Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ AUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 19 ERLENT Sameinuðu þjóðirnar Hávaðarifrildi á Watergate-ráðstefnu 25 ár liðin frá einu örlagarík- asta innbroti í Bandaríkjunum Mary Rob- inson fari með mann- réttindamál Washington. Reuter. HEITT var í kolunum á ráðstefnu, sem efnt var til í Washington í til- efni af því, að 25 ár eru liðin frá Watergate-hneykslinu, sem varð Richard M. Nixon, þáverandi Banda- ríkjaforseta, að falli. Á ráðstefnunni voru ýmsir, sem komu mikið við söguna á sínum tíma. Þótt þátttakendurnir, jafnt þeir, sem báru nokkra ábyrgð á Water- gate-hneykslinu, og þeir, sem sóttu þá til sektar, hafi gránað mikið í vöngum á þessum aldarfjórðungi, þá eru þeim atburðirnir svo ljóslif- andi sem hafi þeir gerst í gær. Mál- ið hófst 17. júní 1972 þegar nokkrir menn voru staðnir að innbroti í aðal- stöðvar Demókrataflokksins í Wat- ergate-hótelinu og hafði loks þær afleiðingar, að Nixon neyddist til að segja af sér rúmum tveimur árum síðar, 8. ágúst 1974. Hélt uppi vörnum fyrir Nixon Meðal kunnustu þátttakenda voru John Dean, fyrrverandi ráðgjafi Nix- ons, þá aðeins 33 ára gamall, en hann er nú bankamaður í Kaliforníu með fjárfestingar sem sérgrein; Sam Dash, aðalráðgjafi Watergate- nefndar bandarísku öldungadeildar- innar, og Leonard Garment, sem var ráðgjafi Nixons um hríð. Dash er nú prófessor við Georgetown-háskól- NIXON þegar hann tilkynnti afsögn sína. ann en Garment vinnur hjá lögfræði- stofu í Washington. Slagurinn stóð á milli þeirra Dash, sem sagði Nixon hafa gerst sekan um „glæpsamlegt athæfí", og Gar- ments, sem lýsti Nixon sem „einangr- uðum manni“, sem hefði komið mörgu góðu til leiðar fyrir þjóð sína. Hæddist hann að Dean þegar hann útskýrði hvers vegna hann hefði far- ið fram á grið fyrir sjálfan sig áður en hann vitnaði gegn forsetanum en vitnisburður hans tengdi Nixon beint við Watergate-málið. Sagði Garment, að Dean hefði þá hagað sér eins og „dæmigerður glæpamaður". Óttuðust um líf Deans Þeir Garment og Dash æptu hvor á annan þegar sá síðarnefndi sagði, að talin hefði verið ástæða til að JOHN Dean, fyrrverandi ráðgjafi Nixons. óttast, að líf Deans væri í hættu, ef Nixon og menn hans kæmust að því, að Dean ætlaði að bera vitni gegn þeim. „Þetta er yfirgengilegt," hrópaði Garment. „Nei, því miður ekki,“ hrópaði Dash á móti. „í guðanna bænum, minnumst þess, að við erum að tala um látinn mann,“ sagði Gar- ment og hótaði að yfirgefa salinn. Nokkrir blaðamenn, sem skrifuðu mikið um Watergate-málið á sínum tíma, klöppuðu fyrir því en Garment sat þó áfram undir reiðilestri Dash. „Þú vilt ekki horfast í augu við staðreyndir þessa máls og reynir að drepa þeim á dreif. Ekki veit ég hvers vegna. Þú varst ekki sekur um neitt. Hvers vegna þarftu að halda uppi vörnum fyrir Watergate?" spurði Dash og Garment svaraði lágri röddu: „Vegna þess, að hér er enginn annar til þess.“ Kenndi blaðamönnum um Á ráðstefnunni voru leiknar upp- tökur, sem Nixon lét gera og hugs- aði sem sögulegar heimildir fyrir komandi kynslóðir. Þær reyndust lokasönnunin fyrir aðild hans að hneykslinu. Heyra mátti hann kvarta óstyrkri röddu yfir blaðamönnunum, sem hundeltu hann í Watergate-mál- inu og kenndi hann því, að hann hefði ákveðið að flytja heim banda- ríska herinn í Víetnam í áföngum. „Ef það hefði ekki verið Watergate, þá hefðu þeir bara fundið eitthvað annað,“ sagði Nixon. Sameinuðu þjóðunum. Reuter. MARY Robinson, forseti írlands, var í fyrradag skipuð yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum og bað Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hana að láta af embætti forseta fyrir ág- ústlok til að taka við starfinu. Kjörtímabili hennar lýkur hins vegar ekki fyrr en 2. des- ember. Robinson er lögfræðingur og MaryRobmson, sérfræðingur í forseti Irlands. ,.,. , mannrettinda- málum og um nokkurra vikna skeið hefur verið talið víst að hún fengi starfann. Annan sagði að hún væri „framúrskarandi leiðtogi" og mundi fylla starfið móði. Þakkaði traustið Robinson, sem er 53 ára, gaf út yfirlýsingu þar sem hún þakk- aði það traust, sem Annan sýndi henni. „Ég er skuldbundinn öllum þeim, sem hafa stutt framboð mitt, einkum írsku stjórninni og emb- ættismönnum í utanríkisráðuneyt- inu, sem drógu ekki af sér í stuðn- ingi sínum við mig,“ sagði í yfirlýs- ingunni. Robinson er þekkt fyrir að beij- ast fyrir réttindum þeirra, sem minna mega sín. Sagt er að hún hafi breytt írska forsetaembætt- inu, sem áður hafi snúist um að klippa borða á blómasýningum og opna félagsmiðstöðvar, og í valdat- íð hennar hafi athyglin beinst að óréttlæti heimsins. Mannréttindasamtök ánægð Ýmis mannrétindasamtök, til dæmis Amnesty International og Human Rights Watch fögnuðu í gær skipun Robinsons og skoruðu jafnframt á hana að gera mann- réttindamálin að einu meginvið- fangsefni Sameinuðu þjóðanna á næstu öld. Rússland Mannskæður eldsvoði á elliheimili Moskvu. Reuter. SEXTÁN rússneskir ellilífeyris- þegar létu lífið og einn fékk al- varleg brunasár í eldsvoða á elli- heimili í afskekktu þorpi við Úral- fjöll í fyrrakvöld. Það tók slökkvilið staðarins þrjár klukkustundir að slökkva eldinn. 34 vistmenn voru á elli- heimilinu, sem var í viðarhúsi frá 19. öld, í þorpinu Kosja, um 230 km frá Jekaterinburg. Velferðarkerfið í Rússlandi hefur versnað mjög frá hruni kommúnismans og mörg sjúkra- hús og elliheimili eru í niður- níðslu. Það leynir sér ekki þegar planta hefur fengið MOLTU, lífræna jarðvegsbætinn frá SORPU. MOLTA er rík af helstu næringarefnum plantna, hefur góða loftunar- og vatnsheldniseiginleika og lífgar ófrjóan jarðveg við. Reynslan sýnir að MOLTA hentar vel í beð, við útplöntun, í trjárækt, £ í matjurtagarðinn og sáningu. I MOLTA fæst á endurvinnslustöðvum og í Gufunesi. •ð oc = Þú stuðlar að endurvinnslu og náttúruvernd með því að skila garðaúrgangi í næstu endurvinnslustöð. Mundu að hafa trjágreinar aðgreindar frá öðrum garðaúrgangi. S©RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs MOLTA - lifandi dæmi um kosti endurvinnslu Gufunesi, sími 567 66 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.