um 4.100 km suðvestur af
Perth í Ástralíu, þegar kallið kom.
Þetta væri ekki í frásögur færandi
nema fyrir það að á ástralska togar-
anum er skipstjórinn íslenskur, Sig-
urgeir Pétursson, 31 árs að aldri,
sem hefur um árabil verið búsettur
í Hamilton á Nýja Sjálandi.
Nýtt stýri smíðað
Snekkjan, sem ber nafnið Apostle
Andrew, er 22 tonna og tveggja
mastra og hafði sex manns innan-
borðs þegar Austral Leader kom til
hjálpar um 3.000 km suðvestur af
Fremantle, en á sömu slóðum var
tveimur mönnum á skútu, Englend-
ingi og Frakka, bjargað í janúar sl.
Stýri rússnesku skútunnar hafði
brotnað í vonskuveðri.
í viðtali við dagblaðið The West
Australian daginn eftir óhappið,
sagði Sigurgeir að björgunarbátur
hefði verið settur út og tveir menn
úr áhöfn sinni hefðu farið frá togar-
anum yfír í snekkjuna til að meta
aðstæður. Þeir komust brátt að því
að stýrisblaðið vantaði og sneru aft-
ur um borð í togarann með þá hluti
úr stýrisbúnaðinum sem eftir voru
og rússneskan skipstjóra skútunnar.
Áhöfn togarans vann svo fram á
nótt við það að smíða nýtt stýri á
skútuna, sem sigldi að því búnu rak-
leiðis til Fremantle. Af þessum sök-
um tafðist togarinn um tvo sólar-
hringa frá veiðum.
Ævintýraklúbbur frá Morskvu
Að sögn Sigurgeirs virtist sem létt-
ur andi ríkti í hópi áhafnarmeðlima
skútunnar þrátt fyrir að þeir hafi átt
í brösum með búnaðinn síðustu tvær
vikurnar. Apostle Andrew var á leið
til Sydney frá Suður-Afríku og mun
snekkjan vera i eigu ævintýraklúbbs
í Moskvu sem sér m.a. um að skipu-
leggja ferðir fyrir fatlaða.
Sigurgeir og áhöfn hans bárust
hlýjar kveðjur og þakkir fyrir veitta
aðstoð frá rússneska sendiráðinu í
Canberra í Ástralíu svo og frá Slysa-
varnafélaginu í Vladivostok,
heimabæ skútunnar.
Allt bendir til að Tudjman vinni
sigur í forsetakosningum í Króatíu
Asakanir um
misnotkun á rík-
isfj ölmiðlunum
Zagreb. Reuter.
FRANJO Tudjman, forseti Króatíu,
heyr nú sína síðustu kosningabar-
áttu og búist er við að hann vinni
öruggan sigur í forsetakosningum
sem fara fram í landinu á morgun.
Telja fréttaskýrendur að kjósendur
muni veita Tudjman afgerandi um-
boð til að halda áfram að tengja
Króatíu Vesturlöndum og kveða
endanlega niður kommúníska for-
tíðardrauga úr tíð Júgóslavíu, sem
Króatía var hluti af.
Tudjman etur einnig kappi við
tímann vilji hann komast á spjöld
sögunnar sem maðurinn sem gerði
Króatíu að vestrænu ríki. Fregnir
herma að hann sé veikur, htjáður
af krabbameini og ekki líklegt að
honum muni endast aldur til að
ljúka kjörtímabilinu.
Þrýstingur frá
Bandaríkjamönnum
Á Vesturlöndum er litið til Tudj-
mans sem lykilmanns við að koma
á friði í fyrrum Júgóslavíu, en ólík-
legt er að hann fái mikinn frið til
að njóta sigursins, sem hann þykir
eiga vísan. Hann þarf þá að vega
og meta hvort tillit skuli tekið til
þess sem ráðamenn á Vesturlönd-
um vilja eða hvort hann verði að
einbeita sér að því að sannfæra
þjóð sína, sem enn finnur fyrir
áhrifum stríðsins sem var, um að
allt horfi til betri vegar.
Bandaríkjamenn og bandamenn
þeirra hafa undanfarið beitt Króa-
tíu miklum þrýstingi og ekki líklegt
að honum létti fyrr en Tudjman
bætir ráðs sitt í mannréttindamál-
um og sleppir klónum af fjölmiðlum
í landinu.
Eyja nú von-
lausa baráttu
Andstæðingar hans í forseta-
kosningunum, sem báðir hafa orðið
fyrir árásum og verið áreittir í kosn-
ingabaráttunni, eyja nú vonlausa
baráttu, að því er stjórnmálaskýr-
endur fullyrða, og eiga enga mögu-
leika á að velta Tudjman úr sessi.
Þeir hafa kvartað yfir því að
Tudjman hafi afgerandi aðgang að
ríkissjónvarpinu, sem er helsta
fréttalind flestra Króata, og einnig
yfir hlutdrægni kjörstjórnarinnar.
Vlado Gotovac, frambjóðandi
Frjálslynda flokksins, fór fram á
að kosningunum yrði frestað eftir
að á hann var ráðist á framboðs-
fundi og hann þurfti að hætta bar-
áttunni, en beiðni hans var synjað.
Zdravko Tomac, frambjóðandi
Sósíaldemókrata, sem er flokkur
fyrrum kommúnista, var eini fram-
bjóðandinn sem ekki fékk að ávarpa
útifund á aðaltorgi Zagreb. „Ég nýt
því ekki jafnréttis á við aðra fram-
bjóðendur,“ sagði hann við frétta-
menn.
Stjórnmálaskýrendur vænta þess
að Tudjman vinni strax í fyrstu
umferð og fái 60-70 af hundraði
atkvæða. Þetta yrði annað kjör-
tímabil hans, þótt hann hafi verið
titlaður forseti eftir að hann tók
við vöidum þegar Króatía varð sjálf-
stætt ríki 1991. Hann var síðan
opinberlega kjörinn til embættisins
í ágúst árið eftir.
Reutcr
FYRRVERANDI hermaður í Króatíu hjólar framhjá veggspjaldi
sem sýnir Tudjman baráttuglaðan.